Þjóðviljinn - 27.02.1987, Qupperneq 4
LEHDARI
Guð býr í garðslöngunni
Þegar tveir mánuöir eru eftir til kosninga er Ijóst aö
hið eina sem ríkisstjórnarflokkarnir finna til að egna
fyrir hæstvirta kjósendur er blessaö góðæriö.
Þjóöin hefur aldrei haft það eins gott og núna,
segja málgögn stjórnarflokkanna, og búa til Guö
almáttugan úr ríkisstjórninni.
Samkvæmt mannvitsbrekkum fyrrnefndra blaða
er það nefnilega ríkisstjórninni aö þakka aö sjórinn er
hlýrri en áður og átan meiri, og þarmeð aflabrögö
landsmanna.
Það er ráðherrum lýðveldisins að þakka að rækju-
afli Norðmanna hefurbrugðistogdregiðúrbotnfisk-
afla Kanadamanna, með þeim afleiðingum að verð á
sjávarafurðum okkar hefur stórhækkað.
Sömuleiþis ber að þakka innvirðulega hæstvirtri
ríkisstjórn íslands hríðlækkandi heimsmarkaðsverð
á olíu að ógleymdum einkar heppilegum vaxtalækk-
unum á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum.
Þannig eru spekingar Morgunblaðsins og Tímans
bersýnilega þeirrar trúar, að ýmislegt sem áður fyrri
var skrifað á reikning þeirra himnafeðga eða annarr-
ar forsjónar skuli nú fært til bókar í kreditdálkum
blessaðrar ríkisstjórnarinnar. Henni, og engum öðr-
um, ber að þakka einstaka árgæsku til lands og
sjávar.
Guð býr í garðslöngunni amma, söng Megas. En
samkvæmt daglegu rauli fyrrnefndra málgagna er
hann bersýnilega fluttur þaðan og virðist nú hafa
samastað í stjórnarráði Islands. Svo mikil virðist
nefnilega trú þessara málgagna á ofurmætti ríkis-
stjórnarinnar.
Auðvitað er staðreyndin sú, að ríkisstjórn íslands
á ekki snefil af góðærinu sem hefur steypst yfir þjóð-
ina einsog mannað í eyðimörkinni forðum. Og það
tjóar lítt fyrir málefnasnauð málgögn ríkisstjórnarinn-
ar að halda öðru fram. Nú liggur nefnilega fyrir eins-
konar opinbert vottorð óvilhallra sérfræðinga um hið
gagnstæða.
I nýútkominni þjóðhagsspá er nefnilega hvað eftir
annað bent á þá staðreynd, að góðærið stafi fyrst og
fremst af mjög hagstæðum ytri skilyrðum. Ekki
minnst á ríkisstjórnina.
Dæmi: Um hinn mikla hagvöxt á síðasta ári segir í
texta Þjóðhagsstofnunar, að hann megi „að veru-
legu leyti rekja til sjávarvöruframleiðslu og hag-
stæðrar þróunar í utanríkisverslun". Ekki minnst á að
ríkisstjórnin eigi þar hlut að máli!
Viðskiptakjör gagnvart erlendum þjóðum voru
einkar hagstæð á síðasta ári, en sérfræðingár Þjóð-
hagsstofnunar láta ríkisstjórnar íslands að litlu getið í
því sambandi. „Hagstæð þróun viðskiptakjara und-
anfarin misseri skýrist einkum af þrennu", segir í
yfirliti stofnunarinnar. „Mikilli lækkun olíuverðs,
hækkun fiskverðs erlendis og vaxtalækkun á al-
þjóðalánamarkaði“. En ekki af aðgerðum ríkisstjórn-
arinnar.
Allt bendir því til að guð búi enn í garðslöngunni,
og sé fráleitt fluttur í stjórnarráðið einsog
mannvitsbrekkur Morgunblaðsins og Tímans halda
bersýnilega.
Ríkisstjórnin þreytist þó ekki á að klifa á því daginn
út og inn, að henni beri að þakka góðærið. Málgögn
hennar þreytast sömuleiðis ekki á að tönnlast á því
saman. T rúfestan sem drýpur úr pennum leiðarahöf-
undanna er raunar slík, að lesendur yrðu' sennilega
lítt hissa á að lesa þar staðhæfingar um að í hjáverk-
um taki ráðherrar lýðveldisins að sér að breyta vatni í
vín.
Góðærið skal vera þeim að þakka, hvað sem hver
segir. Að dýrlingum skulu þeir verða í augum kjós-
enda, og skipta þá staðreyndir litlu.
í Gerska Ævintýrinu segir Halldór Laxness frá
Tóbólskí erkibiskup, sem um miðbik átjándu aldar
kristnaði Síberíu með þúsund kútum af vodka. Með
fullum rökum var sannað að sá góði maður hefði
verið fylliraftur, lygari og yfirleitt hinn svæsnasti
frekjumaður. Hann var eigi að síður tekinn í tölu
dýrlinga tveimur árum fyrir byltingu.
Nú ætla semsagt málgögn ríkisstjórnarinnar að
leika sama leikinn tveimur mánuðum fyrir kosningar
með ráðherra íslenska lýðveldisins. Hefur þó advoc-
atus diaboli í gervi sérfræðinga Þjóðhagsstofnunar
fullsannað með gildum vottorðum að efnahagsbat-
inn sé þeim í litlu að þakka.
En látum Tóbolskí erkibiskup ganga aftur í gervi
íslensku ríkisstjórnarinnar. Guð býr nú samt í garðs-
löngunni, og góðærið verður aldrei ríkisstjórninni að
þakka.
-ÖS
KUPPT OG SKORHE)
Jevtushenko og Robert Kennedy: Þá skrúfaði hann frá sturtunni og sagði mér...
Viðbrögð við
Gorbatsjov
Eins og ráð má fyrir gera
skiptir það miklu máli um fram-
gang þeirra umbóta sem Mikhail
Gorbatsjov hefur fitjað upp á í
Sovétríkjunum, hvernig við-
brögð breytingarnar vekja upp á
Vesturlöndum.
Ekki síst vegna þess að ef hann
á að ná árangri á sviði efnahags-
mála þarf hann að ná samkomu-
lagi við Bandaríkin og Nató um
takmarkanir á vígbúnaði og
niðurskurð á því sviði.
Yfirleitt taka menn vel undir
það sem Gorbatsjov hefur gert -
til dæmis vill kanslari Vestur-
Þýskalands, Kohl sem fyrir
skemmstu olli nokkru hneyksli
með einkennilegum samanburði
á Gorbatsjov og áróðursstjóra
Hitlers, Göbbels, gjarna að
menn taki Gorbatsjov á orðinu
núna og noti tækifærið til að bæta
sambúð austurs og vesturs.
En víða og ekki síst í Banda-
ríkjunum er reynt að gera sem
minnst úr þeim breytingum sem
sovéski flokksritarinn hefur af
stað hrundið. Margir eru þeir
sem ekki vilja missa þann spón úr
sínum aski sem vígbúnaðarkapp-
hlaupið er. Og það er nokkur
hefð fyrir því hjá þeim í Washing-
ton að líta svo á, að ef vígbúnað-
arkapphlaupið væri ekki í gangi
þá þyrfti að finna það upp.
Með öðrum orðum: Litið er á
vígbúnaðarkapphlaupið sem að-
ferð til að halda Sovétmönnum
niðri efnahagslega, vegna þess,
að þar eð framleiðni í sovéskum
iðnaði er mun minni en í banda-
rískum verður svipuð hergagn-
aframleiðsla miklu þyngri baggi á
sovésku þjóðarbúi en á banda-
rísku.
Reyndar er margt furðulegt í
kýrhaus samskipta stórveldanna
fyrr og síðar.
Eina sögu undarlega má til
dæmis finna í grein sem sovéska
ljóðskáldið Jevtushenko skrifaði
nýlega fyrir Time.
Að hvísla
að leyni-
lögreglunni
Hann segir þar frá því að árið
1966 kom hann til Bandaríkjanna
- Jevtushenko var um það leyti
eftirsóttur upplesari ljóða og
þótti allólíkur öðrum sovéskum
menningarsendimönnum. Þetta
var um það leyti sem í Moskvu
fóru fram réttarhöld yfir þeim
Andrei Sínjavskí og Júlí Daníel,
sem höfðu sent handrit úr landi
og birt undir dulnefni á Vestur-
löndum sögur, sem þá og síðar
voru dæmdar andsovéskar.
Fengu þeir allþunga fangelsis-
dóma og þótti þetta mál hið
versta og sýna að sú „hláka“ sem
fylgdi Khrúsjovstímanum væri
endanlega úr sögunni.
Þegar ég var í New York, segir
Jevtushenko, bauð Robert
Kennedy öldungardeildarþing-
maður - bróðir Johns heitins
Kennedy forseta og seinna fram-
bjóðandi til forsetaembættis, en
féll einnig fyrir hendi morðingja -
mér heim til sín á Manhattan.
Mér til undrunar bauð hann mér
að ganga inn í baðherbergi með
sér, þar skrúfaði hann frá sturt-
unni og sagði mér lágri röddu:
„Þú mœttir gjarna koma því til
stjórnar þinnar, að það voru okk-
ar njósnarar sem létu ykkar menn
fá nöfn þeirra Sinjavskís og Daní-
els. “
Ég var, segir Jevtushenko, afar
hissa og spurði hvernig í ósköp-
unum stæði á þessu.
Robert Kennedy brosti að
barnaskap mínum og sagði:
„Okkar menn vildu notfœra sér
stöðuna og þið gleyptuð við agn-
inu. Vegna Víetnamstríðsins hef-
ur staða okkar versnað bœði
heimafyrir og á alþjóðavettvangi.
Við þurftum að fá andsvar í
áróðri sem dygði. “
Jevtushenko segist ekki hafa
gert þetta atvik opinbert fyrr en
nú og reyndar geti hann ekki sagt
alla söguna enn í dag.
■ ■
011
fantabrögð
Sé þessi saga sönn tekur hún
vitaskuld ekki burt ábyrgð Sovét-
manna af réttarhöldunum yfir
Sínjavskí og Daníel. En hún
minnir þá um leið á það, að í því
áróðursstríði sem stundum fer
ansi langt með að verða „heitt“
stríð, er einatt beitt lymskulegum
og svívirðilegum brögðum, sem
eru óralangt frá umhyggju fyrir -
í þessu dæmi - málfrelsi í Sovét-
ríkjunum og velferð þeirra sem
fyrir því berjast.
Þetta er rétt að hafa í huga
núna þegar skoðuð eru þau um-
mæli bandarískra áhrifamanna
sem tortryggnastir eru enn í garð
Gorbatsjovs. Þeir eru að því leyti
í sama báti og ýmislegt þæginda-
gráðugt forréttindalið í flokki
Gorbatsjovs sjálfs: Þeir vilja ekki
að honum takist það sem hann
hefur nú byrjað á.
Þess er nefnilega krafist af
gamla genginu sovéska að það
fari að hugsa sín mál upp á nýtt,
jafnvel gera eitthvað annað en
hagræða tölum svo allt sýnist vera
í góðu Iagi í hinum besta heimi
allra heima. Og það er náttúrlega
ekkert þægilegt að verða fyrir
slíku ónæði. Eins er það með
suma hauka í Washington: Hafi
þeir ekki sína gömlu sovétmenn á
hreinu, þá vakna upp nýjar
spurningar og sumar næsta
óþægilegar.
Gáum að þessu. ÁB
þJÓÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Utgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Rltstjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur
Skarphódinsson.
Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín
Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason,
Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vilborg Davíðsdóttir,
Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrita- og prófarkaleatur: Elías Mar.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlltsteiknarar: Sævar Guðbjömsson, GarðarSigvaldason.
Framkvæmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofuatjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrif8tofa: Guðrún Guðvarðardóttir, GuðbergurÞorvaldsson.
Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýslngar: Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir.
Símvarsla: Katrin Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðlr: Ólöf Húnfjörð.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbreiðslu- og afgreiðslustjórl: HörðurOddfríðarson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 50 kr.
Helgarblöð:55 kr.
Askriftarverö á mónuðl: 500 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. febrúar 1987