Þjóðviljinn - 27.02.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.02.1987, Blaðsíða 6
____________MINNING_________ Ólöf Ingimundardóttir Fœdd 13. janúar 1909 - Dáin 19. febrúar 1987 Með örfáum orðum langar mig til að kveðja elskulega tengda- móður mína, Ólöfu Ingimundar- dóttur, sem í dag er kvödd frá Dómkirkjunni í Reykjavík og til moldar borin að Görðúm á Álfta- »esi. Hún anáaðist að ntorgwi fimmtudagsins 19. febrúar á heimrii sírru að Lindarflöt 43 í umsjá dætra sinna og Vífilsstað- aspítala. Á Vífilsstöðum hafði hún átt hlýtt skjól síðustu vikurn- ar í höndum góðs fólks, lækna og hjúkrunarliðs, sem létti henni baráttuna við erfiðan sjúkdóm og engin lækning var til við önnur en flutningur til æðra tilverusviðs - lækning sem almáttugur Guð einn annast. Þetta góða fólk hafði búið henni tækifæri til þess að eyða síðustu dögunum heima í faðmi fjölskyldunnar og þar kvaddi hún í friði og ró á fimmtudaginn fyrir rúmri viku, eins og áður sagði. Með henni er gengin merk og mikilhæf kona, mjög eftirminnanleg öllum, sem henni kynntust. Ólöf fæddist að Bæ í Króksfirði á Barðaströnd mitt í þeirri miklu meistarasmíð íslenskrar náttúru þar sem eyjar og sund kveðast á við Borgarlandið, Barmahlíðina og Vaðalfjöll. Þar átti hún yndis- lega bernsku og æsku, bundin óvenju sterkum tilfinningabönd- um við Sigríði móður sína, fjöl- skylduna alla og sveitina í kring. Sterkur ómur æskustöðvanna og djúprar ástar á móðurin hljómaði í sálu hennar alla tíð og var auðheyrður öllum þeim, sem henni kynntust náið. Móðirin mátti ekkert aumt sjá og var skjól þeim, sem minna máttu sín. Þær eigindir erfði Ólöf í ríkum mæli. Umhyggja fyrir lítilmagnanum og þeim sem um sárt áttu að binda, hefur verið sem rauður þráður í öllu lífi hennar. Hennar stóra og tilfinningaríka hjarta rúmaði alla þá, sem hjálpar voru þurfi. Ættingjar, vinir, ná- grannar, sveitungar, börnin - allt rúmaðist þetta í umhyggju henn- ar og örlæti. Góðar gáfur erfði hún úr móður- og föðurhúsum. Hún elskaði tónlist og var skáldmælt í besta lagi, en bar það ekki á torg fyrir almenning í prentuðu máli. Fjölskyldan á hins vegar í fórum sínum margar dýrmætar ljóða- perlur, sem gleðja og glóa í sjóði minninganna. Hún var mikil hús- móðir, gestrisin og rausnarleg, svo sem móðir hennar hafði ver- ið, og ófáir eru þeir, sem notið hafa. Hún var greind og skörp í umræðu, fylgdist vel með þjóð- málum og hneigðist til íslensks sósíalisma vegna samúðar sinnar með þeim, sem heyja þurftu harða lífsbaráttu, og það þótt hún væri upprunnin á íslensku höfð- ingjasetri í sveit, en slík heimili höfðu í þann mund tilhneigingu tH íhaldssemi. Þannig var hjarta- lag hennar. Fyrir því báru altír vwðiwgu, ýafnvel þótt þeir væru ekki sammála. Á bernskustöðvunum kynníist hún eftirhfandi eiginmanni sín- um, Ólafi Helgasyni. Hann var í föðurhúsum að Gautsdal í Geira- dal, steinsnar frá Bæ í Króksfirði. Þau felldu hugi saman og gengu í heilagt hjónaband í blóma lífsins þar fyrir vestan. Ólafur Helgason er að persónugerð fremri flestum eða öllum þeim, er undirritaður þekkir. Betri lífsförunaut gat Ólöf trauðla fengið. Sameigin- legt lífshlaup þeirra hefur nú var- að hálfa öld og nokkrum árum betur. Eindrægni og væntum- þykja hefur verið órofa og aldrei borið skugga á. Ólafur er búfræð- ingur að mennt og töframaður á ræktun jarðargróða. Þau hófu búskap fyrir vestan, en urðu frá að hverfa vegna skorts á jarð- næði. Það va.r ekki sársaukalaust og máttu nákunnugir skynja þær tilfinningar án þess að orð væri sagt. Þau reistu sér þá hlýtt heim- ili í Reykjavík, þar sem Ólafur hóf störf hjá Tollinum og síðar í Garðabæ. Þau hafa búið saman í ást og samheldni alla tíð við and- legt ríkidæmi, sem dugað hefur til allrar reisnarinnar og örlætisins, þó veraldlegt ríkidæmi hafi aldrei talist til auðæfa. Lífssaga þeirra verður ekki rakin hér, en hún er fögur og björt, sveipuð geisla- flóði göfugmennsku og góðra siða. Þau eiga fjórar dætur, Hildi- gunni, sem gift er Hilmari Sig- urðssyni í Hafnarfirði, Ingi- björgu, sem gift er Anders Niel- sen í Sorö í Danmörku, Mörtu, sem gift er Pétri Jónssyni á Þor- valdsstöðum í Breiðdal og Sig- ríði, sem gift er undirrituðum. Barnabörnin og barnabarna- börnin eru mörg og þykir öllum óendanlega vænt um afa sinn og ömmu eins og dætrunum þykir um móður sína og föður. Ég, sem þetta rita, kom inn í líf þeirra Ólafar og Ólafs síðla árs 1953 sem skólabróðir og verðandi unnusti og eiginmaður Sigríðar, þá óharðnaður æskumaður austan af landi. Þau tóku mér opnum örmum og ég hef bundist þeim afar sterkum tilfinningaböndum á meira en þrjátíu ára samofinni vegferð. Þau tilfinningabönd eru persónuleg einkamál, sem fátæk- legt væri að bera á torg. Það verð- ur því ekki reynt. En þau hafa verið mér mjög mikilsverð og ég er þeim Ólöfu og Ólafi þakklátur frá dýpstu hjartans rótum. Ég veit, að sama má ég segja fyrir hönd svila minna, Péturs, Anders og Hilmars. Þau Ólöf og Ólafur hafa átt ást og virðingu okkar og fjölskyldunnar allrar. Vissulega hefur ský brugðið fyrir sólu í lífi okkar við fráfall Ólafar. En við beygjum okkur í auðmýkt fyrir höfundi tilverunn- ar, sem nú hefur tekið hana til sín, og þökkum honum fyrir góða móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, sem við fengum notið svo lengi. Um leið biðjum við hann að blessa eftirlifandi eigin- mann hennar, hann Ólaf okkar, sem misst hefur mest allra, en tekur öllu með sama æðruleysinu og hugarrónni, sem einkennt hef- ur allt hans líf. Guð blessi hann og styrki. Austurlensk fræði líta á mann- legt líf sem margþátta streng, án upphafs eða endis. Ólöf Ingi- mundardóttir kom til jarðvistar með mikið vegarnesti. Hún var aldrei hlutlaus áhorfandi í lífinu og fyllti umhverfi sitt með sterk- um persónuleika. Því hefur hún haldið áfram og á fagran hátt sannað sínum nánustu áframhald lífsstrengsins. í þeim hópi efast enginn. Við kveðjum hana því með gleðiblöndnum söknuði og horfum vondjörf til endurfunda í fyllingu tímans. Hafi hún innilega þökk okkar allra í vegarnesti. Valur Arnþórsson Akureyri Brekkufríð er Barmahlíð, blómum víða sprottin. Fræðir týði fyrr og síð. Fallega smíðar drottinn. Þannig lýsir Jón Thoroddsen umhverfinu sem hún Óla frænka mín mótaðist af í uppvexti sínum. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Einarsdóttir frá Snart- artungu og Ingimundur Magnús- son frá Hrófbergi, móðurbróðir minn. Þau bjuggu í Bæ í Króks- firði og var heimili þeirra rómað fyrir rausn og myndarskap. Óla var yngst sinna systkina. Þau eldri voru Guðrún og Stefan- ía, Magnús og fósturbróðirinn Jóhann Jónsson, sem var henni einkar kær. Nú hafa öll þessi systkini kvatt þennan heim. Yngsta heimasætan í Bæ var strax yndi allra - falleg hugljúf og skemmtileg. Æskuárin liðu á hennar góða heimili og gáfu henni víðsýni og þroska. Réttlæt- iskenndin var henni í blóð borin og svo sterklega að hún var undir- tónn í öllum hennar gjörðum. Mér er fátt eiginlegra en að minnast þessarar elskulegu frænku minnar með hjartans þakklæti og einlægri virðingu, en mikill er sá vandi að móta svip- mynd af lífsmáta hennar svo sér- stæður sem hann var og lær- dómsríkur. Hin fæstu orð geta fest sig djúpt í vitund manns og gefið fyrirheit. Er ég fjórtán ára telpa þurfti fyrst að dvelja í Reykjavík var leitað til Ólu frænku. Skeytið frá henni og orðalag þess fól í sér reisn og virðingu og gladdi mig ósegjanlega - um leið og það stækkaði bæði sendandann og móttakandann litla í Bolungar- vík. Svarið var: „Stemunn frænka mín velkomin"; í stað orðanna: „Hún má koma“ Óla frænka var aðlaðandi kona í þess orðs bestu merkingu og bar þar margt til. Hún var greind og skemmtileg, spilaði á hljóðfæri af fingrum fram, las mikið af góðum bókum og Ijóðaforðinn sem hún kunni og rökræddi við mann var með ólíkindum. Sjálf orti hún hin fegurstu ljóð ýmist létt og glettin eða þá eins og hún væri að leita hinna dýpstu raka mannlífsins. En ljóðin hennar foru ekki víða og þegar gengið var eftir þeim til birtingar var svarið: „Ja hérna, ég hefi ekki gert víðreist um dagana né ræktað ljóðagerð. Þau eru aðeins til þess að kveikja svolítið líf fyrir mig og bestu vin- ina.“ Gæfuspor manna eru mörg og margvísleg - en eitt þeirra stærstu tel ég vera farsælt makaval - svo að eitt og sama sporið verði gæfa beggja. Öla giftist ung Ólafi Helgasyni frá Gautsdal í Geiradal, glæsi- legum og góðum manni og var sérstakt jafnræði með þeim hjón- um. Þau reistu heimili sitt hér í Reykjavík, og bjuggu lengi að Einholti 7 og Tómasarhaga 46, en hin síðari ár að Lindarflöt 43 í Garðabæ. Ólafur var tollþjónn um árabil en vann síðar á skrif- stofu hjá Tollstjóraembættinu í Reykjavík. Eleimili þeirra Ólu og Ólafs var alla tíð myndarheimili og höfð- ingjasetur. Einholt 7, en þangað fluttu þau árið 1940, er í mínum huga einskonar „Unuhús". „Það voru erfiðir tímar, það var at- vinnuþref,“ eins og Laxness segir í ljóði sínu „Maístjarnan". Allur sá fjöldi fólks er leitaði vina og velgjörða í Einholti 7 á þeim árum er óskráður, fyrst koma í hugann námsmenn, veikt fólk og vinafátt. Þar nutu allir virðingar og var veitt af rausn. Það mætti ætla að allt hafi vaxið sem af var tekið, svo víða var komið við til þess að gleðja og gefa og þess er minnst með þakk- látum huga. Þau hjón áttu 4 dætur og var ein þeirra fósturdóttir, sem kom til þeirra 7 áragömul. Fjölskyldu- lífið einkenndist af gagnkvæmri ástúð og trausti foreldra og barna, að ógleymdri föðurömm- unni henni Ingibjörgu Friðriks- dóttur, sem bjó hjá þeim öll sín efri ár, elskuð og vernduð, enda var það góðvildin og glaða bros- ið, sem geislaði frá henni, og bera dæturnar allar þessu samfélagi og heimili sínu fagurt vitni. Elstar eru þær Sigríður hús- móðir á Akureyri, gift Val Arn- þórssyni og fósturdóttirin Marta Aðalsteinsdóttir húsmóðir á Þor- valsstöðum í Breiðdal gift Pétri Jónssyni. Næst Ingibjörg hjúkr- unarfræðingur gift Anders Niel- sen og er hún búsett í Danmörku og yngst er Hildigunnur hjúkrun- arfræðingur, gift Hilmari Sig- urðssyni og býr í Hafnarfirði. í þessum hugleiðingum koma fram margar fallegar minningar og myndir og ætla ég að nefna hér eina sem er alveg dæmigerð fyrir þessa fjölskyldu. Elsta dóttir Sigríðar þá 7 eða 8 ára var í Austurbæjarskólanum og þangað bárust bréf frá norsk- um börnum. Eitt bréfið féll í hlut Sigríðar litlu, hún kom heim með bréfið og nú settist fjölskyldan saman og bréfið var lesið og var ég ein þeirra er á hlýddu. Þetta var þegar þrengingar voru miklar í Noregi vegna stríðsins og í bréf- inu kom fram að skortur var á ýmsum brýrmstu nauðsynjum - og voru þar meðal annars sefndir skór. Þá rét-tir litk Sigríðtir fæt- urna fra«i horfrr á sína faHegu skó og segir @i»arðlega: „Má ég senda mína". „Já, það mátt þú elskan mín,“ sagði pabbinn. Þessi saga varð lengri því ekki voru bara skórnir hennar Sigríðar sem fóru til Noregs. Nú var hafist handa á heimilinu að vinna og sauma, kaupa mat og föt og safna öllu því er að gagni mætti koma og sent til fjölskyldunnar í Nor- egi. Ekki bara í eitt skipti heldur í mörg ár meðan þess þótti þörf. Bréf gengu á milli og vináttubönd voru bundin. Þarna sem og í öðru sat kær- leikur og mannvirðing í öndvegi. Er nokkuð fegurra í fallvöltum heimi en framlag kærleikans? Eiginmaðurinn sanni og góði og fjölskyldan öll hefur ólýsan- lega mikið að þakka - og mikils að sakna. Megi guð styrkja þau og leiða. Við œfinnar lok ber ást og dyggð sinn ávöxtinn þúsundfalda. (E.Ben.) f þessum minningabrotum felst hjartans þakklæti mitt og barn- anna minna fyrir öll gæðin og um- hyggjuna hennar Ólu frænku minnar og fjölskyldu hennar. Steinunn Finnbogadóttir Fyrir fjörutíu og fimm árum var opnað nýtt barnaheimili við Eiríksgötu hér í bæ. Fyrstu börn- in er þangað komu voru þrjú lítil systkin, þá nýbúin að missa móð- ur sína. Þau héldu sig mjög hvert að öðru og er kvöldaði stóðu þau við gluggann og horfðu til himins á stjörnurnar. Mamma var orðin að stjörnu á himni. Fljótlega voru yngstu börnin tekin í fóstur en ég, elsta barnið þá 7 ára, varð eftir - því fáum hugnast að ganga svo stóru barni í foreldrastað. En þá brosti gæfan skyndilega við mér í líki ungrar elskulegrar starfs- stúlku á barnaheimilinu, Stein- unnar Finnbogadóttur, sem tók höndum um mig. Einn daginn sagði hún við mig: „Viltu koma í heimsókn til frænku minnar? Hún á tvær litlar telpur og önnur er á aldur við þig.“ Og við fórum í heimsókn til Ólu og Óla í Einholtinu, en ég átti enga utanyfirflík og fór á peysunni. Þetta var í janúar. Mikið var okkur vel tekið þar á heimilinu. Þær mæðgur voru að koma frá saumakonu með nýia kápu, sem allir dáðust að, á Siggu eldri telpuna, en þegar ég fór aftur heim á barnaheimilið var búið að klæða mig í þessa fallegu flík og hún orðin mín eign. Þetta var fyrsta gjöfin frá þessu heimili í minn garð. Mánuði seinna var ég sótt á barnaheimilið og flutt í Einholt 7, og Ólöf og Ólafur út- skýrðu fyrir mér að nú væri þetta mitt heimili, þau pabbi minn og mamma og Sigríður og Ingibjörg systur mínar. Seinna eignaðist ég litla systur Hildigunni og síðan ömmu, Ingibjörgu Friðriksdótt- ur, og frændur og frænkur sem í anda Ólafar og Ólafs tóku mig strax sem eina af fjölskyldunni. Og nú skilja leiðir um sinn. Elskuleg móðir mín, í hvert sinn er stjarna kviknar á himni mun ég minnast þín og þakka þér allt sem þú varst mér og verður mér og mínum um ókomin ár. Þú gafst mér það sem enginn getur frá mér tekið, ómælda móðurást. Drottinn blessi þig. Martha Aðalsteinsdóttir Innskrift Prentsmiðju Þjóðviljans vantar starfsmann í innskrift. Góð íslensku- vélritunarkunnátta nauðsynleg. Upplýsingar veitir framkvæmda- stjóri í síma 681333. Hlutastarf Þjóðviljann vantar „húsmóður" til að sjá um létta máltíð í hádeginu. Vinnutími frá kl. 10-14. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 681333. ÞlÓÐVILIINN 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJÍNN Föstudagur 27. febrúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.