Þjóðviljinn - 27.02.1987, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 27.02.1987, Qupperneq 16
Aðalsími 681333 681348 Heigarsími 681663 þjómnuiN Föstudagur 27. febrúar 1987 48. tölublað 52. árgangur SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Dagvistun Stofnað til stéttskiptingar Sjálfstœðismenn ístjórn dagvista ákváðu að veita vilyrðifyrir styrkveitingu til reksturs einkadagvistarheimila. KristínÁ. Ólafsdóttir: Verðlagning sett í hendur eigendum. Afgerandi stefnubreyting Þessir einstaklingar gætu sett upp hvaða gjald sem væri og við vitum að það er talsvert af fólki sem getur borgað háar fjár- hæðir fyrir dagvistun barna sinna. Með þessu er verið að styrkja barnaheimili fyrir efnað forréttindafólk og búa til mjög á- kveðna stéttaskiptingu gagnvart börnum" sagði Kristín A. Ólafs- dóttir fulltrúi Abl. í stjórn dag- vista en hún greiddi ein atkvæði í stjórninni gegn beiðni tveggja einstaklinga í Reykjavík um vil- yrði fyrir styrk frá borginni til reksturs einkadagvistarheimila. Sjálfstæðismenn voru fylgjandi slíkri styrkveitingu en Framsókn- Norðurlandaráð Hægrimenn hissa á Sverri Ólga meðal Sjálfstæðismanna vegna yfirlýsingar Sverris Hermannssonar Frá fréttaritara Þjóöviljans í Helsinki, Eiríki Hjálmarssyni: Nokkur ólga hefur gert vart við sig meðal Sjálfstæðismanna í ís- lensku sendinefndinni eftir yfir- lýsingar Sverris Hermannssonar menntamálaráðherra við fjöl- miðla um að hann hyggðist leggja það til við íslensku ríkisstjórnina að íslendingar drægju sig út úr Tele-X áætluninni. Hægri flokkarnir voru ekki fyrr búnir að leggja til að stækka skyldi áætlunina en íslenski menntamálaráðherrann gaf út þessa yfirlýsingu. Erlendu hægri- mennirnir hafa brugðist við henni með mikilli hissu og ónefndur Sjálfstæðismaður í íslensku sendinefndinni sagði að þetta væri ekki góð kynning á því hvernig íslensk pólitík væri. -vd./E.Hj. Háskólinn 4 nýir heiðursdoktorar Á háskólahátíð nk. laugardag verður fjórum fræðimönnum á sviði íslenskra fræða veitt heiðursdoktorsnafnbót við heimspekideild Háskóla Islands. Þessir fræðimenn eru: Her- mann Pálsson, prófessor við Há- skólann í Edinborg, Oskar Band- le, prófessor við háskólann í Zúr- ich, Peter Foote, prófessor emer- itus frá University College í Lx>ndon og Theodore Anderson, prófessor við Stanford-háskóla í Kaliforníu. -Ig. armenn sátu hjá. Kristín lagði fram bókun um málið og segir þar m.a.:„Með styrkveitingu borgar- innar til einkadagvistarheimilis einsog hér um ræðir væri stigið afgerandi skref til stefnu- breytingar. Þar með rynni fé úr borgarsjóði til heimila sem væri í sjálfsvald sett að verðleggja þjón- ustu sína. Eigendur geta einir ákveðið gjöldin burtséð frá öðr- um hagsmunaaðilum einsog for- eldrum." Hörður Svavarsson, fulltrúi foreldra í stjórn dagvista, bókaði reglum að styrkurinn yrði notað- þá skoðun sína að með þessu máli ur til að greiða niður pláss til for- væri komið upp tilefni til að gangshópa. endurskoða reglur Reykjavíkur- Til stóð að fjalla um málið á borgar um rekstur og styrki til borgarráðsfundi á þriðjudag en einkadagvistarheimila þar sem að beiðni minnihiutans var um- ekki væri tryggt með núverandi ræðu frestað í viku. -vd. Það er einna líkast því að þarna sé unnið að námagreftri í iðrum jarðar við frumstæðar aðstæður, en það fær auðvitað ekki staðist. Starfsmennirnir á myndinni eru í óða önn að hreinsa innan úr ofninum í upphafi ofnstoppsins. Mynd gg. Sementsverksmiðjan Fá kaupauka í ofnsloppi Framleiðsla í Sementsverksmiðjunni liggur niðri í tvo mánuði. Lengsta ofnstopp tilþessa. Skipt um eitt ofnbeltanna Allir starfsmenn Scments- verksmiðjunnar fá greiddan 17% kaupauka á meðan á ofnstoppi stendur, og jafngildir sú greiðsla nokkurn veginn framleiðslubón- us sem greiddur er að jafnaði. Slíkur kaupauki hefur ekki áður verið greiddur í ofnstoppi. Öll framleiðsla hefur legið niðri í verksmiðjunni síðan ofn- inn var stöðvaður um miðjan þennan mánuð. Að sögn Gísla Einarssonar verkstjóra í verk- smiðjunni er búist við að ofn- stoppið standi fram í miðjan aprfl eða alls í tvo mánuði, en venju- lega hefur ofninn verið stöðvaður aðeins í um þrjár vikur hverju sinni. Nú verður skipt um eitt ofn- beltanna og liggur framleiðsla lengur niðri af þeim sökum. Þetta er í fyrsta skipti sem skipt er um ofnbelti í verksmiðjunni. Verkið er mjög umfangsmikið, enda ekki um nein barnaleikföng að ræða. Rjúfa verður þak ofnhúss- ins og leita fulltingis 90 tonna krana til þess að koma stykkinu á sinn stað. Eins og fyrr segir fá allir starfs- menn verksmiðjunnar greiddan 17% kaupauka þar til fram- leiðslan hefst að nýju, en ákveðn- ir hópar munu njóta álags- greiðslna samkvæmt sérstöku samkomulagi. “88 Námsmenn Tillögur krala óhugnanlegar Kristinn Einarsson hjá BÍSN: Við munum berjastmeð oddi ogegg gegn tillögum Alþýðu- og Sjálfstœðisflokks. Vvið höfnum því alfarið að vextir verði reiknaðir af námslánum. Það er algjört grundvallaratriði hjá okkur. Við vísum á bug öllum hugmyndum í þá veru. Stefna Aiþýðuflokksins í málefnum lánasjóðsins opinber- aði sig á fundinum í Háskólabíói og nú vitum við hvar við höfum hann. Stefna hans er í megin- atriðum hin sama og Sjálfstæðis- flokksins sem öll námsmanna- samtök hafa mótmælt. Ef hægri stjórn kemst til valda eftir kosn- ingarnar í vor verða öll náms- mannasamtökin komin í starthol- urnar í haust til að stemma stigu við þeim óhugnaði sem felst í til- lögum Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks í málefnum Lána- sjóðs íslenskra námsmanna, segir Kristinn Einarsson hjá Bandalagi íslenskra sérskólanema. - Það er ljóst að Alþýðuflokk- ur og Sjálfstæðisflokkur eru sam- mála í meginatriðum um stefn- una í málefnum lánasjóðsins. Það er mjög líklegt að tillögur þeirra renni í gegn ef þessir flokkar mynda stjórn eftir næstu kosning- ar. Því er nauðsynlegt fyrir stúd- enta að fylkja sér um lista vinstri manna í næstu stúdentakosning- um sem verða um miðjan mars n.k. Því öflugir vinstri menn í Há- skóla íslands er það afl sem getur veitt hægri stjórn mest aðhald og staðið vörð um hagsmuni stúd- enta, - sagði Runólfur Ágústsson efsti maður á lista Félags vinstri manna í Háskóla íslands í samtali við Þjóðviljann í gær. 8rh.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.