Þjóðviljinn - 04.03.1987, Síða 2
-SPURNINGIN—1
Telur þú aö til verk-
falls kennara komi?
(Spurt í Fjölbrauta-
skólanum við Ár-
múla)
Ásgeir Sveinsson:
Já, ég tel þaö og flestir nem-
endur eru mjög uggandi. Ég
fylgist grannt með þessari
deilu og vona að hún leysist.
Eydís Eyjólfsdóttir:
Ég held það, en vona að ekki
verði af því, þó í aðra röndina
sé alltaf gaman að fá frí. Það
er mikið talað um þessa deilu
hér í skólanum.
Jón Ragnar Jónsson: Já,
því miður. Ég lenti í síðasta
verkfalli og námið raskaðist
töluvert við það.
Katrín Harðardóttir: Ég tel
miklar líkur á að svo verði og
líst engan veginn á. Ég fylgist
með viðræðunum eins og
aðrir nemendur og óttast að
verkfall myndi bitna illa á
náminu.
Einar Jón Másson: Já, ég
óttast það og er mjög óá-
nægður. Ef verkfallið dregst á
langinn er einsýnt um að nám
fellur niður á þessari önn. Mér
finnst ekkert athugavert við
kröfur kennara en þetta á eftir
að koma niður á okkur nem-
endum.
FRETTIR
Alþýðubandalagið
Menntakerfið krufið
Opin námsstefna á vegum Alþýðubandalagsins um
uppeldis- og menntamál. KristínÁ. Ólafsdóttir: Mikill
ótti vegna flótta kennara og fóstra úr störfum
Aþessarri námsstefnu ætlum
við að leita svara við stórum
spurningum um innihald uppeld-
is og menntunar, sagði Kristín A.
Ólafsdóttir varaformaður Al-
þýðubandalagsins í samtali við
Þjóðviljann, en Alþýðubandalag-
ið gengst fyrir opinni námsstefnu
þann 14.mars næstkomandi um
uppeldi og menntun.
Að sögn Kristínar hefur lengi
staðið til að halda slíka náms-
stefnu. „Hugmyndin kom til
vegna þess ótta sem hefur ríkt og
ríkir enn um það hrikalega ástand
sem skapast við flótta kennara og
fóstra úr störfum," sagði Kristín.
„Enn frekara tilefni er útkoma
OECD-skýrslunnar um menntun
á íslandi, hin svokallaða svarta
skýrsla. Við ætlum þó ekki að
standa í þröngri kjaraumræðu
heldur reyna að fara undir yfir-
borðið og spyrja stórra spurninga
um það til dæmis til hvers
menntun er og um viðhorf fólks
til hennar.
Til þess að svara þessum spurn-
ingum höfum við fengið fagfólk
úr uppeldis- og kennarastéttinni
til að halda fyrirlestra. Meðal
annarra mun Páll Skúlason
heimspekingur fjalla um
menntun og stjórnmál, Húgó
Þórisson sálfræðingur og Margrét
Pála Ólafsdóttir fóstra munu
fjalla um uppeldis-og
menntunarhlutverk skóla og dag-
vistarheimila og Þorsteinn Vil-
hjálmsson dósent ætlar að fjalla
um spurninguna: Til hvers er
menntun?
Síðan munu 4 nemar úr
menntaskólum og háskólanum
reyna að svara því hvers þeir
vænta af skólanum. Að því loknu
munu þau Gyða Jóhannesdóttir
skólastjóri Fósturskólans og Sig-
urjón Mýrdal, æfingastjóri
Kennaraháskóla íslands fjalla
um fóstru- og kennaramenntun
og reyna að svara því hvernig hún
þyrfti að vera með tilliti til þess
sem hefur komið fram hjá fyrri
fyrirlesurum.
í lokin mun Gerður G. Óskars-
dóttir æfingastjóri í uppeldis- og
kennslufræðum við Háskóla ís-
lands stjórna pallborðsum-
ræðum.“
Námsstefnan, sem er öllum
opin, mun fara fram að Hverfis-
götu 105 og væntanlegir þátttak-
endur geta skráð sig í síma 17 500.
-vd.
Baldur Jónsson: Oft beðnir um rétta stafsetningu orða sem fólk er í vafa um.
íslensk málstöð
Leysir úr vandanum
Baldur Jónssonforstöðumaður: Nýyrðasmíð-skýringar áorðum og
hugtökum - Til þjónustu fyrir alla sem þess óska
Það er alltaf nóg að gera hjá
okkur. Við reynum að að-
stoða og leysa úr öllum þeim mál-
um sem inn til okkar koma. Það
er ekki bara að semja nýyrði
heldur allt sem lýtur að íslenskri
tungu. Skýringar orða og hug-
taka og einnig erum við beðnir
um rétta stafsetningu orða sem
fólk er í vafa um, - segir Baldur
Jónsson, forstöðumaður Is-
ienskrar málstöðvar.
íslensk málstöð tók til starfa 1.
janúar 1985. Hlutverk hennar er
m.a. að vera til leiðbeiningar og
ráðgjafar um íslenskt mál, eins-
konar framkvæmdastofnun ís-
lenskrar málnefndar.
Málstöðin er rekin sameigin-
lega af íslenskri málnefnd og Há-
skóla íslands og er öllum til þjón-
ustu sem til hennar vilja leita.
Hefur hún m.a. unnið að útgáfu
Tölvuorðasafns í samvinnu við
Skýrslutæknafélag íslands og
orðaskrár úr uppeldis- og sálar-
fræði í samvinnu við Kennarahá-
skóla íslands. Þá er í smíðum hjá
málstöðinni orðasafn í hagfræði
og læknisfræðilegt orðasafn sem
orðanefnd læknafélaganna
stendur að.
Einnig sinnir hún öllum
beiðnum sem hún getur í gerð ný-
yrða. Gott dæmi um það er ný-
yrðið fiða. Það kom til vegna
vandræða hjá kanínubændum
sem áttu ekki í fórum sínum neitt
orð um það sem venjulegast kall-
að er hár eða ull á kanínum en er
hvorki hár né ull. Datt þá Baldrip
Jónssyni, í hug orðið fiða sem
merkir létta og lítilfjörlega flík
eða þvíumlíkt. Hefur þetta ný-
yrði mælst vel fyrir og hefur þegar
sést á prenti m.a. hér á Þjóðvilj-
anum ekki alls fyrir löngu.
íslensk málstöð er til húsa að
Aragötu 9 þar sem hún hefur til
umráða 5 herbergi. Fastir starfs-
menn hennar eru 3 en þessa
stundina eru lausráðnir starfs-
menn 4 en sá fjöldi er breytilegur.
Vinstri menn
Baráttuhátíð
á Borginni
Félag vinstri manna í Háskól-
anum heldur baráttuhátíð á Hótel
Borg annað kvöld þar sem fjöl-
margir listamenn og aðrir góðir
gestir koma fram. Hátíðin er lið-
ur í kosningabaráttunni fyrir stú-
dentaráðskosningarnar síðar í
mánuðinum.
Meðal þeirra sem koma fram á
hátíðinni annað kvöld eru
skáldin: Bergþóra Ingólfsdóttir,
ísak Harðarson, Kristín Ómars-
dóttir og Guðbergur Bergsson
sem lesa úr verkum sínum. Guð-
rún Hólmgeirsdóttir og félagar
flytja vísnasöng og Sif Ragnhild-
ardóttir syngur.
Þá flytja þau Ingibjörn Sólrún
Gísladóttir og Össur Skarphéð-
insson hvatningarorð og ræðu
kvöldsins flytur Runólfur Ág-
ústsson sem skipar efsta sæti á
lista Vinstri manna. Hljómsveitin
Grafík leikur síðan fyrir dansi til
kl. 02.00. -*g-
Bílslysin
Nöfn hinna
látnu
Mennirnir sem létust í bflslys-
inu við Tíðaskarð í Kjós sl. laug-
ardag hétu Jónas Eðwald Jónas-
son, 25 ára húsasmíðanemi,
Köldukinn 29 Hafnarfirði, og
Gísli Andrésson bóndi að Hálsi í
Kjós. Hann var á sjötugasta
aldursári.
Jónas lætur eftir sig konu og
tvær ungar dætur og Gísli lætur
eftir sig konu og 9 uppkomin
börn.
Ungi maðurinn sem lést í bíl-
slysi við ísafjörð sl. föstudag hét
Þór Alexandersson 21 árs gamall.
Hann lætur eftir sig konu og eitt
barn.
r
Þeirsegja að nýja
flugstöðin
sé dýrasta
músarholaí
gjörvöllum
heiminum.
Úr því sem komið
er höfum við
ekkinemaeittráð
2 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. mars 1987