Þjóðviljinn - 04.03.1987, Side 5
Svona notum við smokkinn:
• Smokkimi skal nota fra upphafi samfara
• l>cgar gctnaðarlimurinn cr orðinn stinnur cr smokknum
rúllað varlcga upp á. Mundu að hann situr hctur a þurrum
lim cn rokum og því minni lixtta á að hann rcnni af. Auk
þcss hcfur það truttandi áhrif að :;ctja smokkinn á i
miðjum kliðum.
• Þctta ætti að vcra cðlilcgur þáttur i samforunum og gctur
jafnvcl orðið skcmnttilcgur hluti af forlciknum.
• Uftir sáðfall minnkar gctnaðarlimurinn og til að koma i
vcg f\ rir að smokkurinn rcnni af. cr nauðsynlcgt að halda
þctt við hringinn cfst, þcgar limurinn cr drcginn út.
• Nota skal nýjan smokk við hvcrjar samfarir.
• Mundu að í þcssu scm öðru cr það æfingin scm skapar
mcistarann!
(iANCil VKKl'R VHI.I
Úr bæklingi Landlæknisembættisins.
HÆTTULAUST KYNLÍF
GAGNKVÆM SJÁLFSFRÓUN.
KOSSAR Á HÚÐINA OG ÞURRIR KOSSAR
LÍKAMSNUDD, ATLOT OG FAÐMLÖG.
VÆGIR SADÓMASÓKISTÍSKIR LEIKIR
HJÁLPARTÆKI ÁSTARLÍFSINS (SÉ PEIM
EKKI DEILT MEÐ ÖÐRUM).
ERÓTÍSK MYNDBÖND OG KLÁMBLÖÐ.
SENNILEGA HÆTTULAUST
SAMFARIR MEÐ VERJUM
Lítil hætta er þessu samfara ef verjan rifnar ekki.
Nauðsynlegt er að nota rétt krem. Nota skal krem með
vatnseiginleikum. Krem með olíueiginleikum, eins og
vaselín, geta sett göt á verjuna. Áhættan minnkar enn
frekar ef limurinn er tekinn út áður en kemur að sáðláti.
VOTIR KOSSAR
Vitað er að HlV-veiran hefur fundist t munnvatni, en
líkurnar á að smit berist með þessum hætti eru
hverfandi. Aftur á móti aukast líkurnar á smiti ef sár
eru í munni eða á tungu. Ef annar hvor er með
hálsbólgu eykur það hættuna á smiti.
AÐ SJÚGA LIM - ÁÐUR EN
KEMUR AÐ SÁÐLÁTI
Þetta er á mörkum þess að vera „sennilega hættulaust"
og „hættulegt kynlíf". Þar sem ekki er vitað hvort
veiran sem veldur eyðni er í smurningsvökva sem
myndast við kynertingu, er þó nokkur hætta þessu
samfara. Ef sár eru í munni (og það er algengt) eða á
lim eykst hættan til muna.
Úr bæklingi Samtakanna 78.
Smokkurinn,
— vopn í veirubaráttunni
Eyðni og alnæmi. - Sjúk-
dómur sem á síöustu árum
hefur stungið upp kollinum og
engin lækning hefur fundist
við. Banvænn sjúkdómur sem
varla er einu sinni hægt að
kalia sjúkdóm í sjálfu sér því
veiran hefur þá verkun að
opna öðrum sjúkdómum leið
inn í líkamann sem síðan
draga fólk til dauða.
Sjúkdóms þessa varð fyrst vart
í Afríku árið 1981. Heimurinn er
sleginn ótta, lyf eru engin til, smit
berst milli manna við þá frumþörf
mannsins að auka kyn sitt.
Umræða og að-
gerðir
Hérlendis sem erlendis hefur
sprottið upp mikil umræða um
sjúkdóm þennan, hvernig megi
verjast honum og hefta út-
breiðslu hans. Hérlendis er það í
höndum heilbrigðisyfirvalda og
landlæknis að hafa umsjón með
slíkum aðgerðum og hafa þau
brugðist við vanda þessum með
aðgerðum allar götur síðan 1983
að fyrsti fundur um þennan sjúk-
dóm með þeim og Samtökunum
78 var haldinn hér.
Á næstu árum voru sérfræðing-
ar sendir utan, á alþjóðaþing um
eyðni, bæklingar um sjúkdóminn
gefnir út, skimun hafin á Borgar-
spítalanum, m.a. á blóði úr blóð-
gjöfum, upplýsingaþjónustu í
síma komið á, auglýsingum og
kynningum komið til fjölmiðla og
fræðsluefni gefið út og sent í
skóla.
Smokkaherferðin
Nú er landlæknisembættið að
fara af stað með mikla herferð
um notkun smokka til að verjast
eyðni. Herferð þessari er að sjálf-
sögðu ætlað að ná til allra, en þó
einkum til þess aldurshóps sem
mest á í húfi, þ.e. unglinga á kyn-
þroskaaldri sem enn eru ekki
komin í fast samband við annan
einstakling, og sem enn eru að
þreifa fyrir sér í kynferðismálum
og leit að lífsförunaut.
Smokkurinn hefur fengið nýtt
gildi og hlutverk - hann er bæði
getnaðarvörn og smitvörn. Lögð
er áhersla á að fólk noti smokka
við kynmök og þó einkum við
skyndikynni.
Gefin hafa verið út þrjú plaköt
þar sem ýmsir þekktir einstak-
lingar auglýsa notkun smokksins
og bregða á leik með hann. Plak-
öt þessi eru skemmtileg að skoða
enda er ætlun þeirra að vekja
áhuga fólks á smokkum og losa
um feimni þá sem enn kann að
ríkja í sambandi við notkun
þeirra. Að sögn landlæknis hefur
fólk tekið umræðunni um
smokka sem vörn gegn eyðni
mjög vel, verið opið fyrir þessu
og skilið nauðsynina. Helst sagði
landlæknir það vera eldra fólk
sem ekki vildi tala um þetta eða
liti á smokkakumræðuna sem
óþarfa dónaskap.
f áróðursherferð landlæknis er
lögð áhersla á nauðsyn þess að
hafa smokkinn alltaf við höndina
því allur er varinn góður og ekki
þykir raunhæft að ætla að fólk
hætti hjásofelsi af ótta við eyðni-
sm,t‘ Smokkar
á bensínstöðvum
Nokkur söluaukning á smokk-
um er þegar farin að koma í ljós
og farið er að selja smokka á fleiri
stöðum nú en áður var. Nú er t.d.
hægt að kaupa smokka á bcnsín-
stöðvum og í mörgum búðun'. og
sjoppum. Aftur á móti ðast
veitinga- og skemmtist; eig-
endur fremur hikandi ac etja
upp smokkasjálfsala vegn,. ótta
við að þeir verði skemmdai. örg-
um strax að bráð.
Ekki má samt gleyma þvi i allri
smokkaumræðunni að smokkur-
inn og áróður fyrir notkun hans
er ekki nema hluti af forvarnar-
starfi landlæknis og heilbrigðisyf-
irvalda. Hvers konar upplýsing-
amiðlun um sjúkdóminn, smit-
leiðir hans og hegðun eru stór
þáttur í herferðinni, ásamt stöð-
ugum rannsóknum og bættri að-
stöðu fyrir þær.
-Ing.
Mlðvikudagur 4. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5