Þjóðviljinn - 04.03.1987, Qupperneq 12
Ítalía
Stjómaikreppa
Craxi biðst lausnarfyrir sig og ráðuneyti sitt.
Kosningar í vor?
Bettino Craxi, forsætisráð-
herra Ítalíu, gekk í gær á fund
Cossiga, forseta landsins, og
baðst lausnar fyrir sig og ráðu-
neyti sitt.
Almennt hafði verið búist við
þessum tíðindum úr ítölskum
stjórnmálum um nokkra hríð og
hafði Craxi látið að því liggja oft-
ar en einu sinni að undanförnu að
hann myndi stíga þetta skref.
Ástæða þessa er mikil sundr-
ung og óeining í ríkisstjórninni
sem er samsteypustjórn fimm
flokka. Einkum virðast kristilegir
demókratar, undir forystu Gui-
lios Andreottis, og liðsmenn for-
sætisráðherrans sjálfs, ráðherrar
Sósíalistaflokksins, hafa eldað
grátt silfur saman.
Stjórnin fór með völd í þrjú og
hálft ár samfellt og hafði gengið á
ýmsu. Síðastliðið sumar var hún
hætt komin en eftir óvissu og
ringulreið um mánaðarskeið var
henni borgið með samkomulagi
um að við hálfnað kjörtímabilið'
viki Craxi fyrir forsætisráðherra-
efni Kristilega demókrataflokks-
ins.
Nú kemur tvennt til greina.
Annað er hið ólíklega, að Andre-
otti takist að reisa nýja stjórn úr
rústum stjórnar Craxis ef Cossiga
veitir honum umboð til stjórn-
armyndunar á næstu dögum.
Hinn möguleikinn er sá sem flest-
ir telja til muna líklegri, að efnt
verði til þingkosninga í vor og við
taki enn eitt tímabil óstöðugleika
og stjórnarkreppu í ítalskri pó-
litík. -ks.
Bettino Craxi.til vinstri, og Guilio Andreotti. Ósam-
lyndi þeirra sprengdi stjórnina.
Cossiga forseti. Stjórnarkreppa og ringulreið fram-
undan?
Dýralíf
Alþjóðavinnumálastofnunin
Grænfriðungar til
vamar mörgæsum
Stjómin í Bonn krafin skýr-
inga á atvinnuofsóknum
Vestur-þýsk stjórnvöld í Bonn sökuð um pólitískar ofsóknir
Grænfriðungar hafa gert út
þrjátíu manna leiðangur sem
ætlað er að trufla og koma í
veg fyrir að lögð verði flug-
braut á Suðurheimskauts-
landinu, þvert í gegnum fugla-
ver þar sem mörgæsir, kjóar
og svölur hafa búið saman í
sátt og samlyndi frá ómunatíð.
Leiðangursmenn hafa þegar
tekið til starfa, búið um sig á
framkvæmdasvæðinu og veifa
I
þar alla daga borðum og kröfu-
spjöldum með áletrunum um að
fransmennirnir (ætíð eru það
fransmenn!) láti þegar staðar
numið við náttúruspjöllin.
Grænfriðungar hafa einsett sér
að fá Suðurheimskautslandið
friðað fyrir átroðningi og fram-
kvæmdabrölti fýrirtækja og ein-
staklinga svo villt dýr eigi sér þar
griðland framvegis sem hingaðtil.
-ks.
Aiþjóðavinnumálastofnunin
í Genf hefur veitt vesturþýsk-
um stjórnvöldum frest í þrjá
mánuði til að setja saman svar
við tvöhundruð og fjórtán
síðna langri skýrslu stofnun-
arinnar um atvinnuofsóknir á
hendur kommúnistum.
Allar götur frá árinu 1979 hafa
stjórvöld rekið eða neitað að
ráða í opinbera þjónustu mörg
hundruð félaga Kommúnista-
flokks Vestur-Pýskalands. Hafa
þau skákað í skjóli laga sem
kveða á um að óheimilt sé að ráða
fólk sem ekki aðhyllist stjórn-
arskrána í störf hjá því opinbera.
Framkvæmdanefnd stofnunar-
innar, sem í eiga sæti fimmtíu og
sex einstaklingar, tók ákvörðun
um veitingu frestsins í fyrradag
eftir að hafa komist að þeirri
niðurstöðu að ráðslag Bonn-
stjórnarinnar bryti í bága við
samþykkt stofnunarinnar um
vinnumál.
Sögðu nefndarmenn að einu
skynsamlegu tormerkin á því að
kommúnistar gætu gegnt opin-
beru starfi hjá sambandslýðveld-
inu væru þau að þeir hefðu ekki
sérmenntun til þess ellegar að
það snerti beint öryggishagsmuni
nkisins.
-ks.
<Q$S'ðLttUihcLtí(
tílagskrá ke/rt
[1.21.' 15 (stundvísle^a
Kristín Ömaríd.
Bergþöra Ingólfíd.
Guoherqur Berass.
Xjak Hífðar^. ^
^uorúh Hölinfleirsd & féi
sfxmmm.&féi.
Ossur SK&rp,Xhgibjörq
Sólrún, Runólfur Agústss
i EddaPétursd.*+i(ynnir
GrafíK
. til kl. 02.00
íelag vuistrimanna-—I/
F.h. Innkaupanefndar sjúkrahúsa óskum vér eftir tilboðum í skurð-
stofuhanska. Magn: ca. 680.000 pör. Útboðsgögn eru seld á skrif-
stofu vorri fyrir kr. 300,- per sett. Tilboð verða opnuð á skrifstofu
vorri þriðjudaginn 24. mars nk. kl. 11.00 f.h. í viðurvist viðstaddra
bjóðenda.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
Borgartúni 7, sími 26844
Eiginkona mín, móðir og dóttir okkar
Guðrún Sveinsdóttir
Hraunhóli 7,
Nesjahreppi
andaðist á Kvennadeild Landspítalans mánudaginn 2. mars
1987. Kveðjuathöfnin fer fram frá Langholtskirkju fimmtu-
daginn 5. mars nk. kl. 11.30 f.h.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag
Islands.
Ásmundur Gislason og börn.
Inga Valborg Einarsdóttir, Sveinn K. Sveinsson.