Þjóðviljinn - 04.03.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 04.03.1987, Blaðsíða 15
IÞROTTIR Valur Ingimundarson átti mjög góðan leik í gær, skoraði 42 stig. Miðvikudagur 4. mars 1987 ÞJÖÐVILJINN - SlÐA 15 Körfubolti Valur sá um Þórsara Var á leiðinni til Fram Skoski landsliðsmaðurinn Ian Wallace ætlaði að leika með Fram í sumar, en hœtti við á síðustu stundu er í sérflokki, varði mikið af skotum og tók flest fráköstin. Þá hitti hann nokkuð vel í sókninni. Þeir Eiríkur Sigurðsson og Ólafur Adolfsson áttu einnig góðan leik. Hann verður þungur róðurinn hjá Þórsurum í síðari umferðinni, enda ekki hlaupið að því að sigra Njarðvíkinga á þeirra heimavelli. Stig Þórs: ívar Webster 32, Eiríkur Sigurðsson 15, Björn Sveinsson 12, Ólafur Adolfsson 12, Hólmar Astvaldsson 8, Guð- mundur Björnsson 8, Konráð Óskarsson 5 og Jóhann Sigurðs- son 2. Stig Njarðvíkur: Valur Ingi- mundarson 42, ísak Tómasson 21, Jóhannes Kristbjörnsson 17, Kristinn Einarsson 14, Helgi Rafnsson 11, Árni Lárusson 8, Hafsteinn Hilmarsson 3, Hreiðar Hreiðarsson 2 og Einar Valgeirs- son 2. -KH/lbe Knattspyrna lan Wallace, var á leiðinni til Fram. Það munaði ekki mikla að Ian Wallece, fyrrum leikmaður Nott- ingham Forest og skoskur lands- liðsmaður hefði komið hingað og leikið með Fram í sumar. Framarar voru búnir að ræða við Wallace og hann hafði lýst yfir áhuga á að koma hingað og leika næsta sumar. En daginn áður en hann ætlaði að koma til að líta á aðstæður fékk hann til- boð úr gagnstæðri átt, frá Ástral- íu sem hann tók og því verður ekkert úr komu hans. „Já, það er rétt, hann var á leiðinni til okkar,“ sagði Halldór B. Jónsson formaður knattspyrn- udeildar Fram í viðtali við Þjóð- viljann í gær. „Það munaði reyndar ekki nema nokkrum klukkustundum. Hann ætlaði að koma hingað og líta á aðstæður, en um nóttina fékk hann tilboð frá Ástralíu sem hann gat ekki hafnað og kemur því ekki.“ „Wallace hefur leikið á Spáni í vetur og honum fannst tilvalið að koma til íslands og leika hér í sumar. Hann hefði þá leikið með okkur fram yfir Evrópukeppn- ina, en síðan ætlaði hann til Skot- lands eða Englands og leika þar næsta keppnistímabil.“ „Það var kunningi okkar í Skotlandi sem ræddi við hann og þetta var hentugt fyrir báða aðila. Við höfum misst tvo menn sem skoruðu samtals 29 mörk í fyrra, þá Guðmund Torfason og Guð- mund Steinsson og það er gott fyrir okkur að fá nýtt blóð,“ sagði Halldór. Ian Wallace hóf feril sinn með Dumbarton í Skotlandi, þaðan fór hann til Coventry, þaðan til Nottingham Forest. Hann lék svo með franska félaginu Brest og síðasta ár lék hann á Spáni. Hann hefur leikið þrjá landsleiki fyrir Skotland. -Ibe Valur Ingimundarson fór á kostum þegar Njarðvík sigraði Þór á Akureyri, 94-120 í fyrri leik liðana í undanúrslitum bikar- keppninnar í körfubolta. Valur skoraði 42 stig og var maðurinn á bakvið sigur Njarðvíkinga. Þórsararnir byrjuðu vel og leiddu framan af. En um miðjan fyrri hálfleik náðu Njarðvíkingar Körfubolti Sigur gegn Skotum forystunni. Á þeim tíma var vörn þeirra mjög sterk og Þórsurum gengið illa að komast í gegn. í hálfleik var staðan 50-65, Njarð- víkingum í vil. Njarðvíkingar byrjuðu af krafti í síðari hálfleik og náðu snemma 20 stiga forskoti, 66-86. Og mestur varð munurinn 28 stig. 74-102. Þórsarar náðu aðeins að klóra í bakkann í lokin og minnkuðu muninn í fjórtan stig. Njarðvíkingar voru svo sterkari á lokamínútunum og sigruðu ör- ugglega, 94-120 og eru nánast ör- uggir í úrslitaleikinn. Leikurinn var mjög skemmti- legur og hraður þó að Njarðvík- ingar hafi verið mun betri. Hittni var mjög góð og Valur Ingimund- arson fór á kostum, skoraði 6 þriggja stiga körfur. Það var greinilegt að Njarðvík- ingar vanmátu ekki andstæðinga sína. Vörn þeirra var sterk og gerðu þeir mikið að því að stela boltanum af Þórsurum og fengu þannig mikið af hraðaupphlaup- um. í sókninni var Valur í miklu stuði, hitti nánast í hverju skoti og þeir Jóhannes Kristbjörnsson og ísak Tómasson voru mjög leiknir með boltann. Hjá Þórsurum var ívar Webst- íslenska Unglingalandsliðið U- 19 í körfuknatleik sigraði Skot- land í síðari leik liðana í keppnis- ferð í Skotlandi. ísland tapaði fyrri leiknum naumlega 70-74, en sigraði glæsi- lega í síðari leiknum, 113-94. Skotar höfðu forystuna framan af en um miðjan fyrri hálfleik skiptu íslendingar yfir í 1-3-1 pressuvörn og tókst það mjög vel. Þannig tókst þeim að vinna upp forskotið og í hálfleik voru þeir yfir 59-38. Þessi vörn hafði þó þann fylg- ikvilla að henni fylgdu býsna margar villur og þegar líða tók á síðari hálfleikinn fóru stærstu mennirnir að tínast útaf, en ís- lendingar léku af skynsemi síð- ustu mínúturnar og uppskáru góðan sigur 113-94. Stigahæstir íslendinga voru Eyjólfur Sverrisson, Tindastól 25 stig, Bárður Eyþórsson Val 18 stig, Ragnar Jónsson Val 16 stig, Júlíus Friðriksson ÍBK 13 og Friðrik Rúnarsson UMFN 12 stig. Islenska liðið vakti athygli fyrir mikla baráttugleði, en þess má geta að í liðið vantaði tvo sterka menn, Ólaf Gottskálksson ÍBK og Magnús Guðfinnson sem er við nám í Bandaríkjunum. Það gekk þó ekki jafn vel hjá kvennaliðinu. Þær töpuðu fyrri leiknum 35-85 og þeim síðari 54- 83. Stigahæstar í síðari leiknum voru þar Anna Sveinsdóttir 22 stig og Björg Hafsteinsdóttir 16 stig. Þessir leikir eru þáttur í undir- búningi fyrir Norðurlandamót unglinga í Noregi í byrjun mai. Þess má til gamans geta að ástæðan fyrir því að Ólafur Gott- skálksson getur ekki æft með ung- lingalandsliðinu er sú að hann kemur til með að leika með KA í knattspyrnu í sumar. Ólafur er líkt og félagi hans hjá Keflavík, Þorsteinn Bjarnason, markvörð- ur á sumrin. -Ibe Knattspyrna Heimþrá Þórður Marelsson, sem lék með Fram síðásta keppnistímabil hefur ákveðið að fara aftur heim til Víkings. Ragnar Rögnvaldsson sem lék með Víkingum er einnig á leiðinni heim, til Breiðabliks. Hann kemur því til með að leika með bróðir sínum Rögnvaldi næsta keppnistímabil. Þá hafa Framarar fengið mark- mann, Ólaf Ólafs sem lék með Þrótti. -Jbc HM 1994 Sjö þjóðir sóttu um Sjö þjóðir hafa óskað eftir að fá að halda Heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu 1994. Það voru Brasilía, Alsír, Chile, Marokkó, Suður-Kórea, Benin og Bandaríkin sem sóttu um. I reglum FIFA segir að ekki megi halda tvær keppnir í röð í sömu heimsálfunni, en næsta keppni verður haldin í Ítalíu 1990. Það voru því aðeins þjóðir utan Evrópu sem máttu sækja um. Það verður í júní á næsta ári sem FIFA tekur lokaákvörðun hvar keppnin skuli haldin -Ibe/Reuter 1X2... 1X2... 1X2... 1X2... 1X2... 29. leikvika Charlton-West Ham...................... Chelsea-Arsenal.............................2 Coventry-Sheffield Wed................. Liverpool-Luton........................ Manch.Utd-Manch.City........................x Newcastle-Aston Villa.................. Norwich-Wibledon............................x Tottenham-Q.P.R.............................1 Birmingham-Sunderland.................. Brighton-Derby......................... Stoke-lpswich.......................... W.B.A.-Portsmouth...........................x í síðustu viku voru 5 með tólf rétta og fékk hver 138.795 kr. Með 11 rétta voru 90 og fengu 3.304 kr. •o 'O 2$ 25 Ía -Sf A 5 os 03 1 X 2 X 2 2 2 2 2 1 2 X 1 2 1 1 2 X 1 1 1 .1 1 1 1 1 1 1 . X X 1 1 1 1 X 1 2 1 X 1 X 1 X 1 1 1 1 X 1 .1 1 1 1 1 1 1 1 1 X 1 1 1 1 .2 2 2 2 2 X 2 .1 1 1 1 2 2 X X X X 1 2 2 2 England Ipswich í 4. sæti Ipswich komst í fjórða sæti í 2. deildinni ensku með sigri gegn W.B.A. í gær. Þá Sigraði Barnsley Shrews- bury 2-1, Huddersfield og Birm- ingham gerðu jafntefli 2-2 og Hull vann Sunderland 1-0. -Ibe/Reuter.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.