Þjóðviljinn - 11.03.1987, Síða 3

Þjóðviljinn - 11.03.1987, Síða 3
■ ÖRFRÉTTIR ™ Ferðamönnum til landsins hefur stórlega fjölgað fyrstu tvo mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Frá ára- mótum hafa komið tæplega 19.500 farþegar til landsins þar af um 8.500 útlendingar en á sama tíma í fyrra voru farþegar til landsins tæplega 15.000 eða 4.500 færri og þar af um 6.500 útlendingar á móti 8.500 í ár. RÚVAK og Menningarsamtök Norðlend- inga efna til hljómsveitakeþþni um næstu mánaðamót. Öllum hljómsveitum á Noðurlandi sem spila dægurtónlist er heimil þátt- taka að því tilskyldu að félagar í hljómsveitinni séu ekki yfir 25 ára aldri. Atvinnumalanefnd Kópavogs hefur ákveðið að efna til nám- skeiðs í ferðamálum í samvinnu við Menntaskólann í Kópavogi og Fræðslumiðstöð iðnaðarins, fyrir fólk sem vill taka að sér gistiþjón- ustu á heimilum sínum. Nám- skeiðið stendur í aþríl og maí og eru nánari upplýsingar veittar hjá Félagsmálastofnun Kópavogs Skólamálarað KÍ hefur sent f rá sér ályktun þar sem lýst er stuðningi við þá megin- stefnu gildandi laga að sem flest- ir nemendur eigi rétt á kennslu í sínum heimaskóla og ítrekar um leið nauðsyn þess að endur- skoðun reglugerðar um sér- kennslu verði hraðað og bætt verði úr gífurlegum skorti á sér- menntuðum kennurum til þeirra starfa. Slysavarnarskóli sjómanna verður með námskeið í örygg- ismálum fyrir sjómenn nú um miðjan mánuðinn. Námskeiðin standa í 3 - 4 daga og eru skips- hafnir hvattar til að sækja sér þessa nauðsynlegu fræðslu og panta námskeið með góðum fyrirvara. Skíðaganga yfir Kjöl er nýjasti ferðamöguleikinn sem Samvinnuferðir bjóða uppá. Kjal- argangan er ætluð vönu göngu- skíðafólki og er um vikuferð að ræða. Fyrsta ferðin verður 24. mars n.k. og síðan aftur 7. og 21. apríl. Fararstjóri verður hinn kunni fjallamaður Helgi Bene- diktsson. Alþingi Þinglausnir eftir viku Líklegt talið að skatta- og tollamálafrumvörpin verði að lögum. Umferðarlögin utangarðs „Þinghald verður líklega fram í miðja næstu viku“, sagði Ólafur Ólafsson, starfsmaður alþingis í gær. Ljóst er að ekki tekst að afgreiða þau mál sem stefnt var að, þar sem afgreiðsla hefur gengið hægt að undanförnu vegna landsfundar Sjálfstæðisflokksins og ferðalaga Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra. Óstaðfestar fregnir herma þó að skatta- og tollalagafrumvörpin verði afgreidd sem lög, en hæpið að fleiri hinna stærri mála komist í gegn að þessu sinni og meðal annars telja menn að umferðalagafrumvarpið lendi utangarðs að sinni. -sá FRÉTTIR P Alþingi Ihaldið gegnir Allaböllum Svavar Gestsson: Ofmargir lausir endar í skattafrumvörpum ríkisstjórnar- innar. Þarf að skipa milliþinganefnd til að gera tillögur um framkvæmd væntanlegra laga. Þorsteinn Pálsson: Sérstök samráðsnefnd athugi áhrif væntanlegra skattalaga í Ijósi skattaálagningar þessa árs Fjármálaráðuneytið fer þess á ieit við þingflokkana að þeir tilnefni einn fulltrúa í sérstaka samráðsnefnd er fylgjast á með og vera til ráðuneytis um fram- kvæmd nýju skattkerfisbreyting- arinnar, þar með talin athugun á væntanlegum lögum með tilliti til álagningar 1987. Formaður nefndarinnar verður Indriði H. Þorláksson skrifstofustjóri“ sagði Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra þegar hann mælti fyrir gildistöku staðgreiðslu opinberra gjalda við 1. umræðu í Neðri deild alþingis í gær. Skattafrumvarpapakki ríkis- stjórnarinnar var til l.umræðu í heild í Neðri deild í gær og mælti fjármálaráðherra fyrir frumvörp- unum. Af hálfu stjórnarandstöð- unnar tóku til máls Svavar Gests- son, Jón Baldvin Hannibalsson, Guðrún Agnarsdóttir en einnig Stefán Valgeirsson. Öll gagnrýndu þau frumvörpin fyrir ýmsa annmarka og töldu að fljótaskrift og flumbrugangur einkenndu þau. Svavar lagði til að skipuð yrði milliþinganefnd sem legði til- lögur fyrir næsta þing um fram- kvæmd og útfærslu laganna og féllst fjármálaráðherra á það. Það er því ljóst að öruggur meiri- hluti er á alþingi fyrir höfuðat- riðum þessara frumvarpa og þau samþykkt fyrir þinglok og milli- þinganefndin leggi síðan úr- vinnslutillögur sínar fyrir þingið, sem kosið verður í kosningunum 25. apríl. -sá. Sævar Geirdal við síma og kjörskrár á skrifstofunni á Hverfisgötu. Reykjavík Kosningar hafnar Kosning utan kjörfundar hefst á morgun, 11. mars. Fyrst um sinn þar til annað verður auglýst verður kjörstaður opinn hjá borgarfógeta að Skógarhlíð 6 frá kl. 10 til 15. í næstu viku verður síðan opnuð sérstök kjördeild. Alþýðubandalagið hefur opn- að sérstaka skrifstofu vegna utan- kjörstaðaratkvæðagreiðslunnar á Hverfisgötu 105. Starfsmenn skrifstofunnar eru Stefanía Traustadóttir og Sævar Geirdai. Starfsmenn skrifstofunnar hvetja fólk til að fá upplýsingar um og aðstoð við atkvæða- greiðslu og beina því til þeirra stuðningsmanna G-listans sem ekki telja sig verða heima á kjör- dag að kjósa sem fyrst. Kjörskrá liggur frammi og símar eru 22361 og 22335. Alþingi Kókaín Island kjamoiku- og eíturvopnalaust Steingrímur J. Sigfússon: ísland verðifriðlýstsvæðiþarsem bannað erað koma fyrir, staðsetja eða geyma, flytja um eða meðhöndla kjarnorku- eða eiturefnavopn Markmið laga þessara er að gera allt íslenskt yflrráða- svæði kjarnorku- og eiturvopna- laust, afla hinu friðlýsta svæði al- þjóðlegrar viðurkenningar, draga úr hættunni á kjarnorku- og eiturefnaóhöppum á og í grennd við ísland og stuðla að af- vopnun og friði af íslands hálfu“, segir í lagafrumvarpi sem Steingrímur J. Sigfússon leggur fram á alþingi. Meirihluti landsfundarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði gegn ályktun sem lá fyrir fundinum þar sem afskipti Bandaríkjamanna af sölu hvala- afurða til Japans voru fordæmd og því lýst yfir að slíkt háttarlag væri eingöngu til þess fallið að spilla fyrir sambúð íslands og Steingrímur kynnti frumvarpið fréttamönnum í gær og sagði það vera í öllum meginatriðum í sam- ræmi við ákvæði um önnur kjarn- orkuvopnalaus, eða friðlýst svæði, svo sem Nýja Sjáland o.fl. og tækju íslendingar af skarið með slíkri lagasetningu, þá yrði það mikil hvatning til afvopnunar og friðarviðleitni í veröldinni, en einnig væri slík lagasetning mjög Bandaríkjanna. Varaþingmennirnir Guð- mundur Hallvarðsson og Pétur Sigurðsson og Tryggvi Gunnars- son lögðu til að þessari klásúlu yrði sleppt úr ályktuninni því hér væri ómaklega vegið að vinaþjóð okkar. Haraldur Blöndal lýsti hins vegar þeirri skoðun sinni á til fremdar umhverfissjónarmið- um og það stæði íslendingum nærri, sem eiga tilveru sína komna undir sjávarafla að taka frumkvæði í þessa veru og tíma- bært að taka af alvöru á þeirri ógn, sem okkur og heiminum öllum stafar af kjarnorkuvopn- um, kjarnorkuknúnum farar- tækjum, kjarnorkuúrgangi og eiturefnum ýmis konar. fundinum að rétt væri að segja Bandaríkjamönnum til syndanna í þessum efnum. Þrátt fyrir að þessi fordæming væru felld úr ályktun Landsfund- arins samþykktu Sjálfstæðis- menn fordæmingu á afskiptum erlendra öfgahópa eins og það er orðað af hvalveiðum íslendinga. Smyglað í skónum Upplýst um smygl álO grömmum afkókaíni í Keflavík. Tuttugu handteknir. Lögreglan: Þetta er dóp fína fólksins „Við náðum þarna alls konar efnum, kókaíni, marijuana og spítti“ sagði Óskar Þórmundsson rannsóknarlögreglumaður í Keflavík í samtali við Þjóðvilj- ann, en 20 manns voru handtekn- ir um helgina eftir að lögreglan braust inn í hús þar sem fjöldi manns sat að „sukkveislu“. Einn þeirra sem var handtek- inn viðurkenndi að hafa smyglað 10 grömmum af kókaíni frá Bandaríkjunum með því að skera úr skóm sínum og koma efninu þannig fyrir. „Við náðum því miður aðeins að leggja hald á lítið af þessu magni“ sagði Óskar. Kókaínið var keypt á 100 dollara grammið og selt hér á 10.000 krónur. Búið er að sleppa þeim sem handteknir voru um helgina og málið svo til að fullu upplýst. „Þetta er dóp fína fólksins, götufólkið hefur ekki efni á að nota þetta“ sagði Óskar. „Það eru skiptar skoðanir um hvort smygl á kókaíni er að aukast“ sagði Arnar Jensson hjá fíkniefnadeildinni í Reykjavík í samtali við Þjóðviljann. „Þeir neytendur sem við náum eru ekki aðalvandamálið heldur þeir stóru sem flytja þetta inn. Fjöldi kóka- ínneytenda heldur sig auk þess á öðrum stöðum en götunni og það fólk sjáum við sjaldnast.“ vd. -sá. íhaldið Ekki móðga kanann Tillaga umfordœmingu á afskiptum Bandaríkjamanna á sölu hvalaafurða til Japanfelld Miðvikudagur 11. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.