Þjóðviljinn - 11.03.1987, Síða 8

Þjóðviljinn - 11.03.1987, Síða 8
Megingallinn á skipulagstillögunumfelst íþvíað tekin hefur verið upp röng stefna í umferðarmálum... Við Alþýðuhandalagsmenn leggjumst gegn þessu perlubandi umferðarmannvirkja frá Kvosinni upp á Reykjanesbraut.. segir Guðrún Agústsdóttir borgarfulltrúi Vonarstræti: Til þess að taka við umferðarþunganum af Lækjargötunni er fyrirhugað að gera þrjár akreinar í gegnum Vonarstrætið... ...Hvar eiga gangstéttarnar að vera? Ljósm. Sig. Aðalskipulag Reykjavíkur 1984-2004 Aöalskipulag Reykjavíkur fyrir næstu 20 árin var afgreitt fráSkipulagsnefnd Reykjavíkurborgarfyrir skömmu. Aðalskipulag felur í sérstefnumörkun borgaryfirvalda varðandi mótun byggðar og umhverfis og skal samkvæmt lögum verastaðfestaf félagsmálaráðherra. Þaðá samkvæmt lögum að gilda til 20 ára og á endurskoðun að fara fram á 5 ára fresti, en tillögur skulu kynntar almenningi fyrir staðfestingu. Sú skipulagstillaga sem nú er komin til afgreiðslu hefur verið í vinnslu hjá aðalskipulagsdeild Borgarskipulags frá því um mitt ár 1984. Hún mun innan skamms koma til fyrri umræðu í borgar- stjórn, en síðan mun hún verða kynnt almenningi áður en borg- arstjórn afgreiðir hana endanlega og leggur fyrir félagsmálaráð- herra til staðfestingar. Stjórn skipulagsmála í Reykja- vík er í höndum borgarstjórnar. Skipulagsnefnd og Borgarskipu- lag eru henni til ráðuneytis. Skipulagsnefnd er pólitískt kjör- in og skipuð 5 fulltrúum. Er nefndin bæði stefnumarkandi og ráðgefandi fyrir borgarráð og borgarstjórn varðandi skipulags- mál. Afstaða Alþýðubandalagsins Fulltrúi Alþýðubandalagsins í skipulagsnefnd borgarinnar er Guðrún Ágústsdóttir borgarfull- trúi. Hún sat hjá við afgreiðslu fyrirliggjandi skipulagstillögu og skilaði sérbókun, þar sem hún segir m.a. að skipulágstillagan lýsi mjög vel þróun undanfarinna ára, en mikið skorti á að hún feli í sér markvissa stefnumörkun eða þá fjárhags- og framkvæmdaáætl- un sem lofað hafi verið í upphafi, auk þess sem uppbygging um- ferðarmannvirkja njóti óeðlilegs forgangs í tillögunni miðað við ýmsa aðra framkvæmdaliði. Aðalskipulagið er því ekki eins gott stjórntæki og við hefðum kosið, segir í bókun Guðrúnar, sem jafnframt lagði fram sérstaka tillögu um gerð áætlunar um á hvern hátt mætti minnka umferð einkabíla. Jafnframt lagði hún til að fallið yrði frá áformum um lagningu Fossvogsbrautar og Hlíðarfótar, breikkun Sóleyjar- götu og Fríkirkjuvegar og að undirbúinn yrði brottflutningur Reykjavíkurflugvallar, þannig að flugvallarsvæðið gæti nýst fyrir íbúðarbyggð. Áætlanagerð vantar Við náðum tali af Guðrúnu Ágústsdóttur og spurðum hana hver væru mikilvægustu atriðin í þessari skipulagstillögu að henn- ar mati, og þá jafnframt helstu ágallarnir. „Aðalskipulagið á að draga upp mynd af þeirri framtíð sem hér verður lifað árið 2004. Þessi skipulagstillaga, sem hér liggur fyrir gerir það ekki nægilega vel að okkar mati. Skipulagstillagan er góð úttekt og lýsing á fortíð- inni og núverandi ástandi, en inn í hana vantar marga mikilvæga þætti um stefnumörkun borgar- innar í framtíðinni. Þetta tengist því, að ekki hafa verið gerðar framkvæmdaáætlanir til lengri tíma á mörgum mikilvægum svið- um, eins og nauðsynlegt væri. Eins og til dæmis sú 10 ára fram- kvæmdaáætlun um uppbyggingu dagvistarheimila, sem vinstri- meirihlutinn í borgarstjórn gerði á sínum tíma, en hefur ekki verið framfylgt. Borgin ætti að gera framkvæmdaáætlun um mikil- vægustu þætti í uppbyggingu borgarinnar og félagslegrar þjón- ustu til 5-10 ára í senn, slíkar áætl- anir eru nauðsynlegar samhliða aðalskipulagi ef það á að verða að því stjórntæki sem stefnt er að. Auðvitað er margt gott við þessa skipulagstillögu og þá vinnu sem í hana hefur verið lögð, en sem pólitískur fulltrúi hlýt ég að draga fram þá hluti sem mér finnst orka tvímælis. Og ég dreg enga dul á það að megingalli þessara til- lagna felst að mínu mati í því að það hefur verið tekin upp alröng stefna í umferðarmálum í borg- inni. Röng stefna í umferðarmálum Það vantar ekki að markmið skipulagshöfundanna í umferð- armálum eru skýr: leiðir einka- bílsins eiga að vera greiðar um alla borgin^, þar með talda Kvos- ina, og hvarvetna á að vera til nægilega mikið af bílastæðum. Með þessu er verið að leiða aukna umferð inn á viðkvæma staði og taka góð og gild útivistar- svæði undir þungar umferðaræð- ar. Þess vegna er nú áformað að breikka Lækjárgötuna, breikka Fríkirkjuveginn út í Tjörn og upp í Hallargárð og breikka Sól- eyjargötuna út í Hljómskálagarð- inn. Við þessari umferðaræð tekur svo' Hlíðarfótur meðfram Öskjuhlíðinni Nauthólsvíkur- megin, sem mun skera útivistar- svæðið í Öskjuhlíð frá Nauthól- svíkinni og strandlengjunni. Svo tekur Fossvogsbraut við af Hlíð- arfæti, en Fossvogsdalurinn er eitthvert ákjósanlegasta útivist- arsvæðið í borginni." Er lagning Fossvogsbrautar ekki háð samþykki Kópavogs- kaupstaðar? „Jú, aðalskipulagi Kópavogs- kaupstaðar hefur verið frestað um skeið vegna þess að þeir vilja ekki Fossvogsbraut, og því er enn óljóst um framtíð þessarar áætl- unar, sem óhjákvæmilega er háð vilja Kópavogsbúa. En í stuttu máli þá leggjumst við Alþýðu- bandalagsmenn í borgarstjórn gegn þessu perlubandi umferð- armannvirkja frá Kvosinni upp á Reykjanesbraut." Er hægt að hafa hemil á bíla- fjöldanum í borginni? „Já, það viljum við meina - með öðruvísi skipulagi og bætt- um almenningssamgöngum. Við erum gjarnan ásökuð fyrir að vilja stýra hegðunarmynstri borg- arbúa. En öll skipulagsvinna er stýring, og pólitískar ákvarðanir fela líka í sér ákveðna stýringu. Þannig hefur sú þróun orðið frá því að stjórnvöld lækkuðu tolla á einkabílum eftir tilmælum verka- lýðshreyfingarinnar og bensín lækkaði í verði, að bílaeignin hef- ur vaxið úr 430 bílum á 1000 íbúa í 470-80 bíla. Þetta finnst mér nei- kvæð þróun, því hún kallar á gíf- urleg útgjöld fyrir borgina í bygg- ingu nýrra umferðarmannvirkja auk þess sem hún felur í sér aukna slysatíðni, umhverfisspjöll vegna hraðbrauta og aukna mengun í borginni. En rannsókn sem Hollustuvernd ríkisins hefur staðið að undanfarið bendir til þess að hér í borginni sé meiri umferðarmengun en okkur óraði fyrir.“ Spá um bílaeign Hefur verið gerð spá um þróun bílaeignar á næstu 20 árum? „Já, samkvæmt spá þeirri um bílaeign, sem skipulagshöfundar byggja á er gert ráð fyrir því að mettun verði á einkabílaþörfinni, þegar hún hefur náð um 550 bíl- um á 1000 íbúa, og þeirri mettun á að vera náð við lok skipulags- tímans. En með þeirri stýringu sem skipulag og stjórnvaldsað- gerðir beita nú sýnist mér að allt stefni í að þessu marki verði náð mun fyrr. En ef samgöngur með einkabílnum eru látnar hafa slík- an forgang sem hér er gert, þá verður það spurning hvernig borgin ætlar að mæta þeirri skyldu að bjóða börnum, ung- lingum og vaxandi hópi aldraðra auk þeirra sem ekki kjósa að fjárfesta í einkabíl upp á viðun- andi samgönguþjónustu. Lækjargata, Fríkirkjuvegur, Sóleyjargata: Samkvæmt nýju skipulagstillögunum á að breikka þessar götur til þess að auka á aumferðarþungann í gegnum Kvosina. I því skyni verður tekin skák af Hallargarðinum og Hljómskálagarðinum og út í Tjörnina. Ljósm. Sig. Skothúsvegur M Wgm 4 í stuttu máli þá teljum við að áherslan á gatnakerfið sé orðin aðalatriði í skipulagsstarfinu á kostnað annarra þátta í umhverf- inu, sem eru ekki síður mikilvæg- ir.“ Hafa menn haft hliðsjón af þróun umferðarmála í öðrum löndum við gerð þessa skipulags? „Af því hefur allt of lítið verið gert. Því það er nánast sama hvert litið er í þróun borgarskipu- lags, alls staðar er verið að bægja einkabílnum frá viðkvæmustu svæðum borgarkjarnanna. Bandaríkjamenn hafa viður- kennt að þeir hafi byrjað 20 árum of seint að byggja upp almenn- ingsvagnakerfi sitt og beina um- ferðinni þangað. Nú eru þeir í stökustu vandræðum og búa víða við hreinasta umferðaröngþveiti. Menn tala gjarnan um það hér að við búum við allt of harða vetrar- veðráttu til þess að geta verið án einkabílsins, en menn gleyma því þá gjarnan, að vertrarveðráttan hér er mun mildari en t.d. í höf- uðborgum hinna Norðurland- anna, eða í Kanada og víðar, þar sem þessi stefna hefur verið tekin upp.“ Flugvöllur og framtíðarbyggð Hvað með aðra þætti skipu- lagstillögunnar, til dæmis varð- andi framtíðarsvæði fyrir byggð.? Er ágreiningur um þau atriði? „Já, okkur finnst það sorglegt, að menn skuli ekki kanna betur þann möguleika að nýta flug- vallarsvæðið, eða að minnsta kosti hluta þess, undir framtíðar- byggð, sem myndi augljóslega gjörbreyta borginni. Þess í stað flengjast menn út um holt og móa með framtíðarbyggðarsvæði, og nú er stefnt að því að íbúðar- byggðin nái alla leið upp undir Hamrahlíð. Samhliða því hafa menn fest Reykjavíkurflugvöll í sessi næstu 20 árin. Reyndar er sú stefna sem vinstri-meirihlutinn tók upp á sínum tíma, að þétta byggðina í borginni, nú viður- kennd, og því verður haldið áfram samfara landnámi á nýjum byggingarsvæðum utan núver- andi byggðar, en það verður borginni ákaflega dýrt að hún skuli byggjast svona dreifð, til dæmis hvað varðar almennings- samgöngur. Þar er Grafarvogur- inn gott dæmi. Þar er nú komin 800 manna byggð, og þeir hafa eina strætisvagnaferð á 30 mín- útna fresti virka daga, sem þýðir ferð á klukkustundarfresti á kvöldin og um helgar. Það liggur í augum uppi að þessi þjónusta er ekki nægileg, og nú þarf að fjölga ferðum. En það kostar mikla peninga. Sama gildir um önnur svæði í útjaðri borgarinnar. Þá teljum við að með þessu skipulagi sé gert ráð fyrir byggð í of mikilli nálægð við Áburðarverksmiðj- una í Gufunesi, en það er ágrein- ingur um það hversu stór auður radíus skuli vera í kringum verks- rniðjuna vegna sprengihættu. Svo verður þessi dreifða byggð líka til þess að auka enn á umferðar- vandann. Er einhver sú nýbreytni í þess- ari nýju skipulagstillögu, sem þér þykir til bóta? „Já, mikil ósköp. Ég get nefnt sem dæmi áform um nýtt hverfa- skipulag í borginni. Hverfaskipu- lag er nýjung, sem er ætlað áð verða eins konar millistig á milli deiliskipulags og aðalskipulags. Þarna er hugmyndin að taka hvert hverfi í borginni fyrir sig og gera tillögur um breytingar, sem síðan verði sendar inn til íbúanna og fengin frá þeim viðbrögð. Þannig verður komið til móts við þá grundvallarhugmynd, að íbú- ar borgarinnar fái gleggri yfirsýn yfir mótun umhverfisins og þar með betri möguleika til að hafa mótandi áhrif á það sjálfir.“ ólg. 8 SÍÐA — Þ4ÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. mars 1987 Miðvikudagur 11. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Músíkframtíð Tónleikar Sinfoníuhljómsveitar Æskunnar sem Paul Zukofsky stjórnaði um síðustu helgi Sinfóníuhljómsveit Æskunnar er það fyrirtæki í landinu sem gef- ur menningarlífinu einna glæst- astar vonir. Þar má heyra fullt af talentum spreyta sig á erfiðum meistaraverkum ár eftir ár og ná undraverðum árangri. Þetta eru nemendur úr tónlistarskólum landsins, flestir reyndar úr Reykjavík, og þeir æfa saman í tvær vikur eða svo undir leiðsögn færustu atvinnumanna í faginu og halda svo opinbera tónleika. Stjórnandi hefur oftast verið Paul Zukofsky, einn besti hljómsveit- arstjóri sem okkur hefur sótt heim, en hann hefur tekið tryggð við ísland og íslendinga og komið hér árvisst að miðla af reynslu sinni við flutning tónverka frá öllum tímum. Um síðustu helgi voru tón- leikar með þessari hljómsveit í Háskólabíói og þar var Zukofsky við stjórnvölinn. Flutt voru tvö stór og vandmeðfarin verk, Tabuh-Tabuhan eftir Colin McPhee og ævintýrasvítan She- heresade eftir Rimsky- Korsakoff. Já, stór og vissulega vandmeðfarin verk, en í eðli sínu saklaus og Ijómandi vel til þess fallin að sýna tjáningargetu þessa yndislega æskufólks. McPhee sækir efnivið sinnar tónlistar í gamelanmúsík Balíbúa og þó ekkert svoleiðis fái hreyft veru- lega við manni eftir að hafa kynnst Brúðkaupi Stravinskys þá var að þessu mikið gagn og gam- an. Hljómsveitin lék af miklu ör- yggi hvað snerti blæbrigði og rythmiska samstillingu og einnig mátti heyra ótrúlega margar vel- formaðar einleiksraddir. Og ekki var þetta iakara í meistarastykki Rimskys, þar var arabísk nætur- stemmning í loftinu eins og vera ber, og dramatískur frásagnar- tónn í hávegum. Hljómsveitin öll lék við hvurn sinn fingur og kons- ertmeistarinn, Margrét Krist- jánsdóttir, tók margbreytileg fiðlusólóin oft með miklum og innilegum glæsibrag. Ég er ekki að seg LEIFUR ÞÓRARINSSON hafí verið viðlíka stórtónleikar og þegar Paul Zokofsky stjórnaði frumflutningi Le sacre hér um árið eða Mahlersinfóníunni í fyrra en þetta voru bjartir og fal- legir tónleikar sem láta mann dreyma um raunverulega og sterka músíkframtíð. Þeir draumar fá þó aldrei ræst án aukins stuðnings frá opinberum aðilum, hvort sem þeir sigla undir merkjum ríkis eða einkaaðals. Þarna er viljinn og getan fyrir hendi. En aðstöðuleysið er ógnvekjandi og það er reyndar ekki ný bóla í íslensku menning- arlífi. LÞ Þakkir til Ásgerðar Búadóttur Af gefnu tilefni má ég til með að þakka stórkostlega sýningu Ásgerðar Búadóttur myndlistarmanns og ekki síður frábærar móttökur sem við fengum þegar við nokkrir félagar af trúnaðarmanna- námskeiði hjá Félagi starfsfólks í húsgagnaiðnaði skoðuðum sýningu Ásgerðar í Listasafni ASÍ ádögunum, en við enduðum námskeiðið þar. Ekki kann ég að lýsa þessum 10 listaverkum á sýningunni á neinn faglegan eða staðlaðan hátt. Ég get aðeins lýst þeim tilfinningum og þeim hughrifum sem ég og fé- lagar mínir urðum fyrir þegar við lentum þarna í einkar friðsam- legu vari frá erli brauðstritsins. Það sem orkaði strax sterkast á mig, voru þessir litir. Hvernig þeim var blandað saman í stóru myndunum og síðan hversu vel myndirnar nutu sín í þessari birtu sem var í þessum rúmgóða sal. Ekki minnkaði hrifning okkar þegar Ásgerður leiddi okkur um salinn og útskýrði fyrir okkur í smáatriðum hvernig myndirnar voru unnar, hvernig hún notar ís- lensku sauðalitina og aðra nátt- úrulega liti, íslensku ullina en all- ar myndirnar voru unnar, hvern- ig hún notar íslensku sauðalitina og aðra náttúrulega liti, íslensku ullina en allar myndirnar eru unnar úr ullareingirni. Hvernig hún notaði láréttan vefstól og ýmsar takmarkanir hans. Hvern- ig hún leysti ýmis tæknileg vanda- mál við stóru myndirnar og hvernig hún óf hinar mjúku og sveigjanlegu línur sem gerði margar myndirnar svo frjálsar og líflegar. Þá sýndi Ásgerður okkur hvernig hún notar hrosshár í myndflötinn og skapar þannig miklu meiri dýpt í myndirnar. Stundum myndar hún stóra sterka fleti eða fléttar fínlegar lín- ur eða laufléttar áherslur. Þessi skemmtilega tilsögn vefarans sýndi okkur svo margar nýjar hliðar á listavrekunum og jók áhrifamáttinn gífurlega. Mér fannst ég skynja greinilega ís- lenska náttúru jafnvel þjóðernis- kennd í gegnum myndirnar sem hafði sterk áhrif á mig. Þarna var sýnd 2 ára vinna, mikið þolinmæðisverk. Hand- verkið var einstakt og þáð var sál í því. Það er nokkuð sem við hús- gagnasmiðir og bólstrarar kunn- um að meta og þurfum enga til- sögn um. Það sem kom okkur skemmtilegast á óvart var hversu mikil mýkt og hlýja var í myndun- um og býst ég við að efniviðurinn og litirnir hafi ráðið þar mestu um þrátt fyrir formfasta myndbygg- ingu. Við starfsmenn í húsgagna- smíði sendum þér okkar bestu kveðjur. Þessi stund verður ó- gleymanleg. Kristbjörn Árnason

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.