Þjóðviljinn - 11.03.1987, Side 15
IÞROTTIR
Argentína
Passarella
sektaður
Passarella, fyrrum fyrirliði
argentínska landsliðsins, sem
leikur nú með Inter Milan var í
gær sektaður um 130.000 krónur
fyrir að sparka í boltastrák.
Atvikið átti sér stað í leik Inter
gegn Sampdoria. Passarella
fannst einn boltastrákurinn
eitthvað seinn að ná í boltann og
sparkaði í hann, líklega til að
flýta fyrir, og var sektaður fyrir
vikið.
Forráðamenn Inter segja að
peningunum verði varið til að
mennta boltastrákinn.
-Ibe/Reuter
Fyrirliftar liðanna þriggja með Alison-bikarinn, Björn Björnsson, ÍK, Helgi „Basli" Helgason, Augnabliki og Ólafur
Björnsson, Breiðabliki.
Kópavogur
Alison-
Bikarinn
Alison-bikarinn, fyrsta inn-
byrðis mót meistaraflokka knatt-
spyrnuflokka knattspyrnufélag-
anna í Kópavogi, hefst laugardag-
inn 14. mars á Vallargerðisvellin-
um með leik ÍK og Augnabliks kl.
13. Laugardaginn 21. mars leika
á sama stað og tíma Breiðablik og
Augnablik og laugardaginn 28.
mars mætast Breiðablik og ÍK.
Þetta er fyrri umferð mótsins en
sú síðari verður leikin í apríl.
Saumastofan Alis í Kópavogi,
sem framleiðir Alison sportfatn-
að gefur verðlaun til keppninnar,
farandbikar og eignabikar.
0
V-Þýskaland
Dómgæsla
í molum
Reykjavík þann 6.3. ’87 af gefnu
tilefni:
Ég undirritaður sé mig knúinn til
þess að rita nokkrar línur sem varða
dómgæslu í handknattleik. í>að skal
tekið fram að ég er enn svo reiður að
ég má vart mæla þegar ég er spurður
um þessi atvik, ekki bara eitt, heldur
keðju af mistökum dómara í kappleik
milli tveggja 1. deildarliða í hand-
knattleik.
Ég vil þó í upphafi óska liðs-
mönnum og þjálfara Breiðabliks til
hamingju með sigurinn, hann hefur
verið þeim kærkominn. Breiðablik er
það lið, sem mest hefur komið á óvart
í deildinni í vetur og þar er á ferð
efnilegt og ekki síst vel agað lið. Geir
Hallsteinsson er sennilega sá þjálfari
sem stendur upp úr hvað þjálfun og
ögun snertir í íslenskum handknatt-
leik í dag. Það er gaman að fylgjast
með honum í leikj um því hann er ekki
aðeins með ögun á liði sínu heldur
ekki síst sjálfsaga. Hann jafnt og þétt
hvetur menn sína til dáða, leggur fyrir
þá kerfi, breytir og bætir eftir gangi
Íeiksins. Pá sést það ekki oft að hann
láti skap sitt hlaupa með sig í gönur
þrátt fyrir hreint ranga dóma. Hann
ef til vill fórnar höndum.
Nú þetta var eiginlega ekki erindi
mitt, en þó varð ég að geta þess svo
það komi glögglega fram að ég er ekki
með hnútukast að liði Geirs.
Erindi mitt var fyrst og fremst það
að spyrja og þá óska eftir svörum við
því hvers vegna dómarar sem ekki
valda verki sínu eru settir til dóm-
gæslu hjá liðum í 1. deild. Því langar
mig til að setja upp spurningalista á
eftirfarandi hátt:
1. Er ekki nein krafa sett fram um
úthald og þrek dómara?
2. Er ekki gerð krafa til þeirra um
að þeir hafi kynnt sér leikreglur?
3. Pá, hvenær á að dæma leiktöf
eða leikleysu?
Þessar spurningar vöknuðu hjá
mér í þessum leik, þar sem a.m.k.
annar dómaranna var að mínu eigin
mati ekki í úthaldi til þess að hlaupa
svona fram og aftur í 60 mín. þrátt
fyrir leikhlé. Það meðal annars verð-
ur til þess að hann fer að missa tök á
leiknum. Hann, þ.e. dómarinn, verð-
ur þreyttur og um leið viðkvæmari
fyrir athugasemdum leikmanna, og
því fljótari en ella að áminna menn
oft að ósekju, og því eina ráðið að
grípa til gula spjaldsins. Þá kom það
fyrir í þessum leik, sem er sennilega
mjög sjaldgæft, að á annað liðið eru
dæmd ef ég man rétt 11 víti, en aðeins
þrjú á hitt liðið. Flest af vítunum voru
dæmd eftir að búið var að „vippa“
boltanum úr hendi sóknarmanns, án
þess að um nokkra líkamssnertingu
hafi verið að ræða. Varðandi leiktöf-
ina eða leikleysuna þá kom það fyrir í
þessum lcik að boltinn var eins og svo
oft er gert látinn ganga tvisvar fram
og aftur framan við vörn andstæðing-
anna, rétt á meðan sóknarmennirnir
voru að staðsetja sig til keyrslu á kerf-
um, en þá allt í einu var dæmd leiktöf
eða leikleysa, ég veit ekki hvort var.
Þetta gerðist ekki í eitt skipti heldur
tvisvar, en bæði áður og eftir fengu
bæði liðin að spila boltanum ógnunar-
lítið eða ekkert fram og aftur dágóða
stund. Ekkert dæmt. Þarna dæma
dómararnir að mínu viti ósann-
færandi vægast sagt.
Þó keyrði fyrst um þverbak þegar
dæmt var víti á Breiðablik og einn
Framarinn tók sér stöðu til að taka
vítakastið, en hávaðinn og flautið í
áhorfendum slíkt að ekki heyrðist
mannsins mál í húsinu. Þarna var allt
til reiðu, og jöfnunarmark fyrir okkur
í augsýn og nægur tími eftir. Nei, þá
allt í einu enn eitt undravert atvik,
annar dómarinn dæmir vítakastið af
sem leiktöf leikmanns Fram. Mér er
spurn, lið sem er einu marki undir og
því er dæmt vítakast, er nokkur heil
brú í því að ætla leikmanni þess að
vera að tefja leikinn með því að taka
ekki vítakastið? Nei og aftur nei.
Þarna gat dómarinn með tilliti til há-
vaðans sagt sér það sjálfur að eitthvað
var að, og hefði þá átt að ganga til
leikmannsins og gefa honum merki
um að taka kastið. Dómarinn kvaðst
hafa flautað tvisvar en til hans
heyrðist ekki fyrir hávaða. Þrátt fyrir
það að í lögunum kveði svo á að ef
greinilega sé verið að tefja leikinn
með því að leika ekki boltanum í til-
viki sem þessu, þá hlýtur að gilda um
það einhver tími sem líða verður þar
til leiktöf er dæmd.
Ég held að þessi fádæma reynsla
hljóti að vekja menn til umhugsunar
um það hverslags menn eru settir til
dómgæslu hjá keppnisliðum ekki
bara í 1. deild heldur og einnig í neðri
deildunum. Það er ömurlegt til þess
að vita að sh'kir menn sem þessir tveir
dómarar skuli geta eyðilagt heilan
leik fyrir mönnum, sent hafa lagt á sig
ómælt erfiði og tíma í æfingar og
þrekþjálfun, uppbyggingu á kerfum
og keyrslu þeirra. Það getur ekki ver-
ið sanngjarnt gagnvart þessum leik-
mönnum að bjóða upp á slíkt fádæmi
sem þessir dómarar tiltekins leiks
gerðu sig seka um. Ég held að það
hljóti að vera krafa allra leikmanna
og þjálfara að eftir allt það erfiði sem
þeir leggja á sig verði þeim séð fyrir
nokkuð þokkalegum dómurum. Ég
hef aldrei, ekki í einni einustu íþrótta-
grein sem ég hef séð og fylgst með eða
tekið þátt í, orðið vitni að slíkum
hamförum mistaka og vitleysa hjá
dómurum.
Ég vil taka það skýrt fram að þetta
á ekki við nema þetta eina dómarapar
eins og það er kallað. Öðrum dómur-
um færi ég þakkir fyrir þeirra þátt og
erfiði ekki síður en leikmönnum.
Þá vil ég að lokum lýsa aðdáun
minni á áhorfendum og stuðnings-
mönnum Breiðabliks, sem allan tím-
ann hvöttu menn sína til dáða með
hrópum og köllum. Maður skilur nú
hvernig það er að sækja íslendinga
heim þegar allt er vitlaust í Höllinni.
Breiðablik, þið eigið frábæra stuðn-
ingsmenn!
Virðingarfyllst,
Hörður Jóhannesson,
aðst.maöur hjá meistaraflokki
Fram í handknattleik.
Handbolti
Valur í vandræðum
Sigruðu Gróttu með einu marki
Grótta var ekki langt frá sigri
gegn Val í bikarkeppninni í gær.
Grótta var yfir lengst af en
klaufaskapur á lokaminútunum
gerði vonir þeirra að engu og
Valsmenn sigruðu 31-32.
Grótta náði forystunni
snemma í leiknum og voru yfir
lengst af í fyrri hálfleik, en Vals-
menn voru yfir í leikhlé, 15-17.
Grótta jafnaði snemma í síðari
hálfleik og náði forystunni. Um
miðjan síðari hálfleik var staðan
22-19, en þá fór að síga á ógæfu-
hliðina hjá Gróttu. Valsmenn
náðu að jafna, 27-27 og þegar 3
mínútur voru til leiksloka var
staðan 30-30. En Valsmenn voru
sterkari á endasprettinum og sig-
ruðu 32-31.
Liverpool sigraði Arsenal, 1-0
á útivelli, í ensku deildakeppninni
og er þarmeð komið með 6 stiga
forskot í deildinni.
Það var Ian Rush sem skoraði
sigurmark Liverpool á 20. mín-
útu, hans fyrsta mark í fimm
leikjum. Þetta var fyrsta tap
Arsenal á heimavelli í vetur og
Leikmenn Gróttu komu mjög
á óvart. Sigtryggur Albertsson
stóð sig mjög vel, varði 12 skot.
Halldór Ingólfsson og Þór Sig-
urgeirsson áttu góðan leik fyrir
Gróttu.
Valsmenn léku þokkalega,
vörnin sterk, en full mikið af mis-
tökum í sókninni. Júlíus Jónas-
son átti góðan leik í sókninni og
Geir Sveinsson í vörninni.
Mörk Gróttu: Halldór Ingólfsson 11, Da-
víð B. Gíslason 6, Þór Sigurgeirsson 6,
Björn Björnsson 5, Kristján Gunnlaugsson
2 og Klemens Árnason 1.
Mörk Vals: Júlíus Jónasson 9, Jakob
Sigurðsson 9, Valdimar Grímsson 7, Stef-
án Halldórsson 4, Theodór Guðfinnsson 2
og Geir Sveinsson 1.
þeir hafa aðeins fengið tvö stig í
síðustu fimm leikjum og mögu-
leikar þeirra á meistaratitlinum
fara minnkandi. Staða Liverpool
er hinsvegar sterk, sex stiga for-
skot á Everton.
Þá var einn leikur í 2. deild,
Portsmouth og Leeds gerðu jafn-
tefli 1-1. -Ibe/Reuter
Berthold
til Verona
Vestur-Þýski landsliðsmaðurinn,
Thomas Berthold er á leið til ítalska
félagsins Verona.
Berthold, sem leikið hefur með
Einntracht Frankfurt, mun fara til ít-
alíu í apríl ár og skrifa undir samning-
inn. Áætlað kaupverð er um 2.4 milj-
ónir marka, eða unt 50 miljónir ís-
lenskra króna. -Ibe/Reuter
Holland
Kort gegn
skrílnum
Mikið hefur verið um óeirðir á
knattspyrnuleikjum í Hollandi að
undanförnu. Liðin í 1. deild hafa
því ákveðið að taka upp sérstök
meðlimakort til að koma í veg
fyrir skrílslæti.
Þessi kort verða ekki notuð í
öllum leikjum, heldur aðeins
þeim sem þykja sérstaklega
áhættusamir. Tvö lið hafa eink-
um verið þekkt fyrir slæma áhorf-
endur, Feyenoord og Den Haag
verða kortin líklega notuð á
öllum leikjum þeirra.
Ekki fá allir kort og þeir sem
haga sér illa eiga það á hættu að
missa kortið. Með þessu vonast
knattspyrnuyfirvöld í Hollandi til
að geta útrýmt skrílslátum á
knattspy rnuleikj um.
-Ibe/Reuter
-ós/lbe
England
Sex stiga forskot
Liverpool óstöðvandi
íslandsmeistarar Breiðabliks í knattspyrnu, 2. flokki kvenna. Aftari röð fr.v: Ómar Arason þjálfari, Gréta Blængs-
dóttir, Jóna Haraldsdóttir, Inga Ólafsdóttir, Þórhildur Helgadóttir, Oddur Grímsson liðstjóri. Fremri röð fr.v: Bryndís
Eysteinsdóttir, Katrín Óskarsdóttir, Kristrún Daðadóttir, Sigrún Óttarsdóttir, Bylgja Jónsdóttir og Jónann a Helgadóttir.
Miðvikudagur 11. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15