Þjóðviljinn - 12.03.1987, Síða 4
LEtÐARI
Sundrung samlyndra hjóna
Ástir þeirra samlyndu hjóna sem mynda ríkis-
stjórn lýöveldisins gerast nú æ dramatískari.
Til skamms tíma ríkti meö þeim gagnkvæmur
skilningur, sem einkum kom fram í því að báöir
aðilar klifuöu á því við möguleg og ómöguleg
tækifæri, að núverandi ríkisstjórn væri einskon-
ar guösgjöf til íslensku þjóöarinnar. Henni væri
flest gott aö þakka, einkanlega góður árangur af
ástalífi þorsksins í sjónum, sem heföi leitt til
verulegrar aflaaukningar meö þessari guðs vol-
uöu þjóð.
Nú hefur semsagt hlaupiö snuröa á þráð ást-
arinnar innan ríkisstjórnar lýðveldisins.
Samkvæmt málgögnum ríkisstjórnarflokk-
anna beggja er efnahagsbatinn og góöæriö
nefnilega ekki lengur að þakka ríkisstjórninni.
Morgunblaðíð lætur á sér skilja, aö eitthvað
sem blaðiö kallar trausta stjórn efnahagsmála
sé alfarið aö þakka ráðherrum Sjálfstæðis-
flokksins.
Tíminn er hins vegar á ööru máli. Samkvæmt
honum er hin trausta efnahagsstjórn aö þakka
ráðherrum Framsóknarflokksins. Þannig er því
borginmannlega haldiö fram í skondnum
leiðara Tímans í fyrradag, aö það hafi verið
ráöherrar Framsóknar sem þurftu „aö taka á
erfiðu málum ríkisstjórnarinnar". Það hafi þeir
auövitaö gert með glæsilegum hætti, og á þeim
„byggist góöur árangur ríkisstjórnarinnar.“
Málgagn Framsóknarflokksins heldur því
með öörum orðum fram, að traust stjórn efna-
hagsmála komi Sjálfstæöisflokknum ekkert við.
Þannig eru ríkisstjórnarflokkarnir komnir í hár
saman útaf því, hverjum beri aö þakka hina
„traustu stjórn efnahagsmála".
Köpuryröi stjórnarflokkanna í hvors annars
garð af þessu tilefni eru hins vegar gjörsamlega
óþörf. Það er einfaldlega staöreynd, aö núver-
andi ríkisstjórn hefur staðið sig frámunalega illa
í flestu sem lýtur að fjármálum og fjármála-
stjórn.
Látum dæmin tala:
Ríkisstjórnin hefur ekki haft nokkurtök á ríkis-
fjármálunum. Frá því hún tók við hefur fjár-
lagahallinn samtals verið sex miljarðar króna!
Arfleifð hennar til ríkisstjórnarinnar sem tekur
við að loknum kosningum er ekki heldur glæsi-
leg: halli upp á þrjá miljarða..
Hvernig á að brúa þessa þriggja miljarða gjá?
Hvaðan á að taka peningana?
Þegar Þorsteinn Pálsson er spurður þessar-
ar spurningar, er hans eina svar að yppa öxlum.
Hann hefur ekki minnstu hugmynd um það.
Sjálfur fjármálaráðherrann!
Fjárlagagerð ríkisstjórnarinnar hefur sömu-
leiðis verið í molum frá upphafi. Þar hefur ekkert
verið að marka. Út úr neyð var skipt um fjár-
málaráðherra, en fjárlög Þorsteins Pálssonar
hafa ekki reynst hætishót betri en fjárlög Al-
berts. Það segir líka sitt um, hversu ábyrgum
tökum stjórnin hefur tekið fjármál þjóðarinnar,
að á tíð sinni hefur henni tekist að setja heilan
ríkisbanka á hausinn.
Það er líka fróðlegt, að á sama tíma og hún
talar um „trausta stjórn", þá er ósamið við
stærstu hópa ríkisstarfsmanna, og við blasir að
þúsundir þeirra munu á næstu dögum og vikum
ganga út!
Kalla menn þetta góðan viðskilnað?
Verðbólgan er annað dæmi. Sýknt og heilagt
klifa talsmenn ríkisstjórnarinnar á því, að henni
hafi tekist að ná niður verðbólgunni. En lítum
ögn á hvernig staðan er þar:
Við samningana síðustu ábyrgðist ríkisstjórn-
in að halda verðbólgunni niður við 7-8 prósent.
Um þessar mundir tala hins vegar ráðherrarnir
um 10 prósent verðbólgu. Staðreyndin er hins
vegar sú, að verðbólgan er komin í 20 prósent
nú þegar. Og allt bendirtil að þenslan, sem hinn
svakalegi halli á fjárlögum mun skapa, skjóti
verðbólgunni upp á nýjan leik.
Þannig er eins konar tímasprengja fólgin í
óreiðunni, sem núverandi stjórn skilur eftir í
fjármálum ríkisins, og hún mun springa í andlit
þjóðarinnar í haust.
Afleiðingin kann að verða sú, að verðbólgan
fari upp úr öllu valdi.
Þetta er viðskilnaður ríkisstjórnarinnar. Mitt í
öllu góðærinu er allt að fara úr böndunum.
-ÖS
KLIPPT
OG SKORIÐ
SéraólafurSLond^rófaSffi , - ,
Bamaefni Stöðvar 2 hefur stor-
dregið úr kirkjusókn barna
ö . . , • mAnnurn mikið ahvfi
Se^^dinga^iban^niverató^—"jSSÍ
• ' var- ;ir Hannarsson hafdi svo samband
við mig «g viö ræddum þotta fram
„g til baka, m.a. moguleika a þvi
KIRKJUNNAH menn hafa
miklar áhyggjur af því hvada
I áhrif útsendingar Stbdvar l a
I bamaefni á sunnudagsmorgn-
lum hafa á aðsókn barna .
Ibarnaguðsþjónustur. A«) sogn
Iséra Olafs Skúla.son;ir dom-
■prófasts dró verulega ur
Ikirkjusókn barnanna fyrst eft.r
f að útaendingamar hófust. Hun
hefur eitthvað aukist aftur. þo
hún sé engan veginn h.n sama
og áður var.
„Kirkjusókn
barna
Reykjavíkursvæðinu hefur sr
..„nnlfiió eftir að Stöð 2
her
snar
minnkad eftir ad Stiid i hiif
útsemlingar á bamaefm a snnnu-
(tausmnrKnum. Sérstaklega var
þaA áberandi fyrst eftir að þessar
útsendingar hófust. Þá hrundi
aðsóknin,“ sagði séra Olafur i
samtali við Morgunblaðið.
Ég hringdi til þeirra á Stoð 2
eftir fyrstu útsendinguna og
að auka útsendingar á kirkjulegu
og kristilegu efni. Kg lagð. á það
áherslu að þrur væru okki með
þ<-ssar útsendingar á þeim t.ma
sem við erurn sérsLíWega að hofða
til bamanna, en hann sagði að
það væri ekki endanlcga frá þv.
gengið að útsendingar yrðumeð
þessum hætti, en það yrði núna
um sinn að minnsta kosti, sagð.
séra Ólafur.
Við höfum miklar áhyggjur
af "þessu og ég vona aj StM 2
átti sig á þvi ad það er ekki æski-
legt að hefja samkeppm um salir
hamanna, annars vegar
guðsorði og hins vegar
skrípamyndum,“ sagði séra
með
með
Ólaf-
Hljóövarp örvandi
- sjónvarp
deyfandi
Þeir sem horfa á sjónvarp kom-
ast að því fyrr eða síðar, að mjög
erfitt er að sinna öðrum verkum
rétt á meðan maður er að glápa á
sjónvarpið.
Um hljóðvarp gegnir allt öðru
máli. Hljóðvarp mun vera talið
örvandi, en sjónvarp hins vegar
deyfandi eða sljóvgandi. Það er
kunnara en frá þurfi að segja, að
tónlist hefur ákaflega góð áhrif á
kýr, sérstaklega mjólkurkýr. Það
var því þjóðráð á árunum áður en
offramleiðsla á landbúnaðar-
vörum varð helsta vandamál ís-
lensku þjóðarinnar að fara með
langspil eða harmónikku út í fjós
og leika létt lög fyrir beljurnar,
svo að nytin yrði meiri.
Hljóðfæraslátturinn eða „live
music“ í fjósum landsins lagðist
þó af þegar Ríkisútvarpið var
stofnað, því að þá var einfaldara
að fara með viðtækið út í fjós og
Ieyfa kúnum að hlusta á fagra
tónlist flutta af heimsfrægum tón-
listarmönnum, heldur en að
standa í tónleikahaldi í fjósdyr-
unum.
Engum lifandi manni hefur
dottið í hug að prófa, hvort sjón-
varp eða jafnvel vídeó geti virkað
örvandi á framleiðslu landbúnað-
arafurða, enda er nú svo komið á
því sviði, að ekki þarf annað en
segja orðið „kótiletta" til að hag-
fræðingum renni kalt vatn milli
skinns og hörunds. Hins vegar
gæti það verið athugandi, hvort
ekki megi nota sjónvarp og vídeó
tii að draga úr landbúnaðarfram-
leiðslunni.
Sjónvarps- og
myndbanda-
væðing
landbúnaðarins
Sjónvarps- og myndbandavæð-
ing landbúnaðarins í fram-
leiðslufyrirbyggj andi skyni gæti
þá hafist í útihúsunum með því að
jórturdýrunum væru sýndar vald-
ar myndir, sem gætu stuðlað að
því að hjálpa þeim að drepa tím-
ann, því að líklegt er að mörg
jórturdýranna, en þó fyrst og
fremst sauðféð, éti mun meira en
nokkur þörf er á, einfaldlega út
úr leiðindum.
Með því að auka sjónvarps- og
myndbandavæðingu inni á sveita-
heimilunum sjálfum mætti hins
vegar stefna að því marki, að fá
fólkið til að fara sér hægar við
framleiðslustörfin, með því að
beina athygli þess að því þægilega
aðgerðaleysi sem sjónvarpsgláp
getur verið.
En þessar bollaleggingar um
jákvæða sjónvarps- og mynd-
bandanotkun kunna að vera
skýjaborgir og eru settar hér fram
án ábyrgðar, því að ef til vill er
ennþá of snemmt að fara að velta
fyrir sér jákvæðum áhrifum þessa
öfluga deyfimiðils.
Guð, Mammon
og Stöð 2
Sífellt heyrist talað um hin
neikvæðu áhrif, og birtust hin al-
varlegustu tíðindi af þeim vett-
vangi í Morgunblaðinu í gær. En
þar kemur Ólafur Skúlason
dómprófastur fram og skýrir frá
því umbúðalaust, að barnaefni
Stöðvar 2 hafi stórdregið úr
kirkjusókn barna, og ennfremur
segir dómprófasturinn frá því, að
útsendingartími á barnaefni sé
kirkjunnar mönnum mikið áhyg-
gjuefni. Fréttin hljóðar svo:
„Kirkjunnar menn hafa miklar
áhyggjur af því hvaða áhrif út-
sendingar Stöðvar2 á barnaefni á
sunnudagsmorgnum hafa á að-
sókn barna í barnaguðsþjónust-
ur. Að sögn séra Olafs Skúla-
sonar dómprófasts dró verulega
úr kirkjusókn barnanna fyrst eftir
að útsendingarnar hófust. Hún
hefur eitthvað aukist aftur, þó hún
sé engan veginn hin sama og áður
var.
„Kirkjusókn barna hér á
Reykjavíkursvæðinu hefur snar-
minnkað eftir að Stöð 2 hóf út-
sendingar á barnaefni á sunnu-
dagsmorgnum. Sérstaklega var
það áberandi fyrst eftir að þessar
útsendingar hófust. Þá hrundi að-
sóknin, “ sagði séra Ólafur í sam-
tali við Morgunblaðið.
„Ég hringdi til þeirra á Stöð 2
eftirfyrstu útsendinguna og kvart-
aði. Stöðvarstjórinn Jón Óttar
Ragnarsson hafði svo samband
við mig og við rœddum þettafram
og til baka, m.a. möguleika á því
að auka útsendingar á kirkjulegu
og kristilegu efni. Ég lagði á það
áherslu að þeir vœru ekki með
þessar útsendingar á þeitn tíma
sem við erum sérstaklega að
höfða til barnanna, eti hann sagði
að það vœri ekki endanlega frá
því gengið að útsendingar yrðu
með þessum hœtti, en það yrði
núna um sitin að minnsta kosti, “
sagði séra Ólafur.
„Við höfum miklar áhyggjur af
þessu og ég vona að Stöð 2 átti sig
á því að það er ekki œskilegt að
hefja samkeppni um sálir barn-
anna, annars vegar með guðsorði
og hins vegar með skrípamynd-
um, “ sagði séra Ólafur. “
Þetta mál þarf að sjálfsögðu að
athuga gaumgæfilega áður en
menn geta farið að leyfa sér að
hafa skoðun á því. Og sömuleiðis
þarf að rannsaka hvort sjón-
varpsgláp hafi ekki líka af-
kristnandi áhrif á fullorðið fólk,
enda þótt sálir fullorðinna skipti
kannski ekki eins miklu máli og
barnssálirnar, því að meðal full-
orðinna eru ansi margir nokkurn
veginn alveg glataðir hvort sem
er.
En baráttan milli Guðs og
Mammons um barnssálirnar er
hörð og tvísýn og þess vegna ekki
gott að segja hver áhrif það muni
hafa að Stöð 2 skuli vera farin að
blanda sér í þann leik. -Þráinn
þJÓÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur
Skarphéðinsson.
Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: GarðarGuðjónsson, IngólfurHjörleifsson, Kristín
Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason,
SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vilborg Davíðsdóttir,
Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrita- og prófarkaiestur: Elías Mar.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útllt8teiknarar: Sævar Guðbjörnsson, GarðarSigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson.
Auglysingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir.
Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Aug!ýsingar:Síðumúla6,símar681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 50 kr.
Helgarblöð:55 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 500 kr.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. mars 1987