Þjóðviljinn - 12.03.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.03.1987, Blaðsíða 7
Kennarar Þolinmæðin er á þratum Sigurður Svavarsson kennari: Ef ekkert nœstfram nú er hœtt við að fjölmargir hœtti kennslu. Tillaga umfasta viðveru athyglisverð en hefurýmsagalla Enn á ný standa kennarar i kjarabaráttu og verkfall er yfir- vofandi hjá félagsmönnum Hins íslenska kennarafélags. Síðast gengu framhaldsskólakennarar út í mars 1985 einsog menn muna, en árangur þeirrar aðgerðar var umdeilanlegur. „Við fengum ekk- ert út úr þessu 3 vikna stoppi,“ sagði Sigurður Svavarsson kenn- ari, við Menntaskólann í Hamra- hlíð í samtali við Þjóðviljann. Við fengum Sigurð til að ræða kjaramál kennara og þá baráttu sem þeir hafa staðið í að undan- förnu, en hann er annar ritstjóri BK-blaðsins og hefur verið fram- arlega í kjarabaráttu kennara. „Aðdragandi þess að við gengum út 1985 var talsvert langur,“ sagði Sigurður. „Við gátum séð þá og sjáum enn að við höfum sigið langt aftur úr öðrum stéttum í launum. Uppsagnar- frestur okkar var framlengdur um 3 mánuði en við ákváðum að sinna því ekki og gengum út, þannig að aðgerðin var í raun ólögleg. Það gerði hana mjög erf- iða, þetta var persónuleg ákvörð- un hvers og eins. Loforðin innantóm orð Ástæðan fyrir því að við fórum inn í skólana aftur var einfaldlega sú að kennarasamviskan var farin að segja til sín. Ábyrgðin á námi nemendanna er lögð á herðar kennara einna en viðsemjendur okkar eru alltaf firrtir allri ábyrgð. Þrátt fyrir fagrar yfirlýsingar ráðamanna fengum við í rauninni ekkert út úr þessu stoppi, yfirlýs- ingar ráðherra voru aðeins innan- tóm orð. Ef kennarar gætu komið í verð þó ekki væri nema hluta af öllum þeim fögru yfirlýsingum um nauðsyn þess að bæta kjör okkar þá værum við á grænni grein. í þessu sambandi má minna á nýgerða samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins þar sem tal- að er um að kjör kennara þurfi að stórbæta, sem og vinnuaðstöðu þeirra, en á sama tíma býður samningamaður formanns flokksins ekki neitt sem máli skiptir. Þessari útgöngu 1985 fylgdu mikil vonbrigði og í kjölfarið varð viss klofningur í stéttinni sem olli deyfð í launaumræðu. Kennarar þögðu nokkuð lengi um launamál en nú er einsog menn hafi vaknað upp á ný, sér- staklega eftir að samningar voru gerðir um lágmarkslaun á jóla- föstunni. Menntun metin til launa Með þeim geta menn sett sig í beint samhengi við aðra hópa því þar er búið að binda ákveðin lág- markslaun. Þegar ég ákvað að greiða því atkvæði að fara í verk- fall núna var það einmitt útaf þessari kröfu um 45.500 krónur í lágmarkslaun. Ef menntun á að vera einhvers metin í þessu samfélagi þá finnst mér það fullkomlega réttmætt að það 4 ára dýra háskólanám sem ég legg út í að loknu stúdentsprófi sé metið til launa. Ég hef þessi 4 ár umfram iðn- aðarmann sem er að nálgast 40.000 krónur í lágmarkslaun og þess vegna finnst mér að ég eigi varla að byrja á lægri launum en hann þegar ég fer út á vinnu- markaðinn. Þetta nám er enn dýrara fyrir þá sem fara út í það núna einsog ástatt er fyrir Lánasjóði íslenskra námsmanna. Þetta er líka réttindamál, það að þú getir fengið að velja þér það nám sem þér hæfir best í há- skóla án þess að þurfa stöðugt að taka tillit til þess hvort þú getur lifað af laununum eða ekki. Það er alveg ljóst að ungt fólk í há- skólanámi hefur ítrekað hætt í námi sem leiðir fyrst og fremst til kennslu, vegna þess að það lifir ekki á launum fyrir hana. Þannig nýtast hæfileikar fólks ekki eins og best verður á kosið. Ailir bjóða betur Þetta er líka réttindamál fyrir nemendur skólanna. Þeir eiga heimtingu á að hæfasta fólkið fá- ist til kennslu og ríkið sé sam- keppnisfært við aðra aðila. En einsog staðan er í dag geta allir boðið betur en ríkið. Ég get tekið sjálfan mig sem dæmi: Mér var boðið starf sem textahöfundur á auglýsingastofu og þar áttu byrjunarlaun mín að vera 80.000 krónur, auk þess sem ég átti að fá greiddan símakostn- að og bílastyrk. Með fullri virð- ingu fyrir textahöfundum í aug- lýsingagerð þá finnst mér kennsla vera ekki síður merkilegt starf! Sigurður Svavarsson kennari: Ef hægt væri að koma fögrum loforðum í verð þá værum við á grænni grein. Mynd E.ÓI. Þannig að ef ekki væri svo mikið af hugsjónafólki í kennara- stétt Sem raun ber vitni þá væri ástandið helmingi verra en það er. En hins vegar held ég að það séu mjög margir sem bíða ekki mikið lengur ef ekkert næst fram núna. Þolinmæðin er þrotin og mjög margir eru farnir nú þegar.“ - Nú er vinnuhópur fjögurra manna að ræða breytt vinnufyr- irkomulag, geturðu útskýrt það nánar? „Hugmyndin um fasta viðveru, sem kom frá menntamálaráðu- neytinu, er allrar athygli verð. Okkar fulltrúar hafa nú útfært hana á þann veg að kennarar geti valið á milli A- eða B- samnings. A- samningur væri svipaður og fyrirkomulagið er í dag, þ.e. sveigjanlegur vinnutími, en B- samningur þýddi fasta viðveru, frá 8 til 3, til dæmis. A- eða B- samningur Samningi sem krefst fastrar viðveru þyrfti að fylgja allveruleg launahækkun, meiri en sem nem- ur lágmarkslaunakröfunni núna. Á slíkum samningi yrði maður að geta framfleytt sér á launum fyrir kennslu eingöngu, möguleikar á aukavinnu væru ekki fyrir hendi einsog nú er. Þessi sveigjanlegi vinnutími hefur einmitt gert kennslu meira aðlaðandi en ella og meðal ann- ars hefur þetta gert mörgum hjónum fært að vinna nánast full- an vinnudag þó þau séu með lítil börn. Það er þess vegna hætt við því að margir, sérstaklega mæður með ung börn, yrðu tilneyddir að velja A- samning og þar með lægri laun. Konur í hópi trúnað- armanna bentu á þetta þegar hugmyndin var kynnt á fundi trúnaðarmanna og fulltrúa okkar í vinnuhópnum. Auðvitað er mjög ákjósanlegt að kennarinn geti sinnt sinni vinnu í skólanum en vandinn er að skólar á íslandi eru sjaldnast einsetnir og bjóða auk þess ekki upp á vinnuaðstöðu fyrir kenn- ara. í fljótu bragði virðist þetta aðeins hafa aukið vinnuálag í för með sér því kennarar yrðu eftir sem áður að hafa drjúgan hluta verkefna með sér heim og vinna þau á kvöldin og um helgar. Álagið bitnar á kennslunni Umræðan um þessar breyting- ar hafa farið fram í mjög þröng- um hópi og ég er ekki sáttur við slíkt. Það er alltaf hætta á því að fámennar samninganefndir ein- angrist frá hinum almenna félags- manni og ég vona sannarlega að fljótlega verði boðaður félags- fundur innan HÍK svo maður viti hvort samstaða er fyrir hendi ef verkfall skellur á. Ég hefði heldur kosið að samn- ingaviðræðurnar núna hefðu snú- ist um beinar launahækkanir og að við tækjum okkur góðan tíma í framhaldi af því til að ræða fasta viðveru. Ég á erfitt með að sjá þessar grundvallarbreytingar komast í framkvæmd á skömmum tíma án frekari undirbúnings, því svo margt þyrfti að breytast í kjölfar- ið. Meðal annars þyrfti kennslu- skyldan að minnka mjög, en hún er mun meiri hér en á öðrum Norðurlöndum. Annars er aðalatriðið það að launin hækki nægilega til að menn geti látið af þeirri óhóflegu yfirvinnu sem þeir hafa neyðst út í. Nokkrir kenna til dæmis allt upp í tvöfalda kennsluskyldu sína núna og það segir sig sjálft að slíkt hlýtur að bitna á gæðum kennslunnar. Þegar menn finna að vinna þeirra er ekki metin til betri launa en raun er á hlýtur það að hafa mjög afsiðandi áhrif á afstöðu manna til starfsins. Menn sinna starfinu einfaldlega verr og það bitnar á þriðja aðilan- um, nemandanum.“ -vd. Fimmtudagur 12. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.