Þjóðviljinn - 12.03.1987, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 12.03.1987, Qupperneq 11
ÚTVARP^JÓNN^RPf 0 6.45 Veöurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barnanna. „Mamma í uppsveiflu" eftir Ármann Kr. Einarsson. 9.20 Morguntrimm. Tilkynningar. 9.35 Lesið úr forystugreinum dagblað- anna. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. 11.00 Fréttir. 11.03 Morguntónleikar: Tónlist eftir Anton Rubinstein. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.30 (dagsins önn. Hvað vilja f lokkarn- ir f fjölskyldumálum. 14.00 Miðdegissagan: „Áfram veginn", sagan um Stefán íslandi. 14.30 Textasmiðjan. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónskáldatími. 17.40 Torgið - Menningarstraumar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. 19.45 Aðutan. 20.00 Leikrit: „Staldrað við“ eftir Úlf Hjörvar. 20.35 Jónas Ingjmundarson og Sinfóni- uhljómsveit íslands leika Pianókons- ert nr. 1 í d-moll op. 15 eftir Johannes Brahms. 21.25 ATvik undir jökli. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passiusálma. 22.30 „Drukkna skipið". Jón Óskar les. 22.40 „Þrír háir tónar". Umsjón Sigriður Guðnadóttir. 23.00 Túlkun í tónlist. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. 9.00 Morgunþáttur. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Hingað og þangað um dægur- heim. 15.00 Sólarmegin. 16.00 Tilbrigði. 17.00 Hitt og þetta. 18.00 Hlé. 20.00 Vinsældalistl rásar tvö. 21.00 Gestagangur. 22.00 Rökkurtónar. 23.00 Svifflugur. 24.00 Dagskrárlok. 7.00 Á fætur með Sigurði G. Tómas- syni. 9.00 Páll Þorsteinsson á léttum nótum. 12.00 Á hádegismarkaði með Jóhönnu Harðardóttur. 14.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. 17.00 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykjavík siðdegis. 19.00 Tónlist með léttum takti. 20.00 Jónína Leósdóttir á fimmtudegi. 21.30 Spurningaleikur Bylgjunnar. 23.00 Vökulok. 24.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. 17.00 # Myndrokk. 18.00 # Knattspyrna. 19.00 Viðkvæma vofan. 19.30 Fréttir. 20.30 Opin lína. 20.20 Ljósbrot. 20.45 Morðgáta. 21.35 I sigurvimu. Seinni hluti. 23.00 Af bæ i borg. 23.25 Á flótta. Bandarísk spennumynd með Kirk Douglas og John Schneider í aðalhlutverkum. „Færum samneysluna aftur inn á heimilin!“ Flestir vita að það stríðir gegn mannlegri náttúru að eiga hluti í sameiningu. Til dæmis leiðir það oftast til vandræða ef tveir menn vilja eiga eina konu, að ekki sé minnst á það havarí sem verður þegar tvær konur vilja eiga einn og sama manninn. Þá tíðkast það ekki að margir séu saman um einn tann- bursta, jafnvel þótt slíkt kynni að hafa ákveðinn sparnað í för með sér. Sameignarfélög um tann- kremstúpur eru að vísu algengari þótt ósamkomulag um hvernig kreista skuli túpuna (fremst eða aftast) hafi valdið fleiri hjóna- skilnuðum en flesta grunar. Þrátt fyrir þessa slæmu reynslu af sameignarskipulagi hefur enn ekki tekist að sníða sameignar- meinsemdina algerlega af hinu ís- lenska þjóðfélagi. Til eru undarleg þjóðfélög sem í grundvallaratriðum byggja á svokölluðu sameignarskipulagi, sem er fólgið í því að sem flestir eiga sem flesta hluti í sameiningu. En til allrar hamingju eru líka til þjóðfélög sem byggja á svo- nefndri einstaklingshyggju, og þar eiga þeir duglegustu allt sem máli skiptir, en hinir eiga lítið sem ekki neitt, en ef þá vantar eitthvað geta þeir fengið það keypt hjá eignamönnunum með því að borga svolítið meira fyrir það en það kostar í rauninni. Þannig myndast hinn svonefndi gróði, en ásamt með ástinni (sem oft veldur vonbrigðum) er gróð- inn undirstaða hamingjunnar. Því miður nálgast þjóðfélög mannanna eiginlega hvergi fullkomnun nema þá kannski helst hér á landi. Hreinræktuð sameignarþjóðfélög eru ekki til nema á afskekktustu svæðum jarðarinnar, þar sem ekki hefur ennþá tekist að útrýma frum- byggjum vegna samgönguörðug- leika. Hreinræktuð einstaklings- hyggju- eða auðvaldsþjóðfélög eru óvíða til, nema í einstöku sjá- varplássum þar sem einum aðila hefur tekist með dugnaði að eignast alla skapaða hluti og allir hinir eru upp á móti honum. Víðast hvar búa menn við svokallað blandað hagkerfi, og eru þá hlutföllin af sameignar- stefnu og einstaklingshyggju á- kaflega misjöfn. Á Islandi er til dæmis blandað hagkerfi, sem felst í því að ein- staklingar eiga allt sem borgar sig að eiga, en það sem ekki borgar sig að eiga er í sameign, eins og tildæmis tryggingakerfið. Þetta er sniðug ráðstöfun, því að það getur ekki borgað sig fyrir ein- stakling að borga fólki kaup fyrir að gerast gamlað og geta ekki unnið. Og þá er sameignarfyrirkomu- lagið alveg tilvalið, en það bygg- ist meðal annars á því, að þeir sem eru of vitlausir til að græða peninga neyðast til að vinna hjá hinum sem það kunna. Fyrir KALLI OG KOBBI Einsog þú sérð Kapteinn Spiff þá kunnum við ráð til að fá ósamvinnuþýða fanga til að tala. Hetjan okkar er tekin til fanga af Zórókönum. Hann stendur nú frammi | Mjög fróðlegt geimfroskur. Og hvað heita þessi djöfullegu tæki? GARPURINN Bang! Þú ert dauður Mikael!)' FOLDA O Bvlls P Ég skaut þvímiður fyrst.Nj 'Afhverju ertu með í leiknum ef þú vilt ekki deyja þegar þú ert skotinn?— V Ég las það einhversstaðar að við krakkarnir lékjum svona leiki til að fá úrás fyrir árásarhneigðina. ^En fyrst mín meðferð"\ er alltaf eyðilögð í upphafi þá vil ég ekkert vera með. Elísabet er hrædd um að viö munum skilja,Jón. í BLÍEHJ OG STRÍÐU Allir krakkar hafa áhyggjur En ekkert fær skilið okkur af því að eitthvað gerist að, Ella mín. ... Nema milli foreldra þeirra. auðvitað, Hólmfríður Það er eðlilegt. Karls... 5: l i L i $ s ó |f| ORÐ í EYRA þetta fær vinnufólkið laun, sem sýnir sanngirni vinnuveitend- anna. Launafólkið borgar síðan skatta í sameiginlegan sjóð af launum sínum, en vinnuveitend- urnir sem hafa engin laun borga auðvitað enga skatt, enda eiga þeir nóga peninga og þurfa ekk- ert á sameiginlegum sjóðum að halda, nema þegar þeir þurfa að fá lán en það er önnur saga. Þessum sameiginlegu sjóðum er svo ráðstafað til að reka alls- konar fyrirtæki sem ekki borgar sig að reka, eins og strætisvagna og dagheimili og elliheimili og sjúkrahús og skóla, og allskonar svona stofnanir og fyrirtæki, sem fátæklingarnir þykjast hafa þörf fyrir og borga þess vegna til í sam- einingu. Duglega fólkið notar sumt af þessu með launafólkinu, en óneitanlega eru flestar af þessum sameignarstofnunum of frum- íþessu höfði ernýhug- myndað fæð- ast: Færum samneysluna Innáheimll- In. stæðar til að standast þær kröfur sem almennilegt fólk gerir til um- hverfis síns. Skattarnir sem launafólkið borgar nægja nefnilega ekki til að setja á stofn fyrsta flokks sam- eignarfyrirtæki. Svo að ríka fólk- ið neyðist til að senda börn sín í ókeypis skóla, sem ekki eru nærri nógu góðir handa þessum börn- um, eða á dagheimili þar sem er fullt af öðrum börnum frá alls- konar heimilum. Hin algenga lausn á þessu er náttúrlega sú að ríka fólkið stofni sérstaka skóla handa börnum sín- um og sérstök sjúkrahús og sér- stök elliheimili og sérstök dag- heimili. En í Reykjavík (nánar tiltekið í höfðinu á borgarstjóranum) er nú að þróast ný lausn á málinu,s- em allur heimurinn bíður spenntur eftir að sjá hvernig muni arta sig. Sú lausn virðist vera fólgin í því að losna við sam- eignarfyrirkomulagið með því til dæmis að selja einstaklingum dagheimili og annan leiðinda- rekstur, sem kostar borgarsjóð morð fjár á ári hverju. Þetta er verulega sniðug lausn, enda borgarstjórinn með snið- ugri mönnum og til að greiða fyrir að af þessu geti orðið er sjálfsagt að verja nokkru fé til að niður- greiða dagheimilin til að einstak- lingar hafi efni á að eignast þau. Einstaklingarnir munu að sjálf- sögðu setja upp almennileg dag- heimili handa börnum almenni- legs fólks, sem ekki horfir í skild- inginn þegar heill og hamingja barnanna er annars vegar. En auðvitað verður alltaf til fólk, sem ekki kann að bjarga sér, og hefur ekki efni á því að setja börn sín á einkadagheimili. Á þeim vanda er líka til einföld lausn, en hún er sú að borga kerl- ingunum, sem sífeilt eru að eignast krakka, laun fyrir að vera heima hjá sér og passa sína eigin krakka. Þar með er líka komið í veg fyrir að kerlingamar þurfi að vera að þvælast úti á vinnumark- aðnum. Þessa nýju aðferð má kannski nefna „Færum samneysluna aftur inn á heimilin“. Og í anda þessar- ar stefnu er líka hægt að losna við kostnaðarsamar stofnanir eins og skóla, sjúkrahús, elliheimili og fleira af því tagi, að ekki sé minnst á fyrirbæri eins og al- menningskirkjugarða, sem teygja sig nú yfir landsvæði sem gætu verið verðmætar bygging- arlóðir. Fimmtudagur 12. mars 1987 ÞJÓÐVILJiNN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.