Þjóðviljinn - 13.03.1987, Blaðsíða 9
HEIMURINN
Finnland
Stjómin búin við falli
Finnsk blöðspá „frönsku“ ástandieftir kosningar með kratann Koi-
visto íforsetastóli en ríkisstjórn án vinstrimanna
England
Enn eitt
kjarnorkuver
Breska stjórnin vísar
á bug öllum
andmœlum
í gær upplýsti orkumálaráð-
herra Breta, Peter Walker,
breska þingið um þá ætlun
ríkisstjórnar Margrétar Thatc-
hers að hefja byggingu nýs
kjarnorkuvers í námunda við
annað samskonar við Sizewell
á austurströnd Englands.
Skoðanakönnun um viðhorf
almennings til þessa máls hafði
leitt í ljós að meirihluti veitti sam-
þykki sitt fyrir því að ráðist yrði í
fyrirtækið. Sú könnun tók tvö ár
og athygli hefur verið vakin á því
að henni var að mestu lokið þegar
ósköpin dundu yfir í Tjernóbýl.
Andmælum sem sett hafa verið
fram vegna þess slyss hefur
stjórnin svarað á þá lund að í
Englandi sé mun meira öryggis
gætt í kjarnorkuverum en í So-
vétríkjunum.
Gagnrýnendur hafa bent á að
tækjabúnaður nýja versins, og
þeirra sem byggð verða síðar, sé
um margt svipaður búnaði kjarn-
orkuversins á Þriggja mílna eyju í
Pennsylvaníufylki í Bandaríkjun-
um en þar varð, sem kunnugt er,
slys árið 1978 og bárust þá geisla-
virk efni út í andrúmsloftið.
Walker fullyrti að lækkun á
verði kola og aukið framboð á
þeim væri ekki nóg til að mæta
vaxandi orkuþörf Breta og benti
á að þeir fengju þegar tuttugu
prósent heildarraforku sinnar frá
kjarnorkuverum. -ks.
Skoðanakannanir í Finn-
landi spá íhaldsflokknum
auknu fylgi og krötum slakri
niðurstöðu í þingkosningun-
um á sunnudag og mánudag.
Slík úrslit gætu hæglega leitt
til að finnska ríkisstjórnin,
undir forystu jafnaðarmanns-
ins Sorsa, færi frá og við tæki
stjórn mið- og hægriflokka.
Hægrimenn í Sameiningar-
flokknum hafa verið utan stjórn-
ar í áratugi, meðal annars vegna
afstöðu sinnar til Sovét sem ekki
hefur verið í samræmi við línu
Kekkonens um varfærna vináttu.
Flokkurinn hefur undanfarið lagt
aðrar áherslur í þeim efnum og
þykir nú fyllilega hæfur til sam-
starfs, einkum ef kannanir ganga
eftir og hægrimenn vinna á.
Nú ríkir í Finnlandi samsteypu-
stjórn undir forystu jafnaðar-
mannsins Kalevi Sorsa og taka að
auki þátt Miðflokkurinn, Lands-
byggðarflokkurinn og Sænski
þjóðarflokkurinn. Utan stjórnar
er Lýðræðisbandalag sósíalista
og kommúnista, Sameiningar-
flokkurinn og þrír smáflokkar.
Kosningabandalagi kommúnista
er spáð fylgistapi eftir áralangar
og sífellt hatrammari deilur rétt-
trúnaðarmanna og Evrópu-
kommúnista, en einum smá-
flokkanna, græningjum, er hins-
vegar spáð góðu gengi. Þeir hafa
nú tvo á þingi en gætu samkvæmt
Paavo Matti Vayrynen, utanríkis-
ráðherra Finna og formaður Mið-
flokksins, fertugur. Næsti forsæt-
isráðherra í Helsinki?
könnunum fyllt tuginn í kosning-
unum.
Sigur Sameiningarflokksins er
talinn geta orðið til þess að mið-
flokkarnir þrír, sem nú stjórna
með krötum, kjósi sér heldur
hægrimenn, þeim mun heldur
sem hinn sterkasti þeirra, Mið-
flokkurinn, hinn gamli flokkur
Kekkonens, ætlar sér að koma
formanni sínum Vayrynen í for-
setastól að ári, og hefð krefst þess
að forsetar hafi verið oddvitar
ríkisstjórna.
Vayrynen, sem nú er utanríkis-
ráðherra, segir reyndar að hann
kjósi helst stjórn hinna þriggja
stóru - krata, hægrimanna og
miðflokksins - og þarf varla að
leiða getum að líklegum forsætis-
ráðherra slíkrar stjórnar.
Sorsa hefur gefið sterklega í
skyn að jafnaðarmenn muni
hætta stjórnarsamvinnu ef þeir
tapa fylgi, - enda þarf ekki að
vera hundrað í hættunni því
miðhægri-stjórn mundi sennilega
segja af sér í kringum forseta-
kosningarnar.
Finnsk blöð ræða nú mjög um
hugsanlegt franskt ástand í Finn-
landi, þarsem vinstrisinnaður
forseti sæti með hægrisinnaða
ríkisstjórn svipað og hjá þeim
Mitterrand og Chirac í París.
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir
breytingar í finnskri pólitík eftir
helgi hefur kosningabaráttan ver-
ið mjög kurteisleg, og þykir
flokkunum flestum svipa mjög
saman í afstöðu til utanríkismála
og efnahagsmála, og er ekki búist
við stórbreyttri stefnu á þessum
sviðum þótt nýir menn leysi fjór-
flokkastjórn Sorsa af hólmi.
-m
Þýskaland
,GuðlasF
Þegar Hans nokkur Klein sór
embættiseið sinn sem næsti
ráðherra þróunarhjálpar á
sambandsþinginu í Bonn í gær
þá lauk hann máli sínu einsog
vera ber með því að lofa að
gegna starfi sínu af kostgæfni
„með guðshjálp".
Þá hrópaði Eckhard Strat-
mann, þingliði Græningja, skýrt
og skorinort: „Guðlast!" Astæð-
an: Klein studdi innrás kana í
Grenada og hefur lítt gagnrýnt
aðskilnaðarstefnuna í Suður-
Afríku. Afleiðingin: Stratmann
var settur í tveggja daga þing-
bann.
-ks.
Arna Gerður Heimir Valgerður
Viðhorf til menntunar hér og nú
Arna Jónsdóttir umsjónarfóstra, GerðurG. Óskarsdóttiræfingastjóri í
uppeldis- og kennslufræðum við HÍ, Heimir Pálsson framhaldsskóla-
kennari og Valgerður Eiríksdóttir grunnskólakennari undirbúa og
flytja
FYRIR HÁDEGI:
Til hvers
er menntun?
Þorsteinn
Vilhjálmsson
eðlisfræðingur
Menntun og
stjórnmál
Páil Skúlason
heimspekingur
EFTIR HÁDEGI
Uppeldis- og
menntunar-
hlutverk skóla
Hugo Þórisson
sálfræðingur
Uppeldis- og
menntunar-
hlutverk dag-
vistarheimila
Margrét Pála
Ólafsdóttir fóstra
Námsstefna:
UPPELDI og
MENNTUN
Alþýðubandalagið boðar til opinnar ráðstefnu um innihald uppeldis og
menntunar laugardaginn 14. mars.
Ráðstefnan verður haldin að Hverfisgötu 105 og hefst kl. 10 árdegis.
Áætlað er að henni Ijúki um kl. 17.
Ráðstefnan er öllum opin og fer skráning þátttakenda fram í
síma 17500.
Þátttökugjald er kr. 300, en innifalið í því eru erindi ráðstefnunnar
fjölrituð. Léttur hádegisverður fyrir kr. 450 verður á boðstólum.
Ráðstefnustjóri: Valgerður Eiríksdóttir.
Til hvers
ætlumst við
af skólanum?
Ásdís Þórhalls-
dóttir mennta-
skólanemi, Elín
Hilmarsdóttir
menntaskóla-
nemi, Hrannar B.
Arnarsson
menntaskóla-
nemi og Orri
Vésteinsson há-
skólanemi undir-
búa og flytja.
Fósturmenntun
Gyða Jóhanns-
dóttir skólastjóri
Kennara-
menntun
Sigurjón Mýrdal,
kennslustjóri KHÍ
Setning
Kristín Á.
Ólafsdóttir,
varaformaður
Alþýðubandalagsins
Að loknum fram-
söguerindum verða
pallborðsumræður
undir stjórn Gerðar
G. Óskarsdóttur.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ