Þjóðviljinn - 13.03.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.03.1987, Blaðsíða 8
Ítalía Stjómarkreppa í hagsæld Valdatafl Craxis ogAndreottis sem reynir að mynda ríkisstjórn. Tveir ólíkir menn takastá um œðstu metorð Cossiga forseti hefur veitt Nestor ítalskra stjórnmála, Gi- ulio Andreotti, umboð til að að mynda starfhæfa ríkisstjórn og koma þar með í veg fyrir upplausnarástand sem vofir yfir í ítölskum stjórnmálum. Upplausn sem kynni að hafa ófyrirséðar afleiðingar fyrir efnahag ítala sem nú stendur með miklum blóma. Það var á þriðjudag í síðustu vikúað Bettino Craxi gekk á fund forsetans og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, samsteypu- stjórn fimm flokka sem setið hafði við völd í þrjú og hálft ár. Orsakir þess að upp úr stjórn- arsamstarfinu slitnaði virðast fyrst og fremst vera djúpstæður ágreiningur tveggja stærstu aðil- anna, Kristilega Demókrata- flokksins og Sósíalistaflokksins, um vegtyllur og valdastóla, ein- stakiinga og vinnubrögð. Ekki er að sjá að alvarlega hafi skorist í odda með þeim út af stefnumál- um, hvorki í efnahags- né utan- ríkismálum. Þegar nýr stjórnarsáttmáli var samþykktur í sumar, eftir að minnstu munaði að samstarfið færi út um þúfur, þá var búið svo um hnútana að við hálfnað kjör- tímabil yrðu forsætisráðherra- skipti, þá viki sósíalistinn Craxi fyrir fulltrúa kristilegra demó- krata. Upp úr sauð síðan þegar ljóst var hverjum kristilegir myndu tefla fram. Þeir hafa aldrei farið dult með þann ásetning sinn að Giulio Andreotti skyldi hreppa hnossið. Hann hefur um langt árabil borið ægishjálm yfir aðra leiðtoga Kristilega Demókrataflokksins. Þeim bita gátu sósíalistar ekki kyngt og hafa borið því við að hann sé holdgervingur alls þess sem þeim sé ógeðfellt í ítölskum stjórnmálum, baktjaldamakks og spillingar. Þeir hafa bent á tvo aðra leiðtoga kristilegra sem fýsi- legri kosti í stól forsætisráðherra frá sínum bæjardyrum séð, þá Ciriaco de Mita og Arnaldo For- lani. En, sem fyrr segir, Andreotti á ieik og Craxi bíður átekta. Það kann svo að fara að framagirni og metnaður þessara tveggja ólíku manna dragi dilk á eftir sér og að efna þurfi til kosninga fyrr en var- Líbanon Hótað að drepa Frakka Hópur sem nefnir sig „Bylt- ingarsinnuð samtök fyrir rétt- læti“ hótuðu í gær að myrða franskan gísl, er þau hafa í haldi eftir, fjörutíu og átta klukkustundir ef ekki fengist viðunandi skýring á ummæl- um er Mitterrand, forseti Frakklands, lét falla á þriðju- dag um vopnasölu til írak. Ummæli forsetans voru svo- hljóðandi:„Frakkar munu halda. áfram að selja írökum vopn þótt þeir séu ekki óvinir írana. Frakk- ar hafa séð írökum fyrir vopnum síðastliðin ellefu ár. Það er Jacques Chirac forsætis- ráðherra sem á að skýra fyrir ír- ansvinunum í Beirút hvað forseti sinn hafi verið að fara með þess- um orðum sem virðast skýra sig sjálf. -ks. ir. Það er því ekki úr vegi að líta aðeins á feril beggja. Allar götur frá árinu 1946 hafði forsætisráðherra Ítalíu verið úr röðum Kristilega Demókrata- flokksins þegar sú breyting varð á árið 1983 að sósíalisti tók við embættinu. Flokksmenn hafa ætíð litið svo á að staðan væri þeirra og hefur Giulio Andreotti aldrei farið í fel- ur með þá skoðun sína að það hafi verið skammtímaráðstöfun að fela Craxi starfann. Andreotti hefur setið á ítalska þinginu í fjörutíu af sextíu og átta æviárum sínum. Hann þykir einkar slyngur í allskyns bak- tjaldamakki og rasar aldrei um ráð fram! Hann hefur gegnt embætti for- sætisráðherra fimm sinnum. Fyrsta stjórn hans tók til starfa árið 1972 og var hrein hægri stjórn, í fyrsta sinn frá stríðslok- um voru sósíalistar fjarri gamni. Þriðja stjórnin undir forystu hans Til harðra átaka kom milli lögreglu og verkamanna í bænum Reinosa í Baskalandi á Spáni í gær. í fyrradag tóku verkamenn við Forjas y Aceros verksmiðjuna fyrrum forstjóra fyrirtækisins í gíslingu, daginn áður en hann átti að hefja störf sem vinnumálaráð- gjafi héraðsstjórnar Baskalands. Vildu þeir með því örvæntingar- ráði reyna að afturkalla uppsagn- ir fjögurhundruð sextíu og þrig- gja manna sem störfuðu við fyrir- tækið. Þegar hann var síðan látinn laus í gær skarst í odda með fylk- ingum verkafólks og lögreglu- manna sem lyktaði með því að verðir laga og réttar urðu uppi- skroppa með gúmmíkúlur, sáu sitt óvænna og gáfust upp. Þeir fengu að fara leiðar sinnar var minnihlutastjórn og komst til valda árið 1976. Hún er einkum minnisstæð vegna samstarfsins við Kommúnistaflokk Ítalíu sem féllust á að verja hana vantrausti, hina „sögulegu málamiðlun“. Fjórða stjórn hans var mynduð árið 1978 og það var á valdaskeiði hennar að Rauðu herdeildirnar rændu og myrtu Aldo Moro fyrrum forsætisráðherra og flokksbróður Andreottis. Hann sætti þá töluverðri gagnrýni fyrir ósveigjanleika í skiptum við mannræningjana en hann þver- tók fyrir að ganga til samninga. Fimmta og síðasta ríkisstjórnin sem Andreotti hefur stýrt fékk heldur háðulegan aldurtila, lagði upp laupana eftir ellefu daga valdaferil. Fyrirgreiðslupólitík og hross- akaup Andreottis hafa margsinn- is komið honum í klípu og eigi sjaldnar en tuttugu sinnum hefur honum verið stefnt fyrir þing- nefndir til að verja hendur sínar í en átökin segja sína sögu um ástand mála á Spáni nú þar sem allt logar í verkföllum og mót- mælum vegna harðlínustefnu stjórnar sósíalista í efnahags- og atvinnumálum. Verkamenn í meira en fjörutíu borgum ætla að leggja niður vinnu og ganga fylktu liði um stræti og torg á næstu dögum og vera kann að allsherjarverkfall skelli á innan skamms. Þegar hafa margir hópar vinnandi fólks haft mótmæli í frammi, svo sem námumenn, bændur og leigulið- ar, læknar og kennarar. Þótt ekki blási byrlega hyggst ríkisstjórnin hvergi hvika frá áætlunum sínum í peninga- og at- vinnumálum. Ráðherrar stæra sig af því að verðbólga hafi lækk- að úr fjórtán í fimm og hálft pró- sent á valdaskeiði sínu en þrátt óþrifamálum en ætíð hefur hann sloppið fyrir horn. Hann virðist því ekki hafa færri líf en þau níu sem kennd eru við köttinn og nú er það spurning hvort honum tekst að mynda sjöttu stjórn sína. Ef sósíalistar með Craxi í broddi fylkingar verða ekki mýkri á manninn á næstunni er næsta ólíklegt að það takist. Bettino Craxi skákar í skjóli mikillar hylli almennings þótt þær vinsældir komi ekki flokki hans til góða. í nýrri skoðana- könnun kemur fram að sextíu og fimm prósent spurðra kærir sig ekki um að skipt verði um forsæt- isráðberra. Það gustar af honum, hann er ákveðinn, hávær og harður í horn að taka. Hann er því alger and- stæða Andreottis sem gengur um bakdyramegin og hvíslar svo sem fæstir heyri ráðabrugg sín. Craxi tók við formennsku Sósí- alistaflokksins árið 1976 og lét fyrir það segja þeir ekkert svig- rúm vera til launahækkana. Stjórninni hefur síður en svo tekist að ráða nokkra bót á hinu mikla atvinnuleysi í landinu sem nú er talið vera um tuttugu og tvö prósent. Þvert á móti hefur það færst í aukana vegna endurskipu- verða sitt fyrsta verk að reka helming starfsliðs flokksins og kom það ráðslag mörgum í upp- nám. Hann tók þegar til við það ætlunarverk sitt að gera flokk sinn að öxulveldi í ítölskum stjórnmálum, mitt á milli risa- veldanna tveggja, Kristilega Demókrataflokksins og Komm- únistaflokksins. Árið 1980 gekk hann til stjórn- arsamstarfs við kristilega en gekk svo af þeirri stjórn dauðri árið eftir þegar í hneykslismálið út af P-2 frímúrarareglunni var gert heyrinkunnugt. I kosningunum árið 1983 fengu sósíalistar ellefu prósent atkvæða en kristilegir töpuðu fimm. Þá sá Craxi sér leik á borði og tregir létu Andreotti og félagar honum eftir embætti forsætisráðherra. Síðan er liðið hálft fjórða ár og er einsdæmi að ríkisstjórn hafi setið svo lengi á Ítalíu frá því fas- istar lutu í duftið við stríðslok. -ks. lagningar í iðnaði sem unnið er að að frumkvæði ráðamanna og hef- ur í för með sér lokun margra skipasmíðastöðva og stáliðju- vera. Hin hörðu viðbrögð verka- manna stafa ekki síður af fram- kvæmd þeirrar áætlunar en lágum launum. -ks. Skák Sókolof hvflist Andrei Sókolof frestaði í gær áttundu skákinni í einvíg- inu við Anatólí Karpof í spænsku borginni Limares, og verður hún að öllum líkindum tefld á sunnudag. Hvor keppandi getur frestað tvisvar, en það gerist nú fyrsta sinni. Karpof hefur yfir þegar einvígið er hálfnað, AVi-lVi, og þarf aðeins þrjá vinninga úr sjö skákum til að öðlast rétt til að reyna sig enn við heimsmeistar- ann Kasparof. -m Spánn Allt logar í stétlaátökum Verkamenn berjast við lögreglu. Sósíalistastjórnin hyggst ekki láta undan 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.