Þjóðviljinn - 13.03.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.03.1987, Blaðsíða 2
—SPURNINGIN- Hefur þú trú á að afvopn- unarviðræður stórveld- anna beri einhvern ár- angur? Bragi Guðmundsson verkamaður: Já, frekar geri ég það. Ég er bjartsýnn á að þær beri árangur. Undirbúningsviðræður stórveld- anna eru í áttina. Það vilja allir frið. Guðrún Hafsteinsdóttir: Já, það vona ég svo sannar- lega. Ég vil að öllum kjarnorku- vopnum verði útrýmt. Sævar Stefánsson lögreglumaður: Nei, ég hef ekki trú á því. Það ber of mikið á milli. Aftur á móti bind ég nokkrar vonir við þá kú- vendingu sem er að gerast í Sov- étríkjunum. Sigurður Ingimundarson nemi: Nei, ekki mikla trú á því. Ég er hræddur um að alger afvopnun komi seint. Stórveldin geta ekki treyst hvort öðru. Salome Ásta Árnadóttir læknanemi: Ég vil bara vona að þessar stórþjóðir sjái að sér og hætti þeim háskaleik sem þær hafa stundað lengi. Þær verða að semja um afvopnun. FRÉTTIR SVR Ferðafækkun í bígerð Stjórn SVR samþykkir sumarsamdrátt. Guðrún Ágústsdóttir: óttast að þetta vari áfram Stjórn Strætisvagna Reykja- víkur samþykkti í fyrradag að fækka ferðum strætóa úr fjórum í þrjá á klukkutíma í sumar. Sam- þykkt stjórnarinnar þarf gegnum borgarráð og borgarstjórn til að öðlast gildi. Meirihluti SVR-stjórnarinnar gerir ráð fyrir að þeir strætisvagn- ar sem nú fara á 15 mínútna fresti fari í júní, júlí og ágúst á 20 mín- útna fresti. Við það sparast fjórð- ungur bflaflotans og ekki þarf að ráða 18 afleysingabflstjóra. Segir meirihluti stjórnarinnar að þessi ráðstöfun spari hálfa milljón á dag. Þau Guðrún Agústsdóttir og Hallur Magnússon greiddu at- kvæði gegn ferðafækkuninni, og telja í bókun að ráðstöfunin sé röng og tákni í raun uppgjöf. Lé- legri þjónusta leiðir til færri far- þega, og þannig skapast hættu- íegur vítahringur, sagði Guðrún við Þjóðviljann í gær, og óttaðist að hinum nýja ferðatíma yrði haldið áfram næsta vetur. -m Kosningabaráttan er nú að komast á fullan skrið og frambjóðendur viðtökur. Þessi mynd var tekin er þær Alfheiður Ingadóttir og Olga Guðrún flokkanna hafa gert víðreist á vinnustaði undanfarna daga og vikur. Frambjóð- Árnadóttir ræddu helstu mál kosninganna við kennara í Menntaskólanum við endur Alþýðubandalagsins í Reykjavík hafa farið víða um og fengið góðar Sund. Mynd: Sig. Alþýðubandalagið Styðjum útvaipsfrelsið Svavar Gestsson: Styðjum ekki afnám laganna. Viljum tryggja innlent efni. Fjármagnsöflin mega ekkifá ofurvald á Ijósvakanum Stöð 2 sé allt niður í 3 prósent af mynda hugsað mér að reglur fvrir 30 nrósent “ saeði Svavar. því sem sent er út. Ég gæti til að tryggðu að það færi aldrei niður ÖS. Útflutningsráð Viðskiptaskrifstofur eriendis Útflutningsráð undirbýr átak í kynningu á íslenskum útflutningsgrein- um og þjónustu í V-Þýskalandi Við myndum aldrei styðja af- nám nýju útvarpslaganna, í mesta lagi breytingar á þeim, sagði Svavar Gestsson á fundi Al- þýðubandalagsins með ungu fólki á Hótel Borg á sunnudaginn. En Hrannar Arnarsson spurði þar, hvort flokkurinn myndi beita sér fyrir afnámi nýju útvarpslag- anna, tæki hann þátt í myndun nýrrar ríkisstjórnar. Við höfum staðið á bremsun- um í þessum málum Iengur en efni stóðu til, sagði Svavar, en bætti við að það yrði að tryggja að fjármagnsöflin fengju ekki ofur- vald á ljósvakamiðlunum. Hann taldi að Alþýðubanda- lagið kynni að íhuga breytingar á lögunum, í þá veru að tryggja að ákveðið hlutfall af útsendu efni til dæmis sjónvarpsstöðva væri ævinlega innlent. „Mér skilst að það komi fyrir að innlent efni á Utflutningsráð íslands, sem stofnað var á síðasta ári, hef- ur nú ráðið í tvær viðskiptafullt- rúastöður erlendis, aðra í Kaup- mannahöfn en hina í Frankfurt, en alls hafa sex nýir starfsmenn verið ráðnir undanfarið. Útflutningsráð undirbýr nú þriggja ára kynningarátak í Vestur-Þýskalandi á íslenskum útflutningsgreinum og þjónustu. í ráði er að bjóða nokkrum fimm manna hópum þýskra fjöl- miðlamanna frá völdum fag- blöðum og tímaritum í þriggja daga kynnisferðir hingað og munu þeir heimsækja fyrirtæki í útflutningsgreinum, kynna sér starfsemi flugfélaganna, ferða- þjónustu og fara í skoðunarferð- ir. Árið 1988 er gert ráð fyrir skipulögðu kynningarstarfi í stór- um þýskum verslunarmiðstöðv- um þar sem íslensk matvæli, ullar- og tískuvörur og ferðaþjón- usta verða kynnt. Þá er einnig stefnt að því að sýna íslenska framleiðslu fyrir útgerð og fisk- vinnslu á helstu þýskum sjávar- útvegs vörusýningum. -ing. Þegar aldurinn færist yfir hefur maður meira og meira gaman að fábreyttum skemmtunum 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.