Þjóðviljinn - 13.03.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.03.1987, Blaðsíða 3
FRFTTIR Náttúruvernd Eftirlit með gróðri Náttúruverndarráð og Vélflugfélag íslands ásamtfleiri aðilum munu standa að eftirlitsflugi um hálendið ísumar til að sporna við landspjöllum „Upphafið að þessu var að Vél- flugfélag Islands bauð okkur upp á þetta eftirlitsfiug,“ sagði Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs, en Náttúru- verndarráð, Vegagerð ríkisins, lögregluyfirvöld, Ferðamálaráð og væntanlega Landgræðslan ásamt Vélflugfélagi Islands munu í sumar halda áfram samvinnu sinni um eftirlitsflug um hálendið til að fylgjast með og sporna við utanvegarakstri og landspjöllum sem af honum hlýst. Gísli sagði þetta samvinnu frekar en ákveðin samtök. „Þetta eru aðilar sem eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta, flugmennirn- ir fá tækifæri til að æfa sig í sam- bandi við björgunar- og leitar- störf og sú litla þóknun sem þeir fá fyrir þetta rennur í svokallaðan leitarsjóð, og náttúruverndar- samtök fá þarna tækifæri til að sinna eftirliti sem geysimikil þörf er fyrir.“ Gísli sagði áætlað að taka til við eftirlitsflugið strax í vor, enda væri þá mikil hætta á landspjöllum á meðan snjóa væri að leysa og frost ekki enn farið úr jörðu, en einnig væri áætlað að halda úti eftirlitsflugi á helstu á- lagstímum sumarsins. „Meiningin er líka að grípa til þessa flugs óvænt og þá á ákveðn- um svæðum. Við teljum þetta eina raunhæfustu lausnina til að sporna við landskemmdum sem hljótast af utanvegarakstri. Við erum ekkert hrifnir af því hvernig fjölmiðlar slá til riddara þessa menn sem vaða um hálendið, enda er ekki minnst á þá þegar þeir skilja eftir heilu bílhræin og brotna öxla uppi um öll fjöll og koma eins og barðir hundar heim eftir misheppnaða svaðilför,“ sagði Gísli að lokum. -ing Háskólinn Vinstrimenn töpuðu manni Félag vinstrimanna tapaði manni í kosningunum til stúdentaráðs í Háskólanum í gær. Vaka bætti hinsvegar við sig manni og hefur nú 13 menn í stú- dentaráði einsog vinstri menn. Vaka fékk 868 atkvæði eða 40,87% og sex menn kjörna í stú- dentaráð. Vinstrimenn fengu 756 atkvæði eða 35,59% og fimm menn kjörna. Umbótasinnar fengu 388 atkvæði eða 18,27% og tvo menn kjörna. Einnig var kosið í háskólaráð og fékk Vaka þar 839 atkvæði, 39,5% og einn mann kjörinn. Vinstrimenn fengu 780 atkvæði, 36,72% og einn mann kjörinn. Umbótasinnar fengu 408 at- kvæði, 19,21% og engan mann kjörinn. Meðal vinstrimanna er vilji til þess að mynda meirihluta í stúd- entaráði með umbótasinnum og verður sá möguleiki kannaður. -Sáf Verzlunarskólakennarar 70 tíma vinnuvika Skólanefnd Verzlunarskólans býður kennurum 61.319 kr. í byrjunarlaun. Ákvœði um kennsluskyldufelld niður. Kirsten Friðriksdóttir, formaður Kennarafélags VÍ: Gœtiþýtt 70-80 tíma vinnuviku „Þó að þessi krónutala sé há þá kemur það á móti að ákvæði um kennsluskyldu eru felld niður og okkur reiknast til að ef við tækj- um þessu tilboði þá værum við komin með 70-80 tíma vinnuviku og því erum við ekki hrifin af,“ sagði Kirsten Friðriksdóttir, for- maður Kennarafélags Vcrzlunar- skóla íslands, í samtali við Þjóð- viljann, en skólanefndin hefur nú gert kennurum tilboð um 61.319 króna byrjunarlaun fyrir kenn- ara með BA-próf. „Við höfum 40 tíma vinnuviku yfir árið sem við skilum af okkur með 48 tíma vinnuskyldu yfir skólamánuðina og 153 tíma að sumarlagi," sagði Kirsten. „Þess- ir 48 tímar skiptast í 26 tíma kennsluskyldu og 28 tíma viðveru í skólanum þar sem kennslan og viðtalstímar falla inn í. Auk þess er gert ráð fyrir 20 tíma undirbún- ingsvinnu. I tilboðinu eru öll ákvæði um kennsluskyldu felld niður en okk- ur sýnist að gert sé ráð fyrir 30 tímum á hvern kennara vikulega í stað 26. Þá var tilgreint að vinnu- vikan skyldi öll unnin yfir vetrar- mánuðina þannig að ef við gerum ekki ráð fyrir þessum 153 tímum yfir sumarið þá erum við komin með 50 tíma vinnuviku með við- veru í skólanum sem var ekki til- greint hvernig ætti að verja. Þá eigum við eftir 20 tíma í undirbúningsvinnu heima og ef þessi viðvera er kennsla og önnur störf þá erum við komin með 70- 80 tíma vinnuviku. Það er ljóst af þessu að flestir eru að einhverju leyti inni á hug- myndinni um fasta viðveru kenn- ara í skólum, hvernig sem það endar, en aðstaða til þess er til- tölulega góð hér miðað við aðra skóla. Hins vegar er kennsluskyldan á fslandi í dag mun meiri en annars staðar og það þyrfti fremur að minnka hana en auka,“ sagði Kir- sten að síðustu. „Þessi tala er falleg en hún fel- ur í sér mikla skerðingu á því sem áður hefur verið og tilboðið er því algjörlega óaðgengilegt,“ sagði Heimir Pálsson, varaformaður HÍK, um tilboðið til Verzlunar- skólakennara. „Við erum ekki til viðtals um að snúa þróuninni upp í að auka kennsluskylduna." Kennarafélag VÍ kynnti við- semjendum sínum gagntilboð í gær sem byggir á fyrra tilboði þeirra en felur í sér að kennslu- skylda verði óbreytt og launaliðir lækki þá niður í 51.000 króna byrjunarlaun og hæstu laun verði 73.000 eftir 15 ár. -vd. Kippur hefur hlaupið í starfsemi skipasmíðastöðvanna að undanförnu vegna smíði á smábátum. Þessi mynd var tekin í Stálvík þar sem verið er að smíða sex 9 tonna stálbáta. Mynd: E.ÓI. Skipasmíðar Skipaiðnaður í vanda MIÐILL í frí MIÐILL, hið vinsæla fylgirit Þjóðviljans, kemur ekki út i dag, né heldur hinar næstu vikur. Miklar annir eru nú á ritstjórn Þjóðviljans, enda kosningar í nánd, og hefur því verið horfið að því ráði að fresta útgáfu MIÐILS um óákveðinn tíma. RITSTJ. ■■“ÖRFRÉniR™" Trúnaðarfundur KÍ lýsir furðu sinni á seinagangi við- ræðna um kaup og kjör starfs- manna ríkis og bæja. Segja kennarar þetta óþolandi ástand þegar lög um samningsrétt til handa öllum félögum opinberra starfsmanna hafa tekið gildi. Er skorað á fjármálaráðherra að taka af alvöru þátt í viðræðum. Hallgrímur fréttastjóri Hallgrímur Thorsteinsson hefur verið ráðinn fréttastjóri á Bylgj- unni og segja þeir Bylgjumenn að jafnframt verði geröur skurkur í fréttamálum á útvarpsstöðinni og bætt við fréttatímum klukkan 19, 23 og 3 eftir miðnætti. Hallgrímur hættir jafnframt umsjón hins vin- sæla þáttar um Reykjavík síð- degis. Sigurður Ringsted, verkfræðingur hjá Slippstöðinni Akureyri: Iðnaðurinn stendur hörmulega. Þorsteinn Baldvinsson útgerðarmaður: Innlendskip dýrari. Hver á að borga mismuninn? „Það er svo komið að hreinlcga er bannað að smíða skip á Is- landi. Utgerðarmenn mega ekki láta smíða nýtt skip nema láta gamla skipið úr landi og íslenskar skipasmíðastöðvar geta ekki tekið gamla skipið upp í nýtt, en það gera t.d Norðmenn í ein- hverjum mæli, þannig að meðan þessar reglur gilda getum við ekki smíðað nein ný skip,“ sagði Sig- urður Ringsted, yfirverkfræðing- ur Slippstöðvarinnar á Akureyri, við Þjóðviljann í gær. f dag verður haldin í Reykjavík ráðstefna um framtíð íslensks skipaiðnaðar og stöðu mála í dag og er búist við mjög hörðum um- ræðum á fundinum. „Við höfum barist eins og ljón og leitað verkefna erlendis og höfum undanfarið eitt og hálft ár verið að smíða skip fyrir Kanada- menn og erum nú að gera stórað- gerð á togaranum Sléttbak, en þegar það er búið er ekkert fram undan. Það er hins vegar hafin nýsmíði og endurnýjun flotans, en það er allt gert erlendis. Samkvæmt könnun, sem gerð var í ráðherratíð Sverris Her- mannssonar sem iðnaðarráð- herra um eðlilega endurnýjunar- þörf fiskiskipaflotans, geta inn- lendar skipasmíðastöðvar aðeins annað xh af þörfinni, og þes- svegna er hart að fá ekkert,“ sagði Sigurður. „Við erum að láta smíða fjölda skipa, en það er gert erlendis vegna þess að það er ódýrara,“ sagði Þorsteinn Baldvinsson út- gerðarmaður á Akureyri. „Það er stjórnvalda að fá því breytt, þau verða að niðurgreiða innlenda smíði“. -sa. Kennarasambandið Er réttur bama virtur? Kynningarnefnd KÍ sendir foreldrum bœkling um rétt barna til náms og aðstöðu við hœfi Kynningarnefnd Kennarasam- bands íslands hefur gefið út kynningarrit til foreldra allra 6- 10 ára barna í landinu og annað til þingmanna, sveitarstjórna, fræðsluráða og skólanefnda til þess að vekja athygii þessarra að- ila á lagalegum rétti barna til náms og aðstöðu við hæfi. í bæklingnum sem sendur hef- ur verið til foreldra er meðal ann- ars bent á nauðsyn skóladaghei- mila, aðstöðu í skólum til heimanáms og samfellds skóla- dags. Þingmönnum, sveitarstjórnum og fræðsluyfirvöldum er bent á að fylgjast með því hvort að lögum um rétt barna til kennslu í sam- ræmi við þarfir hvers einstaklings sé framfylgt og skorað er á þessa aðila að standa vörð um rétt barnanna. -vd. T ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.