Þjóðviljinn - 13.03.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.03.1987, Blaðsíða 6
VIÐHORF KJORSTAÐIR ERLENDIS Utankjörfundaratkvæöagreiösla erlendis vegna Alþingiskosninga 25. apríl nk. getur fariö fram á þeim stööum og tímum, sem hér segir: Spánn Barcelona: Aðalræðismaður: Jose Daurella Ræðismaður: Luis Balaguer de Palle- ja Cerdena 229-237 Sobreatico Tercera 08013 Barcelona Sími: (3) 232-5810 8., 9. og 10. apríl kl. 10.00-14.00 eða eftir samkomulagi. Benidorm: Vararæðismaður: Juan José Campus Blanquer Casa de las Flores Local 13 Avda del'Mediterraneo 2/N Sími: (65) 85.08.63. 8., 9 og 10. apríl kl. 10.00-12.00 og 15.00-17.00 eða eftir samkomulagi. Las Palmas: Ræðismaður: Francisco Luis Carrer- as Irmia Leon Y Castillo 244, Oficina 209, 35005 Las Palmas Sími: (28) 230460 og 364300 8., 9. og 10. apríl kl. 10.00-12.00 og 15.00-17.00 eða eftir samkomulagi. Madrid: Aðalræðismaður: José Maria Figueras-Dotti Eurobuilding, Oficina 15 Juan Ramón Jiménez 8 Madrid 16 Sími: (1) 457-89-84 1.-3. apríl kl. 10.00-12.00 og 15.00- 17.00 eða eftir samkomulagi. Malaga: Vararæðismaður: Per Dover Peter- sen Paseo Maritimo 25 Málaga Sírni: (52) 221739 8., 9. og 10. apríl kl. 10.00-12.00 og 15.00-17.00 eða eftir samkomulagi. Palma de Mallorca: Vararæðismaður: J.C. Miralles Ce- lant Via Alemania 2-10 (Torre de Mallorca) Sími: (71) 29 10 87/88/89 8., 9. og 10. apríl kl. 10.00-12.00 og 15.00-17.00 eða eftir samkomulagi. Svíþjóð Stokkhólmur: Sendiráð íslands Kommendörsgatan 35 114 58 Stockholm Símar: (08) 624016 og 672753 12. mars til 24. apríl kl. 9.00-16.00, mánudaga til föstudaga. Gautaborg: Ræðismaður: Gösta Christian Lund- holm Östra Hamngatan 19 A 411 10 Göteborg Símar: (031) 116868 og 176325 6.-9. apríl kl. 10.00-12.00 og 13.00- 15.00 eða eftir samkomulagi. Jönköping: Ræðismaður: Björn Leifland Högalundsgatan 19 564 00 Bankeryd Sími: (036) 72246 6.-8. apríl kl. 16.00-20.00 eða eftir samkomulagi. Malmö: Aðalræðismaður: Erik Philip Sören- sen Stortoget 3 201 21 Malmö Símar: (040) 112245 og 128110 6. -7. apríl kl. 10.00-12.00 og 14.00- 16.00; 8. apríl kl. 10.00-12.00 og 14.00-19.00 eða eftir samkomulagi. Sundsvall: Ræðismaður: Lennart Enström Skeppargatan 1 851 88 Sundsvall Símar: (060) 193211 og 193212 7. og 8. apríl kl. 9.00-11.00 eða eftir samkomulagi. Sambandslýðveldiö Þýskaland Bonn: Sendiráð fslands Kronprinzenstrasse 6, 5300 Bonn 2 Símar: (0228) 364021 og 364022 12. mars til 24. apríl kl. 9.00-16.00 mánudaga til föstudaga eða eftir samkomulagi. Hamborg: Ræðismaður: Oswald Dreyer- Eimbcke Raboisen 5 1, Eimbcke-Haus 2 Hamburg 1 Símar: (040) 330587 2. og 3. apríl kl. 9.00-17.00 eða eftir samkomulagi. Hannover: Ræðismaður: Gisela Maurer Birkenweg 4, 3000 Hannover 51 Sími: (0511) 650507 6. og 7. apríl kl. 9.00-16.00 eða eftir samkomulagi. Lúbeck: Ræðismaður: Franz Siemsen Körnerstrasse 18 24 Liibeck 1 Sími: (0451) 54075 30. og 31. mars kl. 10.00-13.00 og 15.30-17.00 eða eftir samkomulagi. Munchen: Ræðismaður: Dr. Hermann Schwarz Muhldorfstrasse 15 8 Miinchen 80 Sími: (089) 4129-2214 31. mars og 1. apríl kl. 10.00-12.00 eða eftir samkomulagi. Stuttgart: Fv. ræðisskrifstofa íslands Westbahnhof 79/81 7 Stuttgart-W. Símar: (0711) 652031 og 652032 Aðeins 1. apríl kl. 14.00-16.00. V-Berlín: Ræðismaður: Andreas Howaldt (Charlottenburg) Kurfustendamm 57 1000 Berlín 15 Símar: (030) 625031 og 323061 30. mars kl. 9.00 til 16.00 og 31. mars kl. 9.00 til 10.00 eða eftir samkomu- lagi. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 9. mars 1987. þlÓÐVILIINN ÁSKRIFTARÁTAK Okkur vantar fólk til starfa í ÁSKRIFTARÁTAKI ÞJÓÐVILJANS. Góð laun fyrir röskar mann- eskjur. Hafið samband viö Hörð í síma 681333 eða 681663. Þjóðviljinn. Konur og kosningar Anna María Pálsdóttir skrifar I leiöara eins af dagblöðunum stóð fyrir nokkru þessi setning: „Kvennalistinn verður að svara vel“. Þar var meðal ann- ars talað um það, að konum hefði fjölgað mjög í sveitarstjórnum í síðustu kosningum. Einnig var með mikilli vandlætingu rætt um, að Kvennalistinn byði fram í öllum kjördæmum, þá yrði sú raunin á, að konur færu að fella konur (kosningum. Styðjum kvennalista Já, vissulega væri það slæmt, en er það bara nokkuð öðruvísi en ef karlar fella karla? Er þetta ekki pólitískt mál? Snúast ekki kosningar um stefnur og samtök eða flokka? Þessar stefnur eru misjafnar, og þess vegna vísast stefnumál kvenna ekki alltaf þau sömu, að minnsta kosti hasla þær sér völl innan hinna ýmsu flokka eða samtaka. Þá var rætt um það, að 40% af sveitastjórnarmönnum úr Alþýðubandalaginu væru kon- ur. Gott er ef rétt er. En þá er eftir að huga að hvert sé verksvið þessara kvenna í sín- um byggðarlögum. Eru þeim fal- in störf í nefndum og ráðum í jöfnu hlutfalli eða að einhverju marki á við karla, eða voru þær bara fengnar á lista hjá viðkom- andi flokkum til að hægt væri að fá góða prósentutölu til að hampa í fjölmiðlum, og láta líta svo út, að flokkarnir væru að opna fyrir konum? Því miður eru flokkarnir ekki ennþá tilbúnir til að veita konum jafnrétti, þó þeir reyni nú að flíka sínum konum mikið, eftir að séð er, að Kvennalistinn er að hasla sér völl um landið. Það gleður mig mjög, ef þær komast „Pví miður eru flokkarnir ekki ennþá tilbúnir til að veita konum jafnrétti, þó þeir reyni nú aðflíka sínum konum mikið, eftir að séð erað Kvenna- listinn haslarsér völl um landið. “ eitthvað áfram í sínum flokkum. En ég verð því miður að játa, að sumar þessara kvenna, sem fóru í framboð til sveitarstjórna á síð- asta ári hafa þá sögu að segja, að þeim finnst að þær hafi verið fengnar til að styðja þessa lista á röngum forsendum. Sem sagt: Þær farið á lista, en að loknum kosningum ekkert fengið að starfa, hvorki í nefnd-. um né ráðum, eða á annan hátt tekið þátt í stjórn eða stefnu mála í byggðarlaginu. Hvað segir þetta okkur? Það segir, að konum sé nauðsyn að standa saman um framboð víðsvegar um landið, til þess að koma fram hugmyndum sínum, og auka þannig áhrif kvenna í þjóðfélaginu. Konur hafa ævinlega verið kjölfesta heimilanna. Þær hafa hugsað um börn aldraðra, að ógleymdum eiginmönnum sínum. Þær hafa borið ábyrgð á fjárhag, fæði og klæðum handa sínu fólki og æði oft haft lítið fjármagn handa á milli, en látið enda ná saman með óskiljanlegri hagsýslu. Þetta vita karlar, en virðast ekki vilja vita. Viljum jafnrétti Konur verða að ná jafnrétti við karla. Við þurfum að fá þá til að skilja, að þeir eru okkur ekkert fremri né á nokkurn hátt hæfari til að stjórna í þessu landi. Ég er öldungis viss um það, að ef jafnrétti væri náð, þá væri um margt betur farið en nú er. Kvennalistakonur myndu raða forgangsverkefnum þannig, að mannlegar þarfir væru teknar fyrir önnur, sem mættu frekar sitja eftir um stund. Því er vert fyrir fólk almennt að fara að huga að því, hvern veg þeirri kynslóð muni vegna í framtíðinni, sem hefur verið látin alast upp nánast á vergangi á undanförnum árum. Venjulegt launafólk á ekki annars úrkosta en að vinna baki brotnu til að hafa í sig og á. Börn- in þess vegna á flækingi úr einni vistinni í aðra meðan þau eru of lítil til að vera alein, en ekki líður þó á löngu þar til hengdur er lykill um háls þeira og þau skilin eftir ein. Eftir það eru þau svo sannar- lega alein. Þegar foreldrarnir koma loks heim að loknu dags- verki eru ótal verk óunnin, þar að auki allir þreyttir og úrillir og í besta falli sest fólk fyrir framan imbakassann og reynir að hvílast. Er ekki kominn tími til að breyta um stjórnsýslu í landinu? Anna María Pálsdóttir er húsfreyja i Vopnafirði. FRÁ LESENDUM Fréttastofa Sjónvarps Undarleg vinnubrögð Fréttastofa RUV/Sjónvarps undir stjórn Ingva Hrafns Jóns- sonar fréttastjóra lagði á það gífurlega áherslu í kvöldfréttum hinn 10. mars sl. að bera til baka frétt Þjóðviljans um að skatt- rannsóknadeild ríkisskattstjóra væri nú að athuga bókhald Hótel Arkar í Hveragerði. Aðferðin sem Fréttastofa RUV/Sjónvarps notaði við að hvítþvo eiganda hótelsins var að birta við hann viðtal, þar sem hann sagði að Þjóðviljafréttin stæðist ekki. Ekki var rætt við skattrann- sóknadeild. Þetta mál minnir dálítið á til- raun Fréttastofu RUV/Sjónvarps fyrir nokkru til að mótmæla frétt Þjóðviljans um, að afmælishátíð- ahöldin í Reykjavík hefðu kostað hátt í hundrað milljónir króna: Fréttastofa RUV/Sjónvarps kall- aði þá Davíð Oddsson í viðtal, þar sem hann sagði að Þjóðvilja- fréttin stæðist ekki. Síðar kom á daginn, að borg- arstjórinn fór ekki með rétt mál. Kostnaður við afmælishald Reykjavíkurborgar fór langt yfir hundrað milljónir. Fréttastofa RUV/Sjónvarps sá ekki ástæðu til að fá borgarstjórann til að út- skýra afhverju fyrri upplýsingar hans hefðu verið rangar. Sem einn af eigendum RUV/ Sjónvarps finnst mér hart að horfa upp á þá þróun að einka- stöðin, Stöð 2, er hlutlausari fréttamiðill, en Fréttastofa RUV/ 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sjónvarps, sem er sameign allra landsmanna og á að gæta hlut- leysis í hvívetna. Meðan fréttastjórnin hjá RUV/Sjónvarpi er af þessu tagi er ekki nema von að illa gangi í samkeppninni við aðra fjölmiðla. Einn af eigendum RUV/Sjónvarps Einkastöðvarnar sýnast hlutlausari fréttamiðlar en fréttastofa sjón- varpsins, segir bréfritari Glæpur í stað fræðslu Kári 8 ára hringdi: Mig langar til að spyrja for- ráðamenn sjónvarpsins, sem sjá um að raða niður á dagskrána, hvort þeir eigi bara unglinga eða smábörn. Hvers vegna setjið þið fræðslu- og heimildaþætti síðast á dagskrána? Ég er einn af þeim mörgu krökkum sem hefðu haft gott af því að sjá nýja heimilda- þáttinn frá BBC „Vestræn ver- öld“ sl. þriðjudagskvöld. En því miður þarf ég að fara snemma að sofa til að vera hress í skólanum. Hvers vegna eru sakamálaþættir settir á undan? Við sem erum á aldrinum 7-12 ára höfum kannski meiri þörf fyrir svoleiðis efni, eða hvað? Að lokum vil ég nefna að uppá- haldsþáttinn minn „Nýjustu tækni og vísindi“ er líka búið að flytja aftur fyrir svefntíma okkar skólabarnanna. Kári

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.