Þjóðviljinn - 13.03.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 13.03.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þjómnuiNN Föstudagur 13. mars 1987 60. tölublað 52. örgangur SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Elliðaár Landsvirkjun áhyggjulaus Skiptar skoðanir um olíutankana við Elliðaár. Guðmundur Helgason, Landsvirkjun: Svartolía, ekki ástœða til sérstakra ráðstafana. Póroddur Þóroddsson, Náttúruverndarráði: Svartolía erfiðust viðureignar í jarðvegi Af okkar hálfu eru ekki fyrir- hugaðar neinar sérstakar var- úðarráðstafanir gegn olíuleka við Elliðaártankana, enda ekki ástæða til. Það verður bara að koma í ljós hvort okkur verður gert skylt að gera eitthvað í þá veruna,“ sagði Guðmundur Helgason hjá Landsvirkjun. Þjóðviljinn greindi frá því í gær að öryggi við olíugeyma Lands- virkjunar við Elliðaár væri ábóta- vant og lífríki ánna væri hætta búin ef til óhapps kæmi. „Við höfum athugað botninn á tönkunum reglulega og annað á- sigkomulag þeirra og þar er ekk- ert athugavert. Annars er lítil hætta samfara þessum tönkum. Þetta eru svartolíutankar og því allt annað við að eiga en gasolíu ef leki yrði. Til þess að ná olíu úr tönkunum þarf að hita olíuna upp. Þó það kæmi gat á þá, er ég ekki viss um að það myndi mikið leka út,“ sagði Guðmundur Helgason. Aðspurður um olíubrák sem vart hefur orðið, sagði Guðmundur að það væru leifar frá fyrri tíð, er vélamiðstöð borgarinnar afgreiddi bensín og gasolíu á þessum slóðum. Hjá Náttúruverndarráði feng- ust þær upplýsingar í gær að ráðið hefði ekki skoðað þetta mál sér- staklega, en hefði beðið Siglinga- málastofnun um upplýsingar um allar olíugeymslur sem ekki upp- fylla kröfur til slíkra mannvirkja. „Ljóst er að mjög víða er pottur brotinn í þessum efnum. Kring- um svona geyma þarf að vera þró, annaðhvort úr jarðvegi eða steypu, sem getur tekið við á- kveðinni prósentu af rúmmáli geymisins,“ sagði Þóroddur Þór- oddsson hjá Náttúruverndarráði. Vegna ummæla Guðmundar Helgasonar um að hættan væri óveruleg þar sem um svartolíu væri að ræða, sagði Þóroddur að það mætti til sanns vegar færa að svartolían væri seigfljótandi, en þeim mun erfiðari viðureignar ef hún kæmist í jarðveg. -RK Heiðurslaun B.I. Stórkostlegt framtak Sexfengu úthlutun, m.a. til orgelsmíði, brunavarna og kvikmyndunar etta er stórkostlegt framtak af hálfu fyrirtækisins og til eftir- breytni, sagði Sævar Bjarnason, skákmeistari og einn af sex mót- takendum heiðurslauna Bruna- bótafélags Islands, sem úthlutað var í gær. Heiðurslaunin voru fyrst veitt árið 1982 á 65 ára afmæli Bruna- bótafélagsins. Að þessu sinni bárust á milli 40 og 50 umsóknir. Eftirtaldir fengu heiðurslaun fyrir þetta ár auk Sævars: Jó- hannes Þorkelsson efnaverkfræð- ingur, í tvo mánuði til þess að kynna sér nýjungar á sviði rannsókna á brunasýnum, þegar grunur leikur á að um íkveikju sé. að ræða; Ketill Sigurjónsson í tvo mánuði í því skyni að gera honum kleift að ljúka smíði á 10 radda pípuorgeli, sem hann hefur haft í smíðum og er frumsmíð á íslandi; María Kristjánsdóttir leikstjóri og Þórunn S. Þorgrímsdóttir þrjá mánuði saman til þess að vinna handrit og undirbúningsstarf fyrir kvikmynd um Barna- Arndísi; Sœvar Bjarnason, al- þjóðlegur skákmeistari, í tvo mánuði, til þess að auðvelda hon- um að afla sér stórmeistaratitils. Ævar Petersen fuglafræðingur í þrjá mánuði í því skyni að auðvelda hpnum að ljúka athug- unum sínum á fuglalífi og skrá-l, setja örnefni eyjanna. Verðlaunin nema nú mánaðar- launum yfirkennara í mennta- skóla sem eru í kringum 60.000 krónur, að því er fram kom í máli Inga R. Helgasonar, forstjóra félagsins. Hann sagði enn frem- ur: „Við væntum þess að það séu ekki einungis peningarnir sem þykja eftirsóknarverðir, heldur ekki síður viðurkenningin sem felst í þessum heiðurslaunum." -hj. Stjórnarmenn Brunabótafélags islands ásamt heiðurslaunaþegunum sex: Fremri röð frá vinstri: Ævar Petersen fuglafræðingur, Jóhannes Þorkelsson efnafræðingur, Þórunn S. Þorgrímsdóttir leikmyndateiknari, María Kristjánsdótt- ir leikstjóri, Sævar Bjarnason skákmeistari og Ketill Sigurjónsson orgelsmiður. Aftari röð frá vinstri: Þórður H. Jónsson, Andrés Valdimarsson, Ingi R. Helgason forstjóri, Stefán Reykjalín stjórnarformaður, Guðmundur Oddsson, Jónas Hallgrímsson, Hilmar Pálsson, Pétur Már Jónsson og Friðjón Þórðarson. (Mynd: Sig). Seljahverfi Ekkert bólar á athvarfi Þráttfyrir 3,6 milljóna rekstrarfjárveitingu til unglingaathvarfs erekki hœgt að hefja rekstur vegna húsnœðisleysis. Ibúar mótmœltu að athvarfið yrði í húsnæði borgarinnar að Vogaseli5 Byggingarmenn Tilboð óskast Verkfallið virtaffé- lagsmönnum Engin lausn er í sjónmáli í deilu meistara og byggingarmanna. I fyrrinótt var þýðingarlaus fund- ur deiluaðila með sáttasemjara. Að sögn samningamanna bygg- ingarmanna kom ekkert formlegt launatilboð fram af hálfu at- vinnurekenda. Síðdegis í gær voru deiluaðilar svo boðaðir á fund hjá sáttasemjara og stóð sá fundur enn þegar blaðið fór í prentun. Þjóðviljinn fékk þær upplýs- ingar hjá verkfallsvakt trésmiða í Reykjavík, að félagsmenn virtu verkfallið í hvívetna og þau fáu verkfallsbrot, sem uppvíst varð um á fyrsta degi verkfallsins, hafi verið stöðvuð. -RK Rætt var um málefni unglinga- athvarfs í Seljahverfi á fundi félagsmálaráðs í gær en ekkert var samþykkt scm gæti orðið til þess að starfsemi sú færi af stað. Nú eru 3,6 milljónir á fjárhags- áætlun ætlaðar til þessa unglinga- athvarfs og heimild fyrir að aug- lýsa eftir leiguhúsnæði, sem og hefur verið gert en ekkert fengist. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lét bóka á fundinum að ef ekki fyndist leiguhúsnæði hið fyrsta yrði leitað heimildar til að kaupa hentugt húsnæði fyrir starf- semina. í samtali við Þjóðviljann sagði Ingibjörg Sólrún að mál þetta strandaði í rauninni á því að þótt borgin ætti hús að Vogaseli 5 þar sem reka hefði átt félagsmiðstöð í Seljahverfi og unglingaathvarf í tengslum við hana, hefðu íbúar hverfisins hefðu mótmælt því að starfsemin yrði í þessu húsi. „Nú stendur húsið autt og er í Istjórn SVR hefur verið lagt til að strætófarþegar þurfi ekki að borga í miðbæjarvagninn sem gengur um miðjan dag niður Laugaveginn frá Hlemmi á Lækj- artorg. Guðrún Ágústsdóttir lagði til- löguna fram fyrr í vikunni og tel- ur þetta réttlætismál til mikils hagræðis fyrir notendur vagnsins þarsem margir þeirra koma úr sölu og ekkert gerist í málefnum unglingaathvarfsins," sagði Ingi- björg Sólrún. -ing. strætó á Hlemmi og ætla sér að halda áfram í strætó eftir miðbæj- arskreppið, en þurfa nú að nota skiptimiðann sinn spölinn niður Laugaveg. Meðan strætóinn „Hlemmur-Miðbær“ gengur nið- ur Laugaveginn, frá eitt til sex virka daga, fara aðrir strætóar niður Skúlagötuna. Tillaga Guðrúnar er enn óaf- greidd hjá strætóstjórn. -m Tóbakssala Minnkað um 34 tonn Píputóbak og neftóbak á undanhaldi. Þarfað fara allt til 1971 til að finna lœgri tölur Tóbakssala á íslandi hefur minnkað um 34 tonn á tveimur árum og þarf að fara allt aftur til 1971 til að finna minni sölu en I ár, sé tekið tillit til íbúafjölda. Heildarsala tóbaks árið 1986 var rúm 502 tonn, 1985 511 tonn og 1984 536 tonn. Þetta kemur fram í nýjasta blaði Heilbrigðis- mála sem Krabbameinsfélagið gefur út. Tóbakssalan milli áranna 1985 og 1986 hefur samkvæmt þessu minnkað um 2,8%. Athyglisvert er að sala á píputóbaki hefur minnkað úr 598 grömmum á hvem fullorðinn landsmann 1970 í 129 grömm 1986. Á sama tíma hefur neftóbakssala minnkað úr 100 grömmum í 68 grömm. -vd. Strœtó Ókeypis í miðbænum?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.