Þjóðviljinn - 13.03.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.03.1987, Blaðsíða 10
HEIMURINN Eyðni Ottinn við fýsnina Breytir óttinn við eyðni kynhegðunfólks? Eftil vill vorum við á leið til nýrra siða hvort sem var Allir tala, skrifa og ræða um eyðni og uppi eru ýmsar spár um það, að vágestur þessi muni á næstu misserum gjör- breyta kynhegðun manna: draga úr vændi og lauslæti, efla trúfesti, jafnvel draga úr löngun til kynlífs yfirhöfuð. Um leið heyrast raddir um að nýir siðir hafi verið á uppleið hvort eð var vegna þess að menn hafi verið orðnir þreyttir á afleiðingum kynlífsbyltingar- innar. Það er í sjálfu sér ekki að undra þótt eyðni dragi til sín feiknaat- hygli allra fjölmiðla, háalvarlegra sem lágkúrulegra. Eyðni laumast inn í huga manns með öðrum hætti en annar háski. Smithættan er ekki nafnlaus, blind, óper- sónuleg eins og atómdauðinn. Slys eins og það sem átti sér stað í Tsjernobyl eru, þrátt fyrir allt, nokkuð svo staðbundin. Jafnvel alvarlegasti umhverfisháski er einhvernveginn fjarlægari lífi hvers og eins en banvæn smit- hætta sem tengist leynilegustu og einkalegustu upplifunum manna. Frelsisskeiði lokii? Til eru þeir sem boðuðu aukið kynlífsfrelsi fyrir nokkrum árum, og harma það nú að líklega verði sfvaxandi ótti við eyðni til þess að „neyða okkur til að gefa allan þann rétt til kynlífs og alla þá möguleika sem við höfðum unnið okkur upp á bátinn“ eins og bandaríski kynlífsfræðingurinn Shere Hite kemst að orði. Aðrjr telja að hvað sem líður feikna- legri umræðu og fræðslu um eyðni, þá muni óttinn við smit ekki valda því að breyta lífshátt- um manna að ráði - kynhvötin sé blátt áfram of harður húsbóndi. Nú vita menn að fyrsti áhættu- hópurinn sem verulegt orð fór af, hommar, hefur um margt breytt sínum siðum, að minnsta kosti hafa lagst af miðlunarstöðvar fyrir auðvelt skyndikynlíf homma í bandarískum stórborgum. Það er líka vitað að menn sýna minni áhuga en áður stóðlífi og við- skiptavinum vændiskvenna fækk- ar. En menn vita líka af athugun- um sem benda til þess, að óttinn við eyðni risti ekki mjög djúpt þegar til einkalífs hvers og eins kemur. Þekking og athöfn Spiegel vitnar nýlega í athugun meðal Vesturþjóðverja, sem bendir einmitt í þessa átt. Þar Frá Kennaraháskóla Islands Nám í uppeldis- og kennslufræðum Nám í uppeldis- og kennslufræðum, sérstaklega ætlað list- og verkmenntakennurum framhalds- skóla, hefst við Kennaraháskóla íslands haustið 1987. Námið fullnægir ákvörðun laga nr. 48/1986 um uppeldis- og kennslufræði til embættisgengis kennara og skólastjóra og samsvarar fullu eins árs námi eða 30 einingum. Náminu verður dreift á tvö ár til að auðvelda þeim sem starfa við kennslu að stunda námið. Sumar- nám verður 1988 og 1989 en námskeið og heimavinna yfir vetrarmánuðina. Námið hefst með viku námskeiði síðast í ágúst 1987. Að þessu sinni fer námið fram á Akureyri. Tilskilið er að 15 nemendur hið minnsta taki þátt í því. Umsóknir þurfa að hafa boristtil Kennaraháskóla íslands fyrir 15. apríl 1987. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Kennaraháskóla íslands við Stakkahlíð. 12. mars 1987 Rektor KHÍ Áskriftarátak Okkur vantar fólk til að starfa við áskriftarátak Þjóðviljans. Góð laun fyrir röskar manneskjur. Vinsamlegast hafið samband í síma 681333 (Hörður). þJOÐVILJINN kemur í ljós að langflestir vita vel að eyðni er ekki bara homma- veiki og að það er hættulegt að skipta oft um bólfélaga. En samt var það aðeins fremur lítill minnihluti, eða 8,3 % þeirra sem spurðir voru sem höfðu í ein- hverju breytt kynhegðun sinni eftir að eyðni kom til. Þessi litli hópur hinna varfærnu sækist sjaldnar en áður eftir kyn- mökum. Fjórði hver í þeirra hópi reynir að fækka rekkjunautum og forðast vændiskonur. Aðeins tí- undi hver í þessum minnihluta hefur séð ástæðu til að taka upp þann sið að vernda sig með smokkanotkun. Áttundi hver maður játar að hafa óttast það, að meira lauslæti en gengur og gerist hafi smitað sig. En aðeins þrjú prósent hinna „áhyggjufullu“ hafa fylgt ótta sfn- um eftir með því að gangast undir eyðnipróf. Sú tilhneiging er aftur á móti mjög sterk, að vilja að aðrir taki upp slaginn við eyðni af hörku. Meira en 60% þegnanna treysta því að löggjafinn rétti af stöðuna með sinni íhlutun. Enn fleiri vilja skylduskráningu allra sem ganga með eyðniveiruna Minnkandi áhugi Blaðamenn og fleiri kunna frá því að segja, að í háskólum og öðru því umhverfi þar sem laus- læti var mjög öflugt orðið ríki nú miklu kynlausara andrúmsloft. Ung konaíFrankfurt, ógift, ritari segir sem svo: Nú er aftur komin þessi gamli aðdragandi, fólk hitt- ist, ræðist við vikum saman, spásserar - stundar einskonar langvinnan forleik. Stundum finnst manni nóg um seinlætið - Angst vor der Lust SPIEGEL-SERIE UBER SEX UNDAIDS Allir skrifa oft og mikið um eyðni: Spiegelforsíða undir fyrirsögninni: „Óttinn við fýsnina." en maður losnar líka við þessa pressu sem áður gaf manni ekki einu sinni ráðrúm til að hugsa sig um hvort maður vildi náin kynni eða ekki. Prófessor í uppeldisfræðum í Hannover segir, að þetta hafi verið á leiðinni - hvað sem eyðni líður. Ungt fólk er allsstaðar undir miklum þrýstingi nú á dögum, í skóla, háskóla, á vinnu- stað, og þá vilja menn gjarna að meira öryggi og meiri festa sé í einkalífinu. Frá Bandaríkjunum berast einnig tíðindi af tiltölulega „ró- legu“ andrúmslofti í samskiptum kynjanna. Og frá Bretlandi. Bresk blaðakona, Nicole Shulm- an, segir að „upparnir", ungt fólk á uppleið, sé svo upptekið við sinn frama, að það megi ekkert vera að því að lenda í ástarævin- týrum. Það er ekki eyðni, segir hún, sem hefur skapað nýja siði hjá mörgum. Vegna þess að nýir siðir koma ekki fram í því fyrst og fremst að menn vilji ekki sofa hjá þeim sem þeir þekkja lítt eða ekki - heldur í því að þeir vilja helst ekki sofa hjá neinum. Og í þeirri „kyndeyfð“ fer í rauninni margt saman: vonbrigði með svokallaða kynlífsbyltingu, sem gerði kynlíf aðgengilegra en um leið hvunndagslegra og leiðinlegra. Varfærni hinna fram- agjörnu. Ótti nútímamannsins við að gefa sig á vald tilfinninga- sambandi sem enginn veit hvað úr verður. Og síðast en ekki síst - leit kvenna að siðferðilegu myn- stri sem hæfi þeirri vitundar- breytingu sem jafnréttisbarátta síðari ára hefur hrundið af stað. -áb tók saman. M 11» t?k Andrei Grómíkó studdi nýsköpunarmanninn Gorbatsjof gegn brésnefistanum Grisjin fyrir tveimur árum. 5-4 fyrir Mikaíl; -hvernig hefði farið ef Grómíkó hefði veðjað á annan hest? Kreml Grómíkó studdi Gutatsjof Sovétleiðtoginn var kjörinnfyrir tveimur árum með atkvæði Grómíkós Mikaíl Gorbatsjof, sem í vik- unni fagnaði tveggja ára ferli á valdastóli i Sovét, á öðrum frekar Andrei Grómíkó að þakka þann sess sem hann skipar nú. Finnska vikublaðið Suomen Kuvalehti hefur eftir sovéska leikskáldinu Mikaíl Sjatrof að 10. mars 1985 hafi atkvæði um nýjan aðalritara fallið þannig í fram- kvæmdanefnd Kommúnista- flokksins (,,pólítbíróinu“) að Gorbatsjof fékk fimm atkvæði, en fjórir viljað aðalritara Mos- kvudeildar flokksins, Viktor Grisjin. Atkvæði Grómíkó, sem þá var utanríkisráðherra, réði úrslitum. Grómíkó var síðan gerður forseti Sameinuðu sósíal- ísku sovétlýðveldanna og sestur þar í helgan stein eftir samfellda stjórn utanríkismála frá 1957. Leikskáldið sem finnska blaðið vitnar til vakti athygli í janúar þegar hann skrifaði grein í Sovét- blaðið Ogonjok og sagði þar að kjör Gorbatsjofs hefði á sínum tíma mætt verulegri andstöðu innan flokksins. í þeirri grein mátti lesa milli lína að Gorbatsjof hafi áður ekki verið náinn sam- starfsmaður Tsjernenkós forvera síns, hvað þá Brésnefs. Sjatrof nefnir ekki andstæð- inga Gorbatsjofs í framkvæmd- anefndinni, en Kremlólógar eru fljótir að greina þar þá sem úr henni hafa fallið síðan: keppi- nautinn Viktor Grisjin sem missti stöðu sína í Moskvu í lok árs 1985, Grígorí Rómanof, sem tal- inn var ljúflingur Brésnefs og fé- laga en er nú rúinn allri vegsemd og varð að auki fyrir spillingará- kúrum, Nikolai Tíkonof, forsæt- isráðherra á Brésnef-tímanum, og Dinmukamed Kúnajef sem fyrir skömmu var vikið frá aðal- ritarastöðu sinni í Kasakstan. -m 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.