Þjóðviljinn - 13.03.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 13.03.1987, Blaðsíða 13
ÚTVARP - SJÓNVARP# © Föstudagur 6.45 Veöurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barnanna: „Mamma í uppsveiflu" eftir Ármann Kr. Einarsson. 9.20 Morguntrimm. Tilkynningar. 9.35 Lesiö úr forustugreinum dagbiaö- anna. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. 10.30 Mér eru fornu minnin kær. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 14.00 Miðdegissagan: „Áfram veginn" sagan um Stefán íslandi. 14.30 Nýtt undir nálinni. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið 17.00 Fréttir. 17.03 Siðdegistónleikar. 17.40 Torgið - Viöburðir helgarinnar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar Daglegt mál. 19.40 Þingmál. 20.00 Lög unga fólksins. 20.40 Kvöldvaka. 21.30 Sígild dægurlög. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passfusálma. 22.30 Hljómplöturabb. 23.10 Andvaka. 24.00 Fréttir. 00.10 Næturstund í dúr og moll. Til kl. 01.00. 1^1 9.00 Morgunþáttur. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Bót í máli. 15.00 Sprettur. 17.00 Fjör á föstudegi. 20.00 Kvöldvaktin. 23.00 Á næturvakt. Til kl. 03.00. Fréttir eru sagðar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. 18.00 Nilli Hólmgeirsson. 18.25 Stundin okkar - Endursýning. 19.00 Á döfinni. 19.10 Þingsjá. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Spitalallf (M*A*S*H). 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu. Islensku lögin - Fyrsti þáttur. 20.50 Unglingarnir í frumskóginum. Frá úrslitakeppni MORFÍS, mælsku- og rökræöukeppni framhaldsskóla í Há- skólabíói, föstudaginn 6. þessa mánað- ar. 21.30 Mike Hammer. 22.20 Kastljós. 22.50 Vitnið (Atanu) Ungversk bíómynd, sem gerö var 1969, en sýningar á henni voru ekki leyfðar fyrr en ellefu árum siö- ar. Til kl. 00.50. 7.00 Á fætur með Sigurði G. Tómas- syni. 9.00 Páll Þorsteinsson á léttum nótum. 12.00 Á hádegismarkaði með Jóhönnu Harðardóttur. Fréttapakkinn. 14.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. 17.00 Hallgrímur Thorsteinsson i Reykjavík siðdegis. 19.00 Þorsteinn J. Viihjálmsson. 22.00 Haraldur Gíslason. 03.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. 17.00 # 48 klst. (48 hrs) Bandarísk kvik- mynd meö Nick Nolte og Eddie Murphy i aðalhlutverkum. 18.30 # Myndrokk 19.00 Spæjarinn. 19.30 Fréttir. 20.00 Opin lína. 20.20 Um viða veröld. 20.40 # Geimálfurinn. 21.05 # Heimilishjálpin (Summer Girl). Bandarísk sjónvarpsmynd meö Barry Bostwick, Kim Darby og Martha Scott í aðalhlutverkum. 22.35 # Benny Hill. 23.00 # Maðurinn með örið (Scarface). Bandarísk kvikmynd meö Al Pacino í aöalhlutverki. 01.50 # Myndrokk. Draumastjómin Skoðanakönnuðir DV hafa ný- verið talað við 105 einstaklinga sem eru þeirrar skoðunar, að best sé að hafa sömu stjórnina áfram næstu árin, þótt upplagt tækifæri til að breyta til gefist núna í apríl. Pað er gott til þess að vita að DV fann af handahófi 105 manns, sem eru nægilega þro- skaðir til að kunna að meta ríkis- stjórn Steingríms Hermanns- sonar og Þorsteins Pálssonar, því að það væri leiðinlegt afspurnar fyrir þá félagana ef meðal 100.000 væntanlegra kjósenda kynni enginn að meta störf þeirra og það góðæri sem þeir hafa fært með sér. Þótt ekki séu allir á eitt sáttir hvað varðar gildi og áreiðanleika skoðanakannana er þó alténd fróðlegt að frétta af skoðunum almennings - og fróðlegt væri ef meira væri gert af því að haga svörum einstaklinga við spurn- ingum skoðanakönnuða, því að þau samtöl geta verið hin fróðleg- ustu samanber það em hér fer á eftir. Síminn hringir. Númerið hefur verið valið af handhófi í von um að almenningur svari. Almenningur: Þorsteinn hér! Spyrill: Ha? Almenningur: Þetta er hjá Þor- steini Pá... Spyrill: Ussususs. Þú mátt alls ekki segja hvað þú heitir. Ég er nefnilega að framkvæma skoð- anakönnun. Þorsteinn Almcnningur: Já, ég skil. Ég á bara að svara sem al- menningur. Ertu með blað og blýant. Ég er að horfa á Stöð 2 og hlusta á Bylgjuna og ég styð ríkis- stjórnina og svo ætla ég að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og Þorsteinn Pálsson er uppáhaldsstjórnmála- maðurinn minn. Spyrill: Já, þakka þér fyrir. Þorsteinn Almenningur: Ekk- ert að þakka. Vertu blessaður. Spyrill: Fyrirgefðu, má ég tefja þig aðeins lengur? Þorsteinn Almenningur: Er ég ekki búinn að svara? Spyrill: Ég var nú eiginlega ekki búinn að koma með spurn- inguna. Hún er svona: Hvernig ríkisstjórn vilt þú að verði mynd- uð eftir kosningar? Þorsteinn Almenningur: Þarftu virkilega að spyrja mig að því? Spyrill: Jú, sjáðu til. Nú er ég ekki að tala við þig sem Þorstein Pá... heldur bara sem sauðsvart- an og nafnlausan almúgamann, og bið þig að svara í hreinskilni og einlægni hvernig stjórn þú vilt að verði mynduð - og það skal aldrei nokkur lifandi maður komast að því, hverju þú svarar til, eða að þú hafir yfirleitt verið spurður að þessu. Þorsteinn Almenningur: Já, ég sk.il. Ég má sem sé segja það sem mér býr í brjósti? Spyrill: Einmitt. Þorsteinn Almenningur: Það er skemmtileg tilbreyting. Hvernig stjórn vildi ég að yrði mynduð? Það er þá fyrst frá því að segja, að stjórnin sem verður mynduð er nákvæmlega eins og stjórnin sem nú situr - nema hvað ég kippi Frikka inn í staðinn fyrir Berta og KALLI OG KOBBI Hann er enn á gólfinu. Hversvegna tókstu hann ekki upp? / GARPURINN FOLDA í BLÍDU OG STRHDU Elísabet er hrædd um að við munum skilja.Jón. Allir krakkar hafa áhyggjur af því að eitthvað gerist milli foreldra þeirra. Það er eðlilegt. En ekkert fær skilið okkur að, Ella mín. ... Nema auðvitað, Hólmfríður Karls... ORÐÍ EYRA að öðru leyti verða þetta bara gömlu jálkarnir - svo að allar bollalengingar um annars konar stjórnir eru bara dagdraumar. En það er kannski ekkert á móti því að láta sig dreyma. Ansi hefði það nú verið gaman að fara í stjórn með krötunum, en það gengur ekki, úr því að þessi Jón Baldvin er svona ruglaður. Spyrill: Hvernig þá? Þorsteinn Almenningur: Nú að taka við þessum hagfræðiblesa, sem var næstum búinn að fara með ríkisstjórnina til ljóta kallsins með ráðleggingum sín- um. Það var snilldarfletta að koma honum á lista hjá Jóni Baldvin, og reyndar fór það fram úr okkar björtustu vonum að koma honum efst á listann, þann- ig að eftir kosningar verður hann á þingi en Jón Baldvin ekki. Það liggur við að maður fái samvisku- Þorsteinn Al- menningur: Máégsvarai einlægni og treysta þvi að nafn mitt verðiekki nefnt? bit af því að horfa upp á þetta. En það er kannski eins gott að vera ekki lengur að hugsa um þessa viðreisnarvitleysu. Það er hvort sem er aldrei hægt að reiða sig á kratana hvort sem þeir heita Jón Baldvin eða eitthvað annað. Það er allt annað að eiga við framarana. Ef þeir fá að vera með í ríkisstjórn þá eru þeir glað- ir og ánægðir greyin. Og þá er ekki um annað að ræða en að hatda áfram að gutla áfram með þessum sömu skörfum. Spyrill: Og engin uppstokkun í vændum? Þorsteinn Almenningur: Nei, það er ekki hægt að fara að djöfl- ast í einhverjum breytingum. Þá móðgar maður bara gömlu brýn- in sem eru orðin værukær og vilja eyða ellinni í ráðherrastólunum, og það er hvort sem er ekki smuga að gera alla hina að ráð- herrum, svo að allar breytingar myndu bara leiða til vandræða. Við höfum þetta óbreytt, það er einfaldast og best. Spyrill: Óbreytt stjórn - það er sem sé þín draumastjórn? Þorsteinn Almenningur: Draumastjórn? Nei, aldeilis ekki. Ég er bara að tala um hvernig þetta verður að vera. Það sem mig dreymir um er allt ann- að. Spyrill : Það var nú eiginlega spurningin: Hvernig stjórn vild- irðu mynda? Þorsteinn Almenningur: Ég vildi helst ekki mynda neina stjórn. Helst vildi ég auðvitað losna frá þessu öllu saman. Held- urðu að það sé eitthvert grín að vera í ríkisstjórn með þessu liði? Hvað eigum við að gera ef góðær- ið klikkar? Heldurðu að það verði gaman að missa verðbólg- una upp í 40% eftir kosningar? Heldurðu að það verði gaman að redda nokkur hundruð millum í húsnæðissjóðinn? Heldurðu að það verði eitthvað skemmtilegt að hækka skattana? Helst vildi ég að þessir þrjótar í Alþýðubandalaginu mynduðu stjórn einir og sér og fengju að glíma við öll þessi vandamál sjálf- ir. Það væri mín draumastjórn. Spyrill: Þakka þér fyrir. Þorsteinn Almenningur: Þú nefnir mig hvergi á nafn í sam- bandi við þetta? Spyrill: Að sjálfsögðu ekki. (I síðustu skoðanakönnun DV sögðu sjö einstaklingar, að óska- draumur þeirra væri að Alþýðu- bandalagið væri eitt í ríkisstjórn. Hverjir voru hinir sex?) Föstudagur 13. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.