Þjóðviljinn - 26.03.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.03.1987, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 26. mars 1987 71. tölublað 52. árgangur Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd Ennþá fyrírstaða Embœttismannanefndin enn óútkljáð. Fyrirvarar íslenska utanríkisráðherrans þœfa málið. Aftur á dagskrá í dag. Fjölmennur útifundur ígcer. Skorað á ráðherrana að skipa strax nefndina. Matthíasifærð Atómstöðinfrá Halldóri Laxness. Skevti og blómfrá Yoko Ono áfundinn landanna útkljáðu ekki í gær hvort stofnuð verði embættis- mannanefnd um kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd. Matthías Á. Mathiesen, utanrfkisráðherra Islands, mun hafa sett jýms skil- yrði og fyrirvara til að Islending- ar geti tekið þátt í nefndinni. Skipan embættismannanefn- darinnar verður aftur til umræðu á fundi ráðherranna fyrir hádegi í dag og kemur þá í ljós hvort fyrir- staða íslenska utanríkisráðher- rans verður til þess að ísland verði fyrir utan friðlýsingu Norðurlandanna. Mjög fjölmennur útifundur Samtaka friðarhreyfinga var haldinn á Lækjartorgi í gær og var gengið þaðan að fundarstað utan- ríkisráðherranna að Borgartúni 6. Þar var ráðherrunum afhent ályktun útifundarins og áskorun frá friðarhreyfingum á Norður- löndum um að þeir skipi strax embættismannanefndina, sem er í fullu samræmi við þjóðarvilja á Norðurlöndunum og mikilvægt skref til að stuðla að heimsfriði. Matthíasi var jafnframt afhent gjöf frá Halldóri Laxness. Það var skáldsagan Atómstöðin, árit- uð af höfundi, þar sem Laxness segist vonast til þess að utanríkis- ráðherra geri ísland ekki að at- ómstöð í framtíðinni. m Á fundinn á Lækjartorgi barst blómasending og skeyti frá Yoko Ono. í skeytinu var fundar- mönnum þakkað risaskref í friða- rátt; „Hugur minn er með ykkur, Yoko Ono Lennon.“ -Sáf/HS „Með ástarkveðju frá Yoko og Sean.“ Blómvöndur með þessari fallegu kveðju barst á útifund Samtaka friðarhreyfinga sem hald- inn var í gær. Ennfremur skeyti og í því stóð I laus- legri þýðingu: „Bestu þakkir fyrir risaskref ykkar í friðarátt. Hugur minn er með ykkur. Yoko Ono Lennon." Albertsmálið Þorsteinn í tilvistarvanda Svavar Gestsson: Þorsteinn œtlar Reykvíkingum að kjósa mann sem flokkurinn treystir ekki. Þakkarvert hvernig hann afhjúpar Sjálfstœðisflokkinn Formaður Sjálfstæðisflokksins og þingflokkurinn hafa sam- þykkt vantraust á Albert Guð- mundsson. Sami formaður Sjálf- stæðisflokksins ákveður sfðan að sami maður og ekki má vera ráð- Kjarnorkuherfræðin Fíflska eða blekking Þetta er mikilvægt skref að lokamarkmiðinu sem er að hindra að heimurinn brenni upp í kjarnorkubáli. Norðurlöndin koma með þessu í veg fyrir að kjarnavopnum verði komið fyrir í löndum þeirra og friðlýsingin dregur úr kjarnorkuvígbúnaði á aðliggjandi svæðum,“ segir hinn virti prófessor, Erik Alfsen. Alfsen segir ennfremur að eftir friðlýsinguna geti risaveldin ekki ffengur átt von á kjamorkuárás frá neinu Norðurlandanna og þaðan af síður er ástæða fyrir þau að gera árás á Norðurlönd. Sjá bls. 13. herra I næstu 4 vikur og ekki má skipa í ráðherraembætti eftir kosningar, skipi forystusætið á lista Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík. Formaður Sjálfstæð- isflokksins ætlar þannig Reykvík- ingum að kjósa mann sem Sjálf- stæðisflokkurinn treystir ekki, sagði Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, aðspurður urn álit sitt á uppákomunum f Sjálfstæðisflokknum. „Þessi niðurstaða sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki, þrátt fyrir stærðina, gert tilkall til þes^að vera forystuflokkur á Al- þingi íslendinga eða í ríkisstjórn. Það er ekki síður athygli vert að tveir flokkar, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur, eiga enga ósk heitari en að komast í ríkis- stjóm með þessum flokki sem Sjálfstæðisflokkurinn er. Það kemur einnig í ljós þessa dagana hvað það er hættulegt að hafa formann Sjálfstæðisflokks- ins í fjármálaráðuneytinu. Mann sem er svo upptekinn af tilvistar- vanda eigin flokks að hann gerir ekkert til þess að leysa alvarleg- ustu vinnudeilur sem hafa verið uppi á sjúkrahúsum og skólum landsins. Það ber hins vegar að þakka Þorsteini Pálssyni fyrir það að hann skuli hafa afhjúpað Sjálfstæðisflokkinn með þessum hætti og sýnt vinstrimönnum og jafnaðarmönnum hvað það er fárái^egt að ætla að leggja lag sitt við þetta pólitíska slytti sem Sjálfstæðisflokkurinn er,“ sagði Svavar Gestsson. -íg. Sjá baksíðu Neskaupstaður Sálmabók fyrir kaþólska Nesprent í Neskaupstað prentar300sálma bók með nótumfyrir kaþólsku kirkjuna „Þetta verður mikið verk og það verða prentuð á nótum rúm- lega 300 sálmalög, segir Guð- mundur Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Nesprents f Nes- kaupstað, sem nýlega hefur tekið að sér að prenta mikla sálmabók fyrir kaþólsku kirkjuna. Nes- prent er eina prentsmiðjan í landinu sem getur sett nótur en sefjarinn Hlöðver Smárí Haralds- son, er auk þes ".ð vera prentari, einnig menn' jur tónlistarkenn- ari - Við hugsuðum okkur þessa starfsemi sem aukagetu upphaf- lega en það hefur færst mikið fjör í nótnaútgáfu síðan og nú er þetta orðið verulegur þáttur í starfsem- inni,“ sagði Guðmundur að lok- um. -sá.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.