Þjóðviljinn - 26.03.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 26.03.1987, Blaðsíða 12
HEiMURINN Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd Kjamorkuvamastefna Nató er röng ErikAlfsen: Almennur viljiá Norðurlöndum til að lýsa yfir kjarnavopnaleysi hvortsem íslendingar taka þátt eða ekki, en þátttaka ykkar er mikilvœg - Öll vandamál viö eftirlit eru leysanleg, sé til þess pólitísk- ur vilji. Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd geta orðið að veruleika. Fyrir máiinu er pólit- ískur vllji í löndunum, sagði Erik Aifsen í samtali við Þjóð- viljann. Erik Alfsen er prófessor í stærðfræði við Oslóarháskóla og einn forystumanna norsku friðar- hreyfíngarinnar „Nei til atom- vápen“. Alfsen hefur komið fram í fjölmiðlum um öll Norðurlönd og víðar, ritað greinar um þessi mál í blöð, tímarit og bækur. Hann er hér í boði íslenskra frið- arhreyfinga vegna norræna utan- ríkisráðherrafundarins. Geta íslendingar verið með? Eru þeir ekki mun flæktari í hern- aðarvél Bandaríkjamanna en Norðmenn og Danir, sem einnig eru í Nató og utanríkisstefna ís- lands ósjálfstæðari og bundnari hemaðarhagsmunum Banda- ríkjamanna en þeirra? - Munurinn er kannski fyrst og fremst sá að á íslandi er herstöð mönnuð Bandaríkjamönnum sem er liður í vamakerfi Nato og ætlað jafnframt að verja ísland, en hinir hafa sinn eigin her. Þetta ætti þó engan veginn að koma í veg fyrir aðild íslands að yfirlýs- ingunni. Það er mikilvægt að greina milli aðildar að Nató og vamarstefnu Nato. Meirihluti ís- lendinga virðist hlynntur aðild að kjarnorkuvopnalausum Norður- löndum og norrænu samstarfi yfirhöfuð. - í tillögum okkar um kjarna- vopnalaus svæði er samkomulag um sjálf atómvopnin aðalatriðið og öll önnur vandamál teljum við að leysa verði með viðbótar- samningum. Það verður að gæta þess að væntanlegt samkomulag verði ekki svo flókið að það verði óframk væmanlegt. - Ef svo illa færi að íslendingar yrðu ekki með að þessu sinni, verður að miða undirbúning við að þeir geti komið inn í samstarf- ið síðar, þegar þeir em reiðubún- ir til þess. Fælingarmáttur kjarnorkuvopna Utanríkisráðherra íslands hef- ur sagt að vilji menn heim án kjarnavopna verði að tryggja friðinn með eflingu annars vopnabúnaðar. Hefur ekki fælin- garafl kjamorkuvopnabúnaðar Nató tryggt friðinn í Evrópu undanfama áratugi? -Þessi rök hafa heyrst margoft og verða ekki merkilegri fyrir það. í fyrsta lagi vitum við ekki hvort það em kjamavopnin sem tryggt hafa friðinn. Það má vera rétt og það má vera rangt, við getum aldrei vitað það fyrir víst. Eg held sjálfur að það hafi verið röng ákvörðun sem tekin var 1954 að byggja varnir Nató á kjarnavopnum. Þá var ákveðið að stilla upp kjamorkuvopnum til vamar gegn venjulegum vopn- um. Þetta var pólitísk ákvörðun og með henni hófst kjamorku- vopnakapphlaupið sem nú er komið á fáránlegt stig. - Þá var mótuð herfræði sem gerir ráð fyrir að nota kjamavopn og verða fyrstur til að nota þau. Það er oft rætt um að Varsjár- bandalagslöndin séu miklu öflugri hvað varðar venjuleg vopn og þar komi kjarnorkuvopn Nató-ríkjanna til mótvægis. Kjarnavopnafriðlýsing Hvað felst í kjarnorkuvopna- friðlýsingu Norðurlandanna? - Norðurlöndin gera með sér samkomulag um að banna stað- setningu, flutninga og notkun kjarnorkuvopna á yfirráðasvæð- um sínum hvort sem er á ófriðar- eða friðartímum. Samkomulagi verður að ná við kjarnorkuveldin um að þau virði samkomulagið. Sovétmenn hafa þegar gefið til kynna að þeir séu hugmyndinni hlynntir, en Bandaríkjamenn hins vegar andsnúnir. Yfirlýsing- in yrði hins vegar samnorrænt framtak og hlutverk norrænu Natóþjóðanna gæti orðið að afla henni fylgis innan bandalagsins. Þingsályktunartillöguna frá 23. maí 1985,þar sem hvatt er til að könnuð verði samstaða um og grundvöllur fyrir samningum um kjarnorkuvopnalaust svæði í Norður-Evrópu, túlka sumir á þann veg að hér sé um að ræða svæðið frá Grænlandi til Úral- fjalla og að sunnan frá norðan- verðu Þýskalandi til Norðurpóls- ins. Verður ekki að friðlýsa allt þetta svæði þarsem Norður- löndin hafa vopnabúrin allt í kring um sig, - á Kólaskaga og Erik Alfsen, helsti talsmaður norsku friðarhreyfingarinnar „Nei til atomvápen": Kjamorkuvamastefna Nato er röng. Að grípa til kjarnorkuvopna er sjálfsmorð. Friðlýsing Norðurlanda er mikiivægt skref sem dregur úr hættunni á kjarnorku- stríði. austan megin Eystrasalts, á höf- unum norður með Noregi og víðar? Framtak í friðarátt - Yfirlýsingin um kjama- vopnalaus Norðurlönd verður norrænt fmmkvæði. Auðvitað mun þetta þýða að Norðurlöndin verða að leita samninga við kjarnorkuveldin um að þau viðurkenni formlega yfirlýsing- una með svokölluðum trygging- um. - í þessu sambandi er mikil- vægt að greina í milli vem sumra Norðurlandanna í Nató og vam- arstefnu bandalagsins sem byggir á hugsanlegri notkun kjarna- vopna til að verjast árás með hefðbundnum vopnum. Þessi vamarstefna er röng og hefði átt að vera aflögð fyrir löngu. Hún er auk þess í hróplegri andstöðu við vilja Norðurlandaþjóðanna og þess vegna ber fulltrúum þeirra innan Nató að vinna að því að önnur stefna verði tekin upp innan bandalagsins. - Varðandi hugmyndir um að friðlýsa alþjóðleg hafsvæði og leggja undir hinn sovéska hluta Evrópu og stór svæði í Þýska- landi, þá yrði slíkt ákaflega erfitt í framkvæmd. Tillögur í þessa átt eru aðeins málþóf og maður hlýtur að velta því fyrir sér hvort það sé ekki einmitt tilgangurinn. Þeir sem hampa slíkum hug- myndum hafa tæpast mikinn áhuga á að ganga til beins sam- starfs við Sovétmenn um örygg- ismál, en það fela þessar hug- myndir í raun í sér, sagði Erik Alfsen að lokum. -sá Bretland Munkafæð Á eyju einni undan strönd Wales hefur munkaklaustur staðlð með miklum blóma i þúsund ár. Á ofanverðri tutt- ugustu öid, dögum geimvopna, pönks og eyðni, hefur þetta kyrrláta samfélag guðs og reglubræðranna öðl- ast mikið aðdráttarafl í augum ferðamanna sem bregða sér yfir pollinn og sækja munkana heim. Gestirnir njóta kyrrðar- innar og festa gjarna kaup á framleiðslu heimamanna, ilmvötnum og súkkulaði. En, ó vei, nú er vá fyrir dyrum! Allt útlit er fyrir að gandur guð- leysisins muni ljósta þessa litlu vin í eyðimörk efnishyggjunnar og ríða henni að fullu. Ástæðan er sú að ungir menn fást ekki lengur til að hafna gýli- gjöfum andskotans og því er hörgull á munkum. Faðir Róbert, ábóti klausturs- ins, segir sínar farir ekki sléttar. Eingöngu níu bræður séu eftir í samfélaginu og meðalaldur þeirra sé sextíu og fjögur ár. Ef svo haldi sem horfi þá þurfi ekki að spyrja að leikslokum. En hann er útsjónarsamur maður og eygir ráð út úr sjálf- heldunni. Hann hyggst auglýsa eftir munksefnum og komi það ekki að gagni ætlar hann að skrifa ábótum annarra klaustra af sömu reglu og fá léða bræður. -ks. Kína Hu aftur í sviösljósiö Zhao segirpólitíska hœttu afstaðna, efnahag erfiðan. Hu á kínverska þinginu Hu Yaobang, sem lét af flokksformennsku í janúar, tók í gær sæti sitt við setningu kín- verska þingsins að viðstödd- um þrjúþúsund þingmönnum og suðandl sjónvarpsvélum. Þetta er í fyrsta slnn sem hann kemur fram opinberlega síðan hann lét af embætti, og var honum heilsað með handa- bandi af ýmsum forystu- mönnum á þingfundinum. Hu sat á forystupalli gegnt þorra þingheims, enda er hann enn í framkvæmdanefnd flokks- ins og miðstjóm. Hann var á sín- um tíma settur af vegna stúdenta- óeirðanna og sakaður um að gæla um of við „borgaralegt frjáls- lyndi“. Hu hefur greinilega ekki þurft að sæta teljandi kárínum, einkanlega ekki samanborið við síðasta fallinn leiðtoga í Peking, Hua Guofeng, sem lítið hefur sést til síðan 1981. Aðalræðu við þingsetninguna flutti forsætisráðherrann Zhao Ziyang, sem tók við formennsk- unni af Hu. Zhao sagði meðal annars í ræðu sinni, sem var eins- konar stefnuræða stjórnar hans, að dregið hefði úr pólitískri hættu af borgaralegu frjálslyndi vegna Zhao Ziyang; efnahagsmálin nú brýnust. Hu Yaobang; hinum brottrekna vel tekið á þinginu. röggsemi stjómvalda, en varaði við efnahagsvanda. Umbótum í efnahagslífinu yrði þó haldið áfram, en með fullri varúð. Hann sagði að draga þyrfti úr viðskiptahalla og halla á fjár- lögum sem væru afleiðing of mikilla útgjalda, bæði til mikilla framkvæmda við mannvirki ýmis og til almennrar neysluvöru keyptrar utan landamæra. Zhao varaði þingheim við að fram- mundan væru almennar verð- hækkanir, og yrði að spoma við að þær verði of miklar, meðal an- ars vegna þess að slíkt getur reynst Kínastjóm viðkvæmt póli- tískt mál. Zhao sagði þó að öll nauðsyn væri á að bæta úr óskynsamlegu verðlagskerfi og draga úr óeðlilegum niður- greiðslum. Verðhækkanir eru af mörgum taldar undirrót þeirrar pólitísku ólgu sem vart varð um áramótin. Til dæmis er- tekið að styrkur til stúdenta hafði ekki hækkað lengi þráttfyrir verð- og launahækkanir, - sem kynti undir óánægju í háskólun- um. Kínverska þingið stendur í sex- tán daga og er fyrst og fremst skraut- og áróðurssamkoma.-m 12 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 26. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.