Þjóðviljinn - 26.03.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.03.1987, Blaðsíða 2
Sigurlaug Björnsdóttir: Mór finnst það. Það á að gilda sami mælikvarði á siðferði allra þegna þjóðfélagsins, og tekur þá bæði til framboða og ráðherra- dóms. Auður Gná Ingvarsdóttir, nemi í M.R.: Mér finnst það eigi að gilda það sama. Albert hefði bæði átt að víkja af listanum og úr ráðherr- astólnum ef hann er sekur. Grétar Guðbergsson, hjá Pósti og síma: Já, mér finnst það. Ef Albert er rekinn úr embætti ráðherra á rétt- um forsendum, þá ætti hann líka aö víkja af listanum. —SPURNINGIN— Á sami siðgæðis- mælikvarði að gilda fyrir ráðherra og frambjóðendur? Björn Ófeigsson, nemi í Hóiabrekkuskóla: Hiklaust. Þessvegna finnst mér gæta ósamkvæmni í máli Alberts Guðmundsson. Guðmundur Stefánsson verslunarmaður: í þessu tilfelli ekki nauðsynlega. Málið er þess eðlis. Að Albert sem yfirmaður skattamála skuli i vera staðinn að verki við svona lagað, það gengur náttúrlega ekki. FRÉTTIR Ólafsvík 300 áraafmæli Ólafsvík, elsti löggilti verslunarstaður landsins. Sérstök afmælisvika 15. -23. ágúst ísumar. Forseti íslands kemur íopinbera heimsókn. Útvarp Ólafsvíkur útvarpar alla afmœlisvikuna í dag eru rétt 300 ár liðin frá því að verslun hófst í Ólafsvík, en það var 26. mars 1687 og er stað- urinn elsti löggilti verslunarstað- ur landsins. Afmælisins verður minnst með hátíðardagskrá í kvöld, sem hefst með sérstökum hátíðarfundi í bæjarstjórn Ólafsvíkur. Að hon- um loknum verður sérstök af- mælisdagskrá þar sem m.a. verða afhent verðlaun vegna afmælis- merkis sem gert hefur verið í ti- Iefni afmælisins og opnuð verður sögusýning í Grunnskóla Ólaf- svíkur. Hápunktur hátíðahaldanna verður dagana 15.-23. ágúst í sumar. Hefjast þau með opin- berri heimsókn forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, til Ólafsvíkur 15. og 16. ágúst. Þessa átta daga verður ýmis- legt til skemmtunar. Verður m.a. opnuð útvarpsstöð Ólafsvíkur sem mun útvarpa á meðan afmæl- isvikan stendur yfir. Til loka árs- ins verður síðan í hverjum mán- uði eitthvað til skemmtunar og fróðleiks sem minnir á afmælið. Meðal þess sem áformað er að halda er t.d. siglingakeppni í júlí, afmælismót í skák í september/ október með þátttöku innlendra sem erlendra skákmeistara, í okt- óber verður minnst 100 ára af- mælis bamafræðslu í bænum og í nóvember verður haldið hátíð- legt 20 ára afmæli Ólafsvíkur- kirkju, jafnframt því sem stefnt er að útgáfu 1. bindis af sögu Ól- afsvíkur sem Gísli Ágúst Gunn- laugsson sagnfræðingur ritar. Afmælisfagnaðinum lýkur svo um áramótin með tilheyrandi flugeldasýningu og brennu. -grh. Þeir eru að vonum kampakátir og brosleitir forráðamenn Ólafsvíkurkaupstaðar, enda geta ekki allir státað af því að stjórna elsta löggilta verslunarstað landsins. Þeir eru f.v.: Kristján Pálsson bæjarstjóri og bæjarfulltrúarnir Kristófer Þórisson og Herbert Hjelm. £ morgun er reyklausi dagurinn. Herstöðvaandstœðingar Barattufundur á sunnudag 38 ár liðinfrá inngöngunni í NA TO. Fjölbreytt baráttudagskrá á Borginni Samtök herstöðvaandstæðinga efna til baráttufundar á Hótel Borg kl. 15. á sunnudag til að minnast þess að mánudaginn 30. man n.k. eru 38 ár liðin frá því að ísland var gert að aðila að hernaðarbandalaginu NATO og um leið horfið frá þeirri hlut- leysisstefnu sem þjóðin markaði sér er hún fékk fullveidi árið 1918. Á fundinum munu flytja ávörp þau: Ingibjörg Haraldsdóttir, formaður SHA, Vigfús Geirdal og Birna Gunnlaugsdóttir há- skólanemi. Bubbi Morthens, Guðrún Hólmgeirsdóttir og Hjörleifur Valsson flytja tónlist, Aðalsteinn Bergdal leikari verð- ur með upplestur og Þorvaldur Öm Árnason stjórnar fjölda- söng. Fundarstjóri verður Jón Múli Ámason. -*g- Bifreiðar Endurskoðun á verkstæði eir bifreiðaeigendur sem fá grænan miða i framrúðuna við skoðun geta nú farið á sér- staklega löggilt verkstæði og feng- ið hvíta miðann, eða fullnaðar- skoðun, en þurfa ekki að mæta til endurskoðunar þjá Bifreiðaeftir- litinu. Að sögn Guðna Karlssonar, forstöðumanns Bifreiðaeftirlits- ins, nær þessi tilhögun til allra venjulegra einkabifreiða, en ekki atvinnubifreiða af neinu tagi. Þessi tilhögun var reynd á síðasta ári á Akureyri og gafst vel og því var ákveðið að láta hana ná til alls landsins. Verkstæði geta sótt sérstaklega um löggildingu og hafa menn frá Bifreiðaeftirlitinu og Bflgreina- sambandinu undanfarið ferðast um og skoðað verkstæði og hafa 40 fengið þessa löggildingu. -sá. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 26. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.