Þjóðviljinn - 26.03.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI
iðnaðarráðtierra!
Sá einstæði atburður í sögu íslenska lýðveld-
isins hefur gerst að ráðherra hefur verið knúinn
til að segja af sér embætti. Albert Guðmunds-
son á ekki lengur sæti í ríkisstjórn Steingríms
Hermannssonar, heldur er hann einungis einn!
af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.
Það hefur raunar gerst áður, að ráðherra úr
Sjálfstæðisflokknum hafi hrökklast úr embætti
vegna fjármálaumsvifa, en það var Magnús
Guðmundsson árið 1932 og var síðan sýknaður
af ákæru með hæstaréttardómi.
Að sögn Þorsteins Pálssonar er þetta mál
siðferðilegur mælikvarði á Sjálfstæðisflokkinn.
Flest bendir tii að Sjálfstæðisflokkurinn fái ekki
ýkjamörg stig út úr þeirri siðferðismælingu.
Þetta mál Alberts hefurveriðtil umræðu mán-
uðum saman. Það hefur valdið ótvíræðum trún-
aðarbresti án tillits til þess, hvort Albert hefur
gerst sekur um ólöglegt athæfi eða ekki.
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra
hefur þvegið hendur sínar af þessu máli með því
að skjóta ábyrgðinni yfir á fjármálaráðherrann
Þorstein Pálsson sem er formaður Sjálfstæðis-
flokksins. Þorsteinn hefur látið málið dankast
von úr viti - alla vega fram yfir landsfund Sjáif-
stæðisflokksins þar sem honum sjálfum var
vottað traust með rússneskri kosningu. Ef til vill
hefur Þorsteinn allan þennan tíma verið að leita
að hinum siðferðilega mælikvarða Sjálfstæðis-
flokksins, sem nú loksins virðist vera kominn í
leitirnar þótt laskaður sé.
Siðferðisvitund þjóðarinnar hefur lengi verið
látin bíða eftir lausn þessa máls. En nú líður að
kosningum og hagsmunir Sjálfstæðisflokksins
þola enga bið. Og þá er loks kominn tími til að
draga siðferðismælikvarðann fram í dagsljósið
- ef hægt er að tala um dagsljós í þessu sam-
bandi.
í myrkustu Afríku er gjarna gripið til þess ráðs
þegar gera á hallarbyltingu að bíða færis uns
höfðinginn bregður sér af bæ. Formaður Sjálf-
; stæðisflokksins greip tækifærið til að láta til
skarar skríða gegn Albert Guðmundssyni þegar
iðnaðarráðherrann þurfti að bregða til sér til
Kaupmannahafnar: Valhallarafbrigðið af afr-
íska gambítnum!
Hin siðferðilega reglustika var hafin hátt á loft
og höggið látið ríða. Albert Guðmundsson var í
einu vetfangi sviptur ráðherradómi eftir
heimkomu sína frá Kaupmannahöfn.
Og nú lítur formaður Sjálfstæðisflokksins á
handaverk sín og segir: - Það sem þurfti að
gera hefur verið gert!
Þótt ótrúlegt megi virðast er það ætlun for-
manns Sjálfstæðisflokksins að bjóða íslending-
um upp á það sem siðferðilega réttláta og
heiðarlega niðurstöðu þessa máls, að Albert
Guðmundsson hafi orðið uppvís að því að hafa
ekki nægjanlegan siðferðisþroska til að vera
ráðherra nema rúm 90% af kjörtímabilinu og
heldur ekki nægan þroska til að verða ráðherra
aftur; sömuleiðis er fólki ætlað að lesa það af
siðferðismælikvarða Sjálfstæðisflokksins, að
Albert hafi þrátt fyrir allt kappnógan siðferðis-
þroska til að vera fyrsti maður á framboðslista
flokksins í Fteykjavík!
Þetta er lausn Sjálfstæðisflokksins á málinu.
Og þessi lausn sýnir siðferðisþroska Sjálfstæð-
isflokksins - hinn pólitíska siðferðisþroska.
En við hverju er svo sem að búast af hálfu
formanns Sjálfstæðisflokksins? Starfsþrek
hans þessa dagana fer í að skipuleggja ein-
hverja undarlegustu uppákomu sem um getur
og er fólgin í því að jarðsyngja hinn syndum
hlaðna iðnaðarráðherra Albert Guðmundsson
og bjóða um leið velkominn til starfa fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn hinn trúa þjón Albert Guð-
mundsson frambjóðanda í fyrsta sæti á fram-
boðslista flokksins í Reykjavík.
í miðjum þessum pólitíska harmleik - eða
revíu - er ekki von að Þorsteini Pálssyni fjár-
málaráðherra gefist tími til að sinna smámálum
eins og kennaraverkfalli eða yfirstandandi verk-
föllum og lokun sjúkrahúsa.
I fjármálaráðuneytinu er vitaskuld enginn
friður til að vinna, því að þar hafa búið um sig
skólanemendur, sem vilja mótmæla því að
skólar landsins skuli vera lokaðir. En fjármála-
ráðherrann hlýtur að koma auga á hina snjöllu
lausn á því máli: Til að fá vinnufrið fyrir launa-
þrefi og mótmælaaðgerðum færir hann sig ein-
faldlega um set og sest við sitt nýja skrifborð í
iðnaðarráðuneytinu.
Það hefur engin breyting orðið á siðferðinu í
Sjálfstæðisflokknum með þessum grátbroslega
skrípaleik, að minnsta kosti ekki til hins betra.
Þó hefur sú breyting orðið að við höfum fengið
nýjan iðnaðarráðherra. Hann heitir Þorsteinn
Pálsson og hefur áður tekið við ráðherraemb-
ætti af Albert Guðmundssyni. - Þráinn
KUPPT OG SKORIÐ
Alberti
Að morgni dags er blaðað í
blöðum og reynt að ráða í þann
óttalega leyndardóm: hvers
vegna er Albert Guðmundsson
siðferðilega óhæfur til að vera
ráðherra, en um leið hæfur til að
vera flaggskip Sjálfstæðisflokks-
ins á framboðslista í Reykjavík?
Þetta þykir mörgum skrýtið og
Albert sjálfur spyr landsmenn
með þjósti úr sjónvarpsstól: hvað
er eiginlega að gerast?
Við skulum leyfa okkur að
svara með því, að það sé í raun-
inni ekkert sérstakt að gerast.
Allt við hæfi
Þetta er allt eins og það á að
vera.
Siðferði markaðshyggjuflokks-
ins er nefnilega akkúrat eins og
Albertsmálið. Annarsvegar
verður að virða vissar formlegar
kröfur, sem tengjast lögfræði og
annarri kerfisvarðveislu borgar-
anna. Þess vegna verða menn að
ræskja sig tvisvar þegar
heildverslun Alberts gleymir að
telja fram afsláttargreiðslur eða
eitthvað í þá veru. Og í framhaldi
af því verður Albert að segja af
sér ráðherraembætti. En á hinn
bóginn er það vitanlega fyrir neð-
an allar hellur að þessi sömu
formlegheit séu að setja stól fyrir
dyr athafiiamanna. Morgunblað-
ið lét þess rækilega getið þegar
Hafskipsmál voru efst á baugi, að
heimur viðskiptanna væri svo
flókinn, að ekki væri nokkur leið
að vita lengur hvað væri rétt og
hvað rangt. Þess vegna má ekki
höggva tvisvar á dag í sama knér-
unn hinnar sælu einstaklings-
hyggju, svo vitnað sé til Þorsteins
Pálssonar. Og þess vegna er rétt
að halda uppi siðferðiskröfum í'
hófi. Taka mið af díalektík nátt-
úrunnar. Um leið og formlegur
syndari, Albert ráðherra, leggur
niður rófuna burt rekinn, þá
kemur félagsbróðir allra athafna-
manna, Albert þingmaður, fram í
sviðsljósið og hneigir sig bros-
andi. Og segir sem svo:
Er ekki allt í lagi strákar?
Einn er
friðhelgur
Á þessari stundu verður ekki
betur séð en Albert hafi svín-
beygt Sjálfstæðisflokkinn og
Morgunblaðið. Leiðari blaðsins f
gær er fullur með feginleika og
þakklæti í garð Alberts fyrir það
að hann hafi látið svo lítið að
'kljúfa ekki flokkinn út af
tittlingaskít eins og framtalsg-
leymsku fjármálaráðherra. Hon-
um er í mun að varðveita einingu
Sjálfstæðisflokksins, segir þar.
Hann færi einingunni þá miklu
fórn að hlusta ekki á mestu æðik-
ollana í hópi stuðningsmanna.
Og einmitt í þessari ókristilegu
umhyggju fyrir mesta bákni
landsins, Sjálfstæðisflokknum,
sameinast þeir á ljúfan og þokka-
fullan hátt, Morgunblaðsrit-
stjórar og Albert Guðmundsson.
Þegar Albert lék sinn einleik á
sjónvarp í fyrrakvöld talaði hann
einmitt um þann EINA sem ekki
mætti særa. Þessi eini var Sjálf-
stæðisflokkurinn. Við sem ein-
staklingar munum hljóta hjarta-
sár grimm,sagði þar, missa svefn
um nætur, biðja guð um að okkar
sterku bein brotni ekki. En allt er
það í lagi ef Flokkurinn má lifa.
Siðgæði hvað?
Og siðgæði - ja hvað er það
eiginlega? Erum við ekki allir
syndugir menn og skattsvikarar,
fcpyr almenningur. Og enginn í
Sjálfstæðisflokknum treystir sér
til þess að svara einu eða neinu
um þá „jafnaðarstefnu and-
skotans“ í siðferðismálum sem
Albertar heimsins vilja fljóta á -
og fljóta oftast nær fivað sem
smærri eða stærri syndaflóðum
líður.
I Albertsleiðara Morgunblaðs-
ins í gær var taiað um það, að
fjölmiðlar væru farnir að skapa
„mikið návígi". Þar segir líka:
Miskunnsemin
„Stjórnmálabaráttan hér á ís-
landi er orðin afar miskunnar-
laus“. Við látum það allt vera. Og
eigum þá ekki aðeins við það að
Alberti hafi verið sýnt mikið um-
burðarlyndi í Sjálfstæðisflokkn-
um. Við eigum fyrst og fremst við
„návígið“ ífjölmiðlunum. Samtal
sjónvarpsfréttamanna við Albert
á þriðjudagskvöldið var eins
langt frá „miskunnarleysi“ og
hugsast getur. Sjónvarpsmenn
lögðu sig báðir tveir í líma við að
gera veg Alberts sem mestan.
Þeir máttu vart vatni halda fyrir
hrifningu af hans styrkleika,
áræðni og umsvifum í fortíð og
nútíð. Þeir voru eins og ósjálfrátt
komnir inn á þá albertslínu að
„allir eru vondir við mig“. Ef að
reynt var að stynja upp aumlegri
athugasemd um hagsmunaá-
rekstra þurfti ekki annað en Al-
bert setti upp ærlegan svip og þar
með hafði spyrillinn lyppast nið-
ur og sást varla eftir það.
Því verr
því betra
Víkverji Morgunblaðsins var
að skrifa um það í gær að það væri
verðugt viðfangsefni að skoða
framgöngu fréttamanna í Al-
bertsmáli. Það er alveg rétt. Ekki
aðeins vegna þess hve sjónvarps-
menn og fleiri hafa í raun og veru
verið óendanlega miskunnsamir
við samnefnara íslenskra synda-
sela, Albert Guðmundsson.
Heldur og vegna þess, að ekki
verður betur séð en eina leiðin til
þess að fjölmiðlar eins og sjón-
varp sýni stjórnmálamanni sóma
sé sú, að hann verði uppvís að
vafasömu athæfi. Svo mikið er
víst, að þeir stjómmálamenn sem
hafa verið svo ólánssamir að gera
og segja eitthvað af viti eru fyrir-
fram dæmdir út leik og mega
þakka fyrir ef þeim er ekki slátr-
að af fréttafólum með illkvittinni
athugasemd um að þeir séu bara
andstyggilega og leiðinlega má-
lefnalegir og þar með ekki í hús-
um hæfir.
Því verr þeim mun betra. -áb
þJGÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Ritatjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur
Skarphéðinsson.
Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín
Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason,
Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vilborg Davíðsdóttir,
Víoir Sigurðsson (íþróttir), Vngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrita- og prófarkalostur: Elías Mar.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlitateiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrif8tofuatjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson.
Auglysingaatjórl: Sigriður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýslngar: Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir.
Símvarsla: Katrin Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Ólöf Húnflörð.
Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbreiðslu-og afgrelðslustjóri: HörðurOddfríðarson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Innhoimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmoson, ÓlafurBjömsson.
Útkeyrsla, afgrelðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðvlljanshf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð f lausasölu: 50 kr.
Helgarblöð: 55 kr.
Áskr Jftarverð á mánuði: 500 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN .Flmmtudagur 26. mars 1987