Þjóðviljinn - 26.03.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.03.1987, Blaðsíða 7
Halldór Bjöm Runólfsson. Myndlist Halldór Bjorn i Slunkaríki Laugardaginn 28. mars kl. 14 opnar Halldór Björn Runóifsson listfræðingur og myndlistarmað- ur sýningu á verkum sínum í Slunkaríki á ísafirði. Á sýningunni verða kola- og kntarteikningar, vatnslitamyndir og akrílmálverk. Ennfremur mun Halldór halda fyrirlestur um myndlist í bókasafni Mennta- skólans á ísafirði. Hefst fyrírlest- urinn kl. 16 á sunnudag. Þroskahjálp Bækur fyrir fatlaða Fyrirlestur í Norrœna húsinu Tordis Örjasæter lektor við Sérkennaraháskólann í Oslo mun halda fyrirlestur í Norræna hús- inu kl. 17 í dag um bækur og bók- menntir fyrir fatlaða. Tordis er þekktur sérfræðingur á sínu sviði og auk lektorsstarfsins veitir hún jafnframt forstöðu starfshópi á vegum International Board of Books for Young People (IBBY), sem fjallar um bækur fyrir og um fatlaða. Pað eru Félag íslenskra sérkennara og Landssamtökin Þroskahjálp sem standa að fundinum, en Tordis er hér í boði nokkurra stofnana og félaga. Allt áhugafólk er velkom- ið-á fundinn. (fréttatilkynning). Agústa og Gunnarí Gerðubergi Á sunnudag kl. 15 mun Menn- ingarmiðstöðin í Gerðubergi gangast fyrir tónleikum þar sem séra Gunnar Bjömsson mun leika svítu fyrir einleikssóló eftir J.S.Bach, og Ágústa Ágústsdótt- ir sópransöngkona mun flytja Fimm söngva eftir Richard Wagner við ljóð Mathilde Wes- endonk og undirleik Vilhelmínu Ólafsdóttur píanóleikara. Þá flytur hún einnig Tvo söngva fyrir altrödd og lágfiðlu (selló) eftir Jóhannes Brahms. Laxár- dalsætt Nýlega kom út niðjatal Jó- hanns Jónssonar og kvenna hans tveggja, Guðríðar Ivarsdóttur og Ingibjargar Þorkelsdóttur, en með þeim átti Jóhann 22 börn. Niðjatalið kallast Laxárdalsætt, þar sem Jóhann bjó í Laxárdal á Skógarströnd við norðanvert Snæfellsnes á ámnum 1845-1863. Höfundur ritsins er Þórður Kára- son, og hefur hann safnað efni í það á undanfömum 10 áram. Bókin er 182 blaðsíður gefin út hjá Ásútgáfunni á Akureyri. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Áskrift hlutafjár í Út- vegsbanka íslands hf. í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1987 gengst ríkisstjórnin fyrir stofnun hlutafélagsbanka um Útvegsbanka íslands. Samkvæmt tillögu að samþykktum fyrir hlutafélagsbankann, sem lagt er til að heiti Útvegsbanki íslands hf., er lág- markshlutur kr. 10.000.- en að öðru leyti skiptist hlutafé í hluti að nafnverði kr. 100.000.-, kr. 1.000.000.-, kr. 10.000.000.- og kr. 100.000.000.-. Áskriftaskrá ásamt tillögu að samþykktum fyrir Útvegsbanka íslands hf. liggur frammi í við- skiptaráðuneytinu, Arnarhvoli, Reykjavík, í Út- vegsbanka íslands, aðalbanka, 5. hæð við Aust- urstræti í Reykjavík og í útibúum Útvegsbanka íslands. Fresturtil að skrifa sig fyrir hlutafé í Útvegsbanka íslands hf. stendur tíl kl. 16.00 mánudaginn 30. mars n.k. Hlutafé ber að greiða eigi síðar en hinn 30. apríl n.k. Sé um að ræða kaup á stærri hlutum kemur lánafyrirgreiðsla til greina. Nánari upplýsingar eru veittar af Útvegsbanka íslands, hjá ísak Erni Hringssyni skrifstofustjóra, aðalbanka og útibús- stjórum. Stofnfundur Útvegsbanka íslands hf. verður haldinn 7. apríl 1987 að Hótel Sögu, sal A og hefst fundurinn kl. 15.00. Skrá yfir áskrifendur hlutafjár mun liggja frammi til sýnis fyrir áskri- fendur í viðskiptaráðuneytinu í eina viku fyrir stofnfund. Viðskiptaráðuneytið, 25. mars 1987 Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í stein- ullareinangrun fyrir dreifikerfi hitaveitunnar og fyrir Nesjavelli. Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3 Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 5. maí n.k. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Húsavík Þjóðviljann vantar umboðsmann á Húsavíkstrax. Upplýsingar gefur afgreiðslustjóri blaðsins í síma 91-681333 og Aðalsteinn Baldursson í síma 41937. þJÓÐVIUINN Fiskverkun í Grundarfirði óskar eftir bát í viðskipti. Upplýsingar í síma 93-8874 á daginn og 8672 á kvöldin. VIÐ ERUM: Árni Björn Ómarsson, Margrét Björnsdóttir, Pétur Már Ólafsson, Ásgerður Júníusdóttir, Hjörleifur Finnsson, Gísti Rafn Ólafsson, Flosi Eiriks- son, Hlynur Guðjónsson, Óttarr Proppé, Steinar Almarsson, Hörður Þórhalsson, Steingrimur Olafsson, Helgi Hjörvar, Jóhann Hauksson og Ragnhildur Ásvaldsdóttir. á unga alþýðuflokksmenn á Reykjanesi til tvennra kappræðna Fyrsta kappræða: Önnur kappræða: Lánamálin og atvinnuframtid ungs fólks. Stefna Islands í utanríkismálum: Afvopnun eða vígbúnaður? Kappræöurnar fari fram á fjórum stöðum samtímis: Garðabæ, Hafnarfirði, Keflavík og Kópavógi. Þrír fulltrúar frá hvorum á hverjum stað. fullri ferð..

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.