Þjóðviljinn - 26.03.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 26.03.1987, Blaðsíða 14
Núverandi og fyrrverandi formenn FÍK. Hellas Árshátíð Grikklands- vina Kjötiðnaðarmenn Afmælíssýning á Sögu Um næstu helgi verður haldin sýning og ráðstefna á vegum Fé- lags íslenskra kjötiðnaðarmanna. Sýningin er haldin í tilefni 40 ára afmælis FÍK. Sýndar verða vörur og þjónusta, sem tilheyra hjötiðn- aði. Á ráðstefnunni, sem haldin er samhliða sýningunni, verða bæði innlendir og erlendir fyrir- lesarar, sem koma til með að f]alla um nýjungar, öryggismál, merkingar, hollustuvernd o.fl. Afmælissýningin og ráðstefnan verða til húsa í nýja ráðstefnu- salnum á Hótel Sögu, 2. hæð. Meðal þeirra, sem koma til með að fjalla um hin ýmsu atriði kjöt- iðnaðar, verða Hans Kristian Ol- esen, frá Slagteriskolen í Ros- kilde, Peer Funk Johannesen, sem fjallar um hreinlæti í mat- vælaiðnaði, Jón Gíslason, Holl- ustuvemd ríkisins, sem talarm.a. um væntanlega reglugerð um aukaefni, Guðjón Þorkelsson, Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins, sem ræðir um kælingu, meyrnun og geymsluþol kjöts. Grikklandsvinafélagið Hellas boðar til aðalfundar á Hótel Esju á föstudaginn kl. 19.30. Fara þar fram hefðbundin aðalfundar- störf. Að aðalfundi loknum verður efnt til árshátíðar félagsins á sama stað og hefst hún um kl. 20.30. Boðið verður upp á gríska máltíð, en meðal skemmtiatriða má nefna bráðfyndið atriði úr gamanleiknum Friðinum eftir Aristófanes í þýðingu Kristjáns Ámasonar, sem flutt verður af Róbert Arnfinnssyni og nemend- um fjórða bekkjar í Leiklistar- skóla íslands, þeim Halldóri Björnssyni, Hjálmari Hjálm- arssyni, Ingrid Jónsdóttir, Olafíu Hrönn Jónsdóttur, Stefáni Sturlu Sigurjónssyni, Valgeiri Skag- fjörð, Þórarni Eyfjörð og Þórdísi Árnljótsdóttur. Leikstjóri er Sveinn Einarsson. Seinna um kvöldið syngur Sif Ragnhildardóttir nokkur lög eftir Mikis Þeódórakis við undirleik Hilmars J. Haukssonar. Milli skemmtiatriða og undir borð- haldi verður leikin grísk tónlist af snældum og í lokin er ætlunin að sýna kynningarkvikmynd um Grikkland af myndbandi. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Hafnartjörður Bæjarmálaráðsfundur Fundur verður í bæjarmálaráði laugardaginn 28. mars kl. 10.00 í Skálanum, Strandgötu 41. Fundarefni: 1) Staðan í umhverfis- og náttúruverndarmálum, Jóhann Guðjónsson formaður gróðurverndamefndar og Erling Ólafsson fulltrúi í náttúruverndarnefnd reifa málin. 2) Staðan í bæjarmálunum: Magnús Jón Árnason. 3) Vegamót: Lúðvík Geirsson. 4) önnnur mál. Félagar fjölmennið og mætið stundvíslega. - Stjórnin. Reyðfirðingar Almennur stjórnmálafundur verður haldinn á Reyðarfirði, fimmtudaginn 26. mars kl. 20.30. Björn Grétar Sveinsson ræðir um stöðu launafólks á lands- byggðinni. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið. KOSNINGASKRIFSTOFUR Alþýðubandalagið Reykjavík Morgunkaffi hjá 2. deild 2. deild ABR heldur félagsfund að Hverfisgötu 105, laugardaginn 28. mars kl. 11.00. Álfheiður Ingadóttir mætir á fundinn. Fjölmennum. - Stjómln. Jóhanna Guðrún Alþýðubandalagið Reykjavík Opið hús á sunnudaginn Opið hús verður í Kosningamiðstöðinni á Hverfisgötu 105 frá kl. I4 á sunnudaginn og næstu sunnudaga. Frambjóðendur G-listans í Reykjavík sitja fyrir svörum og boðið verður uppá ýmsa skemmtan. Á sunnudaginn situr Guðrún Helgadóttir alþm. fyrir svörum og kl. I6.00 mun Jóhanna Linnet söngkona syngja nokkur lög við undirleik Arnar Magnússonar. Allir velkomnir. ABR. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Hafnfirðingar! Opið hús og kosningavinna í Skálanum, Strandgötu 41, á laug- ardag frá kl. I4.00. Mætum öll og skoðum í kjörskrár - spjall - kaffi - meðlæti og skemmtun. Fjölmennum. Síminn á skrifstof- unni er 54171. Stjórnin. Alþýðubandalag Héraðsmanna Félagsfundur fimmtudaginn 26. mars nk. kl. 20.30 að Selási 9 Egilsstöðum. Dagskrá: Kosningastarfið. Önnur mál. Mætið vel og stundvíslega. - Stjórnln. Alþýðubandalagið Utankjörfundarkosning Utankjörfundarskrifstofa Alþýðubandalagsins er að Hverfisgötu 105. Opið frá kl 9 á morgnana og fram eftir á kvöldin. Síminn er 91-22335 og 91-22361. Símsvari 91-623484. Norðurlandskjördæmi vestra Hvammstangi: Kosningaskrifstofan er að Spítalastíg 16. Opið virka daga frá kl. 20.30 - 21.30 og um helgar frá kl. I5 -18. Síminn er 95-1460. Lítið inn eða hafið samband. Blönduós: Kosningaskrifstofan er á Aðalgötu 1 sími 95-4561. Opin frá kl. 15 -18 alla daga nema laugardaga. Starfsmaður er Þorleifur Ingvarsson. Norðurlandskjördæmi eystra Aðalkosningaskrifstofan er á Akureyri í Lárusarhúsi, Eiðsvalla- götu 18. Opið alla virka daga frá kl. 9-12 og 13-18. Síminn er 96-25875 og-27413. KosningastjórierGunnarHelgason. Fra- mlögum veitt móttaka á skrifstofunni og á tékkareikning nr. 8790 í Alþýðubankanum Akureyri. Suðurland Aðalkosningaskrifstofan er að Sigtúni 1 Selfossi (gamla Iðn- skólanum). Opnunartími er alla virka daga kl. 14-19. Síminn er 99-1006. Kosningastjóri er Guðvarður Kjartansson. Alla laugar- daga fram að kosningum er opið hús í kosningamiðstöðinni kl. 14-17. Frambjóðendur verða á staðnum. VESTMANNAEYJAR: Kosningaskrifstofan er á Bárugötu 9 (Kreml). Fyrst um sinn verður skrifstofan opin sunnudaga- mánudaga og föstudaga frá kl. 16-18. Síminn er 98-1570. Vestfirðir Kosningaskrifstofan í Hæstakaupstað, Aðalstræti 42, Isafirði, er opin allan daginn. Sími: 94-4242 og -4298. Kosningastjóri er Gísli Þór Guðmundsson. Alltaf heitt á könnunni. Kosningamiðstöðin Reykjavík Kosningamiðstöðin er að Hverfisgötu 105. Þar er opið alla virka daga til kl. 22.00 á kvöldin. Á laugardögum kl. 10 -18 og ásunnudögum kl. 14 -18. Síminn er 17500. Kíkið inn og fáið ykkur kaffi og styrkið kosningastarfið með kaupum á happdrættismiðum. Vesturland Aðalkosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins á Vesturlandi er í Rein á Akranesi. Skrifstofan verður opin fyrst um sinn mánu- daga kl. I5 -19, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 16-19, föstudaga frá kl. 15 -19 og laugardaga frá kl. 13 -17. Slminn er 93-3174 og -3175. G-listinn á Vesturlandi Kosningaskrifstofan í Rein Aðalkosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins á Vesturlandi verður í Rein á Akranesi. Skrifstofan verður opin fyrst um sinn mánudaga kl. 15-19, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 16-19, föstudaga kl. 15-19 og laugardaga kl. 13-17. Siminn er 3174 og 3175. Austfirðir Aðalskrifstofa Alþýðubandalagsins í Austurlandskjördæmi er á Reyðarfirði, Heiðarvegi 22, neðri hæð. Opið alla virka daga frá kl. 10-18 og á kvöldin frá kl. 20-22. Um helgar fyrst um sinn frá. kl. 14-17. Síminn er 97-4361. Kosningastjóri er Jóhanna III- ugadóttir, heimasími: 97-4377. Alltaf heitt á könnunni. FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: Kosningaskrifstofan er á Búðavegi 6. Sími 97-5444. Opið á fimmtudagskvöldum frá kl. 20.00 fyrst.um sinn. Neskaupstaður: Kosningaskrifstofan er að Egilsbraut 11. Sími: 97-7571 og -7804. Opið milli 15-17 fyrst um sinn. Kosningastjóri er Lilja Huld Auðunsdóttir. Egilsstaðir: Kosningaskrifstofan er að Selási 9. Sími 97- 1425. Skrifstofan er opin milli kl. 20 - 22 um helgar. HÖFN I HORNAFIRÐI: Kosningaskrifstofan er á Hafnarbraut 26 (neðri hæð). Opið frá kl. 17-19.30 og 20-22 virka daga og 13-19 um helgar. Síminn er 97-81426. G-listinn Reykjanesi Aðalkosningaskrifstofa G-listans í Reykjaneskjördæmi er í Þinghóli, Hamraborg 11, Kópavogi. Þar er opið alla virka daga frá kl. 10.00-19.00. Alltaf heitt á könnunni og starfsmennirnir Valþór, Asdís, Helgi og Unnur til þjónustu reiðubúin. Símarnir eru 41746 og 46275. Þá hefur einnig verið opnuð kosningaskrifstofa í Keflavík, að Hafnargötu 34. Síminn þar er 92-4286. - G-listinn Reykjanesi. Hafnarfjörður: Kosningaskrifstofan er í Skálanum, Strand- götu 41. Opið alla virka daga frá kl. 17.00 og um helgar frá kl. I4.00. Síminn er 54171. Keflavík - Suðurnes: Kosningaskrifstofan er að Hafnargötu 34 í Keflavík. Síminn er 92 -4286. 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 26. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.