Þjóðviljinn - 26.03.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.03.1987, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN LANDSBYGGÐIN Relfthjól (f. barn/ungling). Raleigh/sport/3 gfra. Vandao og lítið notað. Selst á aðeins kr. 4.500.-. Uppl. í síma 10282. Óska eftir sófasettl og fleiri húsgögnum, helst gefins. Uppl. í síma 656570, Ragnar. fsskápur fæst gefins Upplýsingar í síma 36043 eftir kl. 20. Fyrlr ungbörn - til sölu Blindrafélagsvagga og burðarrúm. Cindiœ-taustóll og magaburðar- poki. Uppl. í síma 82845. Fermingarjakkaföt frá Karnabæ til sölu. Stærð 167. Lítið sem ekkert notuð. Verð kr. 3.500.-. Uppl. í síma 34685 eftir kl. 13. Tll sölu Chevrolet Chevelle, árgerð '68, 8 cyl. 307 krómfelgur, ný dekk. Skipti möguleg á ódýrari bíl. Á sama stað fæst biluð Lada árgerð '78 fyrir lítið. Uppl. í síma 32477. Erum á götunni Systkin óska eftir íbúð á leigu sem fyrst. öruggar mánaðargreiðslur. Reglusemi heitið. Uppl. í síma 46538. Síbería Varst þú í Síberíuvinnu? Átt þú kannski myndir frá þeim tíma? Hafðu þá samband við Jón Gunnar í síma 22439 eftir kl. 16.30. Glrðingatröppur Land- og sumarbústaðaeigendur! Rífið ekki fötin ykkar. Trappa yfir girðinguna leysir málið. Sterkar og fúavarðar. Til sýnis. Uppl. f síma 40379 á kvöldin. Til sölu Volvo 244 GL 1982 Gullfallegur, ekinn 89.000 km, sumar- og vetrardekk. Verð 400 þúsund. Skipti á ódýrari möguleg. Uppl. í síma 92-3354 eða 92-4888. Cortina 1600 XL 74 til sölu á kr. 5 þús. Á sama stað fæst gefins stór amerískur ísskápur. Sími 22026 eftir kl. 17. Commodore 64 k kassettutæki, stýripinni og rúmlega 100 leikir til sölu. Uppl. í síma 13527 eftir kl. 17. Barngóð og traust bamapía óskast fyrir 10 mánaða stelpu f Vesturbæ, annað slagið hluta úr degi og ef til vill eitthvað á kvöldin. Vinsamlegast hringið í sfma 28257. Fæst gefins Gömul hljómflutningstæki fást gef- ins. Uppl. í síma 10709 eftir kl. 18. Luxemburg Til sölu opinn flugmiði aðra leið. Gildir fram í júní. Selst ódýrt. Uppl. í síma 19842. Okkur vantar kanfnubúr Rúmgott kanínubúr óskast sem fyrst. Uppl. í síma 21784. Hjónarúm tll sölu Massíft furuhjónarúm, stærð 140x200, til sölu. Uppl. í sfma 21784. Vantar alls kyns tæki til trésmíða. Hringið í síma 686798 og biðjið um Guð- mund, heimasími 78449 á kvöldin. Tll sölu jakkaföt á fermingardreng. Verð kr. 3 þúsund. Einnig grár leðurjakki á kr. 4.500.- (sama stærð). Uppl. í síma 46447 eftir kl. 16. Óska eftlr að kaupa ódýran svalavagn og létta kerru. Uppl. í síma 611136. Óska eftlr PC tölvu 512 K eða meira með tvö- földum skjá og diskettudrifi. Uppl. í síma 19842. Tll sölu sófasett 3+2+1 og tvíbreiður svefnsófi, barnavagn, kerruvagn, hár barnastóll og barna-taustóll. Uppl. í síma 628748. Vantar ódýra en góða þvottavél, litsjón- varpstæki og háa borðstofustóla. Hringið í síma 75745 eftir kl. 16. Tll sölu vel með farið skrifborð, 20“ svart/ hvftt Philips sjónvarpstæki og Radi- onette samstæða sem er 26“ svart/ hvítt sjónvarp, útvarp og plötuspil- ari. Uppl. í síma 75745 eftir kl. 16. Kassettutækl tll sölu Sharp GF-9797 kassettutæki til sölu. Selst á kr. 10.000, er svo til nýtt. Uppl. í síma 611203 eftir kl. 19. Notaðu endurskinsmerki og komdu heil/l heim. DJÓÐVIIJINN 49 68 13 33 Tíminn Z 68 18 66 0 68 63 00 'ðumúla 6 Blaðburður er BESTA TRIMMIÐ Blaðbera vantar víðsvegar /i um borgina # «■+ / - Frá skógræktinni f Varmahlíð f Skagafirði. Marta Svavarsdóttir hefur mjög lagt þar hönd að verki. Skógrœkt Bændaskógar í augsýn Tryggjci þarfskógarbœndum tekjur meðan arðurinn er ókominn Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um skógrækt og skóg- vernd og var það sent Búnaðar- þingi tU umsagnar. Enda þótt (jóst þyki að Alþingi muni ekki afgreiða frumvarpið að þessu sinni gerði Búnaðarþing sínar at- hugasemdir og ábendingar, sem m.a. felast I eftirfarandi: Mælst er til þess við landbún- aðarráðherra að frumvarpið verði tekið til endurskoðunar og Búnaðarfélagi íslands gefinn kostur á að fylgjast með þeim breytingum, sem kunna að verða gerðar á því. Bent er á að löggjöf um ræktun nytjaskóga marki framgangi málsins þröngan bás og því hafi sóst seint að vinna eftir henni. Hinsvegar hafi viðhorf bænda til skógræktar breyst mjög hin síðari árin, einkum eftir að Ijós þótti hagkvæmni ræktunar nytjaskóga á vissum svæðum á landinu. íslenskir blóma- og garðyrkju- bændur stríða í ströngu vegna mikils innflutnings á blómum og trjáplöntum. Þessi innflutta vara er framleidd í stórum vcrk- smiðjugróðurhúsum auk þess sem viðkomandi lönd styðja hana stórlega til þess að lækka fram- leiðslukostnaðinn. Hér er því um að ræða ójafnan leik. Margir bændur eru þess nú al- búnir að leggja fram land til rækt- unar nytjaskóga og að taka skóg- rækt upp sem búgrein á jörðum sínum. En við breytingu á búháttum þarf að ætla bændum laun við þá búgrein, sem þeir taka upp. Því telur þingið að löggjöf um nytja- skóga þurfi að vera þannig úr garði gerð, að hún veiti bændum hvatningu og tryggi þeim jafn- framt þegar frá upphafi tekju- möguleika við ræktun nytjaskóg- anna, enda þótt arðurinn af rækt- uninni skili sér ekki fyrr en síðar. Þá telur þingið nauðsynlegt að samræma þessa löggjöf jarðrækt- arlögunum með þeim hætti t.d. að þegar Skógræktin hefur viður- kennt og gert bundið samkomu- lag við bændur um ákveðið lands- svæði, þá njóti skógræktin á við- komandi býli styrks eftir jarð- ræktarlögum. Fyrir Búnaðarþingi lá erindi frá Búnaðarsambandi Kjalarnes- þings um að skora á fjármála- ráðuneytið að fella niður sölu- skatt af blómum og trjáplöntum, sem ræktaðar eru hérlendis og bæta með þeini hætti samkepp- nisaðstöðu innlendu fram- leiðslunnar. Búnaðarþing gerði þessa áskorun að sinni. - mhg. í framansögðu er hin almenna umsögn Búnaðarþings fólgin en auk þess gerði það athugasemdir við einstakar greinar frumvarps- ins. Skulu þær ekki tíundaðar hér, en trúlega verða þær hafðar til hliðsjónar við endurskoðun frumvarpsins. - mhg. Tímarit Æskan - Ég var 5 ára þegar ég komst fyrst í kynni við fótbolta. Frændi minn í móðurætt, sem var sjó- maður og sigldi milli landa, gaf mér skinnbelg, sem var harð- fylltur af lofti. Þannig mælir sá aldni fótboltakappi, Albert Guð- mundsson, í spjalli við Eðvarð Ingólfsson í siðasta tbl. Æskunnar. Þá er rætt við Helenu Eydal, 14 ára stúlku norður á Akureyri, um það áhugamál hennar, að safna veggmyndum. Birt er aukaverð- launasaga úr smásagnasamkepp- ni Æskunnar o.fl., Vetrarkvöld, eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur. Sagt er frá heimsókn blaðsins til Þórs Jakobssonar á Veðurstof- una. Þá birtist síðari hluti sög- unnar Eyvi, eftir Steinunni Eyjólfsdóttur í Stykkishólmi. Spjallað er við félaga í sextettin- um Rauðir fletir. Margvíslegt annað efni er í blaðinu auk fjölda ágætra mynda. - mhg. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 26. mars 1987 Ojafn leikur Söluskattur afblómum og trjáplöntum falli niður

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.