Þjóðviljinn - 26.03.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.03.1987, Blaðsíða 3
Lœknaráð Landspítalans Þjóðarvá fynr dymm Fjármálaráðherra virðistekki vita hvað raunverulega er að gerast „Stjórn læknaráðs Landspítal- ans lýsir yfir vaxandi áhyggjum vegna verkfalla og uppsagna starfsfólks á Ríkisspítölunum. Staðan er þegar orðin alvarleg vegna verkfallsins. Þann 1. apríl bætast svo við uppsagnir yfir 300 sérhæfðra starfsmanna. Þar með stefnir f algert neyðarástand. Málið verður að leysa og það strax. Verkfallslög gilda ekki um það sérmenntaða starfsfólk Ríkisspítalanna, sem ætlar að hverfa til annarra starfa eftir 1. apríl. Ekki verður því hægt að beita lagaákvæðum um neyðar- þjónustu gagnvart þessu fólki. Ekki er heidur unnt að ráða nýtt fólk í þær stöður sem losna. Það hefur þegar verið reynt árangurs- laust. Liðnir eru 6 mánuðir síðan þessar uppsagnir fóru að berast. Þær eru óháðar yfirstandandi verkföllum og eiga einfaldlega rætur að rekja til þess að sér- menntað starfsfólk Ríkisspítal- anna býr við verulega lakari kjör en því býðst á öðrum opinberum stofnunum svo að ekki sé talað um einkafyrirtæki. Mörgum hafa þegar boðist betur launuð störf. Stjóm Ríkisspítalanna hefur ver- ið öll af vilja gerð til að leiðrétta þetta alvarlega misræmi en er í reynd valdalaus. Hún hefur ekki fengið til þess brautargengi hjá fjármálaráðuneytinu sem ræður ferðinni. Stjóm læknaráðs telur að hér sé um að ræða hina verstu miðstýringu. Ákvörðunarvaldið er hjá þeim, sem ekki virðast vita hvað raunvemlega er að gerast. Vitaskuld ætti það að vera hjá stjómendum Ríkisspítalanna. Stoðunum er kippt undan mikil- vægustu heilbrigðisstofnun landsins og heilbrigðisþjónust- unni stefnt í hreinar ógöngur. meðal annars mun starfsemi Blóðbankans lamast. Þar með verða skurðlækningar að mestu aflagðar á öllum sjúkrahúsum landsins. Einnig blóðgjafir fyrir slasaða og sjúklinga með krabba- mein. Þessari vá verður að bægja frá.“ FRETTIR Thorvald Stoltenberg, utanríkisráðherra Noregs: Trúi því að árangur náist á fundinum í Reykjavlk. Mynd: Sig. Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd Stoltenberg bjartsýnn Strandið við Rif Náðist á flot Á strandstað voru níu-tíu vindstig. Varðskipsmenn urðu að brenna dráttartaugina ísundur Varðskipið Óðinn náði danska flutningaskipinu Arktis River af strandstað við Rif um tvöleytið f fyrrinótt. Að sögn Þrastar Sigtryggs- sonar í stjórnstöð Landhelgis- gæslunnar var skipið farið að ramba til á grjótrifinu þegar fór að gæta háflæðis og var þá gerð tilraun til að kippa í það og tókst hún með ágætum miðað við að- stæður. Á strandstað vom þá komin níu-tíu vindstig og stóð vindurinn aftan á skipið og inn á stjórn- borðshlið þess. Þegar skipið var komið á flot lentu varðskipsmenn í erfið- leikum við að losa dráttartaugina og var þá tekið á það ráð að brenna vírinn í sundur þar sem hann var í danska skipinu. Sigldi skipið síðan af vettvangi fyrir eigin vélarafli en fljótlega fór að bera á ofhitnun í vélinni sem gerði það að verkum að ferð- in til Reykjavfkur tók lengri tíma en ella. Var búist við skipunum til Reykjavíkur um fimmleytið í gær. Þar var ætlunin að kafarar könnuðu skemmdir á botni skips- ins, en sem kunnugt er þá var farið að leka úr olíugeymum þess á strandstað. grh. Thorvald Stoitenberg, utan- rfkisráðherra Noregs, lýsti þvf yfir á fréttamannafundi f gær að hann væri bjartsýnn á að árangur næðist á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna, en honum lýk- ur í dag. Hann var spurður hvort hugmyndin um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd hefði mætt meiri andstöðu fslensku ríkisstjórnar- innar en hann hefði átt von á, og vildi hann ekki úttala sig um það að svo stöddu. Það væri enda ekki tímabært að svara spurningunni fyrr en utanríkisráðherrarnir all- ir hefðu fundað, en þó sagðist hann vona það og trúa þvf að ár- angur næðist á fundinum. í skýrslu norrænu þingmanna- nefndarinnar um kjamorku- vopnalaus Norðurlönd er lögð áhersla á að svæðið sem um er að ræða nái yfir löndin öll; Dan- mörku, Noreg, Svíþjóð, Finn- land, ísland, Færeyjar, Græn- land og Álandseyjar. Stoltenberg kærði sig ekki um að tjá sig um hvað gerðist ef íslendingar tækju ekki þátt. Slíkar vangaveltur yrðu að bíða þar til niðurstöður lægju fyrir úr viðræðum utanrík- isráðherianna. Þá var Stoltenberg spurður hvaða áhrif kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd hefðu á aðstæður í Mið-Evrópu. Hann sagðist von- ast til að ef Norðurlönd yrðu lýst kjarnorkuvopnalaust svæði þá mundi það stuðla að fækkun kjarnorkuvopna bæði í austri og vestri. Það væri ekki einasta hægt að líta á málið í landfræðilegu samhengi; hvaðeina sem stuðlaði að því að til fækkunar kjarnorku- vopna kæmi væri árangur. Hér væri heldur ekki um einangraða aðgerð að ræða. Leiðarhnoðað í öllum vangaveltum um kjam- orkuvopnalaus Norðurlönd ætti að vera aukið öryggi í Evrópu, ekki öfugt. Stoltenberg var spurður út í tengsl Noregs við Efnahags- bandalagið. Hann kvað það ekki í sínum verkahring að svara spumingum um hrein og bein framkvæmdaatriði, en á hinu væri sér engin launung að Norð- menn væru ekki á leiðinni að sækja um aðild. Á hinn bóginn gæti nánara samstarf Norðmanna við ríki Efnahagsbandalagsins haft þýðingu fyrir ísland, og þá ýmis vandamál í för með sér, en á slíku yrði að taka þegar þar að kæmi. Að lokum kom viðskiptabann á Suður-Afríku til tals. Aðspurð- ur sagði Stoltenberg að Norð- menn gengju út frá algjöru við- skiptabanni, en þó væri undan- tekning þar á, sem væri olían. Annars lægi afstaða Norðurlandaþjóða ljós fyrir í þessu máli, nema helst íslend- inga. Sagðist hann vonast til að unnt yrði að komast að sameigin- legri niðurstöðu varðandi við- skiptabann. -HS Náttúrufrœðingar Engar veðurspár Verkfall náttúrufræðínga, sem boðað hefur verið frá 30. mars mun hafa mjög vfðtæk áhrif, ef til þess kemur. Allir veðurfræðing- ar á Veðurstofu Islands, 26 að tölu, eru í FÍN og aðeins yrði veitt undanþága fyrir tvo menn á spá- deild og deildarstjóra tölvu- deildar. Að sögn Hreins Hjartarsonar veðurfræðings verður aðeins haldið uppi nauðsynlegustu ör- yggisþónustu, svo sem stormað- vörunum og veðurspám vegna sjúkraflugs. -vd. Samtök herstöövaandstæðinga Baráttufundur Að Hótel Borg sunnudaginn 29. mars klukkan 15 Á DAGSKRÁ ER: / Setning fundarins: Ingibjörg Haraldsdóttir formaöur SHA Söngur: Guðrún Hólmgeirsdóttir Ávarp: Vigfús Geirdal Tónlist: Hjörleifur Valsson leikur á fiðlp Upplestur og söngur: Aðalsteinn Bergdal leikari Baráttulög: Bubbi Morthens Ræða dagsins: Birna Gunnlaugsdóttir háskólanemi Þon/aldur örn Arnason stjórnar fjöldasöng á fundinum Fundarstjóri er Jón Múli Árnason Inglbjörg Guðrún Vigfús Aðalsteinn Bubbi Blma Þorvaldur Jón Múli

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.