Þjóðviljinn - 26.03.1987, Page 8

Þjóðviljinn - 26.03.1987, Page 8
Ný fiskveiðistefna eftir Skúla Alexandersson alþingismann Að afloknum kosningum í vor mun án efa hefjast um- ræða um nýja fiskveiðistefnu. Kvótastefna núverandi ríkis- stjórnar hefur mistekist - ekki nálgast þau markmið sem henni var ætlað að stefna að og ranghverft ýmsum grund- vallaraðferðum fiskveiða í sambandl við afla, rekstur og fjárhag. Slík umræða er reyndar á fullu í þjóðfélaginu milli manna og innan stofnana og samtaka sjáv- arútvegsins. Einhver vorkunn- semi gagnvart ríkisstjórninni er þess valdandi að lítið er um það að kveðið sé upp úr um fordæm- ingu á kvótastefnunni og að rætt sé um nýjar leiðir - nýja fisk- veiðistefnu. Allt frá því haustið 1983 þegar míverandi fískveiði- stefna var lögfest hefi ég haldið því fram að þeim markmiðum sem stefnt var að yrði ekki náð með afla- og sóknarmarki á botn- fiskaflann. Aðalmarkmiðin voru: 1. Takmarka sókn - byggja upp fiskistofna. 2. Bæta gæði afla. 3. Minnka útgerðarkostnað. 4. Takmarka stærð fiskiskipa- flotans. Ekki hefur tekist að takmarka á réttan hátt sókn íþorskstofninn. Sóknin hefur orðið mun meiri en stefnt hefur verið að og þrátt fyrir hagstæð skilyrði í sjónum hefur ekki tekist að byggja upp veiði- og hrygningarstofn svo sem æskilegt og hagkvæmt er talið. Engar marktækar breytingar hafa orðið á gæðum afla né á út- gerðarkostnaði vegna áhrifa frá rikjandi fiskveiðistefnu. Fiski- skipastóllinn er orðinn gamall og úreltur. Niðurstaðan er sem sagt þessi: Kvótastefnan nálgast ekki þau markmið sem að framan eru talin en allir eru sammála um það að þessum markmiðum þarf - verð- ur að stefna að. Hvað á þá að gera? Hver eiga að vera aðalatriði fiskveiði- stefnu? Grundvöllur framtíðar fiskveiðistefnu verði hámarks- gæði afla og framleiðsluvöru. Slík stefna felur í sér ýmsa aðra þætti svo sem verðmætisaukningu, minnkandi sókn, minni útgerð- arkostnað, markaðsöryggi, betri samkeppnisstöðu gagnvart er- lendum ferskfiskmörkuðum, hækkað fiskverð fyrir útgerð, hagkvæmara hráefnisverð fyrir fiskvinnslustöðvar. Manneskju- legra umhverfi og afstöðu til sjávarútvegs og fiskvinnslu. Hvað þarf að gera til að þetta gerist? 1. Takmarka úthald og sókn netaveiðiskipa. Það gengur ekki að komið sé að landi með besta þorskinn - 4-7 kg fisk og þaðan af stærri, meira og minna gallaðan og úr þessum fiski fáist ekki að stórum hluta nema 2., 3. og 4. flokks markaðsvara. Hrogn, gell- ur, kinnfiskur og Iifur er verð- laust úr afla sem kemur gallaður að landi, þessar verðmætu afurð- ir nýtast aðeins úr nýjum og góð- um fiski. Úthald og sókn netaskipa skal takmarka á þann hátt að þeim skuli gert að hafa ekki net í sjó um helgar og að heildametafjöldi í sjó verði takmarkaður. Slíkt hef- ur þegar verið grt á Snæfellsnesi og Vestfjörðum og gefist mjög vel nema að því leyti að það fellur ekki saman við núverandi fisk- veiðistjóm. Einnig þarf að koma því á að aflinn verði slægður um borð í netaveiðiskipum. Með þessum aðgerðum myndi sókn þessara skipa í þorskinn minnka mikið en jafnframt myndi verðmæti afla aukast trú- lega nokkuð umfram aflaskerð- ingu og útgerðarkostnaður minnka. Sunnan Látrabjargs suður um að Kaldbak skal möskvastærð á þorskanetum ekki vera minni en 71/*” til að tryggja það að ekki sé verið að tína úr smáfiskinn með of smáum möskva. Norðanlands og á sérstökum ýsusvæðum verði leyfður smærri netamöskvi. Á öðrum veiðiskap verði báta- flotanum settar strangar reglur um sókn og meðferð afla með hliðsjón af netaveiðiákvæðum. 2. Úthald og sókn togaranna verði skipulögð á þennan máta: Stórlega verði aukið eftirlit með sókn togara í smáfisk og stærðarmörk á undirmálsfiski hækkuð. Á sama hátt og það gengur ekki að skerða verðmæti þorskaflans fyrir suður- og vest- urlandi með því að skemma fiskinn í netunum er það jafn frá- leitt að halda áfram kraftasókn í smáþorskinn eins og gert hefur verið í alltof ríkum mæli undan- farin ár. Slík veiði er vitaskuld mjög óhagkvæm bæði fyrir veiðar og vinnslu. Fjóra síðustu mánuði nýliðins árs sept.-des. var meðalþyngd á þorskafla togaranna um og innan við 2 kg. í nóvember var yfir 50% aflans undir 2 kg að meðalþyngd og í október um 40%. Sú bið sem bætir 25% þyngd við þorskinn - úr 2 kg í 2Vz kg margborgar sig. Hvað þá ef skrefið væri stigið svo- lítið stærra - þorskinum gefið tækifæri til að vaxa í 3ja kg þunga eða meira. Fyrir útgerð yrði verðmæti þess afla mun meira og fyrir fisk- vinnslu myndi vinnast margt með hraðari vinnslu, betri nýtingu og mikið betri framleiðsluvöru. Auk þess að hefta sókn í smá- fiskinn (það þarf að passa báta- flotann líka) þurfa togararnir að hlíta eftirfarandi reglum þegar þeir eru á þorski. a) Dagmerkja afla. b) Veiðiferð fari ekki yfir 7 sól- arhringa. c) Afli í viðiferð fari ekki yfir 150 tonn að jafnaði og allur fiskur verði ísaður í kassa. Ég hefi nefnt hér nokkur atriði sem grundvöll nýrrar fiskveiði- stefnu. Þessi atriði öll myndu auka gæði afla og í flestum tilfell- um koma í veg fyrir að komið yrði með afla sem ekki kallaðist fyrsta flokks að landi. Framkvæmdin myndi mjög draga úr sóknargetu hvers skips en ekki minnka afla- verðmæti þess, jafnvel frekar auka það þegar upp væri staðið. Með 350 þús. til 400 þús. tonna þorskafla og sjálfsagðri nýtingu karfa og ufsa myndi sá fiskiskipa- floti sem við eigum nú, ekki gera meira en veiða það magn með þeirri gæðastjórn og gæðakröfum sem ég hefi nefnt. Allur einkaréttur á miðum, all- ur kvótaréttur yrði þá óþarfur. Ef afli yrði meiri fyrrihluta árs en Hafrannsóknastofnun taldi æski- legt yrði dregið úr sókn með lengri löndunarfríum eða stoppi á ákveðnum tímum. Páskastopp, sjómannadagsstopp, áramóta- stopp og stopp um verslunarm- annahelgi yrðu jafn sjálfsögð og nú. Afli myndi berast að með jafn- ari hætti en nú - þar sem útilokað væri að beita beinni kraftasókn - aflatoppar myndu ekki verða vandamál á borð við það sem hef- ur gerst. Tal og fullyrðingar um mis- munun milli landshluta væri úr sögunni - hver um sig byggi að sínu og nýtti sína möguleika - án þess að þurfa að kaupa sér rétt eða hafa til þess vafasaman einkarétt. Endumýjun fiskiskipaflotans verður að tengjast nýrri fisk- veiðistefnu. Við stöndum nú í svipuðum sporum og eftir stjóm- artíma Sjálfstæðis- og Alþýðu- „Fjóra síðustu mánuði nýliðins árs var meðalþyngdþorskafla togaranna um og voru yfir 50prósent aflans undir2 kílóum að meðalþyngd og í október um 40pr prósentumviðþyngdþorsksins, Úr2í2,5kíló, margborgar sig. Hvaðþá efskre^ svolítið stærra - þorskinum gefið tœkifœri til að vaxa í3ja kílóaþunga eða meiri 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 26. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.