Þjóðviljinn - 04.04.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.04.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI L'jÖSÖPÍÐ Gegn upplausnarástandi „Þaö er einn höfuðveikleiki hægri aflanna í dag, að þau þora ekki að viðurkenna að afskipti hins opinbera séu nauðsynleg í atvinnulífinu. Þess vegna er það Ijóst að hægri stefnan er hemill á þróun atvinnulífsins." Þetta segir Ásmundur Stefánsson,forseti A.S.Í., í viðtali í Sunnudagsblaði Þjóðviljans. Þarna er vikið að merkilegu málefni. Sú áróð- ursaðferð sem hægri flokkunum og miðjumoð- inu er tamast að grípa til gegn Alþýðubandalag- inu er fólgin í því að dylgja um, að Alþýðubanda- lagið sé sérstaklega til þess stofnað að kyrkja atvinnurekendur á íslandi. Þessu svarar Ásmundur í viðtalinu: „Það gefur auga leið að það er engum í hag, og allra síst launþegum, að rústa fyrirtækin í landinu og hleypa verðbólgunni upp úr öllu valdi. Það er kappsmál vinstra fólki, að fyrir- tækin standi föstum fótum, þannig að við eigum góða vinnustaði sem geti greitt hátt kaup í fram- tíðinni - og að sjálfsögðu líka að verðbólgan minnki frá því sem hún er núna. Ef við lítum á það sem hefur verið gert í þessu efni í tíð þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr, þá má segja að í sambandi við atvinnulífið hefur ríkis- stjórnin setið hjá og horft á með hendur í skauti. Við höfum búið við gott atvinnuástand. Árferði hefur verið gott, en það hefur ekkert verið gert af hálfu stjórnvalda til að tryggja áframhaldandi atvinnuuppbyggingu. Þetta er farið að segja mjög til sín úti á landsbyggðinni og getur farið að segja til sín fyrr en varir hérna á höfuðborgar- svæðinu. Þessu þarf að snúa við með öflugu frum- kvæði af hálfu hins opinbera. Stjórnin þarf að gangast fyrir atvinnuuppbyggingu. Ekki bara í fiskeldi og loðdýrarækt eða hinum svonefndu nýju atvinnugreinum, heldur einnig í hinum hefðbundnu atvinnugreinum okkar, sem eiga margar hverjar mjög undir högg að sækja, t.d. vegna innflutnings. Það þarf aukið frumkvæði af hálfu hins opinbera til að tryggja tækniþróun, til að efla markaðssókn þannig að við komum framleiðslu okkar á erlenda markaði. Það þarf stuðning við fyrirtækin, það þarf að ýta við þess- um litlu íslensku fyrirtækjum. Ég er hvorki að ýja að haftastefnu né ríkis- rekstri. Eins og málin standa tel ég ólíklegt að ríkisrekstur geti verið vaxtarbroddur atvinnulífs- ins, ef ég má orða það þannig. Og ég er ekki að ýja að haftastefnu - heldur þvert á móti. Ég er að tala um, að ríkisstjórnin ýti við atvinnulífinu, dragi það fram, sýni möguleika og skipuleggi nýtingu þeirra... Það er alveg Ijóst, að það verða atvinnufyrir- tæki sem verða stofninn í atvinnusókninni. Mannaflaaukningin verður í tiltölulega litlum fyrirtækjum og slík fyrirtæki hafa ekki þá burði hvert í sínu lagi að þau geti staðið straum af því rannsóknarstarfi sem nauðsynlegt er, né heldur geta þau annast upp á eigin spýtur nauðsyn- lega markaðsöflun. Þar þarf hið opinbera að beita sér... Alþýðubandalagið og þau félagslegu viðhorf sem það stendur fyrir eru forsenda þess að íslenskt þjóðfélag sé starfhæft. Menn eru að. gera sér grein fyrir því að áframhaldandi íhalds- stjórn mun leiða yfir okkur þá óánægju og þann óróa í þjóðfélaginu, að atvinnufyrirtækin munu eiga erfitt með að vera til. Það er nauðsynlegt, jafnt fyrir atvinnufyrirtækin og launafólkið, að hér sé félagslega sinnuð ríkisstjórn." Margvíslegur áróður hefur verið rekinn gegn Alþýðubandalaginu og er þess skemmst að minnast að íhaldsmenn lögðu á það megin- áherslu, að allt væri upp í loft í Alþýðubandalag- inu og því hættulegt að treysta svo sundruðum flokki; Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur höfðu myndað fylkingu sem hugðist skipta með sér völdum að loknum kosn- ingum, sem í þeirra augum voru nánast forms- atriði. Nú er kominn upp allt önnur staða. Sundr- ungin er komin í Ijós og hana var að finna í Sjálfstæðisflokknum. Kratar og framsóknar- menn hringsnúast nú ráðvilltir á hlaðinu þar sem áður stóð höfuðból og er nú rjúkandi rúst, og Jón Baldvin Hannibalsson talar um „eitrað andrúmsloft spilltra stjómmála". Hann ætti að vera flestum hnútum kunnugur á hægri vængn- um eftir þá misheppnuðu gönguferð sem hann fór með liði sínu að ráða sig í vist hjá íhaldinu. Gegn því upplausnarástandi sem nú ríkir í íslenskum stjórnmálum gengur Alþýðubanda- lagið fram af festu og axlar þá ábyrgð að vera málsvari félagshyggju og samhjálpar, en á þeim grundvelli hlýtur þjóðin að byggja framtíð sína. - Þráinn Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgafandl: Utgálufélag Þjóðviljans. Rltatjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, Össur Skarphéðinsson. Fréttaatjóii: Lúðvfk Geirsson. Blafiamenn: Garðar Guðjónsson, Guömundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, Hjðrteifur Sveinbjömsson, Ingunn Ásdisardóttir, Kristín Ólafsdóttir, KristóferSvavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gislason, MörðurÁmason, OlafurGfslason, RagnarKarisson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, StefánÁsgrimsson, Vil- borg Davfðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrtta- og prófartcalestur: Elfas Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: EinarÓlason, Sigurður MarHalldórsson. Útlltatalknarar: Sævar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdaatjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjórl : Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýalngaatjórl: Sigriður Hanna Sigurbjðmsdóttir. Auglýslngar: Baldur Jónasson, Olga Clausen, Guðmunda Kristins- dóttir. Sfmvarala: Katrfn Anna Lurrd, Sigríður Kristjánsdóttir. Húamófilr: Sofffa Björgúlfsdóttir. Bflstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiðslu- og afgrelfislustjóri: Hörður Oddfriðarson. Afgmlfisla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. lnnhelmtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjömsson. Utkeyrsla, afgrelðsla, rltstjórn: Sffiumúla 6, Reykjavfk, sfmf 681333. Auglýalngar: Sfðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog aetnlng: Prentsmlfija Þjófivlljanshf. Prentun: Blafiaprent hf. Verfi f lausasölu: 55 kr. Helgarblöfi:60kr. Áakriftarverfi á mánufii: 550 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. apríl 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.