Þjóðviljinn - 04.04.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.04.1987, Blaðsíða 10
Hjúkrunarfræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsu- gæslustöðvum eru lausartil umsóknar nú þegar: 1. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina á Patreksfirði. 2. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina á Þórshöfn. 3. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina í Asparfelli, Reykjavík. 4. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöð Miðbæjar, Reykjavík. 5. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina í Árbæ, Reykjavík. 6. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina í Reykjahlíð, Mývatnssveit. 7. Hálf staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina á Dalvík. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, Reykja- vík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 31. mars 1987 Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarð- ar óskar eftir að ráða starfsfólk í eftirtalin störf í sumar. a. Flokksstjóra við Vinnuskólann. b. Leiðbeinendur í skólagarða. c. Leiðbeinendur á starfsvelli. d. Leiðbeinendur ó íþrótta- og leikja- námskeið. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 21. apríl. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu Æskulýðs- og tómstundaráðs að Strandgötu 6, 2. hæð. Upplýsingar eru veittar í síma 53444 hjá æskulýðs- og tómstundafulltrúa. Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarðar SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA Þroskaþjálfar - sérfóstrur Svæðisstjórn Suðurlands um málefni fatlaðra óskar eftir að ráða forstöðumann að nýju með- ferðarheimili fyrir fötluð börn í Vestmannaeyjum. Áætlað er að starfið hefjist seinni hluta komandi sumars. Upplýsingar gefnar á skrifstofu Svæðisstjórnar Suðurlands, Eyrarvegi 37 Selfossi, sími 99-1839. Umsóknarfrestur er til 25. apríl n.k. Svæðisstjórn Suðurlands um málefni fatlaðra. SUÐURLAND Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands 1987 verður haldinn í Múlabæ, Ármúla 34, fimmtudaginn 9. apríl nk. og hefst kl. 20.30 Venjule^ Fundarefni: aðalfundarstörf nnur mál Stjórnln Lagarfljótsvirkjun: Vegna hennar hef ur gerðardómur úrskurðað endanlegar bætur til landeigenda og ábúenda jarða við Lagarfljót vegna röskunar sem einkum er fólgin í missi nytjalands og rýrnun á uppskeru og beit. Rafmagnsveitur ríkisins Greiða rúmar 13 milljónir í skaðabætur Landeigendum og ábúendum 24 jarða við Lagarfljót dœmd- ar bœtur vegna Lagarfljótsvirkjunar. Niðurstaða dómenda að breyting hafi orðið á landgœðum jarða við Lagarfljót í fyrradag var kveðinn upp úr- skurður í gerðardómsmáli milli Rafmagnsveitna ríkisins og eigenda og ábúenda við Lagarfljóí um bætur fyrir tjón á landi jarð- anna af völdum Lagarfljótsvirkj- unar á Fljótdalshéraði sem reist var í tveimur áföngum á árunum 1971-1976. Var Rafmagnsveitum ríkisins gert að greiða heima- mönnum tjónabætur vegna 24 jarða eða landareigna, að upp- hæð 13.594.200.00 krónur. Virkjunarleyfi Lagarfossvirkj- unar er takmarkað við 20.5 m vatnshæð við Lagarfljótsbrú, sem er mjög svipuð venjulegri vatns- stöðu að sumarlagi en hærri en meðalvatnsstaða að vetrarlagi. Samkvæmt vatnamælingum Ork- ustofnunar fyrir og eftir virkjun er sumarstaða í Leginum 0.10- 0.15 m hærri en áður. Við fulla miðlun að vetarlagi nemur vatns- borðshækkunin um 0.42 m í Leg- inum en meðaltalshækkun yfir allt árið hefur mælst 0.29 m mið- að við tímabilið 1975-1984. Neð- an Lagarfljótsbrúar er vatns- borðshækkunin við miðlun að vetrarlagi talin um 2.00 m í Vífil- staðaflóa og um 2.50 m í Steinsvaðaflóa. í forsendum dómsins er í aðal- atriðum miðað við þessar mæl- 10 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN ingar, en aðaláhrif virkjunarinn- ar á umhverfið eru fólgin í þess- um vatnsborðshækkunum. Samhliða vatnsborðshækkun er tjón landeigenda einkum fólg- ið í grunnvatnshækkun í landi við fljótið. Telja gerðardómendur að áhrifa virkjunarinnar gæti á landi í allt að 22 m hæð yfír sjávarmáli og stuðli m.a. að breytingum á gróðurfari er dragi úr ræktunar- möguleikum. Nýting áburðar er lakari vegna grunnvatshækkunar, meiri hætta á áburðartjóni í vorflóðum, minni uppskera á túnum og ny- tjalandi. Vatnsborðshækkun að vetri er talin hafa þau áhrif að lægsta landið fari undir vatn og ís.. Haust- og vetrarbeit komi ekki að notum og heilgrasagróður þoli ekki að liggja undir vatni svo langan tíma. Niðurstaða dóm- enda er þannig á þá leið að breyting hafi orðið á landgæðum jarða við Lagarfljót. Með úrskurði gerðardómsins hafa verið ákveðnar endanlegar bætur vegna röskunar sem eink- um er fólgin í missi nytjalands og rýmun á uppskeru og beit. grh Útboð Klæðningar á Vesturlandi 1987 ''//v/m > Vegagerð rikisins óskar eftir tilboðum í ofangreint f verk. Lengd vegarkafla samtals 23,0 km, magn 128.000 fermetrar. Verki skal lokið 20. ágúst 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borg- amesi og Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 7.þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 27, apríl 1987. Vegamálastjóri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.