Þjóðviljinn - 04.04.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.04.1987, Blaðsíða 8
Sprengi- kraftur og sveifía Grétar Reynisson í Gallerí Svartá hvítu og Haraldur Ingi f Nýlistasafninu Það býr sprengikraftur í mynd- um Grétars Reynissonar, sem hann sýnir nú í Gallerí Svart á hvítu við Óðinstorg. Reyndar sprengja myndirnar húsnæðið utan af sér og hefðu betur notið sín í mun stærri salarkynnum. Þykk og leikandi pensilskriftin í verkum hans ber vott um mikið vald yfir efninu, og formin sem hann særir fram á dúkinn bera með sér átakafulla fæðingu, þar sem léreftið verður eins og yfir- gefinn vígvöllur með tröllslegum vegsummerkjum um orrustu sem einhvem tímann hefur átt sér stað í innri vitund málarans. Grétar málar í fáum litatónum þar sem svart og hvítt eru ríkjandi með ívafi af rauðu, gulu og bláu. Það em ekki síst þessi ríkjandi litbrigði í svörtu og hvítu sem gefa myndunum dramatískt yfir- bragð og gefa áhorfandanum jafnvel hugboð um að enn válegri tíðindi séu í vændum. Það er skaði að þessar myndir skuli ekki hafa fengið að njóta sín í stærra húsnæði, þannig að þær kæmust fyllilega til skila, því að mínu mati njóta þær sín ekki til fulls við svo þröngar aðstæður. En myndin Heimkoman, sem er í austur- ugga gallerísins og snýr út að ðinstorginu nýtur sín vel og gef- ur hugboð um hvernig heildará- hrifin hefðu verið ef Grétar hefði getað nýtt þá hæfileika sem hann hefur sýnt sem snjall leikmynda- smiður við að sviðsetja þessa orr- ustu á léreftinu í hæfilega til- sniðnu rými. í þessu sambandi má minnast sýningar Sigurðar örlygssonar, sem sýndi færri Haraldur Ingi Grótar Reynisson myndir en Grétar í öðrum sal Kjarvalsstaða í haust. Við slíka uppsetningu má ímynda sér að áhrifin af sýningu Grétars hefðu orðið önnur og trúlega sterkari, um leið og hún hefði orðið til þess að breyta áhersluatriðiim í ein- stökum verkum og sýningunni í heild. En hvað sem þessu lfður, þá er hér komin sýning sem menn ættu ekki að láta fram hjá sér fara, en henni lýkur nú um helg- ina. „Það gerðist eins og hendi væri veifað/ úr munni/ spýttust myndir úr línum og orðum / í allar áttir.“ Þannig kemst Haraldur Ingi að orði í nafnlausri bók með teikningum og ljóðum, sem hann gefur út í tilefni sýningar sinnar í Nýlistasafninu, sem nú stendur yfir. Þessi yfirlýsing Haralds lýsir kannski nokkuð afstöðu hans til ljóðlistar og myndlistar. Þau átök, sem finna má í verkum Grétars Reynissonar eru hér víðs fjarri. Haraldur Ingi virðist leika sér að því að teikna, mála og yrkja ljóð jöfnum höndum, en sá lífsháski og sú nauðsyn, sem jafn- an er kjami góðrar listar, verða nokkuð á huldu í verkum hans. Þessi sýning ber vott um það að Haraldur er enn að leita fyrir sér í lífinu og listinni, og ekki nema gott um það að segja, en hins veg- ar veittist mér erfitt að finna mikið erindi úr myndum hans, og á það kannski ekki síður við um teikningarnar sem hann hefur gefið út í bókarkveri. Þó fór ekki hjá því að mynd sú af blæstri, sem hér er birt, bæri með sér nokkurn fögnuð í brjósti eins og góð jazz- sveifla, en þegar hendi er veifað verður oft lítið um varanleg skila- boð. -ólg. O, þú! Hugleikur frumsýnir nýtt ís- lenskt leikrit Hugleikur, félag áhugamanna um leiklist í Reykjavík firumsýnir nýtt íslenskt leikrit á Galdraloft- inu, Hafnarstræti 9, á laugardag kl. 20.30. Leikritið heitir O, þú! - ástarsaga pilts og stúlku og fjallar um ástir og örlög Indriða og Sig- ríðar í Tungu, eins og segir í frétt- atilkynningu. Höfundar verksins eru þær Ingibjörg Hjartardóttir, Sigrún Óskarsdóttir og Unnur Guttormsdóttir. Sautján leikarar taka þátt í sýningunni, en leik- stjóri er Sigrún Valbergsdóttir. Aðstandendur segja þetta vera nútimaverk, er gerist í ólgusjó ís- lenskra stjórnmála, undir- heimum Reykjavíkur, íslenskri sveitasælu og á brimóttri strönd Jótlands. Arto Noras í Norræna húsinu Rétt er að vekja athygli á tón- leikum þeim sem verða í Nor- ræna húsinu á sunnudag kl. 16, en þá leikur Kvartett Síbelíusaraka- demíunnar í Helsinki verk eftir Haydn, Beethoven og Sibelius. Þessi finnski kvartett hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu, og með honum leikur m.a. fiðluleik- arinn Arto Noras, sem er talinn einn af fremstu fiðluleikurum á Norðurlöndum. Kvartett Síbelí- usarakademíunnar hefur leikið með frægum einleikurum á borð við Emil Gilels og Karl Leister, og plötur hans hafa tvisvar hlotið viðurkenningu sem bestu klass- ísku hljóðritanir ársins í Finn- landi. Klarinettuyndi á ptötu Það er auðvitað ekki á hverjum degi, að íslenskir einleikarar kveðja sér hljóðs á grammófón- plötum. En það vill stundum til, og alltaf er það gleðiefni. Mis- jafnlega mikið gleðiefni þó, eins- og gengur. Okkar ágæti klarinettuleikari, Einar Jóhannesson, fyrsti maður á sitt hljóðfæri í S.í. og sólisti á heimsmælikvarða, leikur ásamt heiðurslandanum og píanistan- um breska Philip Jenkins, nokk- ur verk á plötu sem Merlin plötufélagið á Englandi gefur út. Ekki kann ég nein frekari skil á Merlin, en platan er bæði vel hljóðrituð og þrykkt og allur frá- gangur til sóma. Tónmeistari og „produsent“ er eftir sem ég best veit amk. 3/4 íslendingur Trygg(vi) Tryggvason. Fyrri síða plötunnar er helguð rómantískum meistarastykkjum, sem láta bæði Ijúflega í eyrum og eru jafnvel talsverð nýmæli. Td. hef ég aldrei heyrt Fantasistykke f. klarinett og piano eftir Carl Ni- Guðni Franzson klarinettu- leikari hélt um daginn ein- leikstónleika í Norræna húsinu. Fyrri hluti efnisskrárinnar var helgaður nútíma einleiksverkum, en í seinni hlutanum fékk Guðni til liðs við sig píanóleikarann Þor- stein Gauta Sigurðsson og fluttu þeir félagar verk eftir Debussy og Brahms. Guðni er áreiðanlega einn af efnilegustu ungum listamönnum landsins og allt sem hann tekur sér fyrir hendur athyglisvert og merkilegt. Sama er reyndar að segja um Þorstein Gauta, hann er sá af yngri píanistum okkar, sem býr yfir einna mestu mögu- leikum. Stemmningin var því já- kvæð og elskuleg. Einleiksverkin voru öll eftir tónskáld sem komust til þroska á elsen. Þetta er að vísu ósjálfstætt æskuverk, ákaflega einlæg eftir- öpun á Mozart ofl., en kærkomið þeim sem hafa áhuga á að ranns- saka ætt og uppruna Nielsenss- tílsins, sem er alls ekkert blávatn þó hann sé dejlig og dansk. Og hver þekkir þýskan meistara, Burgmuller, sem dó fyrri hluta aldarinnar, Lidholm frá Svíþjóð, Escher frá Hollandi og loks Berio frá Ítalíu. Amicizia Lidholms og „Sonata“ Eschers eru verk sem maður hefur lítið fyrir að gleyma. En Sequenza Lucianos Berios er af allt öðrum toga. Þar er um að ræða meiri háttar músíkreynslu, sem er að vísu skráð af nákvæmni í nótur, en krefst um leið að hljóðfæra- Ieikarinn velji og hafni tjáningar- leiðum. Leikur Guðna var mjög sannfærandi í þessu verki, og spennandi, þó útkoman væri alls ekki „afgreitt mál.“ Það stóð ekki til, og nú er að bíða eftir að heyra Guðna leika þetta aftur, þ.e.a.s. þegar hann hefur kafað lengra undir yfirborð óteljandi og allt að því óspilandi nótna. Þorsteinn Gauti studdi Guðna hálfþrítugur í sárri fátækt árið 1836? Ég man að vísu eftir einu eða tveim píanóstykkjum, en það er líka allt og sumt. Duo hans, sem þeir Einar og Philip leika, kemur manni líka á óvart. Stíllinn minnir vissulega á samtímamenn, Schumann, Mendelsohn ofl., en það er í þessu sjálfstæður tónn, sem vekur með manni löngun að kynast þessum höfundi nánar. Þessi verk leika þeir félagar eins vel og á verður kosið; fáir forma línur jafn fagurlega og Einar, þar er aldrei skotið yfir markið, þó oft sé teflt tæpt á sveigjunni, og Jenkins fylgir þessu eftir með hreinu og hlýju klavierspili. Þess- ir eiginleikar gera líka þriðja verkið, Fantasiestucke op. 83 eftir Schumann, að sannkölluðu eymayndi. Hin hliðin er með íslenskum tónverkum: Sónötu Jóns Þórar- inssonar og Reki og Fjórum ís- lenskum þjóðlögum eftir Þorkel Sigurbjömsson. Sónata Jónasar er án efa ein besta tónsmíð sem dyggilega í Rapsódíu Debussy, verki sem varla er hægt að segja að sé merkileg músík, en ákaf- lega ómblíð og vel samin fyrir in- strumentin. En svo kom Brahms: Sonata op 120 nr.l. Þar em nú aldeilis átök og áræðni í rithætti- num. Og þar komu í ljós ein- kennilegar andstæður í stíl flyt- jendanna, Gauti seigfljótandi, þungur og þéttur, Guðni léttari á bámnni og ýkti kannski einum um of styrkleika-andstæður, sér- staklega pianissimo. í öllu falli náði leikur þeirra félaga ekki að vinna saman svo úr yrði sannfærandi heild. En Brahms er víst alltaf vandamál og ekki hægt að ná vemlegum árangri við hann fyrr en að loknum löngum og ströngum tilraunum. En þær em líka þess virði, segja menn. LÞ gerð hefur verið fyrir klarinett hér á landi, enda hefur hún verið leikin um allar jarðir af bestu listamönnum. Diatónískur hreinstefnustíllinn getur auðvit- að verkað gerilsneyddur ef menn gá ekki vel að sér, á því er engin hætta hjá þessum ágætu lista- mönnum, sem gefa hverri tón- hendingu fjölbreytt líf og lit. Sama má segja um flutninginn á verkum Þorkels, sem eru smá- skrýtin og skemmtileg. Þessi plata fæst í þeim plötu- búðum sem hafa vott af sjálfs- virðingu. Orgeiog upplestur Þröstur Eiríksson og Gunnar Eyjólfsson fluttu verk Job, fyrir orgel og upplesara, eftir Egil Hovland á sunnudaginn var. Þetta var í Kristskirkju á vegum Tónlistarfélagsins þar í bæ, reyndar á fyrstu tónleikum fé- lagsins að lokinni stórviðgerð á byggingunni. Því er ekki að neita, að ýmsar breytingar á innan- stokksmunum kirkjunnar hafa aukið hljómburðinn verulega, og þó það ylli ekki orgelleikaranum neinum vandræðum, nema síður sé, þá kom það nokkuð niður á flutningi textans. Þetta verk Hovlands, er á sinn hátt áhrifamikið, þó hvergi sé það dýrt kveðið í einu eða neinu. Þröstur lék það af miklum krafti og vissi greinilega hvað hann söng í þessu tilfelli, og sá góði þjóðleikari Gunnar Eyjólfsson, flutti texta Jobsbókar af miklum og dramatískum skörungsskap. En einsog fyrr segir kom akkúst- íkkin verulega niður á textanum, en hún á eflaust eftir að lagast þegar allt er frágengið og komið í eðhlegt horf á páskum. LÞ Átök og áræðni 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. apríl 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.