Þjóðviljinn - 04.04.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 04.04.1987, Blaðsíða 13
Myndin er tekin 1893-4 í norðusturhomi „Batterísins” ekki langt f rá þar sem Seðla- bankinnernú. Frávinstri Þor- varður Þorvarðsson fyrsti for- maður HÍP, Benedikt Páls- son, þá Jón Árnason og bak við hann Guðmundur Þor- steinsson yngri, Jón E. Jóns- son þá Guðjón Einarsson og bak við hann Einar Kristinn Auðunsson, Guðmundur Þor- steinsson eldri og Ágúst Jós- efsson. Allt það er til framfara horfir ídag eru liðin 90 árfrá stofnun HÍP, elsta starfandi verkalýðsfélags á landinu „Tilgangur félagsins er a& efla og styrkja samheldni með- al prentara á íslandl; a& koma í veg fyrir að réttur vor sé fyrir borð borinn af prentsmiðju- eigendum; að styðja að öllu því er til framfara horfir í iðn vorri, og að svo mlklu leyti sem hægt er, tryggja velmegun vora í framtíðinni.” Þessi klausa er hluti af lögum Hins fslenska prentarafélags eins og þau voru samþykkt á stofn- fundi þess fyrir réttum níutíu árum. Fundurinn var haldinn í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík og voru stofnendumir tólf talsins. Að vísu eru meira en hundrað ár liðin síðan bókagerðarmenn höfðu uppi fyrstu tilburði til að stofna með sér samtök. Samfelld saga samtakanna spannar hins vegar 90 ár og við það miða bóka- gerðarmenn sem í dag, 4. apríl, halda upp á afmæli samtaka sinna. Þríeitt verkalýðsfélag Samtökin heita í dag Félag bókagerðarmanna, en strangt til tekið er sá félagsskapur ekki nema tæplega sjö ára gamall, en þetta félag var stofnað 2. nó- vember 1980. Það varð til úr þremur félögum; Hinu íslenska prentarafélagi, Bókbindarafélagi lslands og Grafíska sveinafé- laginu. Heldur betur hefur fjölg- að í stéttinni frá því fmmkvöðl- arnir tólf komu saman í Góð- templarahúsinu en félagsmenn eru nú tæpiega eitt þúsund tals- ins. Nú er það í sjálfu sér engin dyggð að verða gamall og gildir einu hvort talað er um fóik eða félög. Hitt skiptir meira máli að ávaxta sitt pund. Samtök bóka- gerðarmanna er elsta starfandi verkalýðsfélag á landinu og hvað með það? Það þarf ekkert að vefja það að Samtök bókagerðar- manna hafa lyft sannkölluðum grettistökum í verkalýðsbarátt- unni, og verður seint fullþakkað það brautryðjendastarf sem þau hafa unnið í réttindabaráttu verkafólks almennt. í hugann kemur stytting vinnuvikunnar í 40 stundir, atvinnuleysistrygging- ar, sjúkratryggingar, orlofsréttur og svo mætti lengi telja. Segja má að síðan af samein- ingu félaganna þriggja varð 1980 hafi Félag bókagerðarmanna hlotið sína eldskím í tvennum hörðum átökum við atvinnurek- endur, hinum síðari 1984. Þau stóðu í sex vikur og voru háð gegn valdníðslustefnu í kjaramálum þar sem atvinnurekendur og ríkisvald þeirra stóðu saman eins og jafnan þegar á reynir. Dæmlsaga úr baráttunnl En það er af nógu að taka þeg- ar baráttusaga bókagerðarmanna er annars vegar. Eitt er það verk- fall sem vel má halda meira á lofti en gert er þegar verkalýðssagan er reifuð, en það eru stórátökin 1942, svo nefnt Gerðardóms- verkfall. í nóvember 1941 var samþykkt á félagsfundi í HÍP kröfugerð félagsins og verkfalls- heimild. Reynt var til þrautar að ná samningum við atvinnurek- endur en verkfall skall á 2. janúar 1942. Fjögur önnur iðnfélög voru í verkfalli auk prentara: jámiðn- aðarmenn, skipasmiðir, bók- bindarar og rafvirkjar. 8. janúar komu svo gerðardómslögin og var þeim ætlað að gilda til árs- loka. Þau bönnuðu öll verkföll og launabreytingar án samþykkis gerðardóms er ríkisvaldið skipaði. Enginn prentari í Reykjavík hóf vinnu þótt lögin væm komin í gildi. 12. janúar sendi félagið sáttasemjara ríkisins svofellda yfirlýsingu: „Að gefnu tilefni vill Hið íslenska prentarafélag hér með tilkynna yður að eftir út- komu bráðabirgðalaga um gerð- ardóm í kaupgjalds- og verð- lagsmálum er félagið ekki lengur í verkfalli og er það óátalið af félaginu þó félagsmenn hverfi til vinnu. Þetta sjáum við ástæðu til að tilkynna yður, en munum ekki senda frá oss frekari tilkynning- ar.” Þegar líða tók á janúarmánuð fór að hrikta i samstöðunni milli iðnfélaganna fimm og tókst ríkis- stjóminni að beygja þau öll með kauphækkunartilboðum og þar með viðurkenningu á gerðar- dómslögunum nema HÍP og Fé- lag rafvirkja sem var svipt eignum samkvæmt dómi. Hið íslenska prentarafélag kom heilt og óklofið úr þessum hildarleik. 9. febrúar vom samn- ingar milli prentara og atvinnu- rekenda undirritaðir og komu fyrstu menn í prentsmiðjumar um hádegi næsta dag. Sums stað- ar fóm menn ekki úr frökkum fyrr en loforð var fengið um 25% hækkun fyrir alla. Prentarar og rafvirkjar sem aldrei viðurkenndu gerðardóm- inn en beittu vopni skæmhernað- arins frá upphafi til loka hafa aldrei notið sannmælis hjá þeim sem fjallað hafa um þessi merki- legu átök gegn valdníðslu- og sér- hyggjuöflunum á dögum her- náms og stríðsgróða. Stikkorðin breytast en barátt- an heldur áfram; núna væri sjálf- sagt nærtækast að tala um frjáls- hyggju og stéttasamvinnu sem helstu ljónin á vegi velmegunar vorrar í framtíðinni svo vitnað sé til orða fmmherjanna í Gúttó. Félag bókagerðarmanna efnir til hátíðarsamkomu á Hótel Sögu í dag klukkan hálftvö. Þjóðvilj- inn vill nota tækifærið til að óska félagsmönnum til hamingju með daginn en ekki síður stolta sögu félagsins. HS Toppurinn f dag: nýjasta tækni og kunnáttumenn T prentsal Morgun- blaðsins. Hluti gerðarmanna. Guðjónsson gjaldkeri, Svanur Jóhannesson varaformaður, Sæmundur Ámason ritari og Magnús Einar Sigurðsson formaður. Fyrsta stjóm Hins íslenska prentarafélags. Fv. Friðfinnur Guðjónsson, Þorvarður Þor- varðarson og Þórður Sigurðs- son.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.