Þjóðviljinn - 04.04.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 04.04.1987, Blaðsíða 16
HEIMURINN Pýskaland Geislavirkur sunnudagur í Hessen Plútóníumverksmiðjurnar helsta kosningamálið íHessen á sunnudag, en þar er líka kosið um rauðgrœnt samstarf, framtíð Bonn-stjórnarinnar og stefnuátök í flokki krata Þær fjórar milljónlr Hessen- búa sem ganga að kjörborðinu á sunnudag að velja sér fylkis- þing skera fyrst og fremst úr um hvort haldið skuli áfram plútóníumvinnslu í verksmiðj- unum í Hanau, sem urðu fyrri fylkisstjórn að falli. En til úr- slita í Hessen er horft með mik- illi athygli annarri. Þær eru fyrstar fimm fylkiskosninga á árinu og aðstæður allar gera að verkum að kosningarnar geta gefið mikilvægar vís- bendingar um framtíðarþróun í vesturþýskri pólitík. Hessen liggur í miðju landi, og er fjármálamiðstöðin Frankfurt þar stærst borga, aðrar Darm- stadt, Kassel og fylkishöfuðborg- in Wiesbaden. Hessen hefur frá stríðslokum verið eitt af höfuð- vígjum krataflokksins SPD, en í síðustu fylkiskosningum náðu þeir ekki meirihluta og tóku sam- an við græningja í sögulegri sam- steypustjóm, hinni fyrstu þessara afla í þýsku fylkjunum. Sú stjórn sprakk í febrúar þeg- ar forsætisráðherrann Börner rak hinn græna umhverfismálaráð- herra Joschka Fischer úr stjórn- Hans Krollmann; enn ein niðurlæging SPD eða upphaf nýrrar sóknar? inni vegna ágreinings um starfs- leyfi fyrir plútóníumverksmiðju í Hanau nálægt Frankfurt. Stjómarslitin í Hessen vom á sínum tíma áfall fyrir þær fylking- ar innan græningja og krata sem stefna að samstarfi þessara flokka annarsstaðar og allra helst um landstjórnina í Bonn, en veður snemst skjótt í lofti. For- sætisráðherrann Bömer, sem telst til hægrikrata, var settur í helgan stein, við forystunni er tekinn Hans nokkur Krollman, dPAiv *IS\+ Innkaupastofnun rfkisins f.h. menntamálaráöuneytisins óskar eftir tilboðum ( að ganga frá hluta byggingar 7 á Landspítalalóð. Innanhússfrágangur, hlutar 4. og 5. haaðar ásamt stigahúsi f kjama á öllum hæðum ofl. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, gegn skilatryggingu kr. 10.000.- Tilboðum skal skila eigi sfðar en kl. 11.00 f.h. 28. aprfl n.k. og verða þau þá opnuð f viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartúni 7, sími 26844 Forstöðumann vantar að leikskóla Hvammstanga. Umsækjandi jjarf að geta hafið störf 1. júní nk. Nánari upplýs- ingar gefa forstöðumaður í síma 95-1343 og sveitarstjóri í síma 95-1353. Sveitarstjóri Hvammstangahrepps. Byggingarfélag verkamanna Reykjavík Aðalfundur félagsins verður haldinn í Domus Medica við Eg- ilsgötu miðvikudaginn 8. apríl, kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. önnur mál Félagsstjórnin. Þökkum auðsýnda vináttu og samúð við fráfall Þóris Bergssonar Björg Hermannsdóttir Hjatti Þórisson Guðrún Björk Tómasdóttir ‘ Hermann Þórisson Rannveig Sigurðardóttir Lilja Þórisdóttir Torfi Magnússon Bergur Þórisson Sigríður Bergsdóttir Laufey Kristinsdóttir Jón Bergsson Vilhelmína Jónsdóttir Beck og barnabörn Þórdís Pálsdóttir Joschka Fischer; í tyrsta sinn rauð- græn samstaða í kosningum meö þeim afleiðingum að bæði kratar og græningjar stefna á samvinnu að unnum meirihluta á sunnudag, og hafa sameinast gegn plútóníumframleiðslunni. Kratar benda að vísu óspart á að það er ekki fylkisstjórnarinnar einnar að leggja niður verksmiðj- una í Hanau og hafna þeim sem koma áttu í kjölfarið, heldur þurfi til þess samþykki Bonn- stjórnarinnar og sérstaklega um- hverfísmálaráðherra hennar, Walter Wallman. Wallman þessi er reyndar for- sætisráðherraefni kristilegra demókrata, CDU, í Hessen, og hefur tekið eindregna afstöðu með plútóníumvinnslunni og gegn rauðgrænu samstarfí. Rautt og grænt eða Bonnarmynstur í Hessen takast á skýrar blokk- ir, annarsvegar SPD og græningj- ar, hinsvegar CDU og frjáls- lyndir demókratar, FDP, og segja skoðanakannanir blokkirn- ar nú hnífjafnar að fylgi. í síðustu fylkiskosningum ‘83 fékk SPD 46 prósent, CDU 40, FDP 7,5, græningjar 6, en í landskosning- unum í janúar var rauðgræna blokkin í Hessen í minnihluta með samtals 47,8 prósent. Enginn þorir að spá um úrslitin á sunnudag. Búast má við að hvellurinn kringum stjórnarslitin sé græningjum og krötum í óhag, en stjórn þeirra hefur þó af ýmsu að státa, og kannski fyrst og fremst því að hrakspár hægri- manna um stjórnarsamstarfið gengu ekki eftir. Fyrirtæki hafa ekki flúið fylkið og síður en svo skapast það efnahagsöngþveiti sem boðað var. Framleiðni hefur haldist meiri en annarstaðar í Sambandslýðveidinu, laun hærri, atvinnuleysi hefur minnkað. Nýmæli rauðgrænu stjórnar- innar í Wiesbaden hafa notið hylli. Græningjar hafa unnið sér inn pólitísk prik fyrir velheppn- aða orkuáætlun þarsem áhersla er lögð á lítil orkuver, á aðra orkumöguleika en olíu og kjam- orku, og á að nýta umframorku. Stjórnin hefur líka stutt við bakið á smábændum, og rekið frjáls- legri stefnu gagnvart innflytjend- um en í öðrum fylkjum. Og kann- anir sýna aukið fylgi græningja Walter Wallmann; sigur styrkti Bonn- stjórnina undir forystu hins litríka Fisc- hers. Fylgi krata er allt í meiri óvissu. Þeir töpuðu í landskosningunum í janúar og hafa síðan deilt um flokksforystu og flokksstefnu og urðu þær deilur forsíðuefni um allan heim þegar hinn virti Brandt sagði af sér fyrir skömmu, á versta tíma fyrir félaga sína í Hessen. Það hjálpar þó krötum að íhaldsmenn eiga líka við vanda að stríða. Kristilegir fóru flokka verst útúr janúarkosningunum, og síðan gekk á með langdregn- um stjórnarmyndunarviðræðum í Bonn þarsem ágreiningsmál stjórnarflokkanna vom til sýnis uppá hvern dag. Þá hafa skatta-' hann sætt ámæli innanflokks og utan fyrir að bjóða sig fram nú án þess að segja af sér ráðherrastöð- unni í Bonn. Raddir í CDU segja að Wallmann muni engan veginn staðnæmast við æðstu vegtyllur í Wiesbaden, heldur yrði sigur í Hessen aðeins áfangi að kanslar- avirðingu í Bonn. Tónninn gefinn Plútóníum er heista kosning- amálið, og það er í sjálfu sér mik- ill sigur fyrir græningja sem þann- ig hafa beint umræðunni í sinn farveg. En kosningarnar í Hessen gefa einnig tóninn um pólitíska þróun í landinu öllu. Sigur rauðgrænu fylkingarinnar og vel- gengni slíkrar stjórnar í Wiesba- den mundi til dæmis ýta mjög undir Oskar Lafontaine, senni- legt kanslaraefni SPD í næstu landskosningum, og veita þessari nýju gerð af vinstristjórn trúverð- ugleik um landið allt. Sigur CDU og FDP gæfi hins- vegar Bonnstjórninni beggja skauta byr og hlæði mjög rökum að þeirri staðhæfingu hægriafl- anna að SPD sé ekki lengur ár- eiðanlegur kostur í vesturþýskum stjórnmálum. Og kosningarnar í Hessen gefa einnig tóninn fyrir fernar tvísýnar fylkiskosningar síðar á árinu. Um miðjan maí er stjórn kristilegra í Rínarlöndum í hættu og á sama Kosningamál númer eitt; Plútóníumfabrikkan í Hanau „ Kæru landar, hór talar Wallman um- hverfismálaráðherra. Við vitum ekki alveg ennþá hvað hefur komið fyrir, en það er alls engin ástæða til ótta... “ Skopmynd af Walter Wallman úr „Stern“. breytingar Bonnstjórnarinnar ekki vakið kristilegum vinsældir nema í hópi efnamanna, og þótt frambjóðandi þeirra í Hessen, Walter Wallmann, njóti vin- sælda, - hann var til skamms tíma borgarstjóri í Frankfurt -, hefur tíma reyna kratar í Hamborg að tryggja veldi sitt. í september verður sótt hart að íhaldsmeiri- hluta í Slésvík og Holtsetalandi, og einnig kosið í Bremen, þarsem kratar ættu reyndar að vera allvissir um rótgróin völd. í þessum fylkiskosningum er ekki einungis tekist á um heima- stjórn. Hver fylkisstjórn skipar fulltrúa sína í Sambandsráðið, „Bundesrat“, sem er einskonar yfírþing landsins alls, og getur tafið verulega þingstuddar á- kvarðanir Bonn-sjómarinnar og jafnvel hafnað þeim.. Staðan í því ráði er nú 23-18 stjórnarliðum í vil, en skammtímatakmark SPD er að hnekkja þeim meirihluta á árinu. Til þess þurfa þeir að vinna annaðhvort Rínarlönd eða Slésvík-Holstein af íhaldinu, en tap í Bremen, Hamborg eða Hessen mundi setja krata með öllu útaf laginu. Úrslitin í Hessen á sunnudag hafa því ýmis geislunaráhrif í Vestur-Þýskalandi. -m 16 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 4. apríl 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.