Þjóðviljinn - 04.04.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.04.1987, Blaðsíða 6
Stofnfundur Útvegsbanka íslands h.f. Stofnfundur Útvegsbanka íslands hf. verður haldinn þriðjudaginn 7. apríl 1987 að Hótel Sögu, Súlnasal, og hefst fundurinn kl. 15.00. DAGSKRÁ: 1. Setningarávarp: Matthías Bjarnason við- skiptaráðherra. 2. Tillaga að samþykktum fyrir hlutafélagsbank- ann lögð fram til umræðu og afgreiðslu. 3. Tillaga um stofnun hlutafélagsbankans lögð fram til umræðu og afgreiðslu. 4. Kosning bankaráðs. 5. Kosning skoðunarmanna. 6. önnur mál. Fundargögn verða afhent áskrifendum hlutafjár eða umboðsmönnum þeirra við innganginn. Viðskiptaráðuneytið, 2. apríl 1987. Vitaverðir á Hornbjargsvita Stöður aðal- og aðstoðarvitavarðar á Horn- bjargsvita hjá Vitastofnun íslands eru lausar til umsóknar. Stöðurnar veitast frá 1. júní 1987. Laun verða samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Við mat á umsækjendum verður m.a. lögð áhersla á þekkingu og reynslu í meðferð véla og tækjabúnaðar. Nánari upplýsingar um störfin veitir Tómas Sigurðsson, forstöðumaður hjá Vitastofnun íslands, í síma 27733. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist samgönguráðu- neytinu fyrir 24. apríl 1987. Vitamálastjóri. Námsstyrkur við Kielarháskóla Borgarstjórnin í Kiel veitir íslenskum stúdent styrk til námsdvalar við háskólann þar í borg næsta vetur, að upphæð 870 þýsk mörk á mán- uði í 10 mánuði, frá 1. okt. 1987 til 31. júlí 1988, auk þess sem kennslugjöld eru gefin eftir. Um styrk þennan geta sótt stúdentar, sem hafa stundað háskólanám í a.m.k. tvö ár. Umsækj- endur verða að hafa góða kunnáttu í þýsku. Umsóknir skal senda skrifstofu Háskóla íslands eigi síðar en 31. maí 1987. Umsóknum skulu fylgja námsvottorð, ásamt vottorðum a.m.k. tveggja manna um námsástundun og námsár- angur. Umsókn og vottorð skulu vera á þýsku. Forstöðumann vantar að Leikskóla Hvammstanga. Umsækj- andi þarf að geta hafið störf 1. júní nk. Nánari upplýsingar gefa: forstöðukona í síma 95-1343 og sveitarstjóri í síma 95-1353. Sveitarstjóri Hvammstangahrepps. flAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Starfsfólk vantar í ræstingar á Droplaugarstöð- um, hlutastörf. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377 milli kl. 10.00 og 15.00 virka daga. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. SJOTUGUR Skjöldur Eiríksson Félagi Skjöldur. Af mikilli varkárni sendi ég þér þessar línur, vitandi þig vera að flýja merkisafmæli í faðm austfirzkra fjalla og dala, þar sem ég vona að þú njótir enn á ný samfundanna við búendur og byggð. En ég má eiginlega til með að hrekkja þig ofurlítið, enda ertu manna fúsastur til að fyrirgefa þess háttar hluti. En því síður ertu fús til að fyrirgefa ranglæti, undirferli og þýlyndi í öllum myndum, ekki sízt gagnvart er- lendum auð- og herdrottnum. Kynni okkar hafa verið mér lærdómsrík og góð í hvívetna. Við hittumst öðru hvoru áður fyrr á félagsmálavettvangi eystra, þar sem ég fann að í þér átti rök- hyggjan og raunsæið góðan liðs- mann og ágæt eðlisgreind ásamt staðgóðri þekkingu sagði ætíð til sín. Það var ekki æsingurinn í málflutningi, þótt mikið bæri í milli, en heitt skap og hálfvelgja engin bjó þó að baki orðanna. 1971 í kosningahríðinni frægu, þegar ég villtist inn á Alþingi, kynntist ég þér þó fyrst að marki. Þú fórst þá í fararbroddi fyrir Samtökum frjálslyndra og vinstri manna og beindir spjótum þínum /v. skólastjóri umfram allt að íhaldinu - bæði því sem D-listinn stóð fyrir, svo og aðstoðarliði þess hjá framsókn og krötum. Mér er minnisstætt hversu róleg rökfærsla þín fór fyrir brjóstið á Sverri Hermanns- syni og þá var þér greinilega skemmt. Þessir fundir veittu mér innsýn í hugarheim þinn, þar sem allt þurfti að kryfja svo til mergjar að áreiðanleiki niðurstöðunnar fengi staðizt öll próf. Notaleg og hlý kímnin og alúðin fóru heldur ekki fram hjá mér og þess hef ég notið æ síðan. Og auðvitað hlauztu að ganga götuna áfram, koma til liðs við okkur í Alþýðubandalaginu, þar sem þú hefur starfað að einlægni og atorku á liðnum árum, m.a. veitt okkur ómetanlegt lið f bar- áttunni eystra. Og máske ertu einmitt í þeim erindagjörðum eystra nú. Ekki kæmi mér það á óvart. Þetta átti eingöngu að vera ör- stutt afmæliskveðja, en ævilýsing ekki. Góð er starfssaga þín eystra og syðra, þar sem stöðug þekkingar- leit hefur ráðið ferðinni, þar sem íhyglin góð og athöfnin þörf hafa í hendur haldist. Sú saga verður ekki rakin hér. Þakka þér svo allar ágætar samverustundir og vonandi fer þeim fjölgandi. Svo göngum við saman út í vor- ið til að berja á þursum afturhalds og hemaðarhyggju og höfum ár- angur af erfiðinu 25. apríl nk. Með ósk um farsæla framtíð og sanna sólskinsdaga. Helgi Seljan MINNING Hildur Bóasdóttir frá Eskifirði Fœdd 4. desember 1941 - Dáin 20. marz 1987 Hversu miskunnarlaus geta ör- lögin orðið og leikið einstakling- inn hart. Og aldrei getur reisn manneskjunnar þó orðið meiri en þá. Kona í blóma lífsins verður heltekin ólæknandi sjúkdómi sem rænir hana smám saman öllu, nema andlegum styrk og ótrúlegri lífslöngun. Glöð og hraust hafði hún áður gengið líf- inu á hönd, ættarfylgjur dugnað- ar og snerpu, góðra hæfileika og hugvits höfðu reynzt henni gjöf- ular, hún hafði átt góða foreldra og systkini, ágætan eiginmann og efnilegan son. Lífið brosti við henni, þegar áfallið mikla dundi yfir. En þótt ýmsar unaðssemdir lífsins hættu að brosa við Hildi, þá hélt hún áfram að brosa við lífinu, við okkur hinum, við örlögum sínum allt til hins síðasta. Þannig munum við hana, sem fengum að kynnast henni í heljar- greipum með brosið sitt bjarta, með vongleðina í augunum þrátt fyrir allt, með einlægnina og elskusemina í öndvegi til hinztu stundar. Hver á skilið nafngiftina hetja, ef ekki Hildur Bóasdóttir? For- dæmi hennar mun engum gleymast, sem fengu litið það fá- dæma viljaþrek, sem hún átti, þann baráttuanda, sem hún átti gegn hinu óyfirstíganlega, og þó var hún í eðli sínu fyrst og síðast svo ofurviðkvæm, svo undurblíð, { hennar brjósti bærðist kærleik- urinn ofar öllu. Lífssaga verður ekki rakin, en góða átti hún lífsgönguna allt frá fyrstu tíð. Brotasilfur eitt tengt ástvinum hennar skal hér tínt til. Hildur var fædd í Reykjavík, en sex ára gömul fluttist hún með foreldrum sínum til Eskifjarðar, þar sem hún átti heimili allt til ársins 1980. Foreldrar hennar Guðrún Ingibjörg Björnsdóttir (sem látin er fyrir nokkrum 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN árum) og Bóas Emilsson fram- kvæmdastjóri, nú á Selfossi. Á Eskifirði voru hennar heimaslóðir, en hún fór í Alþýðu- skólann á Eiðum og lauk þaðan prófi og síðan fór hún í Hús- mæðraskólann á Hallormsstað, en hann yrði hvers konar léku í höndum hennar og fagurt vitni bar heimili hennar um öll hennar vel unnu verk, bæði á því sviði og eins munir unnir úr postulíni, sem báru listfengi hennar vitnis- burð. 1961 urðu þáttaskil í lífi henn- ar, þegar hún giftist eftirlifandi f eiginmanni sínum, Hlöðver Kristinssyni vélvirkja, en um- hyggja hans hefur til sannrar fyr- irmyndar verið. Þau tóku kjör- son, Hermann, sem nú er nýlega tvítugur og stundar sjóinn frá Eskifirði, efnismaður hinn mesti. Hildur vann mest að verzlunarstörfum, bæði á Eski- firði og fyrst hér syðra, en í Kópa- vog fluttu þau hjón frá Eskifirði 1980. Hún kenndi einnig hand- mennt við skólann á Eskifirði og fórst það að vonum hið bezta úr hendi. Og nú hefur Hildur kvatt okk- ur. Sem líknarmild mund kom gestur dauðans á hennar fund. En í hugum okkar, sem mátt- um eiga hana að vini, lifir endur- minning um óvenjulega atgervis- konu, sem átti sjálf svo ríka auð- legð hjarta og hugar og miðlaði þeim auði alla tíð. Eiginmanni, syni, föður, systkinum og ástvinum öðrum eru sendar einlægar samúðar- kveðjur. Kveðja og þökk fylgir henni yfir á unaðslönd eilífðarinnar frá Önnu Árdísi. Blessuð sé minning Hildar Bó- asdóttur. Anna Árdís Helgadóttir Helgi Seljan Útboð Fljótshlíðarvegur, Kirkjulækur - Deild Vegagerð ríkisins óskar eftir tílboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 2,7 km, fylling og burðarlag 23.200 m3. Verkinu skal lokið 1. september 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sel- fossi og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 6. apríl n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 27. apríl 1987. Vegamálastjóri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.