Þjóðviljinn - 04.04.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.04.1987, Blaðsíða 5
Afriddurum Ijóssinsog prinsum myrkursins Habakúk og Jeremía „Kristilegt blað, Þjóðviljinn,” sagði hann. „Á, var það?” sagði ég. „Nema hvað?” sagði hann, „Ykkur var gefíð á hann. Hvað ætlið þið að gera í því? Á ég að útlista nútímann þá verður þú að hjálpa til,” sagði ég. „Það er ekki laust við að ég sé dálítið ringlaður í svipinn,” sagði hann. „Ég var að lesa um skoðan- akönnun. Nú er málum svo kom- ið að Steingrímur Hermannsson, vinsælasti stjómmálamaður kannski að taka í hann fyrir ykk- ur?” „Nei, þakka þér fyrir,” sagði ég. „Skamma stund verður hönd höggi fegin.” „Kristilegt blað, Þjóðviljinn,” sagði hann. „Má ég vitna í Ha- bakúk?” „Gerðu svo vel.” „Habakúk segir: Vei þeim sem sækist eftir illum ávinningi fyrir hús sitt til þess að geta byggt hreiður sitt hátt uppi, til þess að geta bjargað sér undan hendi ógæfunnar.” „Segir Habakúk þetta virki- lega?” „Já, og spámaðurinn Jeremía segir: Meðal lýðs míns eru óguð- legir menn; þeir liggja í fyrirsát, eins og þegar fuglarar húka; þeir leggja snörur til að veiða menn. Eins og fuglabúr fullt af fuglum, svo eru hús þeirra full af svikum; á þann hátt eru þeir orðnir miklir og auðugir. Þeir em orðnir feitir, það stimir á þá.” Ég skildi ekki alveg hvað hann var að fara: „Viltu að Þjóðviljinn snúi sér að því að leggja út Gamla testamentið?” spurði ég. „Kannski við tækifæri,” sagði hann. „En eins og stendur fer ég nú bara fram á að hann taki að sér að leggja út nútímann.” „Þú biður ekki um lítið,” sagði þjóðarinnar, kemst ekki á þing. Og Jón Baldvin Hannibalsson halastjarna Alþýðuflokksins er útbranninn. Sjálfstæðisflokkur- inn er klofnaður í tvennt út af hundrað þúsund krónum - og það em kosningar eftir tæpan mánuð.” „Það er þó altént bót í máli,” sagði ég. „Hvað þá?” „Að kosningamar skuli vera í nánd.” „Þú segir það,” sagði hann. „Vonandi verður fólk búið að átta sig.” „Átta sig á hverju?” „Á því að nú heitir serían ekki lengur „Valdatafl í Valhöll.” Sú sería er búin, enda voru allir orðnir leiðir á henni. Nú fáum við að fylgjast með næstu seríu sem heitir „Á valdi tilfínninganna.” , Og það hefur verið hætt við að sýna heldur ómerkilega þætti um Jón Baldvin sem áttu að heita „B j argvætturin”. ” „Segðu mér af þessari nýju ser- íu.” „Jú. „Á valdi tilfinninganna” er væmin sápuópera sem er skrif- uð fyrir vinsælasta leikarann úr „Valdatafl í Valhöll.” Síðasti þátturinn í þeirri seríu fjallaði um spennandi ráðagerðir um að koma honum frá völdum. And- „Þjóðviljinn er mitt blað,” sagði hann. Ég vissi að hann mundi segja þetta, því hann segir mér í hvert skipti sem hann hringir að Þjóð- viljinn sé sitt blað. Og það er auðvitað alveg hárrétt hjá hon- um. Nýr framhalds- myndaflokkur „Ef þú vilt að ég reyni að fara stæðingar hans misnotuðu að- stöðu sína til þess að grafa upp plögg sem sýndu að honum hefðu orðið á smávægileg bókhaldsmis- tök. Með þetta í höndunum ætl- uðu þeir að neyða hann í útlegð. En ráðagerðin fór ut um þúfur. Stórleikarinn neitaði að láta kúga sig. Hann blés til orrustu gegn samsærismönnunum. Hann kom fram fyrir alþjóð og ýmist grét eða barði frá sér. Og stendur nú uppi studdur aðdáendum, og þegar fyrsti þáttur hinnar nýju séríu hefst er hann þess albúinn að leggja til stórorrustu gegn hin- um svikulu bandamönnum sín- um. Persónusköpunin í þessari nýju seríu er mjög skemmtileg. Aðalleikarinn, riddari ljóssins, er venjulegur kolbítur sem hefur risið úr öskustó og hefur nú eignast hálft ríkið. Hann er í rík- um mæli gæddur mannlegum til- finningum og mannlegum veik- leikum. En þrátt fyrir veikleika sína er hann sterkur og ódrep- andi. Hann er fullur samúðar með öllu sem lífsanda dregur og honum og fylgismönnum hans eru allir vegir færir. Hann er góð- ur í eðli sínu, jafnvel þótt honum kunni annað slagið að verða á í messunni. Og vegna þess að hann er góður í eðli sínu þurfa stuðn- ingamenn hans ekki að reiða sig á neinar yfirlýsingar eða stefnur heldur reiða þeir sig einvörðungu á brjóstvit og brjóstgæði leiðtog- ans. Andstæðingar leiðtogans eru prinsar myrkursins. Þeir gætu sem best verið vélmenni, því að þeir eru gersneyddir mannlegum tilfiningum og vopn þeirra eru tölvur og reiknistokkar. í síðustu seríu náðu þeir tímabundnum vinsældum á því að þeir virtust geta reiknað velsæld og auðæfi í garð fylgismanna sinna. En kuldi þeirra og mislunnarleysi og blind Mammonsdýrkun hefur skotið mörgum stuðningsmönnum þeirra skelk í bringu, ekki síst vegna þess að þeir sjá að þeir liðs- manna sem verða undir í barátt- unni fá hvorki hjúkrun né að- hlynningu. Þess vegna hafa marg- ir hlaupist undan merkjum og að- hyllast nú hinn mjúklynda milljónera. Ertu þarna ennþá?” Hugsað í sjónvarpsseríum „Já,” sagði ég í símann. „Ég fylgist spenntur með þessu. „Á valdi tilfinninganna” segirðu, verður þetta löng sería?” „Það er ekki gott að segja, sjáðu til. Það fer eftir því hvernig áhorfendum líkar fyrsti þáttur- inn. Það eina sem er komið í ljós nú er að „Valhallarserían” er ekki lengur vinsælust.” „En þú minntist á einhverja aðra þætti.” Já. „Bjargvætturin.” Það eru þættir sem var verið að reyna að klambra saman um riddara hinn- ar rauðu rósar. Þeir voru ekki nógu spennandi. Eintómt kjaft- aglamur - og svo gerðist ekki neitt. Enda er það ekkert nýtt að svona seríur nái ekki vinsældum. Svo vom aðrir aðilar sem ætluðu að slá í gegn með þáttum sem áttu að heita „Fyrirmyndar landsfað- ir,” en það fór allt út um þúfur. Aðalleikarinn var svo sem ágæt- ur, en handritið var alveg kol- ómögulegt.” „Heidurðu að það komi ekki til greina að taka á dagskrá þætti um Alþýðubandalag eða Kvenna- lista?” „Ég veit það ekki. Ætli fólki þyki nokkuð fútt í svona almennu puði venjulegs fólks? Hins vegar gæti það náttúmlega gerst ef fólk fær leiða á hasarmyndum að gerð yrði sería sem héti „ Afl í sókn” og segði frá undarlegu fólki sem vill losna við berserki og mikilmenni og kýs að lifa friðsömu lífi á eyjunni sinni.” „Hvernig er það með þig - hugsar þú bara í sjónvarpsserí- um?” „Hvernig á annað að vera?“ sagði hann. „Ég vinn tíu tíma á dag á vinnustað þar sem dægur- lög eru spiluð inn í eyrun á manni. Af þessu verð ég svo þreyttur að ég hef ekki orku til að melta kvöldmatinn nema ég liggi fyrir framan sjónvarpið. Og þá byrja ég á því að horfa á hálftíma seríu um mikilmenni á Stöð 2 sem svo er endurtekin í Sjónvarpinu klukkan átta. Svo koma venju- iega þættir þar sem fréttamenn sitja og spjalla við mikilmennin og reyna að fá þau til að segja einhverja vitleysu. Og svo koma útlendir framhaldsþættir um venjuleg manndráp og af og til íslensk sjónvarpsleikrit um stór- kostleg vandamál og þá sofna ég yfirleitt og rumska ekki einu sinni þótt leikararnir séu famir að gera hitt uppi á eldhúsborði. Og þegar ég er sofnaður dreymir mig um hvað lífið getur verið dásamlegt. Svo vakna ég og fer aftur í vinn- una.” „Ertu að spauga?” „Nei, ég er ekki spaugari. En ég skal fúslega viðurkenna að ég er farinn að hugsa í sjónvarpsserí- um. Og þannig er um fleiri.” „Hvað áttu við?” Lukkuriddarar og venjulegt fólk „Ég á einfaldlega við það að öll alþýða manna er búin að draga sig í hlé frá atburðum líðandi stundar, rétt eins og fólki komi ekki við hvað er að gerast. Mér finnst að fólkið í landinu fylgist með pólitíkinni á hlutlausan hátt rétt eins og hverri annarri sjón- varpsseríu; eins og afþreyingu sem hefur engin áhrif á daglegt líf og er til þess eins að stytta mönnum stundir. Ég á við að fólk er hætt að tjá sig um atburði líðandi stundar nema þegar einhver félagsfræðingurinn hringir í það og er að gera skoðanakönnun til að geta mælt vinsældir stjarnanna í prósentum. Fólk liggur á melt- unni og horfir á alls konar lukkur- iddara vasast með líf þess, af- komu og framtíð - og gerir sér ekki ljóst að það þarf að skrúfa fyrir allan þennan kjaftagang og stöðva þetta viðbjóðslega valda- brölt og snúa sér að þeim málefn- um er varða fólkið í landinu, Það vill frið, öryggi, atvinnu, menntun og samhjálp, en sjón- varpsseríurnareru búnar að rugla okkur svo mikið í ríminu að við kunnum ekki að halda fram rétti okkar. Flestir láta sér nægja að halda með einhverjum lukkur- iddaranum í sjónvarpinu, þeir segja sem svo: Þessi er að sækjast eftir ábyrgð. Gott og vel ég afsala mér ábyrgðinni til hans. En þetta er ekki svona einfalt. Það er ekki hægt að afsala sér ábyrgð. Við berum ábyrgð á þeim sem við felum völdin. Við beram ábyrgð á þeim sem við veljum til starfa. Við verðum að slökkva á þessum væmnu sjón- varpsseríum og taka atburðarás- ina í eigin hendur. Við verðum að kenna lukkuriddurunum að taflið snýst ekki um völd þeirra og met- orð - heldur snýst það um líf okk- ar allra. Halló eríu þarna ennþá?” „Já,” sagði ég í símann. „Skilurðu hvað ég er að reyna að segja?” „Ég held það.” „Geturðu þá ekki sett það í blaðið. Bara nafnlaust. Það skiptir ekki máli hvað ég heiti. Ég er bara venjulegur maður. En það er kannski allt í lagi þótt venjulegir menn láti í sér heyra af og til. Eða finnst þér það ekki?” „Jú,” sagði ég. „Kristilegt blað, Þjóðviljinn,” sagði hann. -Þráinn Laugardagur 4. april 1987 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.