Þjóðviljinn - 05.04.1987, Page 4
GLÆTAN
22 kallar
og ein tuðra
Spjallað við Eyjólf Sverrisson fró Sauðórkróki, 18 óra
markakóng og unglingalandsliðsmann í körfu-
knattleik
Hann heitir Eyjólfur Sverr-
isson og er 18 ára. Á síðasta
ári varð hann markahæstur
allra leikmanna í þriðju
deild í fótbolta. Hann er í
unglingalandsliöinu í
körfuknattleik. Hann varð
stigahæstur allra leik-
manna í 1. deildinni í körfu-
knattleik. Þar fyrir utan býr
hann á Sauðárkróki og er í
fjölbrautaskólanum þar.-
Tíðindamaður Glætunnar
varáferðum Norðurlandá
dögunum og spjallaði við
Eyjólf.
„Ég held að ég hafi byrjað í
fótbolta þegar ég var farinn að
geta sparkað," segir hann og
brosir. „Síðan lék ég með öllum
yngri flokkunum með Tindastóli.
Fyrir tveimur árum var ég svo
tekinn upp í meistaraflokk.“
Og Eyjólfur er ekki sá eini í
fjölskyldunni sem spilar fótbolta.
Þeir eru hvorki fleiri né færri en
fjórir bræðumir í Tindastólslið-
inu.
- Er ekki hörð samkeppni
meðal þeirra um sæti í liðinu?
„Hm... Það er náttúrlega alltaf
einhver samkeppni, - það er
aldrei neinn örugggur um sitt
sæti. En annars höldum við ágæt-
lega saman bræðumir.“
- En hvernlg var svo að byrja í
meistaraflokki 16 ára? Er ekki
óvanalegt að menn séu teknir
svo ungir í aðalliðið?
„Þetta var nú eins og alltaf þeg-
ar maður byrjar í einhverju - ég
var óttalegur klaufi í fyrstu. Ætli
ég hafi ekki skorað eitthvað í
kringum 5 mörk.
En annars er það alls ekki óal-
gengt úti á landsbyggðinni að
menn séu teknir svona ungir í lið-
ið: Þau em oft sambland af ung-
lingum og gömlum kempum!“
- Svo gerðir þú góða lukku í
fyrra, ekki satt?
„Ég var markahæstur, það er
rétt. Hversu mörk mörk? Þau
vom 15 í jafnmörgum leikjum og
síðan fjögur í bikarkeppninni.
Liðinu gekk mjög vel framan af
keppnistímabilinu en hmndi al-
veg saman þegar leið á...“
- Svona mikill markaskorari
- á hann ekki að leika með
fyrstu deildar liðum?
„Ég held að ég þyrfti nú meiri
reynslu til að spjara mig þar. Ég
er ekki viss um að mér tækist að
vinna mér sæti í fyrstu deildar
Iiði, svo ég er ekkert að hugsa útí
það.“
- En segðu mér eitt, hvað er
svona gaman við það að spiia
fótbolta?
„Ég er nú oft spurður um það,
hvemig 22 kallar nenni að elta
eina tuðm! Fyrst og fremst er
þetta útrás. Ég fæ útrás í fótbolt-
anum og körfuboltanum fyrst og
fremst. Síðan er félagsskapurinn
mjög góður og uppbyggilegur -
það er góður mórall í kringum
■ þetta.“
- En vel á minnst, körfubolti
- hvenær byrjaðirðu í honum?
„Það var nú mun seinna en í
fótboltanum. Það er mjög gott að
hafa eina íþrótt yfir sumarið og
aðra á veturna. En ekki þar fyrir,
það kemur að því að menn verða
að velja á milli.“
- Og hvað ætlar þú að velja?
„Já, þú segir nokkuð! Það er
mjög erfitt að gera upp á milli. En
ætli það yrði ekki körfuboltinn...
og þó!“
- Er mikili áhugi á íþróttum
hér á K róknum? Hvað með
áhorfendur t.d.?
„Það er mikill áhugi og virki-
lega góð aðstaða. í fótboltanum
er góð aðstaða fyrir æfingar og
keppni, við erum bæði með gras-
og malarvöll og aðstöðu fyrir
áhorfendur.
Annars staðar er körfuboltinn
vinsælli, - við fáum miklu fleiri
áhorfendur en mörg Úrvals-
deildarliðin. Það er oft gífurleg
stemmning, fólk sem maður vissi
ekki sinni til að hefði áhuga á
íþróttum er farið að koma til að
hvetja okkur áfram. Þetta er nú
kosturinn við þessi minni bæjar-
félög - að fólkið í heild er miklu
upplýstara um það sem er að ger-
ast og kemur og styður við bakið
á sínum mönnum.“
- Að lokum Eyjólfur, ætlarðu
að halda áfram í íþróttunum?
„Já, ég stefni að því að vinna
sæti í A-landsliðinu í körfubolta
með tíð og tíma. Ég mun berjast
fyrir því með kjafti og klóm!“
-hj-
Eyjólfur með verðlaunagripi fyrir margvísleg afrek: Fyrst og fremst er þetta útrás..,
( kunnuglegri stellingu. Æfingasvæði á bílskúrsplaninu heima. Tíðindamaður
Glætunnar skoraði á landsliðsmanninn og hafði einn heimamann sér til halds
og trausts: Landsliðið tapaði!
Ritfregn
„Við sundin blá“
Smásagnasafn fjórða bekkjar Mennta-
skólans við Sund. 7 6 sögur vóru valdar úr
tœplega 180!
Fjórði bekkurí
Menntaskólanum við Sund
sendi í vikunni f rá sér smá-
sagnasafnið „Við sundin blá“.
í bókinni eru 16 sögur eftir
jafnmarga höfunda, sem
valdarvoru úrtæplega 180er
tilgreina komu.
Tildrög útgáfunnar voru þau
að öllum nemendum fjórða
bekkjar var gert að skrifa smá-
sögu með góðu eða illu og skyldi
verkið koma til mats í heildar-
einkunn. Arður af bókarsölunni
rennur síðan í sjóð útskriftarað-
alsins í M.S.
„Við sundin blá“ er ríkulega
myndskreytt verkum eftir nem-
endur á ljósmyndasviði skólans
og fer einkar vel á því að sameina
þessar listgreinar í einni bók.
Skemmst er síðan frá þvf að
segja að sögumar eru hver ann-
arri betri og bera sumar hverjar
fbtxlán ftmáffóður
vott um ótvíræða hæfileika, auk
þess að vera skemmtilegar og
frumlega unnar. M.S.-ingum er
hérmeð óskað til hamingju með
framtakið og er fólk hvatt til að
verða sér úti um þetta ágæta rit.
4 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. apríl 1987