Þjóðviljinn - 05.04.1987, Side 5

Þjóðviljinn - 05.04.1987, Side 5
Ljóð vikunnar Ég fæ ekki skiliö svo afkáleg orð alþjóö þú sagðir svo þýður. Vitleysu þessari frá okkur forð frasanum undan mér svíður. Á kveðskap og atómi skörp eru skil, - er skáldið Gerður þá ekki til? Skáld vikunnar að þessu sinni er Gerður Kristný, 16 ára nemi úr Menntaskólanum við Hamrahlíð. Eins og lesendur Glaetunnar rekur eflaust minni til hefur áður birst eftir hana Ijóð á þessum síðum. Kvæðið sem hér birtist er ort í tilefni þeirra orða Hrafns Jökulssonar í Geisla fyrir viku, að ung skáld fáist nú lítið við að yrkja upp á gamla móðinn og farist það yfirleitt óhönduglega. Umsjónarmaður Glætunnar kann Gerði bestu þakkir fyrir kvæðið, en þess má að lokum geta að hún mun á næstunni leggja Glætunni til fleiri Ijóð. Úr nölduskjóðunni. Hrafn Jökulsson skrifar fVinnuskóli Reykjavíkur Vinnusköli Reykjavíkur auglýsir eftir leiöbeinend- um til starfa viö Vinnuskólann í sumar. Starfstími er frá 1. júní til 1. ágúst nk. Æskilegt er aö umsækjendur hafi reynslu í verk- stjórn og þekkingu á gróðursetningu, jarðrækt o.fl. störfum, t.d. hellulögnum og kanthleðslu. Til greina koma Vz dags störf. Umsóknareyðublöð eru afhent í Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar, Borgartúni 3, sími 623340. Þar eru einnig gefnar upplýsingar um starfið. Umsóknarfrestur er til 24. apríl nk. Vinnuskóli Reykjavíkur. A Forstöðumaður Ef œskan vill rétta þér örvandi hönd... Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir stöðu forstöðumanns á skóladagheimilinu Dalbrekku lausa frá 15. maí. Umsóknarfrestur er til 15. apríl. Upplýsingar veitir dagvistarfulltrúi í síma 45700. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðu- blöðum sem liggjaframmi á Félagsmálastofnun, Digranesvegi 12. Unga fólkið í Sjálfstæð- isflokknum kom úr felum í gær. Og það dugði ekkert minna en heilsíða í Mogganum undir allt galleríið. Enda stendur mikið til: „Við erum ungt fólk á leið í kosn- ingabaráttu,” er haft eftir víg- reifu dilkakjötinu. Og þeim á eftir að ganga vel því þau eru ríkulega nestuð: „Við erum ungt fólk sem fagnar því að Sjálfstæð- isflokkurinn er tilbúinn að axla þá ábyrgð er samræmist þeim kröfum sem íslendingar gera til stærsta stjómmálaflokks lands- ins.” Þetta er djarflega mælt um flokk sem nýlega hjó sjálfan sig í herðar niður! En unga fólkið á myndinni styður flokk Þorsteins en ekki flokk Alberts og það skýtur dáldið skökku við. Vegna þess að rökin fyrir stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn em: „Við erum ungt fólk sem hefúr séð ýmis baráttumál sín rætast í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins, t.d. frjálst útvarp, eign fyrir alla, sölu ríkisfyrirtækja og hjöðnun verðbólgu.” -Albert var fjármál- aráðherra á þeim tíma sem tókst að ná verðbólgunni úr 130% niður í 10%. Steini litli fékk ekki stól fyrr en löngu síðar. Og von- andi veit unga-fólkið-á-leið-í-kosninga- baráttu hvaða aðferðum var beitt við að ná niður verðbólgunni? -Að banna verkföll, afnema vís- itölubætur á laun og skerða þann- ig kaupmátt fólks um þriðjung á fáeinum missemm. Vonandi veit unga fólkið að verðbólgan er komin í tæp 30% - eftir að Þor- steinn tók við! - og fer enn hærra eftir nýjustu kjarasamninga. Það sem vekur þó mesta at- hygli af þessum fjórum upptöldu atriðum „unga fólksins” er: „Eign fyrir alla.” Þetta hljómar nú satt að segja dálítið annarlega. Það er að vísu búið að taka í notk- un nýtt húsnæði Verslunar- skólans - og er Berki Gunn- arssyni hérmeð óskað til ham- ingju með það. -En þar fyrir utan hefur fjöldi fólks misst húsnæði sitt á nauðungaruppboðum; lána- kerfi Húsnæðisstoftiunar er ónýtt og vaxtabyrðin er að sliga þá sem vom svo ógæfusamir að festa sér „eign”. Stuttbuxnadeildin klykkir út með því að segja: „Við emm ungt fólk sem ætlar að kjósa Sjálfstæð- isflokkinn til forystu 25. apríl - gegn sundmngu og ósamlyndi.” -Það var og. Eitthvað virðist geðklofi flokksforystunnr vera smitandi ef unga fólkið ætlar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn gegn sundrungu og ósamlyndi! Ungir sjálfstæðismenn geta huggað sig viö það að eftir kosn- ingar þurfa þeir ekki að láta hafa margt eftir sér en geta snúið sér óskiptir að sandkastalabygging- unum aftur. Og unga fólkið má alveg trúa því að það sé að gera gagn og að það sé raunverulega á leið í kosningabaráttu. En ósköp er það dapurlegur vitnisburður um þekkingu unga fólksins sem kemur fram á leikskólamyndinni. Það hefði verið nær að hafa hana ótextaða enda halda líka allir á spjöldum sem á stendur skýmm stöfum X- D. Það er vel til fundið enda fleiri en einn Sjálfstæðisflokkur í fram- boði og fleiri en tveir. Ég vona að unga fólkinu í Sjálf- stæðisflokknum gangi vel í kosn- ingabaráttunni og að það haldi málflutningi sínum til streitu. Þá fer það langt með að vinna jafn- mikið af flokknum og Albert. En vonandi rennur líka af þeim í- myndunarfylleríið, því prófin fara að byrja. Hrafn Jökulsson Áríðandi orðsending! Til lesenda Glœtunnar Svo sem dyggum lesendum Glætunnar er kunnugt var hún færð úr föstudagsblaði yfir f helgarblað fyrir skemmstu. Um leið var meiningin að auka fjölbreytni í efnisvali eftir því sem kostur er. Þess vegna vill umsjónarmaður eindregið hvetja lesendur til þess að koma með eigin hugmyndir um efni og eins hvað betur mætti fara. Best væri þó ef framtakssamt ungt fólk sendi inn efni sjálft: hvort heldur sögur eða kvæði, greinarstúfa eða bara vangaveltur um lífið og tilveruna. Fyrir þá sem vilja slá á þráðinn er síminn 681333. Heimilis- fangið er: Þjóðviljinn c/o Glætan, Síðumúla 6, 108 Reykjavík. Félagsmálastofnun Kópavogs. í|| Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkur fyrir hönd gatna- málastjórans í Reykjavík óskar eftir tilboðum í steyptar gangstéttar, gerð stíga og ræktun í Ár- túnsholti og Grafarvogi. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, gegn 5 þús. kr. skilatryggingu. Til- boðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 14. apríl nk. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBOROAR V i ikit k|uvoy i 3 Smii 25800 j||| Skrifstofustarf Óskum að ráða skrifstofumann frá 1. maí nk. Starfið er einkum vinna á tölvur, við bókhald, ritvinnslu og reikninga en einnig almenn skrif- stofustörf. Umsóknir sendist í pósthólf 5016,125 Reykjavík, fyrir 15. apríl nk. Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12 Reykjavík " ^ Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir til- boðum í eftirtalin verk: ''/v/m W 1- Styrking og malarslitlög í Vestur-Húnavatns- r sýslu 1987. Lengd vegarkafla 11,5 km, magn 20.000 rúmmetr- ar. Verki skal lokið fyrir 30. september 1987. 2. Styrkingu Svartárdalsvegar f Austur-Húna- vatnssýslu 1987. Lengd vegarkafla 14,3 km, magn 15.000 rúmmetr- ar. Verki skal lokið fyrir 15. september 1987. 3. Styrkingu Slglufjarðarvegar í Skagaflrði 1987. Lengd vegarkafla 16,4 km, magn 35.000 rúmmetr- ar. Verki skal lokið 31. júlí 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 6. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 27. apríl 1987. Vegamálastjóri

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.