Þjóðviljinn - 05.04.1987, Page 10

Þjóðviljinn - 05.04.1987, Page 10
Hetjusaga úrfátœkrahverfi þróunarlandanna í borgum. Er reiknað með að það hlutfall hafi hækkað í 44% um aldamótin. Fjöldinn í borgum þróunarland- anna er um 830 milljónir í dag en um aldamótin munu rúmlega 2 milljarðar búa í borgum. í Afríku búa nú um 160 milljónir í borgun- um en má reikna með að um alda- mótin búi um 350 milljónir í borg- unum. í Suður-Ameríku munu um þrír fjórðu hlutar íbúanna búa í borgum. Ein milljón íbúða Á Sri Lanka hefur verið reynt að sporna við þessari þróun. Þar hafa stjómvöld reynt að virkja al- menning og einkaframtakið til að byggja um milljón íbúðir. Fyrir nokkmm ámm kom í Ijós að tæplega 3 milljónir íbúða vom til handa 15 milljónum íbúa Sri Lanka og margar af þeim íbúðum sem vom til gátu tæpast kaliast tnannabústaðir. Fyrir tveim árum var ráðist í áætlun sem kallast „ein milljón íbúða“. Eru íbúðir þessar byggð- ar í dreifbýlinu og eiga þannig að sporna við flóttanum til borg- anna. Byggist áætlunin upp á þvf að fjölskyldurnar verða að leggja fram eigin vinnu og útvega bygg- ingarefnið sjálfar. Geti þær það fá þær hagstæð lán til fimmtán ára. í nóvember í fyrra hafði áætl- unin náð til um 10 þúsund þorpa af 25 þúsund þorpum á Sri Lanka. Þúsundir fjölskyldna hafa þegar notið góðs af áætluninni en kostnaður hins opinbera verið lít- ill sem enginn. Auk þess er áætl- unin mjög atvinnuskapandi. Óvíst er hvort önnur þróunar- lönd geta tekið sér Sri Lanka til fyrirmyndar. Aðstæður eru mjög mismunandi á hverjum stað og sumsstaðar er ástandið svo alvar- legt að nær ógjörningur virðist að lagfæra það, að minnsta kosti á nýtilegu og launin sem hann fær á verkstæðinu eru mjög lág. Stórborgin sem Jósep býr í er í litlu frábragðin öðrum stórborg- um í þróunarlöndunum. Hún er einsog segull sem dregur til sín fólk utan af landi. Fátæktarhverf- in stækka um 10% á ári og meiri- hluti íbúa borgarinnar er undir tuttugu ára aldri. íbúðir, heilsu- gæsla, atvinna, fæði og menntun er af mjög skornum skammti. Menntunin kostar að vísu ekk- ert en á hinn bóginn er skólabún- ingurinn mjög dýr. Auk þess kemur skólaganga í veg fyrir að börnin geti unnið fyrir sér. Flest barnanna læra því hvorki að lesa né skrifa og eygja því enga von í betra líf. Vonin um betra líf % Jósep er undantekning frá þessu. Hann vonast ekki bara eftir betra lífi, heldur trúir hann á það. Hann er orðinn 17 ára og hefur ekki enn látið beygja sig. Honum hefur ekki verið stungið inn á uppeldisstofnun eða í fang- elsi einsog mörgum jafnöldrum hans og hann hefur ekki þurft að grípa til ofbeldis til að lifa af eins- og margir kunningjar hans. Jósep dreymir um að losna úr fátæktarhverfinu. Að eignast konu og þrjú böm og búa í þokkalegu húsi. Þetta er það sem gefur lífi hans tilgang og að þessu stefnir hann. Þessvegna mætir hann vikulega í skólann og vinnur sem lærlingur á verkstæðinu. Þá skiptir ekki höfuðmáli þó hann geti ekki borðað sig saddan dag- lega. Það er framtíðin sem skiptir hann máli einsog milljónir ann- arra barna. „„ ... -Sáf byggt á Ny tid Vandamál heimllislausra er ekki einangrað við þróunarlöndin. Velferð- ófullnægjandi og heilsuspiliandi aðstæður. Myndin er frá Manchester í Eng- arríkin í Evrópu og Ameíku þekkja einnig þetta vandamál. I þeim löndum er landi. Víða í stórborgum Evrópu og Bandaríkjunum alast börn upp við aðstæð- einnig fjöldi manna sem á hvergi höfði sínu að halla og aðrir sem búa við mjög ur ekki ósvipaðar þessum. meðan gæðum heimsins er jafn misskipt og nú er raunin. Barnahótel Heimilisleysingjar eru ekki bara einangraðir við þróunar- löndin. Velferðarríkin hafa einn- ig kynnst þessu. í flestum stór- borgum V-Evrópu og Bandaríkj- anna má sjá heimilislausa hreiðra um sig á götum úti; á lestarstöðv- um, í kjallaratröppum, undir brúm eða í almenningsgörðum. í flestum velferðarríkjunum lenda einnig börn á vergangi. Börn götunnar er einnig að finna á Norðurlöndunum. Yfir- leitt eru, þetta börn sem hafa strokið að heiman. Þeirra lifi- brauð er yfirleitt smáþjófnaðir, dópsala og að selja sig. Árlega strjúka um 1500 börn að heiman í Kaupmannahöfn. Þeirra bíður hörð barátta á göt- unum. Yfirleitt lenda þau í smákrimmahópum og eiga hóp- arnir oft í útistöðum sín á milli. Nú hefur komið upp sú hugmynd að reisa hótel fyrir þessa krakka. Athvarf þar sem þeir geta fengið næturskjól fyrir lítinn pening. Ólíkt öðrum stofnunum sem aðstoða krakkana verða lítil sem engin afskipti af þeim, en einmitt þessi afskiptasemi hins opinbera hræðir krakkana frá því að leita til stofnana einsog unglingaat- hvarfa. Ef hinsvegar unglingur- inn vill fá aðstoð munu forráða- menn hótelsins hafa milligöngu um hana. -Sáf byggt á Ny tid og Information Jósep var þrettán ára þegar móðir hans tók föggur sínar og hvarf. Síðan eru liðin fjögur ár og allan þann tíma hefur Jósep orðið að treysta á sjálf- an sig á götum stórborgar einnar í Austur-Afríku. Saga Jóseps er hetjusaga en hún er langt því frá að vera eins- dæmi. Milljónir barna í stór- borgum heimsins hafasvip- aðasöguaðsegja. Erfiðastur var tíminn eftir að mamma hans yfirgaf hann. „Ég hafði skúrhreysið en ekkert ann- að. Þrátt fyrir það gat ég talist lukkunnar pamfíll. Aðrir höfðu ekki einusinni skúr.“ Það er dýrt að lifa í fátækra- hverfinu. Áin er menguð og hreint vatn er selt dýrt. Brennið kostar einnig. Þar hafa allir hlutir sitt verðgildi, flöskur, bíldekk, bréfsnifsi og annað. Þegarfýkur í öll skjól verða börnin að bjarga sér á hnupli. Hópurinn stendur saman Fljótlega slóst Jósep í hóp með nokkrum öðrum krökkum. „Við hittumst við bíóið. Þar sem ég hafði skúrinn fluttu þau til mín. Á tímabili vomm við 13 í hreysinu. Nú erum við bara átta.“ Hópurinn veitir ákveðið ör- yggi. Krakkarnir em ekki jafn einmana og auk þess heldur hóp- urinn vemdarhendi yfír meðlim- inunum. í fátæktarhverfunum ríkir réttur hins sterka og ekki síst hjá börnunum. Minni börn verða að greiða ákveðinn verndartoll til eldri krakka. Jósep á haugunum I leit að einhverju sem hægt er að selja. Milljónir barna víða um heim sækja haugana daglega í sömu erindagjörðum. Græðgi og harðneskja, vændi og ofbeldi einkennir líf þessara bama. Jósep og gengið hans skipu- leggur hvernig aflað skuli fjár til fæðis og annarrar framfærslu. Minnstu krakkarnir safna kolam- olum, pappír og járnadrasli til að selja. Þetta býður þeirri hættu heim að eldri krakkar ráðist á þau og ræni. Þá kemur það ósjaldan fyrir að þeir fullorðnu neita að borga fyrir vinnuna. Sex ára krakki er oft marga klukkutíma að róta í sorpi áður en honum tekst að fylla lítinn plastpoka af kolamolum. Sé hann heppinn fær hann nokkrar krón- ur fyrir pokann en sé kolakaup- maðurinn illa fyrirkallaður fær krakkinn minna. Það sem er mikilvægast þess- um börnum er matur og húsa- skjól. Sé Jósep spurður hvað sé erfiðasta vandamál hans svarar hann að það sé matur. Auk þess lekur þakið á kofanum hans; „Þegar að rignir er ískalt hér. Eina ráðið til að halda á okkur hita er að þjappa okkur þétt sam- an.“ Líf stúlkubarnanna er jafnvel enn erfiðara. Fjöldi þeirra fer að stunda vændi áður en þær era orðnar ellefu ára gamlar. Stór hluti þeirra hefur smitast af kyn- sjúkdómum fyrir táningaaldur- ínn. Flestar enda sem einstæðar mæður með mikla ómegð. Lœrlingur á bílaverkstœði Jósep var svo heppinn að fá fasta vinnu. Hann er lærlingur á bílaverkstæði. En vinnustaður- inn er langt frá heimili hans og það er dýrt að ferðast með stræt- isvagni, sérstaklega fyrir lærlinga á lélegu kaupi. Hann gengur því til vinnunnar og notar peningana í morgunverð. Hann vinnur fimm daga vikunnar og sækir lærlinga- skólann einusinni í viku. I þessu er falin von Jóseps um betri framtíð. Fyrir þá minni í genginu þýðir þetta hinsvegar að Jósep tekur ekki lengur þátt í að róta á haugunum eftir einhverju 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. apríl 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.