Þjóðviljinn - 05.04.1987, Síða 11

Þjóðviljinn - 05.04.1987, Síða 11
Viðurkennum vandamálið Rœtt við Ólaf Oddsson, forstöðumann Rauðakrosshússins, um heimilislausa unglinga og starfsemi Hússins í desember 1985 hóf Rauöakrosshúsið viö Tjarn- argötu starfsemi sína. Þar geta krakkar, sem lent hafa á villigötum og eiga hvergi höföi að halla, fengið gistingu, mat og stuðning. Auk þess er boð- ið upp á símaþjónustu og fer sú þjónustastöðugtvaxandi. Við höfðum samband við Ólaf Oddsson, forstöðumann Húss- ins, einsog stofnunin kallaðist upphaflega. „Við efndum til „Ffkniefnin eru ekki orsök vandans, heldur afleiðing,1' segir Ólafur Odds- son. könnunar um nafn á húsinu í æskulýðsmiðstöðvunum þegar við byrjuðum á starfseminni og Húsið varð fyrir valinu. Þeir sem leituðu aðstoðar hjá okkur fóru hinsvegar að kalla húsið Rauðakrosshúsið og það nafn hefur loðað við síðan.“ Krakkar ó götunni Að sögn Ólafs er töluvert af krökkum í Reykjavík sem búa á götunni. Þessir krakkar sníkja húsaskjól hjá vinum sínum og kunningjum, eða sofa í stiga- göngum. Þá er nokkuð um að krakkarnir fari á vertíðir til að fá inni í verbúðum um tíma. „Yfirleitt eru þetta krakkar sem hafa lent upp á kant við fjöl- skyldu sína og því yfirgefið heimilið. Flestir krakkanna eru komnir á kaf í eiturlyf og alslags rugl og standast ekki þær kröfur sem almennt eru gerðar um um- gengni. Það er mikið talað um fíkniefnavandamálið en fíkniefn- in eru ekki orsök þessa vanda- máls heldur afleiðing. Sambands- leysi foreldra og barna, sem stöðugt eykst í þjóðfélaginu, er hin eiginlega orsök.“ Á vegum Rauða krossins eru nú um 10 einstaklingar á aldrin- um 16-19 ára. „Þeim stendur ým- islegt til boða. Þeir sem ekki eru mjög djúpt sokknir fá hjá okkur aðstoð við að stíga fyrstu skrefin í áttina að betra lífi en sumir eru svo illa farnir að þeir hafa misst alla löngun til að bæta ástand sitt og þó þeir hafi löngun þá er getan lítil sem engin. Slíkir einstakl- ingar þyrftu að fara í meðferð og þá helst langtímameðferð. Gististað fyrir útigangskrakka Að sögn Ólafs er markmiðið að vinna fyrirbyggjandi starf og því hefur starfsemin breyst tölu- vert að undanfömu. „Við höfum að undanförnu miðað starf- semina við krakka sem em skemmra á veg komnir, ekki eins djúpt sokknir í ruglið, og þeir verða sjálfir að leita til okkar. Þróunin hefur líka orðið sú að krakkarnir leita fyrr til okkar og það eykur möguleika á að gera eitthvað fyrir þá.“ Það að starfsemi Rauðakross- hússins hefur miðað meira við áhættuhópa en þá sem þegar erum komnir á kaf í sukkið, hefur orðið til þess að þeir sem eiga í mestum erfiðleikum hafa hætt að leita til Hússins. „Það er bráðnauðsynlegt að stofna gististað fyrir þann hóp. Stað þar sem þessir krakkar eru að mestu látnir afskiptalausir, en þar sem þeir fá þó aðhlynningu og mat. Þar sem þessir krakkar geta aftur safnað kröftum. Við höfum orðið að ýta þessum krökkum frá okkur vegna að- stöðuleysis, því það er mjög slæmt að blanda þessum tveim hópum saman. Þegar gistiskýlið var stofnað á sínum tíma hurfu rónarnir af götunum. Væri slíkur staður opnaður fyrir þessa krakka sem eiga hvergi höfði sínu að halla og eru á kafi í ruglinu er ég viss um að þessi hópur hyrfi af opinberum stöðum einsog Hlemmi. Það er því bráðnauðsynlegt að opna slíkt gistiskýli fyrirunglingana. Spurn- ingin er bara að vandamálið sé viðurkennt." Vantar meðferðarstofnun En hvað stendur þessum krökkum til boða ef þau vilja fara í meðferð til að losna undan ofur- valdi fíkniefnanna? „Nokkur þeirra hafa farið inn á Vog en það er langt því frá að vera sú meðferð sem þau hefðu þurft að komast í. Þeir krakkar sem ekki eru jafn djúpt sokknir geta nýtt sér meðferðina þar en hinum hjálpar hún lítið og fyrir þá er engin meðferðarstofnun til.“ En stendur það ekki til bóta með Krísuvíkurstofnuninni? „Ég hef ýmislegt út á það fram- tak að setja. Það er ráðist í þetta án þess að kanna hversu mikil þörfin er. Þarna á að vera hægt að hýsa á milli 40 og 60 unglinga, sem er að mínu mati alltof mikið. Það hversu stórt þetta er í sniðum verður til þess að stofnunin kemst ekki nærri strax í gagnið. í stað þessa hefði átt að byrja í litlum skala og gera úttekt á því hversu mikil þörfin er. Það hefði verið hægt að byrja á því að kaupa lítinn bóndabæ einhversstaðar fyrir utan höfuðborgarsvæðið.“ Barna- og unglingasíminn Nú starírækið þið einnig bama- og unglingasíma, sem krakkar geta hringt í hafi þeir ein- hver vandamál. Er hann mikið notaður? „Já, og notkunin eykst stöðugt eftir því sem þjónustan verður betur þekkt meðal krakkanna. Við höfum auglýst á Rás 2 og Bylgjunni og nú er í prentun bæk- lingur sem verður dreift á fé- lagsmiðstöðvarnar. Síminnerop- inn tvo daga í viku, mánudaga og föstudaga, og þá eru hjá okkur sjálfboðaliðar sem ræða við krakkana. Aðra daga svörum við sjálf, sem störfum í Húsinu." Hvað er það einkum sem amar að hjá þessum krökkum sem hringja? „Það er fyrst og fremst ein- manaleiki og félagsleg einangr- un. Þá er samband þessara krakka við foreldrana oft í mol- um. Foreldrarnir hafa engan tíma til að sinna þeim og krakkarnir hafa því engan til að leita til. Þá hef ég orðið var við að á þessum börnum er mikil pressa vegna náms. Það er ekki lengur sam- þykkt að krakkar hætti í skóla. Þeir sem gera það einangrast frá hinum og því fylgir mikil niður- læging. Skilin á milli þeirra sem halda áfram í námi og þeirra sem hætta eru miklu skarpari nú en áður. Þetta verður svo oft til þess að þessir krakkar lenda í fíkniefn- um og öðru rugli. Fað bætir heilsu oe hag að bera út Þjóðvujann -Sáf Nýtt merki nýttvéPið Hugmyndasamkeppni Útflutningsráds íslands Á undanförnum árum hafa íslenskir útflytjendur að mestu leyti unnið hver í sínu lagi að kynningarmálum fyrir íslenskar vörur og þjónustu á erlendum mörkuðum. Samstarf hefur helst verið í formi sérstaks kynningarátaks á ákveðnum mörkuðum. Útflutningsráð íslands var stofnað skv. lögum 1. okt. 1986. Eitt af markmiðum með stofnun ráðsins er að leiða saman hina ýmsu aðila sem þurfa á kynningarátaki erlendis að halda og vinna skipulega að undir- búningi og framkvæmd slíkrar kynningar. Liður í undirbúningi þessa starfs er hugmyndasamkeppni sem ráðið efnir nú til. Samkeppnin er í tveimur liðum: A. Merki Merki þetta verður í senn tákn Útflutningsráðs íslands og allsherjarmerki fyrir sameiginlegar markaðs- og kynningaraðgerðir erlendis. Merki þetta verður notað á bréfhaus ráðsins, á bækl- inga og kynningarefni á vegum ráðsins og í sameiginlegum aðgerðum fyrirtækja. Það verð- ur notað sem sameiningartákn fyrirtækja á sýn- ingum. Einnig verða gefnir út límmiðar með merkinu. B. VíGORÐ Vígorðið á að vera setning á íslensku og ensku sem aðilar í útflutningi á vöru, þjónustu og ferðamálum geta sameinast um. Vígorði þessu er ætlað að lýsa þeirri sameigin- legu ímynd sem íslendingar vilja koma á fram- færi við erlenddi viðskiptaaðila, neytendur og ferðafólk. Æskilegt er að bæði merki og vígorð beri íslensk sérkenni. Samkeppnin er haldin sam- kvæmt reglum FÍT, Félags íslenskra auglýs- ingateiknara og er ölluríi opin. Verðlaun Veitt verða ein verðlaun fyrir tillögu sem dómnefnd telur þess maklega. a. Fyrirmerki kr. 250.000 b. Fyrirvígorð kr. 150.000 Tillögur að merki skulu vera 10-15 sm í þver- mál, þeim skal skila í svörtum lit á hvítan ' \ pappír, pappírsstærð 21,0 x 29,7 (A-4). Ein- kenna skal tillögurnar með dulnefni, en nafn höfundar og heimilisfang fylgi með í lokuðu umslagi. Þátttakendum er heimilt að senda fleiri en eina tillögu. Skal hver tillaga þá hafa sérstakt dulnefni og henni fylgja sér umslag með nafni höfundar. Dómnefndir Tvær aðgreindar dómnefndir hafa verið skipað- ar: Fyrir merki: Ágúst Ágústsson, Póls-tækni hf. Einar Hákonarson, listmálari Erlendur aðili Fanney Valgarðsdóttir, FÍT Gylfi Þór Magnússon, S.H. Sigfús Erlingsson, Flugleiðum hf. Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs Islands. Fyrir vígorð: Benedikt Sveinsson, S.Í.S. Davíð Scheving Thorsteinsson, Sól hf. Erlendur aðili Kristín Þorkelsdóttir, SÍA Magnús Oddsson, Arnarflugi SigurðurG. Tómasson Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs íslands. Ritari dómnefndar og jafnframt trúnaðarmaður keppenda er: Elín Þorsteinsdóttir Útflutningsráði fslands Þátttaka er öllum heimil og geta þátttakendur snúið sér til hennar og fengið frekari upplýsing- ar um samkeppnina og um Útflutningsráð Islands. Síminn er 91-688777. SKILAFRESTUR er til 1. júní 1987. Tillögur má setja í póst eða koma til Útflutn- ingsráðs merktar: Útflutningsráð íslands Hugmyndasamkeppni b.t. Elínar Þorsteinsdóttur Lágmúla 5, Pósthólf 8796,128 Reykjavík. SÝNING Dómnefnd skal skila niðurstöðum innan eins mánaðar frá síðasta skiladegi. Efnt verður til sýningar á tillögunum og þær síðan endur- sendar. Verðlaunaupphæðin er ekki hluti af þóknun höfundar. Útflutningsráð áskilur sér rétt til að nota þær tillögur sem dómnefnd velur. Jafnframt áskilur ráðið sér rétt til að kaupa hvaða tillögu sem er. UTFLUTNINGSBAÐ ISIANDS EXFORT COUNCILOFICEIAND LÁGMÚLI 5 108 REYKJAVÍK 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.