Þjóðviljinn - 05.04.1987, Síða 16

Þjóðviljinn - 05.04.1987, Síða 16
Sigurjón Sighvatsson kvik- myndagerðarmaðurkom nú í vikunni úttil íslandsfrá höfuð- borg kvikmyndaiðnaðarins, Los Angeles, en þar hefur hann haft fast aðsetur undan- farin ár. Ástæðan fyrir heimsókninni er sú að nú um helgina verður kvikmyndin Einkarannsóknin, sem hann framleiddi í samvinnu við kunningjasinn, Steven Golin, frumsýnd í Laugarásbíói. Hér er um að ræða heimsfrum- sýninguámyndinni. „Það er eiginlega tilviljun að kvikmyndin er frumsýnd hér í Reykjavík og átti ég engan hlut þar að máli. Fyrirtæki Samuel Goldwyn sér um dreifingu á kvik- myndinni fyrir utan Bandaríkin og það má vel vera að þeir hafi haft tengsl mín við ísland í huga þegar þeir ákváðu að frumsýna kvikmyndina hér.“ Aðdragandinn að Einka- rannsókninni er sá að þeir Sigur- jón og Steven Golin leituðu til hljómplötufyrirtækisins Poly- gram til að kanna hvort áhugi væri fyrir hendi að fjármagna kvikmynd. Kynntu þeir þar fyrsta uppkastið að Einkarannsókninni og leist Polygram strax vel á hug- myndina. Þegar þeir sáu svo kvikmyndina fullgerða gerðu þeir samning við þá Sigurjón og Golin um þrjár kvikmyndir til viðbótar. Sigurjón hefur dvalið í Banda- ríkjunum í átta ár. Þar af fimm við kvikmyndanám. Fyrst við al- menna kvikmyndagerð við Am- - Við Steven Golin vorum allsráðandi við gerð Einkarannsóknarinnar. Við vorum upphafsmenn kvikmyndarinnar og sáum um að setja endapun- ktinn, segir Sigurjón Sighvatsson. annar af tveim framleiðendum Einkarannsóknarinnar sem Laugar- ásbió frumsýnir nu um heigina. Mynd Sig. Tryllir i anda Hitchcock Sigurjón Sighvatsson spjallar um bandaríska kvikmyndagerð og Einkarannsóknina, sem hann er framleiðandi að erican film Institute og seinna við framhaldsnám í kvikmyndaleik- stjórn við University of Southern California. Þegar námi lauk kom Sigurjón aftur til íslands og leikstýrði Litlu hryllingsbúðinni í samvinnu við Pál Baldvin Bald- vinsson fyrir Hitt-leikhúsið. Fyrsta kvikmyndin í fullri lengd, sem Sigurjón framleiddi, var Nikkelfjallið, sem sýnd hefur verið hér. Sú mynd gekk ekki nógu vel og kennir Sigurjón um lélegri dreifingu. Einkarann- sóknin á þó ekki að þurfa að líða fyrir slíkt. „MGM hafa keypt kvikmynd- ina og verður henni líklega dreift um öll Bandaríkin í sumar. Fyrst verður hún, ef að líkum lætur, prufukeyrð í nokkrum fylkjum, til að kanna viðtökumar. Þá hef- ur Samuel Goldwyn keypt dreifingarréttinn utan Bandaríkj- anna og hún hefur þegar verið seld til fjölda landa.“ Sigurjón var spurður að því hvert hlutverk framleiðenda væri í bandarískri kvikmyndagerð. „Það er töluverður munur á hlutverki framleiðenda í bandarí- skri kvikmyndagerð og í flestum Iöndum Evrópu. Yfirleitt heldur framleiðandinn utan um flesta þætti kvikmyndarinnar og ræður afar miklu. Þetta hefur þó verið mismunandi eftir tímabilum. Fram til 1950 réð framleiðandinn öllu. Á sjötta áratugnum færðist svo valdið töluvert frá fram- leiðandanum yfir til leikstjór- anna og stjarnanna. Stjömurnar vildu fara að hafa meiri áhrif á endanlega gerð myndarinnar og því vom United Artists stofnuð. Með tilkomu óháðu Ieikstjór- anna fengu leikstjóramir svo meiri völd. Upp á síðkastið hefur þetta breyst aftur í svipað horf og fyrir 1950. Framleiðendumir em famir að eiga aftur lokaorðið. Við sjáum þetta á því að leik- stjórar einsog Georg Lucas, Spi- elberg og Coppola framleiða kvikmyndir jöfnum höndum sem þeir leikstýra og þær kvikmyndir sem þeir framleiða bera svipmót þeirra. Við gerð Einkarannsóknarinn- ar vorum við Golin allsráðandi. Þessi kvikmynd er mjög ódýr á ameríska vísu, kostaði um 60 milljónir íslenskar, og við hefð- um því ekki haft efni á því að hafa leikstjóra á launum á meðan á undirbúningi stóð. í okkar tilfelli vomm við framleiðendumir upp- hafsmenn verksins og við sáum um að setja endapunktinn." Leikstjóri Einkarannsóknar- innar er enskur, Nigel Dick að nafni. Þeir Sigurjón, Nigel og Steven Golin kynntust allir í skóla. „Það má eiginlega segja að þetta sé byrjendaverk því þetta er fyrsta alvöm kvikmynd okkar :allra. Og ég er nokkuð sáttur við útkomuna miðað við það sem lagt var af stað með í upphafi." - En hvert verður svo fram- haldið? „Við erum í startholunum með næstu kvikmynd fyrir Polygram. Einkarannsóknin er tryllir í anda meistara Hitchcock, en sú mynd sem nú er í bígerð verður eins- konar nútíma vestri. Hún verður tekin í Mexíkó og heitir Blue Igu- ana, eftir gamalli krá, sem stór hluti kvikmyndarinnar gerist á.“ -Sáf IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK IÐNSKÓLADAGURINN í dag, laugardag Iðnskólinn í Reykjavík, Skólavörðuholti, verður opinn almenningi í dag laugardag frá kl. 10 -16. Þar gefst tækifæri til að kynna sér nám í löggiltum iðngreinum, tölvutækni, tækniteiknun og á tæknibraut. Nemendur verða að störfum í öllum verklegum greinum og gefst gestum kostur á að ræða við nemendur og kennara. Atvinnufyrirtæki sækjast eftir tæknimenntuðu fólki sem hefur haldgóða undirstöðumenntun. í Iðnskólanum miðast námsmarkmiðin við að uppfylla þessar kröfur. Komið í dag á Iðnskóladaginn og kynnið ykkur starfið. KAFFIHLAÐBORÐ í MÁTSAL. Iðnskólinn í Reykjavík. 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur = LAUSAR STÖÐUR HJÁ ' REYKJAVÍKURBORG Tæknifræðingar - verkfræðingar Tæknifræðingur verkfræðingur óskast til starfa hjá byggingarfulltrúanum í Reykjavík við byg- gingareftirlit, steypueftirlit og önnur störf á skrif- stofu byggingarfulltrúa. Nánari upplýsingar um starfið gefur byggingar- fulltrúi, Borgartúni 3. Laun skv. launakerfi Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Vináttufélag_______yÍK íslands og Kúbu Vinnuferð 17. norræna vinnuferðin til Kúbu, BRIGADA NORDICA verður farin í sumar. Lagt af stað í lok júní, dvalist á Kúbu í mánuð. Unnið, ferðast um landið og fræðst um bylting- una. Nánari upplýsingar hjá VÍK, pósthólf 318 121 Rvík. Umsóknir sendist þangað fyrir 10. apríl. Stjórn VÍK

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.