Þjóðviljinn - 29.04.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.04.1987, Blaðsíða 6
MINNING SM Stefán Pjetu fyrrverandi þjóðskjalavörður Fæddur: 23. september 1895 - Dáinn: 19. apríl 1987 Stefán Pjetursson var af þing- eysku bergi brotinn. Hann fædd- ist aö Núpum í Aðaldal 23. sept- ember 1898. Foreldrar hans voru Helga Sigurjónsdóttir og Pétur Stefánsson. Stefán sagði mér að niðurinn í Laxá hefði blandast og verið undirtónninn við það sem hann mundi fyrst og hann geymdi hann alltaf með sér og naut þess á efri árum að tala um æskustöðv- arnar þótt hann vitjaði þeirra sjaldan. Dvöl hans á bökkum Laxár varð ekki löng því að hann fluttist til Húsavíkur með foreldrum sín- um og þar átti hann heima meðan hann dvaldist í foreldrahúsum. Brátt kom í ljós að sveinninn var með afbrigðum námgjarn og gott mannsefni. Benedikt frá Auðnum sá fljótt hvað í honum bjó og gerðist leiðbeinandi hans um lesefni, opnaði honum dyrnar að þeirri þekkingu sem hægt var að afla sér í bókasafninu og mót- aði með því lífssýn hans á unga aldri. Stefáni Pjeturssyni varð ekki síður tíðrætt um Benedikt Björnsson, skólastjóra á Húsa- vík. Hann kenndi honum mál að vanda og innrætti honum virð- ingu og lotningu fyrir tungu okk- ar og bókmenntum, enda var Stefán alla ævi „fanatískur ís- lendingur í lund" svo að vitnað sé til ummæla Benedikts Gröndals um Konráð Gíslason. Þeir nafnar settu báðir sitt mark á hann þó að lífsskoðanir hans tækju aðra stefnu en þeirra þegar tímar liðu fram. Stefán Pjetursson lauk stúd- entsprófi árið 1920. Hann var af- burða námsmaður og hann var nefndur „stigamaður" sakir þess hve mörg stig hann hreppti á öllum prófum. Hann lauk námi í forspjallsvísindum við Háskóla íslands 1921 og hélt síðan til náms í sagnfræði, heimspeki og félags- fræði við háskólann í Berlín. Þeg- ar hér var komið sögu var hann sannfærður Marxisti og gerðist víðlesinn í þeim fræðum ekki síður en þeim greinum sem hann hugðist nema við háskólann í Berlín. Árið 1921 kom út fyrsta frumsamda rit hans: Byltingin í Rússlandi og ásamt Einari Ol- geirssyni þýddi hann Kommún- istaávarpið sem kom út 1924. Á þessum árum var Stefán í fylking- arbrjósti ungra róttækra manna á íslandi. Gamall samherji hans lýsti því fyrir mér með óblandinni hrifningu hve snjall áróðursmað- ur Stefán var fyrir málstaðinn á þessum árum. Ef hægt var að fá hljóð á útifundum þegar Stefán var kominn í ræðustól var það handvíst að hann sigraði allan efa og andspyrnu með eldmóði sín- um og sannfæringarkrafti, enda voru miklar vonir við hann bundnar sem leiðtoga í því þjóð- skipulagi sem hafði alræði ör- eiganna að leiðarljósi. Það getur verið hættulegt að komast í of mikla nálægð við þann konung eða þá dýrðarhug- sjón sem mann hafa alið með sér í fjarska. í Gerplu lýsir Halldór Laxness því hvernig Þormóður Kolbrúnarskáld týnir niður kvæði því sem hann hafði ort um Ólaf konung helga þegar fundum hans og konungs ber saman. Svipað fór fyrir Stefáni Pjet- urssyni þegar hann sá með eigin augum hvernig kommúnisminn í Rússlandi var í framkvæmd. Það hafa efalaust verið sárustu von- brigði hans í lífinu og hann var bugaður líkt og vængbrotinn fugl eftir þá eldskírn. Hann átti ekki lengur samleið með gömlum samherjum og sannfæringar- krafturinn og eldhugurinn var horfinn úr máli hans. Hann kom heim til íslands í upphafi krepp- unnar án þess að hafa lokið námi og lagði stund á blaðamennsku og nú sóttu gamlir samherjar og vinir að honum á ritvellinum með öllum tiltækum vopnum, þar sem hann var vændur um að níða So- vétríkin gegn betri vitund til að þjóna húsbændum sínum. Það var ekki fyrr en Krúsjef hélt sína frægu ræðu að mönnum varð ljóst - hvort sem þeim var það Ijúft eða leitt - að það var Stefán Pjet- ursson sem hafði skýrt satt og rétt frá. Þegar sá dagur rann upp var Stefán ekki lengur úti í gjörninga- veðri stjórnmálanna, en hann fylgdist alla ævi af lifandi áhuga með hverri hreyfingu á þeim ólg- usjó sem Iöngum hefir einkennt stjórnmál þessarar aldar jafnt innan lands sem utan. Kynni okkar Stefáns Pjeturs- sonar hófust fyrir röskum aldar- fjórðungi þegar ég vistaðist á Þjóðskjalasafnið undir árslok 1961. Við urðum fljótlega góðir vinir og hann gerði sér far um að leiðbeina mér í starfi og ekki síður hitt að ræða hugðarefni sín, hvort heldur það sem við bar á líðandi stund eða rýna inn í rökk- ur aldanna og varpa ljósi á löngu liðna atburði og sögupersónur. Hann hafði mikla þekkingu á upplýsingaröldinni og ræddi oft- lega um Magnús Stephensen og þjóðmálastarf hans. Tómas Sæmundsson var honum einnig mjög hugstæður. Samt held ég að hann hafi ekki alls kostar unað sér í kyrrð hinna löngu liðnu tíma og honum lét betur að sækja mál og verja en kveða upp þá dóma þar sem hlutleysið er sett ofar hverri kröfu. Slíkt var að sjálf- sögðu eðlilegt, ekki síst þegar þess er gætt hvernig lífi hans var háttað. Hið stríðandi líf átti hug hans allan fram til þess síðasta. Þegar á ævina leið fann ég það að hann hafði vissa löngun til að líta yfir farinn veg og ræða það sem á daga hans hafði drifið. Ég skynjaði þá sársaukann sem enn bjó hið innra með honum, en ein- hvernveginn var það svo að ég kaus að snúa talinu að öðrum hlutum. En mér varð ljósara en áður hvað stjórnmál og stjórnmálaskoðanir geta skapað mönnum ill örlög og brennt sára dfla. Annars var Stefán dulur um eigin hagi og hann var ekki vin- margur þegar á ævina leið. E.t.v. hefir viss tortryggni búið um sig hið innra með honum vegna þeirra pólitísku brotsjóa sem yfir hann höfðu gengið. Árið 1924 kvæntist Stefán þýsk-pólskri konu - Sonju að nafni - þau voru barnlaus og eftir lát hennar var hann enn einang- raðir en fyrr, en gamall tryggða- vinur hans og frændi - Árni Krist- jánsson píanóleikari - reyndist honum mikill bjargvættur þegar syrti að. Eins og vænta mátti var Stefán Pjetursson ekki trúmaður að kirkjulegum hætti, en ætti það fyrir honum að liggja að vakna aftur til nýrrar tilveru ætla ég að hann vildi heyra á ný niðinn í Laxá og hitta fyrir það þjóðfélag sem hann dreymdi um að skapa á vori ævi sinnar. Aðalgeir Kristjánsson ALÞYÐUBANDALAGIÐ I REYKJAVIK Við höldum í lok kosningabaráttunnar og f ögnum baráttudegi verkalýösins 1. maí f immtudaginn 30. apríl í Risinu, Hverf isgötu 105. Húsiðopnað kl. 22.00. Fordrykkur 09 stutt ávörp í upphafi samkomunnar. Skemmtiatriði. Tónaf lóö og létt sveif la. Verð aðgöngumiða kr. 300.- Sjálf boöaliðar f kosninga- starff i G-listans eru boönír á samkomuna og eru vins- amlegast beönir að nálg- ast miðana á skrif stof u ABR miðvikudag og fimmtudag. getrg&na- VINNINGAR! 36. LEIKVIKA - 25. APRÍL 1987 VINNINGSRÖÐ: 1 21-X1 1-XX1-1 22 1. VINNINGUR: 12 RÉTTIR 11076 53930(4/11) 2. VINNINGUR:11 RÉTTIR, kr. 196.580,- kr. 12.035,- 9727 11075 47835 51537+ 55709 97386 129121 590642 590643 Ur 19. viku: 49168 Kæruf restur er til mánudagsins 18. maí 1987 kl. 12.00 á hádegi. 'Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá urriboðsmönnum og á sknfstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða tekn- ar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til íslenskra Getrauna fyrir loka kæru-. frests. Bæjarlögmaður Staða bæjarlögmanns Kópavogskaupstaðar er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 19. maí nk. Umsoknirskulu berast undirrituðum á umsóknar- eyðublöðum sem liggja frammi á bæjarskrifstof- unum Fannborg 2, 4. hæð. Upplýsingar um starfið veita núverandi bæjarlög- maður og undin itaöur. Bæjarstjórinn í Kópavogi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.