Þjóðviljinn - 06.06.1987, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 06.06.1987, Qupperneq 1
Laugardagur 6. júní 1987 120. tölublað 52. árgangur NA TO-fundurinn ■ ■; •- Allt útlit er fyrir að hugmyndir Weinbergers, landvarnaráð- herra Bandaríkjanna, um stór- aukinn kjarnorkuvígbúnað í Norður-Atlantshafi verði látnar liggja í þagnargildi á utanríkis- ráðherrafundi NATO, sem hefst í Reykjavtk á fimmtudag. - Það má ekki láta hjá líða að íslenski utanríkisráðherrann komi á framfæri harðorðum mót- mælum við auknum kjarnorku- vígbúnaði í hafinu kringum ís- Stjórnarmyndunin Úralangt í land - Ég hef heyrt það haft eftir Jóni Baldvini í fréttum að það sé rífandi gangur í stjórnarmyndun- arviðræðunum. Það hefur verið rætt um marga málaflokka, en aðeins lauslega og enn er mjög langt í land með að okkur takist að mynda ríkissstjórn, sagði Steingrímur Hermannsson, um umsagnir Jóns Baldvins í fjöl- miðlum í gærkvöldi að verulega hefði þokast í samkomulagsátt í stjórnarmyndunarviðræðum Al- þýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks undir forsæti Jóns Baldvins Hannibalssonar. Stjórnarmyndunarviðræður stóðu í allan gærdag og verður þeim fram haldið í dag. Undir- nefndir hafa verið skipaðar til að ræða þá málaflokka þar sem mest ber á milli, s.s. í ríkisfjármálum, húsnæðismálum og að óg- leymdum landbúnaðarmálum. í fréttum í gærvöld sagði Jón Bald- vin að flokkarnir hefði komist að samkomulagi um utanríkismál og umhverfismál. Aðeins ætti eftir að skipta ráðuneytum niður á flokka. - Við ræddum utanríkismálin og umhverfismálin sinn hálftí- mann hyor. Það er miklu meira eftir en að deila ráðherrastólun- um niður í þessum málaflokkum, sagði Steingrímur Hermannsson. -RK land. Fjölmenn og glæsileg Keflavíkurganga gæti sýnt utan- ríkisráðherra fram á hug þjóðar- innar í því éfni. Betra veganesti fær hann ekki á NATO- fundinn,sagði Ólafur Ragnar Grímsson prófessor. Fastlega er reiknað með því að aðalumræðuefni ráðherrafundar- ins verði sá rammi að samkomu- lagi, sem liggur fyrir milli stór- veldanna, um fækkun kjarnorku- vopna í Evrópu, en hugmyndir um aukna vígvæðingu í Norður- Atlantshafi verði látnar bíða fram yfir Genfarfund stórveld- anna síðar í sumar. -Ég á von á því að fundurinn staðfesti samþykkt Evrópuþjóð- anna um þau samkomulagsdrög sem liggja fyrir um fækkun kjam- orkuvopna í Evrópu. Þau öfl innan NATO, sem leynt og ljóst hafa reynt að grafa undan þessu samkomulagi hafi látið í minni pokann. Þess vegna mun ráð- herrafundurinn að öllum líkind- um staðfesta samþykki NATO við þessari fækkun. Ef samkomu- lag næðist um slíkt, væri það í fyrsta sinn sem stórveldin undir- rituðu samning sem hefði í för með sér verulega fækkun á kjam- orkuvopna, sagði Ólafur Ragnar Grímsson. Miklar varúðarráðstafanir eru gerðar meðan á NATO- fundinum stendur og verður allt tiltækt lögreglulið af höfuðborg- arsvæðinu við gæslu meðan ráð- herrarnir dvelja hér á landi og hafa öll sumarleyfi lögregluþjóna í Reykjavík verið afturköíluð, vegna fundarins. Samkvæmt fyrirskipunum að sunnan var ferjan Norræna tekin til sérstakrar skoðunar er hún kom til hafnar á Seyðisfirði í fyrradag. Töllyfirvöld leituðu hátt og lágt á farþegum og í far- angri þeirra, sem og um borð í skipinu og máttu um 350 farþegar hírast á bryggjunni í úrhellis rign- ingu langa hríð, meðan á leitinni stóð. Að sögn var þetta liður í þeim varúðarráðstöfunum sem gerðar em fyrir ráðherrafund NATO. -RK 11*11*1 I Ingibjorg Haraldsdóttir formaður Samtaka herstöðvaandstæðinga ásamt aðstoðarmönnum leggur loka- hönd á undirbúning Keflavíkurgöng- unnar í gær, en þessi eftirlíking af kjarnorkueldflaug mun fylgja göngu- mönnum alla leið sem áminning um þá ógn sem þjóðinni stafar af kjam- orkuvígbúnaðinum. Mynd - Sig. Mar. Útvegsbankamálið Hvítasunnuveðrið Hafsvæðið í stó Pukrast með hugmyndir um aukinn kjarnorkuvígbúnað í j| norðurhöfum. Ólafur Ragnar Grímsson prófessor: íslendingar verða að beraframm. mótmœli. Fjölmenn Keflavíkurganga veganesti handa Matthíasi á ráðherraMj fundinn Nýr saksóknari skipaður Búist við ákvörðun um nýjan saksóknara í Útvegsbankamálinu ínæstu viku. Vararíkissaksóknari líklegastur. Hallvarður Einvarðsson: Ekkert óeðlilegt við ákœruna Eftir að Hæstiréttur hefur dæmt Hallvarð Einvarðsson ríkissaksóknara óhæfan til þess að gefa út ákæru á hendur banka- stjórum Útvegsbankans, beinast augu manna að því hver tekur við starfl Hallvarðs í þessu máli. Samkvæmt réttarfarslögum ber ráðherra í tilviki sem þessu að skipa vararíkissaksóknara eða annan hæfan mann í embættið og er talið líklegast að Bragi, Steinarsson vararíkissaksóknari verði fyrir valinu. En í sjálfu sén getur hver sá sem uppfyllir dóm- araskilyrði í Hæstarétti tekið að sér að gefa út ákæruna. Þorsteinn Geirsson, ráðu- neytisstjóri í dómsmálaráðuneyt- inu, sagðist í gær ekki eiga von á að ákvörðun ráðherra myndi dragast á langinn, en það verður þó ekki fyrr en í fyrsta lagi seint í næstu viku. Jón Helgason verður erlendis fram á miðvikudag. Hallvarður Einvarðsson vildi sem fæst um dóm Hæstaréttar segja í gær, en sagðist hafa unnið að þessu máli eins og skyldan bauð honum. „Ég sé ekkert óeðlilegt við það að ég skyldi gefa út ákæru í þessu máli,“ sagði Hallvarður. -gg Gott göngu- veður Utlit er fyrir gott veður um allt land nú um hvítasunnuhelgina samkvæmt spám Veðurstofunnar og því gott gönguveður í dag. Léttskýjað verður víðast hvar sunnanlands og vestan, en nokk- uð skýjað fyrir norðan. Þó ætti að verða úrkomulaust á öllu landinu. Hitastigið er áætlað þetta 7-14 gráður, - sem sagt fyr- irtaks veður um hvítasunnuhelg- ina, hvort heldur fólk hyggur á ferðalög eða að njóta veðurblíð- unnar heima við.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.