Þjóðviljinn - 06.06.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.06.1987, Blaðsíða 6
MINNING St. Jósefsspítali Landakoti STARFSMAÐUR SKÓLADAGHEIMILI Starfsmaður óskast strax til frambúðar í 100% stöðu á skóladagheimilið Brekkukot. Brekkukot er skóladagheimili (börn á aldrinum 6-9 ára), rekið af Landakotsspítala. Upplýsingar veitir forstöðukona í síma 19600- 260, alla virka daga frá ki. 9.00-15.00. STARFSMENN Á RÖNTGENDEILD Starfsmaður óskast í 100% starf á röntgendeild Landakotsspítala. Þyrfti að geta hafið vinnu strax. Upplýsingar gefur deildarstjóriRöntgendeilsar í síma 19600-330 alla virka daga frá kl. 9.00- 15.00. HJÚKRUNARFRÆÐINGUR - VÖKNUN Hjúkrunarfræðing vantar á vöknun, dagvinna. Æskilegt að viðkomandi gæti verið í 100% starfi. Upplýsingar gefnar á skrif- stofu hjúkrunarforstjóra í síma 19600-300, alla virka daga frá kl. 9.00-15.00. HAFNARBÚÐIR HJÚKRUNARFRÆÐINGUR - NV! Okkur vantar nú þegar hjúkrunarfræðing á næt- urvaktir í Hafnarbúðir. Hjúkrunarfræðingar at- hugið, þeir sem taka 60% nv fá deildarstjóra- laun. Upplýsingar veitir deildarstjóri í síma 19600-200, alla virka daga frá kl. 9.00-12.00. Reykjavík, 4.6. 1987. 'i Þetta ættu kennarar að lesa Enn vantar kennara við Grunnskóla Hafnarfjarð- ar sem hér segir: - nokkra kennara í almenna kennslu í 1 .-6. bekk - nokkra kennara til að kenna íslensku, dönsku, ensku og samfélagsfræði í 7.-9. bekk og kennara í tónmennt. Upplýsingar gefa skólafulltrúi á Fræðsluskrif- stofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 4, sími 53444 og skólastjórar viðkomandi skóla Það er fallegt og notalegt í Hafnarfirði og gott að eiga þar heima. Því ekki að athuga málið og sækja um kennarstarf þar? Dragðu ekki til morguns það sem þú getur gert í dag, láttu ekki happ úr hendi sleppa. Skólanefnd Hafnarfjarðar Digranesprestakall Aðalsafnaðarfundur verður haldinn í Safnaðar- heimilinu Bjarnhólastíg 26 fimmtudaginn 11. júní n.k. og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosnir verða 3 menn í sóknarnefnd og 3 til vara. Sóknarnefndin Læknastofa Hef opnað læknastofu í Læknastöðinni hf. Álf- heimum 74. Tímapantanir í síma 686311 alla virka daga frá kl. 9-17. Hannes Hjartarson Sérgrein: Háls- nef og eyrnalækningar Guðmundur Finnbogason fœddur 18 Þriðjudaginn þann 9. júní verður til moldar borinn tengda- faðir okkar, Guðmundur Finn- bogason járnsmiður, Grettisgötu 20b. Foreldrar hans voru Finnbogi Helgason og Sigurlaug Guð- mundsdóttir. Hann var einka- barn móður sinnar en 10 hálf- bræður og eina systur átti hann. Við þau hafði hann náið og gott samband alla tíð. Að Harrastöð- um ólst hann upp með móður sinni, hjá hjónunum Hildiþóri Hjálmtýssyni og Kristínu Bald- vinsdóttur en þar kviknaði strax áhugi hans á smíðum. 15 ára gamall fer hann sem vinnumaður að Lækjarskógi í Miðdölum og er þar í nokkur ár. Þar kynnist hann konuefni sínu Lilju Magnúsdóttur, en foreldrar hennar voru Magnús Kristjáns- son og Helga Gísladóttir. Frá Lækjarskógi liggur leiðin til Hvammstanga til náms í jám- smíði. Árið 1921 heldur hann suður og ræður sig í vinnu sem járns- miður hjá Sigurjóni Péturssyni á Álafossi. Lilja og Guðmundur gengu í hjónaband þann 20. maí 1923 og bjuggu fyrstu 2 árin á Álafossi. Þau fluttu til Reykja- víkur þar sem Guðmundur hélt til náms í rennismíði í vélsmiðjunni Héðni. Fljótlega setti hann upp sína eigin smiðju, fyrst á Berg- þórugötunni, síðan á Laugavegi og að lokum í eigin húsnæði á Grettisgötu 20b, sem hann rak til ársins 1982. Áhugamál Guðmundar voru mörg og fjölbreytt. Æskuáhugi hans á íþróttum efldist mjög á 08. 1900 - dáinn Álafossi þar sem hann stundaði íþróttir af miklu kappi. Þegar til Reykjavíkur kom gekk hann í Glímufélagið Ármann og varð þar virkur þátttakandi. Fimleika sýndi hann m.a. á Alþingishátíð- inni 1930 og á Lýðveldishátíðinni 1944. Skíðaíþróttin var þó hans eftirlætisgrein, enda iðkaði hann hana fram á efri ár. Hann vann ötult starf til eflingar skíða- deildinni, m.a. smíðaði hann og setti upp togbraut í Jósefsdal. (Trúlega þá fyrstu sunnan heiða.) Guðmundur var einnig ferðag- arpur mikill og fór hann margar ótroðnar leiðir með félögum sín- um, t.d. var hann með þeim fyrstu til að fara á bíl yfir Svína- skarð. Hálendin heillaði hann mjög og ekki voru þær fáar ferð- irnar sem famar vora með ferð- afélögum en þá átti hann marga .05. 1987 og góða. Af mörgum frækilegum ferðum er helst að nefna göngu á Kverkfjöll og Kristínartinda og ferð yfir Vatnajökul 1956. Með ungu fólki gekk hann yfir Fimmvörðuháls, þá 80 ára gam- all. Á seinni áram ferðaðist Guð- mundur vítt og breitt um heim- inn. Hann fór til Bandaríkjanna, Rússlands og Kína ásamt mörg- um löndum í Evrópu. Bókhneigður var hann mjög og hafði yndi af ljóðum, enda átti hann mikið og gott bókasafn. Pólitískur áhugi Guðmundar var mikill og var hann virkur þátttak- andi í Sósíalistaflokknum alla tíð. Þótt hann væri sjálfstæður at- vinnurekandi, stóð hann alltaf með verkalýðnum og studdi hann með ráðum og dáð. Konu sína missti Guðmundur 9. des. 1972,eftirnær50áraham- ingjusamt hjónaband. Þau eignuðust 5 dætur og einn son er heita: Ragnheiður, Sigurlaug, Jensína Kristín, Finnbogi (d. 28.04. 1978), Helga Perla og Hrafnhildur Petra. Barnabörnin eru nú orðin 23 og barnabarna- bömin 19 talsins. Guðmundur reyndist góður fé- lagi og tengdafaðir og rétti okkur oft hjálparhönd. Við þökkum honum ógleymanlegar stundir í starfi og leik og biðjum Guð að blessa minningu hans. Að deyja er fastur liður sem betur fer, eða miður. Hlotnist þér eilífur friður á himnum, gamli járnsmiður. Kristján Ásgeirsson Tengdasynir INNSÝN komu. Skattaafslættir, neikvæðir skattar.tryggingabætur, húsnæð- isstyrkir, barnaheimilisgreiðslur, atvinnuleysisbætur og fleira í þeim dúr hefur verið notað sem opinbert öryggisnet, sem á papp- írnum að minnsta kosti kemur í veg fyrir að nokkur þurfi beinlínis að falla í nauð. íslendingar eru hins vegar ólæknandi sumarhúsabjartar og eigin gæfu smiðir og hér hefur því verið lenska að líta með nokkurri tortryggni, stundum kaldrana og hæðni, á opinbera jöfnunarvið- leitni af þessu tæi. Það er eigin- lega hálfgerður kommúnismi í augum margra, þarafleiðandi óf- erjandi andskoti. Aðrir, á vinstri vængnum, hafa fylgt þeirri skoðun að manneskjunnar vegna og sjálfsvirðingarinnar sé best að hafa bara jafnvel hin lægstu laun svo há, að meira að segja hinir verst settu launamanna geti dável af lifað. Það er kominn tími til þess hjá vinstri vængnum að endurskoða þessa afstöðu. Það er einfaldlega staðreynd, að tilraunir til að bæta kjör hinna verst settu gegnum launahækkanir einvörðungu hafa brugðist. Forgangsverkefnið Forgangsverkefnið er þess vegna að finna aðferðir til að nota trygginga- og skattakerfið til að bæta kjör þeirra sem minnst bera úr býtum. Byrjunin gæti falist í því að leita uppi verst setta fólkið og umbuna sérstaklega: Það þarf að hækka lágmarkslíf- eyri aldraðra og öryrkja. Sú hækkun þarf að beinast fyrst og fremst að þeim, sem ekki fá neinn annan lífeyri. Hér er vert að benda sérstaklega á einn hóp líf- eyrisþega, - gamalt fólk á stofn- unum. Framkoma okkar við það er vægast sagt til skammar. Lífeyrir þess frá ríkinu er svo að segja allur tekinn upp í vistunargjald, það hefur ekkert umleikis nema örfáar þúsundir króna á mánuði í vasapeninga. Getur ekki einu sinni glatt bamabörnin á jólum og tæpast klætt sig og skætt, tapar fyrir bragðið sjálfsvirðingu og bíður þess eins að fá að deyja. Þessu fólki þarf að veita sérstaka úrlausn. Það þarf ennfremur að taka al- veg sérstakt tillit til einstæðra mæðra, sem era oft og tíðum lág- launakonur. Þær og börn þeirra verður að gera að forgangshóp langt umfram það sem nú er, og leggja sérlega áherslu á að bæta hag þeirra gegnum skatta- og tryggingakerfið. Mæðralaun og barnabætur þarf að hækka stórlega. Um þær bætur og aðrar, til að mynda ellilífeyri, gildir aftur á móti að fólk hefur mismunandi þörf fyrir þær. í mörgum tilvikum hefur fólk það góðar tekjur að bætur á borð við þessar eru í raun óþarfar. Má ekki hugsa þetta kerfi upp á nýtt - spara með því að greiða þeim ekki sem sannan- lega þarfnast ekki bóta, og hafa þá meira til skiptanna handa hin- um? Á þessu þarf að byrja. Þetta er ábyrg viðleitni til að leysa að- kallandi verkefni, sem ný ríkis- stjórn þyrfti að láta verða sitt upphafsverk. Síðar, að þessu áru liðnu, væri svo rétt að einbeita sér 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. Júní 1987 að öðram þáttum einsog hinum eiginlegu launum. Staðreyndin er einfaldlega sú, að viðskilnaður fráfarandi ríkisstjórnar í ríkis- fjármálunum er slíkur, að meira er ekki hægt að gera fyrsta kastið. Þegar síðan verður ráðist að lágu laununum mun enginn árangur nást með hókus pókus aðferðum, hvort sem þær heita lögbinding lágmarkslauna eða eitthvað ann- að. Það þarf uppstokkun, rót- tæka uppstokkun, tilfærslu vinnuafls milli atvinnugreina, atvinnugreina milli landshluta, öðra vísi byggðastefnu. Lágu launin stafa að veralegu marki af „strúktúrvanda" í íslensku atvinnulífi. Á honum þarf að ráða bót og það er langtímaverk- efnið. Vitaskuld er guðlast að hugsa svona á vinstri vængnum, en gömlu ráðin duga ekki lengur. Það sannar reynslan. Þessvegna þarf að hugsa alla hluti - alla - upp á nýtt. Það er verkefnið sem við blas- ir. Össur Skarphéðinsson Börn líta á lífið sem leik. Ábyrgöin er okkar- fulloröna fólksins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.