Þjóðviljinn - 06.06.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.06.1987, Blaðsíða 4
_____________LEPARI _________ Pess vegna göngum við Forystumenn flokkanna þriggja sem nú ætla sér að klambra saman nýrri ríkisstjórn til að verða alveg eins og gamla ríkisstjórnin hafa undanfarna daga andvarpað í fjöl- miðlum yfir þeim stefnuáherslum sem eiga að vera ólíkar milli þrihjólsflokkanna. Þeir hafa nefnt skattheimtu og líf- eyrissjóði, fiskveiðikvóta og landbúnaðarvanda og húsn- æðismál, og segir þó Moggi í leiðara að öllum sé Ijóst að á milli flokkanna þriggja séu í rauninni engin ágreiningsmál. Enda er hinn þríhliða menúett niðrá Lindargötu einkanlega stiginn til að skera úr um ofurviðkvæmar sálarfiækjur kringum stólinn við endann á fundarborði ríkisstjórnarinn- ar. Fyrstu þættirnir í sjónleiknum eru aðeins settir upp til undirbúnings þeim síðasta þegar prímadonnurnar fara að bítast um hver þeirra skuli standa fremst á sviði. Það er athyglisvert að um eitt virðist hin þríeina forysta sammála. Svokölluð utanríkismál þarf ekki að ræða í stjórnarmyndunarviðræðunum. Erlend herseta á Islandi er þessum höfðingjum sjálfsagt mál, sífelld útþensla þessa hers hringinn um landið skiptir þá litlu. Sú kjarnorku- ógn sem að okkur steðjar veldur þeim engu angri. Þrátt fyrir að meðal stuðningsmanna, félaga og jafnvel kjörinna fulltrúa þessara flokka þriggja séu fjölmargir and- stæðingar hersetu og hernaðarútþenslu ríkir þögnin ein um þessi mál á fundum þeirra Jóns Baldvins. Þrátt fyrir að um 90 prósent (slendinga viiji samstarf við aðrar norrænar þjóðir um kjarnorkuvopnalaust svæði er ætlunin að vonar- stjórn þríflokkanna haldi áfram að lúta forystu bandarískra hershöfðingja og íslenskra minnihlutahauka í þeim efnum. Um miðja næstu viku, þegar leiksýningin á Lindargötu- nni ætti að vera farin að nálgast hástig, verður haldinn annar höfðingjafundur í Reykjavík. Þá safnast hingað fimmtán Nató-ráðherrar til að ráða ráðum sínum. Þarfara menn í þeim skringilega vanda að þora ekki, geta ekki eða vilja ekki hlíta þeirri kröfu meirihluta þjóða sinna að draga úr vígbúnaði, að fjarlægjast, þótt ekki sé nema um hálft skref, þann voða sem stafar af útrýmingarvopnum í Evr- ópu, þótt höfuðandstæðingurinn i „ríki hins illa“ i austri hafi hvað eftir annað boðist til samstarfs og jafnvel gert gamlar tillögur Nató-veldanna að sínum. Ráðherrarnir fimmtán sækja heim þann sextánda, ís- lenska utanríkisráðherrann, en að fenginni reynslu vita þeir að af honum þarf ekki að hafa áhyggjur. Þaðan koma engar tillögur, engin rök, engin svör, - afstaða íslenska utanríkisráðherrans er hverju sinni aðeins endurómur af síðustu stefnumótun utanríkisráðuneytisins í Washington. Þjóðviljinn og Alþýðublaðið hafa nú í vikunni sagt fréttir af sérkennilegum íbúðarbyggingum á Keflavíkurflugvelli. í október í fyrra var af einhverjum ástæðum samþykkt í herstöðinni í Norfolk vestur í Ameríku að byggja á Keflavík- urflugvelli 250 nýjar íbúðir, byggð sem ein og sér jafngildir meðalstóru íslensku sjávarplássi. Fram kemur að kostn- aður við þessar byggingarframkvæmdir er áætlaður um tveir milljarðar króna, eða um átta milljónir á hverja íbúð. Svipaðar íbúðir í Reykjavík kosta hinsvegar um þrjár og hálfa milljón stykkið, og sú spurning vaknar hvað verður um mismuninn. Stór hluti svársins er opinbert leyndarmál á allra vitorði. Voldugum yfirstéttarmönnum á Islandi er greidd leiga af herstöðvarlandinu með ýmsum beinum og óbeinum hætti. Til dæmis er áætlað að hönnunarkostnaður af íbúðun- um 250 nemi um 60 milljónum króna, og talið er að það fé muni renna í vasa íslensks arkítekts, sem af einskærri tilviljun er skólabróðir og samstarfsmaður húsameistara ríkisins, sem af einskærri tilviljun er sonur stjórnarfor- manns í hermangsfyrirtækinu íslenskum aðalverktökum. Forstjóri þess fyrirtækis er svo af einskærri tilviljun mágur sérfræðings varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins um byggingar og skipulagsmál á hersvæðinu. Stjórnarmyndunarviðræður herstöðvaflokkanna, Reykjavíkurfundur Natóráðherranna, bullandi hermang yfirstéttarinnar, - allt er þetta ofarlega í huga þeirra þús- unda sem í dag ganga frá herstöðinni á Miðnesheiði niðrá Lækjartorg í Reykjavík. Keflavíkurgangan á sér nægar forsendur í íslenskum samtíma hér og nú. En við göngum einnig gegn áþján styrjalda, við göngum gegn útrýmingar- hættu voðavopnanna, gegn hinu myrka valdi samtengdra hernaðar- og iðnaðarhagsmuna. Við göngum þó fyrst og fremst undir merki íslenskrar reisnar, fyrir sjálfstæði þjóð- arinnar og fyrir framhaldi þeirrar menningar sem hún á sér dýrasta eign. Við göngum vegna þess að við vitum að Snorri Hjartarson hefur rétt fyrir sér: „frelsið er falið þar/ sem fólkið berst“. Þessvegna göngum við. -m LJOSOPIÐ Mynd: Ari Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufélag Þjóöviljans. Rltatjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, Össur Skarphóðinsson. Fréttaatjórl: Lúövík Geirsson. Blaöamenn: Garöar Guðjónsson, Guömundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörfeifurSveinbjðmsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristln Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiösson (Iþróttir), Magnús H. Glslason, Mörður Árnason, ÓlafurGíslason, Ragnar Kartsson, Siguröur Á. Friöþjófsson, Stefán Ásgrfmsson, Vil- borg Davlösdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófarkalaatur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. yóamyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utlttataiknarar: SœvarGuöbjömsson, Garöar Sigvaldason. Framkvæmdaatjórl: Guðrún Guömundsdóttir. Skrtf stofuatjóri: Jóhannes Haröarson. Skrlfstofa: Guðrún Guövaröardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. AuglýslngastjórhSigriður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýalngar: Baldur Jónasson, Olga Clausen, Guömunda Kristins- dóttir. Sfmvarala: Katrin Anna Lund, Sigrföur Kristjánsdóttir. Húamóölr: Sofffa Björgúlfsdóttir. Bflatjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðalu-ogafgralöslustjórhHörðurOddfrföarson. Afgrelösla: Bára Siguröardóttir, Kristfn Pétursdóttir. lnnhalmtumann:BrynjólfurVilhjálmsson,ÓlafurBjömsson Útkeyrsla, afgreiösla, rltatjórn: Slðumúla 6, Reykjavfk, afml 681333. Auglýslngar: Sföumúla 6, sfmar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmlðja Þjóövlljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. Vorö I lausasölu: 55 kr. Helgarblöö: 60 kr. Áakrlftarverö á mánuöi: 550 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. Júní 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.