Þjóðviljinn - 06.06.1987, Blaðsíða 5
Kvennalistinn kom út úr kosn-
ingunum í apríl sem annar hinna
stóru sigurvegara. Á hann var því
eðlilega lögð sú krafa, að hann
axlaði ábyrgð og gengi til mynd-
unar ríkisstjórnar. I kjölfarið tók
svo Kvennalistinn þátt í við-
ræðum með Sjálfstæðisflokki og
Alþýðuflokki.
í þeim viðræðum lögðu tals-
menn listans megináherslu á
kjarabætur handa þeim sem
minnst hafa umleikis. Flestirgeta
í sjálfu sér tekið undir, að fátt er
jafn brýnt í þjóðfélaginu í dag, en
hins vegar hefur menn greint á
um leiðir.
Lögbinding
lágmarkslauna
Leið Kvennalistans var lög-
binding lágmarkslauna. Konurn-
ar vildu einfaldlega fella í lög, að
enginn hefði minna en 35 til 40
þúsund fyrir dagvinnuna eina á
mánuði. Frá þessu hvikuðu þær
ekki enda hafði þingflokkur
þeirra áður markað pólitíska
stefnu í málinu með flutningi
svipaðrar tillögu á þingi. Viðræð-
umar komust hins vegar aldrei
lengra.
Hvorki kratar né íhald vildu
fallast á að lögbinda lágmarks-
laun og hin sameiginlega rök-
færsla þeirra gegn lögbinding-
unni var sett fram í frægri Mesóp-
ótamíugrein þeirra hagfræðinga
ASÍ og VSÍ, Björns Björnssonar
og Vilhjálms Egilssonar. Á þessu
atriði var svo viðræðunum slitið,
því Kvennalistinn var ekki til við-
tals um aðra aðferð til að hækka
lægstu launin.
Það er því engum blöðum um
það að fletta, að lögbindingarað-
ferðin er pólitískt umdeild og
meðal sérfræðinga nýtur hún
einskis stuðnings. Hjá mörgum
forystumönnum Alþýðubanda-
lagsins nýtur hún sömuleiðis lítils
stuðnings. Það er hins vegar fróð-
legt að rifja það upp, að á Varma-
landsfundinum á dögunum sam-
þykkti miðstjórn flokksins eigi að
síður tillögu sem fól í sér afdrátt-
arlaust fylgi við lögbindingu lág-
markslauna.
Auk hækkunar lægstu
launanna vildu konurnar einnig
ná fram samsvarandi hækkun á
lífeyris- og bótagreiðslum til aldr-
aðra og öryrkja.
Nú er það svo, að allir vilja
vitaskuld létta undir með þeim
sem erfiði og þunga eru hlaðnir.
Konurnar unnu sér því verð-
skuldaða virðingu mjög margra
fyrir þá miklu áherslu sem þær
lögðu á lágu launin. Án efa hefur
einnig mörgum þótt það bera vott
um stefnufestu, þegar þær hvik-
uðu ekki frá kröfunni um lög-
bindinguna, sem þær töldu færa
verst setta launafólkinu raun-
verulegar bætur. En á því slitnaði
upp úr viðræðunum.
Loðnar hugmyndir
Flokkur sem vill axla ábyrgð,
og ganga til myndunar ríkis-
stjórnar af einhverri alvöru
gengst undir vissar skyldur. Hon-
um er ekki nóg að vísa til stefnu-
skrár, sem lögð er fram í kosn-
ingabaráttu og segja sem svo:
þetta viljum við. Hann verður að
geta sagt nokkuð nákvæmlega,
hvað hann vill gera, og hvernig.
Ýmsum fannst á þetta skorta
hjá Kvennalistanum meðan þær
tóku þátt í stjórnarmyndunar-
viðræðunum. Hugmyndir þeirra
voru einatt óljósar, einkum þau
hvað með vöruflutninga út á
land, sem eru undanþegnir sölu-
skatti - vill Kvennalistinn setja
söluskatt á þá? Tæpast. Listakon-
ur hafa hins vegar ekki haft fyrir
að setja fram hvar þær ætla að
hætta undanþágum. Enn virðist
dæmið ekki hugsað til enda. Það
er botnlaust frá hendi Kvenna-
listans.
Erfið staða
ríkissjóðs
Það er vert að árétta, að við
myndun stjórnar er það skylda
ábyrgra aðila að leggja fram hug-
myndir sem sýna næsta nákvæm-
lega hvar eigi að taka fé til að
kosta þær róttæku breytingar,
sem Kvennalistinn lagði til í
þessu dæmi. Vinstri vængurinn er
í sjálfu sér hlynntur markmiðum
Kvennalistans, - en menn vilja
sjá hvar hann ætlar að finna fjár-
magn til að greiða þá 3 - 6 milj-
arða sem dæmið kostar. Þetta er
ekki síst mikilvægt í ljósi þess, að
ríkissjóður stendur afar illa. Halli
á þessu ári liggur í 4 miljörðum,
og það herðir enn á nauðsyn þess
að geta sagt nákvæmlega hvert
féð skuli sótt.
Annað er í stöðunni ekki hægt
að kalla annað en yfirboð - ávís-
un á verðbólgu.
Nýja hugsun
- nýjar aðferðir
Staðreyndin er sú, að gömlu
aðferðirnar duga ekki til að bæta
kjör verst settu hópanna ein-
göngu. Vitaskuld má segja sem
svo, að það þurfi að hækka laun
allra og þessvegna geri í sjálfu sér
ekkert til þó hækkun til þeirra
gangi upp til hinna betur
launuðu. En staðreyndin er líka
sú, að við núverandi aðstæður
myndi hækkun til allra í raun ekki
vera hækkun til neins.
Sannleikurinn er hins vegar sá,
að góðæri þessa árs og hins síð-
asta er loksins að skila sér til
fólksins í formi hærri kaupmátt-
ar. Menn þurfa að vísu enn að
vinna alltof langan dag en þorri
fólks hefur það eigi að síður
nokkuð gott í dag. Mer urfa
ekki annað en horfa á eii udar
hagstærðir til að skilja þar amt
sem áður blasir sú n> 'lega
staðreynd við, að ójöfnul . inn í
þjóðfélaginu hefur aukist, - til er
fólk sem hefur í engu notið góð-
ærisins og bilið á milli þess og
hinna herur aukist. Forgangs-
verkefni dagsins hlýtur að vera að
bæta kjör þessa fólks umfram
annarra, - það er hið brýna verk
sem bíður.
Það felst hins vegar ekki í
hrárri kjarabaráttu einsog hún er
rekin í dag, og ekki heldur í
gömlu aðferðunum. Það þarf nýj-
ar leiðir til að bæta kjör hinna
verst settu, leiðir sem tryggja að
bætur þeim til handa færist ekki á
sjálfvirkan hátt til hinna sem efst
tróna í stiga velferðarinnar.
Öryggisnetið
í nágrannalöndunum u
helstu velferðarríki kringh ■ ;r
þar sem um leið er að finna eunia
mestan jöfnuð. Þar hafa m< n í
vaxandi mæli kosið að beita rík-
inu til að tryggja að enginn j egn-
anna fari undir vissa lágmarksaf-
atriði sem lutu að útfærslu og
fjármögnun.
Hjá þeim kom til að mynda
aldrei fram, hvernig þær ætluðu
að láta hina lögbundnu hækkun
lágmarkslauna staðnæmast við
þá lægst launuðu.
Staðreyndin er nefnilega sú, að
óteljandi tilraunir hafa verið
gerðar til að hækka launin fyrst
og fremst hjá þeim, sem minnstar
hafa tekjurnar. Hin sorglega
niðurstaða er sú, að varanleg
hækkun hjá þessum hópum, um-
fram aðra betur setta, hefur
aldrei tekist.
Sú tilraun, sem gerð var í des-
ember með sólstöðusamningun-
um til að hækka lægstu launin
umfram önnur laun er einnig
þessa dagana sem óðast að renna
út í sandinn.
En hvaða ráð hafa þá konurn-
ar? Hvaða leiðir hafa þær til að
koma f veg fyrir, að hækkun
vegna lögbindingar lágmarks-
launa handlangi sig upp allan
launastigann?
Þessi mikilvægu atriði komu
ekki fram í þeim gögnum sem
Kvennalistinn lagði fram í við-
ræðunum í síðustu viku. Þessum
spumingum verða konurnar hins
vegar að svara vilji þær í raun axla
ábyrgðina sem kosningasigurinn
leggur þeim óneitanlega á herð-
ar, - verða alvöruaðili í við-
ræðum um myndun ríkisstjórnar.
Hugmyndir Kvennalistans
eru mjög róttækar, þær taka á
djúprættum vandamálum og eiga
alla virðingu skilið. En það gerir
mögulegum samstarfsaðilum erf-
itt fyrir, hversu óskýrar þær eru.
Þýðir áhersla Kvennalistans á
lögbindinguna að þær muni ekki
styðja aðra, betur launaða hópa í
kjarabaráttu sinni? Tökum
dæmi: Á dagvistarheimilum
vinna menntaðar fóstrur og
Sóknarkonur hlið við hlið. Fóstr-
umar hafa meiri menntun, sem er
metin í því að þær hafa þriðjungi
til helmingi hærri laun en Sókn-
arkonurnar. Með lögbindingu
lágmarkslauna við 35 þúsund eða
hærra myndi launamunur hóp-
anna hverfa. Það er hins vegar
alveg ljóst, að fóstrur myndu tæp-
ast una því að menntun þeirra
yrði þannig í faun til engra fiska
metin. Myndi Kvennalistinn þá
styðja þær í kjarabaráttu?
Væri á þann hátt komið í veg
fyrir að réttlátar kjarabætur til
handa þeim lægst launuðu skriðu
tiltölulega hratt upp launastig-
ann?
Tæpast. í framhaldi af þeim al-
mennu kauphækkunum sem í
kjölfarið sigldu myndi verð-
bólguskrímslið skríða rymjandi
úr helli sfnum.í upphafi skyldi
endinn skoða, og ábyrgt
stjórnmálaafl verður að skoða
hlutina til enda.
Vanhugsað dæmi
Ábyrgð fylgir það einnig, að
geta sagt til um hvert skuli seilst
til fjár til að standa straum af rót-
tækum aðgerðum. Einnig í þessu
mikilvæga dæmi er erfitt að sjá,
til hvaða ráða Kvennalistinn ætl-
aði að gripa.
Kostnaðurinn við aðgerðirnar
sem þær vildu gera að skilyrði
fyrir þátttöku sinni í ríkisstjórn
var metinn af hagfræðingum á
bilinu 3-6 miljarðar króna ár-
lega. Hugmyndir þeirra um fjár-
öflun voru hins vegar einkar ó-
ljósar. Þegar Þjóðviljinn innti
Guðrúnu Agnarsdóttur eftir
fjáröflunarleiðum svaraði hún
því til að matarholurnar væru
margar! „...kvennalistakonur
hefðu ýmsar hugmyndir um
mögulegar aðgerðir til þess að ná
þessu marki, þótt enn væru ekki
þekktar nákvæmar tölur um
mögulega stærð tekjustofna."
Til langs tíma taldi Guðrún að
nauðsynlegt yrði að auka skatt-
heimtu af fjármagnstekjum, stór-
eignum og af vel stæðum fyrir-
tækjum. Þetta er hins vegar afar
óljóst. Vill kvennalistinn til dæm-
is leggja skatt á vaxtatekjur? -
Það yrði næsta fróðleg niður-
staða, ekki síst með þá staðreynd
í huga, að stór hluti innlána í
bönkum er sparifé aldraðs fólks.
Vitaskuld vill Kvennalistinn
ekki skattleggja það sem gamla
fólkið hefur sparað til elliáranna.
En ef til vill sýnir þetta, að hann
hefur heldur ekki hugsað tillögur
sínar ýkja djúpt.
Guðrún sagði ennfremur, að
mikilvægast væri „að byrja á því
að bæta innheimtu á söluskatti og
fækka undanþágum". Hvað þýð-
ir þetta? Langstærsti pósturinn
sem er undanþeginn söluskatti í
dag eru matvörur. Enginn gerir
því skóna að Kvennalistinn vilji
leggja söluskatt á matvörur - en
hann hefur hins vegar ekki lagt
fram neinar hugmyndir um hvar
hann vill afnema söluskatt. Og
Guðrún Agnarsdóttir, úr forystu Kvennalistans. Hug-
myndir Kvennalistans um fjármögnun þeira 3-6 milj-
arða sem aðgerðir þeirra hefðu kostað voru mjög loðn-
ar og óljósar. f hugmyndum þeirra um lögbindingu
lágmarkslauna var ekki heldur bent á, hvernig ætti að
koma í veg fyrir að hækkun til hinna lægst launuðu
skriði hratt upp allan launastigann.
Vendum kvæði í kross
Laugardagur 6. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5