Þjóðviljinn - 06.06.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.06.1987, Blaðsíða 2
—SPURNINGIN— Á fundi NATO-ríkjanna á íslandi í næstu viku verð- ur m.a rædd sú hug- mynd að flytja meðal- drægar kjarnorkuflaugar frá Evrópu í Norðurhöfin. Óttast þú að þetta geti orðið að veruleika? Sigfús Baldursson nemi: Já, ég óttast aö þróunin verði sú að þeir auki kjarnorkuvígbúnað í höfunum almennt og fjölgi jafn- framt langdrægum flaugum. Björgvin Sigurðsson matsmaður: Ég tel einfaldlega að þeir eigi að fækka þessu öllu saman og hætta þessu rugli. Jón Halldórsson ellilífeyrisþegi: Ég vil losna við öll kjarnorkuvopn. Þuríður Gunnarsdóttir atvinnulaus: Ég er andvíg öllum kjarnorku- vopnum. Guðrún Gígja Karlsdóttir afgreiðslustúlka: Ég gæti alls ekki sætt mig við það að þetta yrði þróunin. Það þarf að útrýma öllum kjarnorkuvopnum. FRÉTTIR Vinnumarkaðurinn Þenslan fér sívaxandi Vantaði Í3200 stöður í apríl. Ekkert bendir til minnkandi þenslu. Ásmundur Stefánsson: Líkur á vaxandi verðbólgu og auknu launamisrétti. Verður að koma í vegfyrir að þeir lœgra launuðu sitji eftir Mjög mikil þensla er á vinn- umarkaðaðinum og meiri en verið hefur undanfarin misseri. Eftirspurn eftir vinnuafli er mikil og er talið að í aprfl hafi vantað fólk í 3200 stöður á landinu. Þjóðhagsstofnun og Vinnu- málaskrifstofa félagsmálaráðu- neytisins hafa gert könnun á at- vinnuástandinu í apríl og horfum í sumar og niðurstaða þessara að- ila er sú að þenslan fari sívaxandi og ekkert bendi til þess að hún muni minnka með haustinu. Könnunin náði til atvinnu- greina með yfir 84 þúsund árs- verk árið 1985, en landbúnaður, fiskveiðar, póstur og sími og op- inber þjónusta nema sjúkrahúsin voru undanskilin. í ljós kom að á höfuðborgar- svæðinu voru 1500 ófylltar stöður í apríl, en á sama tíma í fy rra vant- aði fólk í um 600 stöður. Atvinnuleysi var mun minna í apríl sl. en á sama tíma í fyrra. Vinnuaflsskortur er mest áber- andi í fiskvinnslu utan höfuð- borgarsvæðisins, í ýmsum iðn- greinum og á sjúkrahúsum og velferðarstofnunum, eins og segir í frétt frá Þjóðhagsstofnun. „Það er augljóst að atvinnu- ástand er gott og eftirspurn eftir fólki er mikil á flestum sviðum. Það er einnig ljóst að það ríkir mikil þensla í þjóðfélaginu, ekki aðeins á vinnumarkaðinum, heldur alls staðar og sú þensla er líkleg til þess að skila sér í vax- andi verðbólgu og auknu launa- skriði og þannig vaxandi mis- gengi á milli hinna ýmsu hópa launafólks. Þessar staðreyndir knýja enn frekar á um nauðsyn þess að gildandi kjarasamningar verði teknir til endurskoðunar strax til þess að koma í veg fyrir að þeir lægra launuðu sitji eftir,“ sagði Ásmundur Stefánsson, fors- eti ASÍ, þegar Þjóðviljinn leitaði álits hans á þessu í gær. ~gg Forvarnaraðgerðir gegn kransæðasjúkdómum og öðrum æðasjúkdómum ásamtlæknum. Frávinstri:HjördísKröyer,GuðmundurÞorgeir8sonlæknir virðast vera vænlegasti kosturinn í baráttunni við þessa sjúkdóma á meðan á Landspítala, Stefán Júlíusson, Uggi Þórður Agnarsson læknir og Nikulás engin varanleg lækning á þeim er þekkt. Á þeim grunni starfar rannsóknastöð Sigfússon yfirlæknir. Hjartaverndar og hefur gert í 20 ár. Á myndinni eru forvígismenn Hjartaverndar Rannsóknastöð Hjartaverndar 20 ára jj Heilbrigði tryggir lengra líf Aðalverkefnið áþessum tíma er hóprannsóknir. 70þúsund einstaklingar hafa verið skoðaðir. ■ 20 ára starfstíma rannsókna- Mstöðvar Hjartaverndar frá 1967 hafa helstu áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma færst nyög í rétt horf. Sígarettureyk- ingamönnum hefur fækkað, með- ferð háþrýstings batnað mjög og á síðustu árum hefur blóðfita far- ið lækkandi. Á þessu tímabili hafa um 70 þúsund einstaklingar um land allt verið skoðaðir. Aðalverkefni rannsóknastöðvar Hjartaverndar hefur verið mjög umfangsmikil hóprannsókn á miðaldra fólki á Reykjavíkursvæðinu. í hópnum eru nánast allir íbúar Reykjavík- ur og nágrennis sem fæddir voru 1907-1934, alls um 15 þúsund karlar og 15 þúsund konur. Með þessum hóprannsóknum hefur verið aflað mikilvægra upplýs- inga með tilliti til hjarta- og æð- asjúkdóma, sem auðveldað hafa baráttuna við þá og varnir gegn þeim. Langtímarannsóknir eins og hóprannsókn Hjartaverndar skapa möguleika á að fylgjast með breytingum á heilsufari þjóðarinnar og hvaða þættir það eru sem valda þessum breyting- um Sé litið á dánartölur af völdum kransæðasjúkdóma, hækkuðu þær stöðugt til ársins 1970, en eftir það hættir aukningin og ef til vill byrjar tíðnin að minnka. Svipuðu máli gegnir um slag. Þróun af þessu tagi hefur átt sér stað í nokkrum löndum undan- farin 10-15 ár og þakka menn það fyrst og fremst breyttum lifnaðar- háttum fólks, það er minnkandi sígarettureykingum, bættum neysluvenjum og auknu eftirliti og meðférð á háþrýstingi. Forvarnaraðgerðir gegn krans- æðasjúkdómum og öðrum æðasj- úkdómum virðast því vænlegasti kosturinn í baráttunni við þessa sjúkdóma á meðan engin varan- lega lækning á þeim er þekkt. grh Verkamannabústaðir Ibúar stofna landssamtök Tilgangur samtakanna er að gæta hagsmuna félagsmanna gagnvart löggjafar- og framkvæmdavaldi Ibúar í verkamannabústöðum una því ekki lengur að fá afsal af íbúð sem táknar að þeir séu eigendur hennar en geta síðan hvorki selt hana né leigt. Okkur finnst að með þessu fyrirkomu- lagi, eins og það hefur verið, sé eignarrétturinn skertur og því viljum við breyta, segir Haraldur Jónasson, lögfræðingur Samtaka eigenda íbúða í verkamannabú- stöðum. 1. maí síðast liðinn voru stofn- uð í Reykjavík Samtök eigenda íbúða í verkamannabústöðum og er tilgangur með stofnun samtak- anna að gæta hagsmuna félags- manna sem forsvarsaðili gagnvart löggjafar- og fram- kvæmdavaldi og veita félags- mönnum sínum ráðgjöf. Samtök- in eru landssamtök og aðildarrétt á sérhver eigandi íbúðar í verka- mannabústað og umsækjendur slíkra íbúða. „Skráður eigandi fbúðar í verkamannabústöðum greiðir af íbúðinni öll gjöld og annað eins og fullgildur eigandi en þegar kemur að endursölu eða viðkom- andi vill leigja hana, stendur allt fast. Með stofnun þessara sam- taka ætlum við að fá þessu breytt með samningum án þess þó að vera með einhvern hávaða né annan ámóta æsing. Heldur vilj- um við að menn setjist niður og reyni að greiða úr þessum málum af skynsemi,” sagði Haraldur Jónasson lögfræðingur. grh 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. júní 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.