Þjóðviljinn - 06.06.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.06.1987, Blaðsíða 7
Umsjón Ingunn Ásdísardóttir Gjörningur á Óðinstorgi Kvikmynd, tónlist, eldur Þýsk listakona fremur gjörning framan við Gallerí Svart á hvítu á sunnudagskvöld þar sem hún sýnir kvikmynd og málar með eldi Eldmálun eða „firepainting" er það sem þýska listakonan Viola Pfordte sýnir í gjöming sínum á Óðinstorgi kl. 11 á sunnudagskvöld. Á sunnudagskvöldið einum tímafyrirmiðnætti verður nýstárleg uppákomaá Óðinstorgi fyrirframan Gallerí Svart á hvítu. Þá mun þýsk stúlka, Viola Pfordte, fremja þar gjörning sem hún kallar „Firepainting" eða eldmálun. Þettaersvokallaður „multimedia“gjörningur með tónlist, kvikmynd og eldi. Þjóðviljinn gekk á fund Violu Pfordte þar sem hún hefur aðsetur úti í Norræna húsi með sambýlismanni sínum, norska myndlistarmanninum Yngve Zakarias sem um þessar mundir sýnir í kjallara Norræna hússins. Við báðum Violu um að segja okkur lítillega frá gjömingnum. „Ég sýni kvikmynd á tjaldi sem strengt verður upp á torginu og henni fylgir tónlist. Siðan stend ég sjálf á bak við tjaldið þannig að ég sést ekki og mála aftan á tjaldið með lit sem sígur í gegn og inn í kvikmyndina. Þessi litur er þannig að þegar eldur er síðan borinn að honum brennur tjaldið Dúkrista úr Á svarthvítum klæðum af Samkomuhúsinu á Akureyri. Grafik 6 Dúkristur frá Akureyri Út er komin ný grafikmappa eftir Guðmund Armann og heitir Á svarthvítum klæðum. í möppunni eru sex dúkristur frá Akureyri og em þær þrykktar á japanskan ríspappír. Á svarthvítum klæðum er framhald af möppunni 10 dúkristur úr inn- bænum sem höfundur hefur gefið út áður. Þar sem síðasta myndin endar í fyrri möppunni byrjar fyrsta myndin í þessari nýju landfræðilega séð, það er við Hvamm, Gamla barnaskólann og Samkomuhúsið á Akureyri. Mappan er handþrykkt af höf- undi í eitt hundrað eintökum sem eru númemð og árituð. -ing. hægt í sundur, en einungis þar sem liturinn er og þannig blandast saman myndin sem ég mála, kvikmyndin, eldurinn og tónlistin. Þegar tjaldið rifnar loks í sundur stíg ég í gegn til áhorfenda og þannig eru skilin milli mín og áhorfendanna ekki lengur fyrir hendi og þar með lýkur verkinu.“ Viola er frá Ruhrhéraðinu í Þýskalandi og stundaði listnám í KÍel en er nú búsett í Vestur- Berlín. Þar hefur hún tekið þátt í mörgum samsýningum og sýnt málverk, og haldið eina stóra einkasýningu og aðra í New York. „Ég mála ein en geri gjarnan performansa eða gjöminga með öðmm. Einnig geri ég kvikmyndir og sem tónlist. Ég er t.d. að gera kvikmynd um ísland á meðan ég er hér, það er að segj a þetta verður kvikmynd sem lýsir þeim hughrifum sem ég verð fyrir hér. Þetta verða einstakar myndir með tónlist sem ég tek upp hér, t.d. hávaðann í goshver, íslenskt mál sem ég heyri í strætó og ýmis slík hljóð. Það má segja að ég fylgi hreyfingu sem hefur á síðustu árum verið að þróast í Berlín um tilraunastarfsemi í listum og listformum og mikið hefur verið gert í því sambandi af svokölluðum performanskvik- myndum sem byggjast upp á hug- hrifum listamannsins blönduðum saman við persónu hans. Grunn- hugmynd þessarar hreyfingar er augnablikið, að líta á augnablikið sem einstakt og sérstætt, í stað þess að hverju verki fylgi sögu- þráður með fortíð, nútíð og fram- tíð. Þessu tengist að þegar búið er að fremja gjörning, eins og þann sem ég frem á sunnudagskvöidið, þá er ekkert eftir og ekki hægt að endurtaka hann. Margir listamenn í Berlín og einnig í New York hafa orðið fyrir áhrifum af þessari hreyfingu og vinna í margs konar efni. Eitt af því sem einkennir vinnu þessa fólks er einmitt að binda sig ekki við eina tegund tækni heldur blanda saman mörgum tegundum tækni og mörgum listformum. Það eru einmitt margar konur sem hafa farið út í að vinna á þennan máta.“ Aðspurð um stöðu Vestur- Berlínar sem listamiðstöðvar í dag sagði Viola Pfordte stöðu borgarinnar í þessu sambandi verða æ sterkari. „Vestur-Berlín er óumdeilanlega höfuðborg lista í Evrópu í dag. Það gera sérkenni hennar og sérstaða og þetta ár mun styrkja hana enn frekar þar sem haldið verður upp á 750 ára afmæli borgarinnar nú í sumar og í tilefni hátíðahaldanna verður geysilega mikið listaprógramm í gangi. Vestur-Berlín og New York eru svolítið sambærilegar að því leyti að báðar þessar borgir eru eins konar eyjar. Það gerir að nálægð milli fólks verður meiri en ella, straumar mætast og skerast og það skapar mjög góða möguleika fyrir þróun listsköpunar. Múrinn er eitt stærsta listaverk sem heimurinn á ef maður lítur þannig á hann, tilvist hans og nálægðin við hann ýtir fólki út að ystu mörkum sjálfsins. Þetta gerir Berlín einstaka. Þú getur farið til Parísar og séð Eiffelturninn og þú segir hann er æði, eða til Pisa og séð skakka turninn og sagt eitthvað álíka, en þú kemur til Berlínar og sérð múrinn og þú stendur bara orðlaus og máttvana frammi fyrir honum.“ ->ng ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 7 ítalskar kvikmyndir Þrjár í Regnboganum Þrjár ítalskar kvikmyndir kvikmyndagerðarmannsins Mauro Bolognini verða sýndar um helgina á vegum ítalska sendiráðsins og ítalsk-íslenska félagsins Dagana6.,7.og8.júní verður í Regnboganum kynn- ing á ítalska kvikmyndagerð- armanninum Mauro Bolognini og verða sýndar þrjár mynda hans. Kynning þessi er á veg- um ítalska sendiráðsins og ítalsk-íslenska félagsins. Myndirnar sem sýndar verða eru II bell Ántonio (1960) en hún er gerð eftir samnefndri skáld- sögu eftir Vitalino Brancati. Bol- ognini gerði þessa mynd í sam- vinnu við Pasolini og Visentini. Gerist myndin á Sikiley og er þema hennar það sem ítalir kalla „galllismo" eða hana-læti sem er sú hegðun karlmanna sem minnir á hana í hænuhóp. Meðal leikara í þessari mynd eru Claudia Car- dinale og Marcello Mastroianni. Metello (1969) er einnig gerð eftir skáldsögu sem er eftir Vasco Pratolini. Tónlist er eftir Ennio Morricone. Aðalsöguhetjan Me- tello lendir í miðri hringiðu verkalýðsátaka á árunum 1875- 1902. Meðal leikara eru Massimo Italski kvikmyndaleikstjórinn Mauro Bolognini en þrjár myndir hans verða sýndar í Regnboganum nú um helg- ina. Ranieri, Ottavia Piccolo og Frank Wolff. Þriðja myndin, Bubu, er gerð eftir skáldsögu franska rithöf- undarins Charles-Louis Philippe og segir frá ungri vændiskonu og sambandi hennar við verndara sinn og ungan menntamann sem reynir að frelsa hana. Meðal leikara eru Ottavia Piccolo, Mas- simo Ranieri, Antonio Falsi og Luigi Proietti. Mauro Bolognini er fæddur 1922 og hélt ungur til Flórens til að læra arkitektúr. Hann hvarf frá því og hóf nám í kvikmynda- gerð í Róm. Hann varð aðstoðar- maður leikstjóranna Zampa, Delannoi og Allegret og átti síðar einnig samvinnu við Pasolini. Bolognini er í myndum sínum að lýsa þjóðfélaginu, hræringum í Því og þróun út frá reynslu rithöf- unda sem skrifa sjálfsævisögu- legar skáldsögur. Hann þrætir þó fyrir að vera pólitískur og segist spila meira á tilfinningar og mannleg samskipti. -ing

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.