Þjóðviljinn - 11.06.1987, Síða 2
Gfsli Magnússon,
nemi:
Ég hef ekki orðið var við verðhækk-
anir.
—SPURNINGIN—
Hefur verölag hækkaö
undanfarið?
Egill Hallgrímsson,
ellilífeyrisþegi:
Allveg tvímælalaust. Vöruverð hef-
ur hækkað mikið að undanförnu. Elli-
lífeyririnn hrekkur engan veginn orðið
til fyrir nauðþurftum.
Helga Jónsdóttir,
ellilífeyrisþegi:
Maður á ekkert eftir þegar búið er
að versla inn það allra nauðsynleg-
asta. Verðlag hefur hækkað látlaust
undanfarna mánuði.
Ingólfur Sigurðsson,
í bæjarvinnu:
Verðlagið hefur örugglega hækk-
að. Ég á þó nóg eftir af kauþinu mínu,
enda bý ég hjá foreldrum mínum.
Börkur Hrafnsson,
nemi:
Mér gengur ágætlega að láta enda
ná saman. Ég er nægjusamur og er á
ágætu kauþi. Ég fylgist lítið með verð-
laginu og verð því lítið var við verð-
breytingar.
FRETTIR
Hrossarækt
Stopp á sæðissölu
Sveinn Guðmundsson á Sauðárkróki sótti um leyfi tilsæðisútflutnings enfékk neitunfrá
landbúnaðarráðuneytinu Hugsanlegur úflutningur sœðis úrgraðhestum hefur verið tilefni
deilna meðal hestamanna. Úrskurður ráðuneytisins fordœmisskapandi
Sveinn Guðmundsson hrossa-
ræktarmaður á Sauðárkróki
fékk bréf frá landbúnaðarráðu-
neytinu í fyrradag, þar sem ráðu-
neytið hafnaði málaleitan hans
um að fá að flytja út sæði úr grað-
hestum sínum. Hugsanlegur út-
flutningur á sæði úr íslenskum
hestum hefur verið mikið deilum-
ál meðal íslenskra hestamanna,
en með þessum úrskurði ráðu-
neytisins hefur í raun og veru ver-
ið lagt bann við slíkum útflutn-
ingi.
Sveinn sagði í samtali við blað-
ið í gær að erlendir aðilar hefðu
farið þess á leit við hann að hann
seldi þeim sæði og í framhaldi af
því hefði hann leitað umsagnar
ráðuneytisins um það. Ráðuneyt-
ið hafnaði umsókn Sveins á
grundvelli búfjárræktarlaga og
neikvæðrar umsagnar Búnaðar-
félagsins.
Graðhestarnir Otur og Kjar-
val, sem báðir eru undan Sörla
frá Sauðárkróki, eru í eigu Sveins
og hafði jafnvel komið til tals að
flytja sæði úr þeim út. Að sögn
Sveins hafði ekki verið rætt um
verð fyrir sæðið, en ljóst er að
útlendingar eru tilbúnir að reiða
fram háar fjárhæðir fyrir það.
Eins og áður sagði hafa skoð-
anir manna á réttmæti sæðisút-
flutnings verið mjög skiptar.
Hrossaræktarsamband Suður-
lands hefur lagst hart gegn útsæð-
inu, eins og kunnugir kalla þetta,
og í 5. tbl. Eiðfaxa er sérstaklega
varað við þessu.
Þorgeir Guðlaugsson segir þar
í forystugrein að einhverjar regl-
ur verði að vera um þennan út-
flutning og ennfremur: „Ef út-
flutningur sæðis verður að stað-
reynd er hætt við að hrossarækt-
endur séu að grafa sína eigin gröf,
kippa grundvellinum undan út-
flutningi reiðhrossa, fórna lang-
tímahagsmunum fyrir stundar-
gróða. Það má ekki gerast, byrgj-
um brunninn í tæka tíð.“
Landbúnaðarráðuneytið hefur
með úrskurði sínum komið í veg
fyrir útflutning á hrossasæði
a.m.k. um sinn og allt bendir til
þess að fyrr eða síðar verði settar
ákveðnar reglur, sem banna
þennan útflutning, þannig að er-
lendir áhugamenn um íslenska
hestinn verða að láta sér nægja að
fá reiðhesta og stóðhesta héðan.
Og ekki þá bestu.
Sem betur fer búa ekki öll börn við neyðarástand í daggæslu. Á gæsluvellinum við Freyjugötu var mikið fjör í gær enda
kom Brúðubíllinn í heimsókn og börnin skemmtu sér konunglega af sögunum hennar ömmu gömlu. Mynd - E. Ól.
Verkfrœðingadeilan
Vopnahlé hjá verirfræðingum
Stéttarfélag verkfræðinga og verkfræðingar sem eru hluthafar verk-
frœðistofu Sigurðar Thoroddsen leysa ágreining með málamiðlun.
Samningaviðræður hafnar á ný
Agreiningur verkfræðinga hjá
Verkfræðistofu Sigurðar
Thoroddsen sem eiga hlutabréf í
fyrirtækinu og Stéttarfélags
verkfræðinga hefur verið leystur
með málamiðlun sem gerir deilu-
aðilum fært að hefja samninga-
viðræður á ný.
Ágreiningur hefur verið um
það innan Verkfræðingafélags ís-
lands hvort verkfræðingar sem
eiga hlutabréf í fyrirtækjum sem
þeir starfa við, séu skuldbundnir
til þess að taka þátt í verkföllum
sem Stéttarfélag verkfræðinga
boðar til, en verkfall félaga í
stéttarfélaginu skall á á föstudag
sl. Það er mat stéttarfélagsins að
hluthafar eigi að fara í verkfall
eins og aðrir, en ýmsir starfs-
menn Verkfræðistofu Sigurðar
hafa ekki virt það álit. Verkfalls-
verðir stéttarfélagsins hafa staðið
vörð um stofuna frá því á þriðju-
dagsmorgun og reynt að hindra
verkfallsbrot.
Högni Jónsson, formaður
Stéttarfélags verkfræðinga, vildi
ekki greina frá í hverju málamiðl-
un stéttarfélagsins og verkf-
ræðistofunnar væri fólgin, en hún
hefði beint deilunni í biðstöðu á
meðan á samningaviðræðum
stendur.
Samningsaðilar Stéttarfélags-
ins héldu sinn fyrsta fund með
samningsaðilum sínum úr Félagi
ráðgjafarverkfræðinga hjá sátta-
semjara í gær og er það fyrsti við-
ræðufundurinn eftir að verkfallið
skall á.
—K.Ól.
Guðgeir
látinn
Guðgeir Jónsson bókbindari,
og fyrrum forseti Alþýðusam-
bandsins, lést í Reykjavík sl.
sunnudag, 94 ára að aldri.
Guðgeir var fæddur að Digra-
nesi í Seltjarnarneshreppi 25.
apríl 1893. Hann lauk námi í bók-
bandi árið 1913 og tók ungur þátt
í störfum verkalýðshreyfingar-
innar. Hann átti sæti í stjórn ASÍ
frá 1940-1948 og var forseti sam-
bandsins árin 1942-44.
Eftirlifandi kona Guðgeirs er
Guðrún Sigurðardóttir.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 11. júní 1987